Morgunblaðið - 28.12.1991, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991
Heilbrigðisspjall um áramót
eftir Ólaf Ólafsson
Framfarir í heil-
brigðisþjónustu
Við erum að komast á það stig
að geta framkvæmt flest allar flókn-
ar aðgerðir hér heima, sem áður
hafa verið gerðar erlendis, t.d.
hjarta-, nýrnasteina- og glasa-
ftjóvganaaðgerðir og stöndum þá
jafnfætis fjölmennari þjóðum.
Árangur forvama kemur í Ijós,
t.d. hefur dregið verulega úr nýgengi
kransæðasjúkdóma, heilablóðfalla og
blindu, en dánartíðni vegna slysa og
leghálskrabbameins hefur lækkað
verulega. Tíðni alvarlegra smitsjúk-
dóma fer hratt lækkandi og einni
tegund heilahimnubólgu virðist hafa
verið útrýmt með bólusetr.ingu.
Nú er verið að takast á við aðrar
tegundir heilahimnubólgu og ef vel
tekst til verður hægt að hindra far-
aldra af heilahimnubólgu í framtíð-
inni.
Margt gengur okkur því í haginn
og mætti telja fleira í þeim dúr.
Ýmislegt má þó betur fara og verður
minnst á nokkur atriði hér.
Sjúkdómstíðnin hefur breyst
Um aldamótin síðustu bar mest á
smitsjúkdómum en eftir 1950 héldu
„menningarsjúkdómar" s.s. hjarta-
og æðasjúkdómar innreið sína. Nú
þegar þessir sjúkdómar eru í rénum
hafa sk. samfélagssjúkdómar tekið
við. Um orsakir þeirra má deila en
meðal samverkandi þátta má nefna
m.a.:
Mikil útivinna beggja foreldra en
barnafjölskyldur reyna eftir mætti
að sameina fjölskyldulíf og vinnu.
Það er skortur á barnaheimilum
og skapar það fjölskyldum streitu.
Það er tilefni til nánari athugunar
að streitutíðni hefur tvöfaldast á
síðustu 15 árum.
Hjónaskilnuðum fjölgar jafnt og
þétt (á íslandi hefurtíðnin tvöfald-
ast frá árunum í kringum 1970).
Mörg börn alast upp við ótryggar
aðstæður.
Margir telja að þetta hafi leitt til-
„nýrra veikinda“, þ.e. sálarkreppu
og félagslegra vandamála, leiða,
þunglyndis, samskiptavandamála
og höfnunar.
Margt ungt fóik á erfitt með að
ná fótfestu á lífsbrautinni. Eitt ein-
kenni þessa er mikil aukning á sjálfs-
morðum og sjálfsmorðstilraunum
meðal ungs fólks á Vesturlöndum
og höfum við ekki farið varhluta af
því.
„Vítahringur" í
heilbrigðisþjónustunni
í samanburði við hinn Norðurlönd-
in starfa hlutfallslega færri heil-
brigðisstarfsmenn á stofnunum hér
á landi (hjúkrunarfræðingar og
sjúkraliðar), að undanskildum lækn-
um. Stofnanarými er eins og best
gerist. Helsta ástæðan Tyrir ríflegu
stofnanarými er trúlega starfsmann-
afæð. Auðveldara er að sinna 30
sjúklingum á deild en ef þeir væru
dreifðir um allan bæ! I ofanálag höf-
um við ekki aðlagað okkur nógu fljott
að nýjungum, þ.e. flutningi minni
aðgerða út fyrir sjúkrahúsveggina,
fjölgun 5-daga deilda, og eflingu
heimaþjónustu. Veigamasta orsök
starfsmannafæðar er léleg laun.
Grunnlaun háskólamenntaðs hjúkr-
unarfræðings, sem vinnur hjá ríki,
geta verið helmingur af launum
skrifstofumanns hjá einkafyrirtæki.
Fyrirhugaðar aðgerðir, þ.e. fækkun
starfsfólks og takmörkun á yfír-
vinnu, verður því til þess að færri
fást til starfa og vinnuálag eykst.
Þetta getur orðið örlagaríkt því að
nú útskrifum við tvöfalt til þrefalt
færri hjúkrunarfræðinga og sjúkr-
aliða en aðrar Norðurlandaþjóðir
miðað við íbúafjölda. Yfírvinna og
vinnuálag á mörgum sjúkrastofnun-
um er gífurlegt og ekki á bætandi.
Eigi að síður tekur 85—90% að-
spurðra (Hagvangskannanir)( að
heilbirgðisþjónustan sé ágæt, góð
eða sæmileg. Heilbrigðisstarfsfólk
starfar því yfirleitt af skyldurækni,
fagmennsku og tillitssemi.
Sjúklingar með bráða-
sjúkdóma á biðlistum
Biðlistar fylgja sjúkrahúsum og
sem betur fer þola margir sjúklingar
nokkra bið eftir aðgerð án þess að
skaði hljótist af. Með nýrri tækni eru
nú gerðar flóknari og erfiðari aðgerð-
ir en áður, t.d. hjarta- og æðaaðgerð-
ir, hér á landi. Því miður höfum við
ekki aðlagað okkur að þessum breyt-
ingum því nú er sjúklingum er t.d.
þjást af hjarta- og æðasjúkdómum,
-sem í mörgum tilfellum flokkast
undir bráðasjúkdóma, raðað á biðl-
ista. Sú bið getur orðið örlagarík og
hefur embættið undir höndum
sannanir fyrir því.
Sumir sjúkdómar eru hættulegri
en aðrir.
Orsök þesa ástands er fjárskortur
og að nokkru leyti skipulagsleysi.
Nú er veruleg vinna lögð fram til
endurbóta á innra skipulagi sumra
sjúkrahúsdeilda og er það vel.
Alnæmi/eyðni
Talið er að 8—10 milljónir manna
hafí smitast af HlV-veirunni, þar af
5—6% í Evrópu, 10—12% í Norður-
Ameríku en 82—85% í þriðja heimin-
um. Um framtíðina er erfítt að spá
öðru en að hún er á næsta leiti. Ál-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur
spáð um þróunina fram að aldamót-
um. Sjá mynd I.
I spánni kemur fram að nýgengi
sjúkdómsins (fjöldi nýrra tilfella ár-
lega) mun trúlega ná hámarki í Evr-
ópu og Norður-Ameríku um
1994—96, en þá hafi margir sýkst.
Um nýgengi í þriðja heiminum er
erfiðara að spá, en talið er að nokk-
uð muni draga úr fjölgun tilfella
þar. í sumum löndum í Afríku verður
ástandið geigvænlegt. í Ugarida er
talið að 2/3 hlutar fólks á aldrinum
20—25 ára hafi tekið sóttina um ald-
amótin! Sjá mynd II.
í Norðurálfu, og þ. á m. á ís-
landi, er útbreiðsla sjúkdómsins mun
hægari en búist var við. Þjóðir er
búa við góða almenna menntun, góð-
an efnahag og virka heilbrigðisþjón-
ustu virðast geta tekist á við sjúk-
dóminn með nokkrum árangri.
Ánægjulegt er að vita að t.d. kyn-
fræðsla er nú almennt veitt í skólum
(ástandið var allt annað fyrir 10
árum) enda hefur nýgengi helstu
kynsjúkdóma, s.s. lekanda, sárasótt-
ar og trúlega klamydíu, minnkað á
síðustu árum. Væntanlega hefur
kynfræðslan er jókst í kjölfar eyðnif-
araldursins borið árangur.
Mikil óvissa ríkir þó um framtíð-
arhorfur. Við verðum að halda vöku
okkar.
Meðalhófið er best
Sagt er að við íslendingar rötum
seint meðalveginn og séum fundvísir
á sérþarfir.
Dæmi sem hér fylgja gefa til
kynna að svo geti verið.
Okkur er tjáð að á ævinni þurfum
við að búa í a.m.k. þremur tegundum
af íbúðum, þ.e. í foreldrahúsum, á
Ólafur Ólafsson
„ Við búum við velmeg-
un og eigum kost á
góðri heilbrigðisþjón-
ustu. Það sem betur
mætti fara er þess eðlis
að ráða má fram úr því
ef vilji er fyrir hendi,
þrátt fyrir að nú þrengi
að um skeið.“
eigin heimili og í þjónustuíbúðum.
Rökin eru þau að félagslegar og
heilsufarslegar þarfir aldraðra valdi
því að íbúðir þeirra skuli reistar ná-
lægt heilsugæslu- og þjónustum-
iðstöð. En þarfnast ekki barnafjöl-
skyldur búsetu í námunda við fram-
angreindar stofnanir?
Sagt er að þjónustuíbúðir þurfi að
vera vandaðri en aðrar íbúðir vegna
þess að eldra fólk hefur ekki efni á
eða getu til sinna viðhaldi. En hafa
barnafjölskyldur næg efni til viðhalds
húsa?
Sagt er að þjónustuíbúðir skuli
byggðar án þröskulda. En þröskuldar
þjóna engu hlutverki hvort sem er.
Sagt er að þörf sé allskyns tækni-
breytinga við byggingu þjónustu-
íbúða, t.d. sérstakrar staðsetningar
handlaugar miðað við salernisskál,
rafmagnsinnstungur, hurðabreidd
o.fl.
Allan þennan búnað má hanna á
þann veg að það þjóni bæði barnafjöl-
skyldum og eldra fólki.
Sagt er að þjónustuíbúðir skuli
reistar í tengslum við miðbæjar- og
útisvæði en ekki í íbúðarhverfum.
Rökin eru þau að íbúðarhverfí séu
„svefnstaðir“ og þar séu engir heima
á daginn. Eldra fólkið verði því ein-
mana. En hver er heima í miðbænum
á kvöldin, frídögum og á nóttunni?
Verður ekki eldra fólkið einmana þá?
Mér sýnist sem rökin fyrir því að
reisa þjónustuíbúðir í íbúðarhverfum
séu býsna haldgóð. Verða áætlaðar
MYND II
SP< UH CLtilUO LVltH A AIDRIHUM ?0-50 <RA
UCAIIDA
1
HÍLLJÓMIR
1985-1989 1990-1994 1995-1999
WHO/GPA/RES/SFI/9/91 -PYL 1 <HAH' 1
ÁÐHMI DÁMÁHORSÁKIH
I DÁMIH ÚH ALIMMI
MYND III
Samanburður á aðbúnaði sjúklinga
og annarra þjóðfélagshópa
1967-1976 og 1979-1987
Hlutfall %
100
60
60
40
20
0
Eigendur húsn. Ibú&<20 fm./íb. Einbýlishús Bifreibaeign
I I Sjúkllngar 67-76 I I Sjúkllngar 79-87
M Abrlr þjóúf.h. 67-76 Aórir þjóM.h. 67-76
sérþarfir sem sjá dagsins ljós á
teikniborðum arkitekta til þess að æ
fleiri hópar einangrast?
Hvað líður sérþörfum fyrir ein-
stæða foreldra, fráskilda, unglinga á
gelgjuskeiði o.fl.!
Verra er að tveggja herbergja
„sérhönnuð“ íbúð fyrir aldraða kost-
arjafnmikið og 3—4 herbergja venju-
leg íbúð. íbúð þarf að vera hönnuð
á þann veg að hún geti þjónað íbúan-
um frá vöggu til grafar. Enginn má
skilja orð mín á þann veg að ég vilji
draga úr þjónustu við eldra fólk, en
meðaihófið er best. Ég treysti arki-
tektum vorum vel til þessa verks.
Missa af velferðinni
Niðurstaða hóprannsóknar
Hjartaverndar frá 1967—1987, sem
nær til þúsunda karla og kvenna á
aldrinum 34—79 ára, gefur eindregið
til kynna að sjúkir og öryrkjar búa
nú síður í eigin húsnæði en fyrir
1970, jafnframt að hlutfall þeirra er
búa í litlu húsnæði (20mVíbúa eða
minna) borið saman við aðra þjóð-
félagshópa hafi hækkað og að bif-
reiðakostur þeirra sé rýrari en fyrir
18 árum!
Á sama tímabili hafa aðrir þjóð-
félagshópar (að undanskildum ófag-
lærðum verkamönnum) stórbætt
húsa- og bifreiðakost sinn (sjá mynd
II). Trúleg orsök þessa er að sjúkir
og öryrkjar hafa dregist afturúr, eru
þeir eru lítt vinnufærir og geta ekki
unnið lengsta vinnudaginn í Evrópu
líkt og aðrir þjóðfélagshópar.
Það er mótsögn, að við sem erum
ein tekjuhæsta þjóðin í heiminum og
höfum ekki dýran her á framfærslu
getum ekki séð sómasamlega fyrir
sjúku fólki og fötluðu.
Það þarf að hækka greiðslu til
öryrkja.
Lengri skólaganga en ekki
virðist draga úr fordómum
Aðalsmerki velmenntaðs manns
er umburðarlyndi. Það er athyglis-
vert að sámfara sífellt lengri skóla-
göngu og jafnvel sérhæfíngu virðast
fordómar fólks gegn sumum minni-
hlutahópum fremur hafa vaxið en
minnkað. Sambýli fatlaðra eiga erfitt
uppdráttar og svo virðist sem eina
ráðið til þess að búa geðsjúkum föng-
um mannsæmandi bústað sé að reisa
þeim stofnun á hálendinu, þar sem
byggingarnefndir og skipulags-
stjórnir hafa ekki afskipti af! Hart
er mannsins hjarta að hugsa mest
um sig.
Atvinnuleysi fylgir heilsutjón
og aukið álag á
heilbrigðisþj ónustu
íslendingar hafa búið við lítið at-
vinnuleysi borið saman við önnur
Evrópulönd. Nú er spáð vaxandi at-
vinnuleysi. Hvaða afleiðingar hefur
slíkt í för með sér?
Viðamiklar rannsóknir hafa verið
gerðar á afdrifum þeirra er verða
fyrir því að missa vinnu. Þessar rann-
sóknir eru vandasamar því að vissu-
lega geta veikindi verið undanfari
þess að viðkomandi missir vinnu/
Hér verður því aðeins minnst á þær
rannsóknir, þar sem tekið er tillit til
þessa og er fólki fylgt eftir sem misst
hefur starfíð án undangenginna
veikinda.
Rannsókn á dánartíðni meðal allra
launþega í Finnlandi, 30—50 ára,
árið 1980, leiddi í ljós allt að tvöfalt
hærri dánartíðni meðal atvinnu-
lausra, en þeirra er höfðu starf.
Helstu dánarorsakir voru hjarta-
/æðasjúkdómar, lungnakrabbi, slys
og vímuefnaneysla, en vímuefna-
notkun jókst meðal atvinnulausra í
samanburði við aðra.
Þessar niðurstöður hafa verið
staðfestar með rannsóknum á Eng-
landi og í Svíþjóð. Atvinnuleysi hefur
ekki eingöngu áhrif á heilsufar þess
úr fjölskyldunni, sem verður atvinnu-
laus, heldur líka á maka og börn
samkvæmt rannsóknum gerðum á
Bretlandi. Samfara atvinnuleysi
eykst yfírleitt aðsókn að heilbrigðis-
þjónustunni.
Lokaorð
Rétt er að ítreka að við búum
við velmegun og eigum kost á góðri
heilbrigðisþjónustu. Það sem betur
mætti fara er þess eðlis að ráða
má fram úr því ef vilji er fyrir hendi,
þrátt fyrir að nú þrengi að um skeið.
Höfundur er landlæknir