Morgunblaðið - 28.12.1991, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 28. DESEMBER
YFIRLIT: Skammt suðvestur af írlandi er 1036 mb hæð, en 990
mb lægð er á vestanverðu Grænlandshafi, hreyfist lítið í bili.
SPÁ Allhvöss suðvestanátt á landinu. Él um vestanvert landið, en
þurrt og sums staðar bjart veður austanlands. Hiti nálægt frost-
marki.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestanátt og éljagangur um landið
sunnan- og vestanvert, en þurrt norðaustanlands. Vægt frost víð-
ast hvar.
HORFUR Á MÁNUDAG: Hvöss sunnan- og suðaustanátt og hlýn-
andi veður. Rigning um land allt, einkum þó sunnantil.
Svarsímí Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
TAKN:
<(^^)> Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
4 Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* ■* *
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—[* Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 8 atskýjað
Reykjavík 5 alskýjað
Bergen 2 alskýjað
Helsinki 42 snjókoma
Kaupmannahöfn 2 skýjað
Narssarssuaq 45 snjóél
Nuuk 45 snjóél
Ósló 5 léttskýjað
Stokkhólmur 0 skýjað
Þórshöfn 9 rigning
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlfn
Chlcago
Feneyjar
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
Los Angeles
Lúxemborg
Madríd
Malaga
Mallorca
Montreal
NewYork
Orlando
París
Madeira
Róm
Vín
Washington
Winnipeg
14 heiðskírt
8 skýjað
vantar
3 súld
3 alskýjað
4 heiðskírt
7 skýjað
8 skýjað
3 léttskýjað
8 mistur
9 þokumóða
4 skýjað
7 heiðskírt
vantar
15 léttskýjað
44 léttskýjað
3 heiðskirt
17 þokumóða
7 skýjað
17 skýjað
13 léttskýjað
3 rigning
2 alskýjað
47 þokumóða
Nýr skuttog-
ari í flotann
NÝR skuttogari bættist í flotann
á jóladag, er Guðmundur Guð-
jónsson BA 205 kom til ísafjarð-
ar, en heimahöfn er Brjánslækur
á Barðaströnd. Togarinn er um
300 lestir og var smíðaður fyrir
Grænlendinga 1979. Hann hefur
verið mikið endurbættur og m.a.
var settur í hann frystibúnaður
til rækjuvinnslu 1989. Eigandi
er hlutafélagið Barðstrendingur
og er hlutafé 40 milljónir, en
heildarkostnaður við kaupin og
nauðsynlegar endurbætur eru
milli 60 og 70 milljónir.
Eigendur eru víða að og vegna
kaupanna hafa tvö skip Ingibjörg
BA og Arnarborg HU verið úrelt,
en eigendur þeirra, hlutafélögin
Engey á Barðaströnd og Hólanes á
Skagaströnd eru aðilar að nýja
félaginu. Hólanes er stærsti hlut-
hafinn með 20% hlutafjár, en skip-
stjórarnir Guðjón A. Kristjánsson
sem jafnframt er stjórnarformaður
og Bernharð Överby á ísafirði og
Jón Steingrímsson, framkvæmda-
stjóri Flóka á Barðaströnd eru
stærstu hluthafar af einstaklingum.
Auk þeirra eiga í skipinu skipstjór-
inn Oskar Eyþórsson frá Stykkis-
hólmi og vélstjórinn Þorkell Arnar-
son frá Barðaströnd, útgerð-
Úlfar Ágúslsson
Frystitogarinn Guðmundur Guðjónsson við bryggju á Isafirði.
Skipið heitir eftir Guðmundi Guðjónssyni sem kenndur var við
Þaralátursfjörð á Ströndum, en Guðmundur var einn af stofnend-
um Flóka hf. á Barðaströnd.
armennirnir Konráð Eggertsson og
Tryggvi Guðmundsson og útgerð-
arstjórinn Guðmundur Ingólfsson,
allir frá ísafirði en hluthafar eru
18. Skipið verður gert út frá Skaga-
strönd, en lánastofnun útgerðarinn-
ar er Búnaðarbankinn í Reykjavík.
Aflakvóti sá sem skipið hefur til
ráðstöfunar á fyrsta ári er að mati
Jóns Steingrímssonar 4-500 rækju-
tonn auk veiða utan kvóta svo sem
rækja af Dornbanka.
Ellefu manna áhöfn verður á
skipinu sem væntanlega mun hefja
veiðar í lok janúar. Nokkrar breyt-
ingar þarf að gera á því vegna skip-
askoðunarlaga og verða þær gerðar
í Skipasmíðastöð Marzellíusar á
Ísafírði.
Skipið er í góðu ásigkomulagi
og létu skipverjarnir sem sigldu því
heim frá Danmörku vel af sjóhæfni
þess, en þeir lentu í fárviðri í Norð-
ursjónum og vondu veðri við Fær-
eyjar. Skipið er sérstaklega styrkt
til siglinga í ís. í því er 900 hest-
afla díselvél. Rækjuvinnslubúnaður
er frá Karnetar og var settur í skip-
ið 1989. í því er 240 rúmlesta fryst-
ilest, sem tekur um 100 tonn af
frystum afurðum.
Úlfar
Heimild: Ve6urslofa íslanda
(Byggt á veðurspá Kl. 16.151 gær)
VdaG kl.
Undirbúnmgshópur um kaup á Ríkisskipum:
Vilja koma til móts
við kröfur ríkisins
Undirbúningshópurinn er unnið hefur að tilboðsgerð vegna mögu-
legra kaupa á Skipaútgerð ríkisins vonast til að tilboð þeirra verði
rætt áfram og segist vona að þetta dæmi geti gengið upp og þeir
tilbúnir að koma-á móts við kröfur ráðuneytisins. „Að vísu er óvissa
um rekstur útgerðarinnar eftir áramótin; komið hafa upp hugmynd-
ir um að leggja skipi, en okkar tilboð miðast við að taka yfir fyrirtæki
í fullum rekstri," sagði Hjörtur Emilsson, aðstoðarforstjóri Ríkis-
skipa og varaformaður undirbúningsnefndarinnar.
Hjörtur sagðist ennfremur viss
um að ekki væri hægt að halda
uppi ferðum á alla þá staði sem nú
er farið til án gífurlegrar hækkunar
farmgjalda, ef engir styrkir kæmu
til.
Ráðuneytið hafnaði í bréfi fyrir
jól tilboði hópsins um þjónustu-
samning. „Þeir gerðu í sínu tilboði
ráð fyrir þjónustusamningi þar sem
ríkið greiddi ákveðnar upphæðir,
en hins vegar felst í svarinu að
ekki er gert ráð fyrir slíku á fjárlög-
um og þess vegna er því hafnað.
Það má segja. að á mannamáli þýði
þetta það, að samgönguráðuneytið
hafí hafnað sérstökum rekstrar-
styrk til þessa fyrirtækis," ■ segir
Þórhallur Jósepsson, deildarstjóri í
samgönguráðuneytinu.
Þórhallur kvaðst þó eygja aðrar
lausnir á málinu. Til dæmis væri
hægt að ímynda sér styrkveitingar
til bátseigenda til að þjóna þeim
4-5 höfnum sem ef til vill myndu
annars missa reglubundna flutn-
inga, annar möguleiki væri að bæta
verkefnum á þær feijur sem þegar
eru í rekstri og þriðji möguleikinn
að veita flutningsstyrk á sjálfar
hafnimar, sem þær gætu þá notað
til að greiða niður flutninga.
„Við teljum að það sé ekki nauð-
synlegt að halda uppi heilu skipafé-
lagi með þrjú skip í rekstri og mik-
il umsvif við höfnina hér í Reykja-
vík til að tryggja þá flutninga sem
um er að ræða,“ segir Þórhallur.
-----»-■♦-♦---
259.581 ís-
lendingnr
SAMKVÆMT bráðabirgða-
tölum Hagstofu íslands' frá 1.
desember voru íslendingar
259.581 talsins og skiptust
þannig eftir kynjum að karlar
voru 130.166, en konur 129.415.
Fjölgunin á árinu nemur 3.873
einstaklingum, eða 1,51%
Þetta er mun meiri fjölgun en
varð á árinu 1990, en þá fjolgaði
íslendingum um 2.208, eða um
0,87%. Undanfama tvo áratugi
hefur hlutfallsleg fjölgun sjaldan
orðið meiri, en á því tímabili fjölg-
aði íbúum mest árið 1988, um
1,75%, en 1,74% árið 1972 og
1,52% árið 1982.
Mjög góð kirkju-
sókn um jólin
KIRKJUSÓKN var víðast hvar
mjög góð á landinu um jólin. 1
mörgum kirkjum var þéttsetið
á aðfangdagskvöld og á jóladag
og í sumum prestaköllum þykir
þetta með því besta sem verið
hefur í nokkur ár.
Sr. Valgeir Ástráðsson, sóknar-
prestur í Seljaprestakalli í Reykja-
vík, segir að heldur fleiri hafi kom-
ið til kirkju um miðnætti á að-
fangadagskvöld heldur en kl. 18,
en kirkjusókn hafi þó verið mjög
góð í báðum messunum og saman-
lagt hafi komið á ljórtánda hundr-
að manns til kirkjú á aðfangadags-
kvöld. Sr. Valgeir segir kirkjusókn
í prestakallinu almennt hafa verið
mjög góða í desembermánuði og
sé hún svipuð þessi jól og áður.
Sr. Hjalti Guðmundsson, dóm-
kirkjuprestur, segir að kirkjan
hafi verið fullsetin á aðfangadags-
kvöld. Einnig hafi messur verið
vel sóttar báða jóladagana. Sr.
Hjalti segir að almennt séu messur
vel sóttar á aðfangadagskvöld og
nú hafí svipaður fjöldi sótt kirkju
og áður.
Að sögn sr. Geirs Waage, sókn-
arprests í Reykholti, hefur messu-
sókn aldrei verið betri en þessi jól
síðan hann tók við prestakallinu,
en nú um jólin messaði sr. Geir í
Reykholti, Síðumúla og Gilsbakka.
„Mér finnst þetta hafa verið að
sækja í þetta horf undanfarin ár,“
segir sr. Geir aðspurður um ástæð-
ur aukinnar kirkjusóknar um jólin.
„Ég er alveg viss um að eitt af
því sem þar á í hlut er að fólk er
að verða þreytt á þessari einhliða
efnishyggjuáherslu, sem hefur
tíðkast á jólum undanfarið, og ég
held að fólk leiti eftir lotningu og
friði,“ segir sr. Geir.
Sóknarpresturinn í Odda, sr.
Sjigurður Jónsson, segir að í mess-
um bæði í Odda og á Stórólfs-
hvoli á aðfangadagskvöld hafi ver-
ið troðfullar kirkjur. Sigurður seg-
ir það þó ekki hafa tíðkast að
messa í Odda á aðfangadagskvöld
áður, heldur ájóladag. Einnig seg-
ir sr. Sigurður að veður hafi verið
gott og veður hafí því ekki hamlað
kirkjusókn.
Rækjukvót-
inn aukinn
um 7 þús-
undlestir
Hafrannsóknastofnun hef-
ur lagt til við sjávarútvegs-
ráðuneytið að heildarkvótinn
fyrir rækju á yfirstandandi
veiðiári verði aukinn um 7
þúsund lestir, eða í 35 þúsund
lestir. í lok júlí síðastliðins
var heildaraflamark á rækju
ákveðið 28 þúsund lestir til
bráðabirgða fyrir tímabilið
1. september 1991 til 31. ág-
úst 1992.
Niðurstöður endurmats á
rækjustofninum liggja nú fyrir,
og samkvæmt þeim er ástand
stofnsins mun betra en áður
var talið. Sjávarútvegsráðu-
neytið mun næstu daga gefa
út reglugerð varðandi aukningu
rækjukvótans, og í framhaldi
af því senda útgerðarmönnum
tilkynningu um breytt aflamark
á rækju fyrir yfirstandandi
fiskveiðiár.
I
l
I
I
i
i
I
I
l
I
\