Morgunblaðið - 28.12.1991, Síða 13
MORGWNiBLAÐIÐ LAUOAKDAG.UR 28.VDESBMBER II991
iil3
Halldóra Björnsdóttir og Baltasar Kormákur íhlutverkum Rómeós
og Júlíu.
_________Leiklist_____________
Súsanna Svavarsdóttir
Þjóðleikhúsið:
RÓMEÓ OG JÚLÍA
Höfundur: William Shakespeare
Þýðing: Helgi Hálfdanarson
Leikstjórn: Guðjón P. Pedersen
Dramatúrg: Hafliði Arngríms-
son
Leikmynd: Grétar Reynisson
Búningar: Stefanía Adolfsdóttir
Lýsing: Páll Ragnarsson
Slagsmál og aðstoð við sviðs-
hreyfingar: Nikolaj Karpov
Hljómsveitarstjórn og áhrifa-
liljóð: Pétur Grétarsson
Jólasýning Þjóðleikhússins að
þessu sinni er ástarsaga allra tíma,
Rómeó og Júlía. Sagan um ungling-
ana sem deyja fyrir ástina meðan
fjölskyldur þeirra hatast; kannski
upphaf þeirrar ranghugmyndar að
það að vera ástfanginn sé upphaf
og endir alls, einhvers konar lífsins
elixír sem ekki er hægt að lifa án,
að hin yfirþyrmandi tilfinning
fyrstu ástarstundanna sé eitthvað
til að byggja á og að samruni
tveggja einstaklinga sem elskast
sé lífið sjálft, án þessa samruna
sé lífið einskis virði — þá sé nú
betra að deyja. Út af fyrir sig er
þetta efni óttaleg vitleysa og auð-
vitað tífaldast ást Rómeós og Júlíu
við það eitt að þau mega ekki eiga
hvort annað. Allt sem maður getur
ekki fengið er jú æði eftirsóknar-
vert.
En þótt efnið sé óttaleg vitleysa,
verður að segjast eins og er að
William karlinn Shakespeare hitti
naglann á höfuðið í þessu verki.
Hann fjallar svo kórrétt um villuráf
manneskjunnar og missýn á eigin
tilfinningar og hvernig raunveru-
leikatengslin rofna, þegar hún
verður svona gagntekin af ein-
hveiju eða einhvetjum utan við
sjálfa sig. Og víst er að í eðli sínu
hefur manneskjan ekki breyst frá
dögum Shakespeares, nema síður
sé. Hún leitar enn hins ómögulega;
hinnar fullkomnu ástar sem á að
bæta fyrir lífið sjálft og endast að
eilífu. Shakespeare var öðrúm höf-
undum næmari á veikleika og
bresti mannanna og batt þá á sinn
sérstæða hátt inn í ljóðræna texta,
svo verk hans lifa öld fram af öld,
meðan kynslóð eftir kynslóð lifir
og deyr í ást eða ástleysi.
I uppfærslu Þjóðleikhússins að
þessu sinni er reynt að fara nýstár-
legar leiðir við uppsetningu verks-
ins. Miðaldarykinu er dustað af
því, faldarnir styttir á kjólunum,
strákarnir dálítið sportlegir í ljósum
fötum og Rómeó með bindi. A svið-
inu er hljómsveit sem leikur „Fly
me to the Moon“, „Boogie“, „Dre-
am a little Dream of me“, „Blátt
lítið blóm eitt er“ og „A little Trip
to Heaven". Allt til að láta okkur
nútímafólkið skilja hvað Shakespe-
are var að fara. Tónlistin var mjög
vel flutt af þeim Pétri Grétarssyni,
Arnþóri Jónssyni, Þórði Högnasyni
og Sigurði Flosasyni og ekki var
söngur Eddu Heiðrúnar Backman
til að skemma fyrir. Hljómsveitin
stóð fyllilega fyrir sínu.
Þrátt fyrir það verð ég að játa
að uppfærslan hreif mig engan
veginn. Mér þótti hún því miðiir
áreynslukennd og tilgerðarleg. Eg
hef ekkert á móti því að gerðar séu
ýmsar tilraunir með Shakespeare
og ef leikstjóri heldur að nútíma-
maðurinn sé sjálfum sér svo firrtur
að hann skilji ekki að Shakespeare
var að fjalla um manneskjuna eins
og hún hefur alltaf verið og mun
alltaf verða, gott og vel. Hann
bætir þá bara einhveijum slögurum
sem nútímamaðurinn skilur betur
inn í, á ensku, svona rétt til að
fullkomna verk mesta leikskálds
sögunnar.
Leikmyndin var hálf nöturleg og
snerist í kringum forláta vegg sem
var dreginn fram og til baka á
sviðinu. Hann var svo fyrirferðar-
mikill að öll sýningin snerist í
kringum hann. Það hefði alveg eins
verið hægt að hafa mann á sviðinu
sem hefði sagt „hér er veggur“ í
sífellu. Það er alltaf fremur hvim-
leitt þegar leiksýningar eru byggð-
ar upp í kringum leikmynd. Bún-
ingarnir sem áttu að undirstrika
nálægðina við nútimann voru einlit-
ir og ljótir. Það var að vísu dálítill
stæll á Rómeó, en kjólarnir hennar
Júlíu voru lufsulegir og ekki beint
klæðilegir. Þeir hefðu kannski ver-
ið í lagi í „Porgy og Bess“. Leik-
myndin og búningarnir gerðu sýn-
inguna í heild fremur litlausa og
gerðu ekkert fyrir augað. Þetta var
eins og að horfa á svarthvítt sjón-
varp og augað varð vonsvikið og
þreytt á meðan eyrað puðaði. I
sambandi við tilgerð fóru ýmis atr-
iði yfir strikið og þá ekki síst grírnu-
ballið þar sem Rómeó og Júlía hitt-
ust í fyrsta sinn. Geiflurnar og
glennurnar voru þvílíkar að atriðið
var eins og lélegur brandari um
Simpson-fjölskylduna.
Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hef
ég dáðst eins mikið að hæfni leik-
ara til að hlýða skipunum leikstjór-
ans skilyrðislaust, en um leið nísti
sársaukinn af því að horfa upp á
þessa niðurlægingu. Annað atriði
sem var alveg út í bláinn, var þeg-
ar Kapúlett rassskellir Júlíu, dóttur
sína, fyrir að neita að giftast París
greifa. Fullkomlega klén hugmynd
til að undirstrika ofbeldi gegn kon-
um í sýningunni. Sömuleiðis Rómeó
og félagar hans á fylleríi á leið á
grímuball.
En inni í öllu þessu stóð texti
Shakespeares eins og ilmandi rós
á ruslahaug, á fallegu máli, sem
getur ekki verið á skjön við neitt
nema tilgerð. Og sem betur fer
voru leikarar látnir fara með text-
ann — og þeir stóðu að mestu leyti
fyrir sínu.
Baltasar Kormákur leikur
Rómeó og Halldóra Björnsdóttir
Júlíu. Textameðferð og leikur
þeirra beggja er alveg fyrirtak.
Samleikur þeirra er svo náinn og
góður að það er varla annað hægt
en að tala um þau í sama orðinu.
Sviðsframkoma þeirra er óþvinguð
og hispurslaus og þau eru bæði svo
fínir leikarar að þau feta hárná-
kvæma stigu hvort sem þau tjá
upphafna sælu ástarinnar, flatn-
eskju vonbrigðanna eða hyldýpi
sorgarinnar.
Af öðrum leikurum af yngri kyn-
slóðinni voru þeir Þór Tulinius og
Ingvar E. Sigurðsson skemmtileg-
ir, fijálsir og leikandi í hlutverkum
sínum sem Merkútsíó, vinur Róm-
eós og Tíbalt, frændi Júlíu. Þeir
lífguðu svo upp á sýninguna að hún
pompaði dálítið niður eftir að Tíb-
alt drap Merkútsíó og Rómeó kál-
aði Tíbalt. Þeir Þór og Ingvar hafa
mjög hrífandi sviðsframkomu og
líkamsbeiting er líklega sterkasta
hlíð Ingvars — að öðrum þáttum
ólöstuðum. Steinn Ármann Magn-
ússon var hins vegar fremur staður
og bældur í hlutverki Benvólíós,
annars vinar Rómeós. Benvólíó er
ekki eins mikill æringi og Merk-
útsíó, enda lifir hann vináttuna við
Rómeó af, en samt sem áður vant-
aði æskuna of mikið í hann og
raddbeiting Steins Ármanns var
freinur ábótavant.
Helgi Skúlason leikur bróður
Lárens, skriftaföður og vin Rómeós
og Júlíu, einlífisklerkinn sem vill
allt fyrir þau gera. Helgi lék þenn-
an milda og hógværa mann af ein-
stakri smekkvísi og það var hreinn
unaður að hlýða á textameðferð
hans.
Lilja Guðrún Þoi'valdsdóttir
sveik ekki heidur í hlutverki fóstr-
unnar, sem hefur alið Júlíu við
bijóst sér frá fæðingu. Hún gæðir
hlutverkið miklu lífi, með leikandi
textameðferð og nákvæmni í radd-
beitingu og svipbrigðum.
Önnur hlutverk sem voru vel
unnin, þótt þau bjóði ekki upp á
miklar sveiflur í tjáningu, voru
Pétur, þjónn Kapúletts, sem var í
höndum Árna Tryggvasonar og
París, vonbiðjll Júlíu, sem Hilmar
Jónsson lék. Árni lék þennan kvika,
en dula, gamla þjón ákaflega vel
og umkomuleysi hans við dauða
Júlíu var sárlega sannfærandi.
Hilmar lék vonbiðilinn af látleysi
og bara beið og beið, með sama
þolinmóða svipinn.
Önnur hlutverk bjóða ekki upp
á mikla tjáningu, en textameðferð
var almennt góð. Eina undantekn-
ingin þar frá var Sigurður Skúlason
í hlutverki Kapúletts. Hann öskraði
texta sinn eins og ijón og var alveg
á skjön við leikstílinn almennt.
Svei mér þá, það hlýtur að vera til
önnur leið til að koma skilnings-
leysi, valdagræðgi, frekju og yfir-
gangssemi Kapúletts til skila, til
dæmis með því að setja einhvern
annan leikara í hlutverkið. Þetta
var afkáralegt.
Það er ekki hægt að enda um-
sögn um Rómeó og Júlíu án þess
að minnast á framkallið í lok sýn-
ingarinnar. Ekki veit ég hvað sú
uppákoma átti að fyrirstilla. Allir
leikararnir stóðu á sviðinu og
hneigðu sig saman, aftur og aftur,
og áhorfendur klöppuðu og klöpp-
uðu og vildu greinilega fá að hylla
sína leikara og láta í ljósi velþókn-
un á frammistöðu þeirra. Það var
ekki fyrr en eftir langa mæðu að
leikararnir sjálfír tóku ákvörðun
um að vísa Rómeó og Júlíu fram
á sviðið, tveimur saman — og ekki
stóð á fagnaðarlátunum. En fleiri
leikarar áttu skilið að njóta þakk-
lætis áhorfenda sinna og það er
hreinn dónaskapur við áhorfendur
að leyfa þeim ekki að tjá sig og
þakka fyrir, og lítilsvirðing við leik-
arana að gefa ekki hverjum og ein-
um þeirra tækifæri til að uppskera
svo sem hann hefur sáð.'
MISSIÐ EKKl AF_____
S K ATTAFS LÆTTIN U M!!
OPIÐ í DAG KL. 10:00-14:00
Nú fara aö verða síðustu
forvöð að tryggja sér
skattafslátt fyrir árið 1991.
Kaupið ykkur hlutabréf þar
sem verðið er hagstæðast.
n
SPARISJÓÐIRNIR
BUNAÐARBANKI
' ISLANDS
KAUPPING HF
Löggilt verðbréfafyrirtœki
Kringlunni 5, stmi 689080