Morgunblaðið - 28.12.1991, Page 21

Morgunblaðið - 28.12.1991, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 21 Verðlaunasjóður Asu Guðmundsdóttur Wright: Verðlaun fyrir rannsókn- ir á sviði jarðeðlisfræði Sveinbjörn Björnsson háskólarektor, hlaut heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright árið 1991, fyrir rann- sóknir á sviði jarðeðlisfræði og könnun berglagagerðar landsins með tilliti til nýtingar á jarðvarma og þekkingar á eðli jarðskjálfta. Sjóðinn stofnaði Ása Guðmundsdóttir Wright fyrir 23 árum til minn- ingar um eiginmann sinn Newcome Wright. Gaf hún Vísindafélagi íslendinga sjóðinn á hálfrar aldar afmæli félagsins árið 1968. Sturla Friðriksson formaður sjóðsins, afhenti verðlaunin og sagði meðal annars, að jarðeðlis- fræðilegar rannsóknir væru mikil- vægar fyrir þjóð, sem býr á eldijall- asvæði og að henni hlyti að vera það kappsmál að afla sem bestrar þekkingar á eðli þess hluta jarð- skorpunnar sem hún byggir. Elds- umbrot og jarðhita hafi menn þekkt frá upphafi byggðar hér á landi. „Af umbrotum jarðar hefur ávallt stafað hætta, sem illt var að sjá fyrir, en merkilegt spor væri stigið ef takast mætti að segja fyrir um eldgos eða jarðskjálfta, en að því er stefnt með ýmsum jarðfræði- rannsóknum," sagði Sturla. „Menn komust hins vegar fljótt upp á lag með að nýta nokkuð jarðhitann sér til þæginda. Hafa kerfisbundnar rannsóknir á eðli jarðhitans og möguleika til aukinnar hagnýtingar hans nú á okkar tímum reynst þjóð- inni einstaklega hagsælar. Og á grunni þeirra rannsókna hefur okk- ur hlotnast að taka til afnota óvenju sjálfbæra og umhverfisvæna orku- auðlind, sem er mikils virði fyrir velferð okkar og afkomu í landinu. Einn dugmesti vísindamaður okkar á þessu sviði er Sveinbjörn Björns- son, sem hefur verið afkastamikill könnuður á eðii íslensku jarðskorp- unnar.“ Sturla rakti síðan æviferil og störf Sveinbjörns við nám og kennslu, félagsstörf, erlendar og innlendar rannsóknir auk ritstarfa. Lauk hann máli sínum með afhend- ingu verlaunanna, heiðursskjali, heiðurspenings og 175 þúsund- krónum í peningum. Sveinbjörn þakkaði óvæntan heiður, sem hon- um væri sýndur. „Verðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright hafa unnið þann sess að þau bera með sér einn mesta heiður sem íslensk- um fræðimanni getur hlotnast," sagði hann. „Þar kemur til sú fram- sýni sem stjórn sjóðsins hefur sýnt vali sínu til þessa. -Verðlaunum Ásu Wright fylgir hvatning og brýning til frekari dáða.“ Morgunblaðið/Rax Sturla Friðriksson formaður stjórnar verðlaunasjóðs Ásu Guðmunds- dóttur Wright, afhendir Sveinbirni Björnssyni rektor, heiðursverð- laun sjóðsins árið 1991. Stjórn verðlaunasjóðsins skipa Ármann Snævarr prófessor, dr. Jóhannes Nordal og dr. Sturla Frið- riksson. Jón Grímur Jónsson geröi tímamótasamning viö sjálfan sig. Hann ákvaö aö kaupa sér Launabréf og getur nú greitt sjálfum sér laun meö nýjum hætti. Launin eru vextirnir af bréfunum, sem eru greiddir fjórum sinnum á ári, og verðbætur leggjast við höfuðstólinn þannig aö hann heldur verögildi sínu. Gunnar Guðbjörnsson SEMDU VID lii W Gunnar Guð- björnsson syngur á Suðurlandi NÚ um hátíðarnar er staddur hérlendis Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari í stuttu leyfi frá störfum í Þýzkalandi. Hann mun ásamt Jónasi Ingimundar- syni píanóleikara flytja fjöl- breytta efnisskrá á tónleikum er haldnir verða sunnudags- kvöldið 29. desember í safnað- arheimili Selfosskirkju og hefj- ast klukkan 20,30. Daginn eftir verða tónleikar í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli og hefjast þeir klukkan 21. Á efn- isskrá eru íslenzk iög, ljóð, ítölsk lög og arírur úr óperum. Gunnar SJALFAN ÞIG UM SKATT- FRELSI Þar aö auki eru Launabréfin skattfrjáls. Eigandi þeirra greiðir hvorki eignarskatt af höfuöstólnum né tekjuskatt af vöxtunum. Þaö eru fleiri en Jón Grímur sem geta notið árangurs erfiöis síns og skapað sér og sínum meiri tíma og ánægju. Faröu aö dæmi hans: Festu fé þitt í Launabréfum, bréfum sem eru skattfrjáls tekjulind og einvörðungu byggö á ríkistryggöum eignum. Kynntu þér kosti Launabréfa hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsmönnum Landsbréfa í útibúum Landsbanka íslands um allt land. LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suöurlandsbraut 24, sími 679200 er fastráðinn við óperuna í Wi- esbaden og hefur m.a. farið með aðalhlutverkið í Rakaranum frá Sevilla og í Töfraflautu Mozarts. Löggilt verðbréfafyrirtæki Aðili að Verðbréfaþingi íslands AUK / SÍA k117d21-19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.