Morgunblaðið - 28.12.1991, Síða 26

Morgunblaðið - 28.12.1991, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ I.AUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 SOVETRIKIN LIÐIN UNDIR LOK Bush Bandaríkjaforseti: Fjendur orðnir félagar í uppbyggingu lýðræðis Reuter VVashington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína á jóladagskvöld og ræddi um þá umbyltingu sem yrði á vettvangi heimsmálanna með endalokum Sovétríkjanna. Hann sagði að undanfarin 40 ár hefðu Bandaríkjamenn verið í fararbroddi þeirra Vesturlandaþjóða sem barist hefðu gegn kommúnismanum og þeirri ógn sem hann hefði verið við dýrmætustu gildi þjóðarinnar. Þessi barátta hefði mótað líf þjóðarinnar og neytt allar þjóðir til að búa við hættuna á gjö- reyðingarstríði. Þessari baráttu væri nú lokið og stríðshættan væri að minnka þótt því færi fjarri að hún væri úr sögunni. Lýðræðið og frelsið hefðu unnið sigur og allir Bandaríkjamenn gætu verið stoltir af þeim sigri. „Ný, sjálfstæð ríki hafa komið fram á sjónarsviðið á rústum so- véska heimsveldisins," sagði Bush. „Um síðustu helgi mynduðu þessi ríki Samveldi sjálfstæðra ríkja. Sá gjörningur táknar endalok Sovét- ríkjanna gömlu, endalok sem Mík- haíl Gorbatsjov staðfesti í dag er hann ákvað að segja af sér forseta- embætti." Forsetinn sagðist hafa rætt við Gorbatsjov þann sama dag og þakkaði honum fyrir hönd Bandaríkjamanna framlag hans til friðarins, stefna hans hefði umbylt Sovétríkjunum. Gorbatsjov hefði lagt traustan grundvöll að góðu samstarfi sem Bandaríkjamenn ættu að geta átt við arftaka Sovét- forsetans. Bush óskaði nýju iýðveld- unum til hamingju með að hafa kosið stefnu friðar og lýðræðis, einnig með að hafa lagt sig fram um að treysta öryggi kjarnavopn- anna og yfirstjórn þeirra meðan á umbreytingunni stæði. Þótt hætta væri á ókyrrð og upplausn væri ljóst að þessir atburðir væru Bandaríkj- unum til hagsbóta. „Við stöndum nú í kvöld frammi fyrír nýjum heimi vonar og mögu- leika fyrir bömin okkar, heimi sem við hefðum ekki getað séð fyrir hugskotssjónum okkar fyrir nokkr- um árum. Viðfangsefni okkar núna er að fá þessi nýju ríki til að halda áfram að taka þátt í að treysta frið- inn og auka velmegun. Nokkur þessara ríkja hafa látið okkur í té loforð og tryggingar hvað snertir öryggi kjarnavopn- anna, lýðræði og markaðsstefnu og þess vegna mun ég í dag skýra frá mikilvægum skrefum í áðurnefnda átt. í fyrsta lagi fagna Bandaríkin tilurð fijáls, sjálfstæðs og lýðræðis- legs Rússlands undir forystu hins hugrakka forseta þess, Borís Jelts- íns. Sendiráð okkar í Moskvu mun framvegis verða sendiráð okkar í Rússlandi. Við munum styðja yfír- töku Rússlands á fastasæti Sovét- ríkjanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ég hlakka til þess að eiga nána samvinnu við Jeltsín forseta um aðgerðir hans til að koma á lýðræðis- og markaðsumbótum í Rússlandi. í öðru lagi viðurkenna Bandarík- in einnig sjálfstæði Úkraínu, Armeníu, Kazakhstan, Hvíta-Rúss- lands og Kírgístan - þetta eru allt ríki sem hafa látið okkur sérstök loforð í té. Við munum koma á stjórnmálasambandi við þessi ríki við fyrsta tækifæri og koma á nýj- um tengslum við þau. Varðandi þau sem ekki eiga þegar aðild að Sam- einuðu þjóðunum þá munum við mæla með aðild þeirra að samtök- unum. í þriðja lagi viðurkenna Banda- ríkin einnig í dag sem sjálfstæð ríki þau sex Sovétlýðveldi sem ekki hafa verið nefnd; Moldovu, Túrkm- enistan, Azerbajdzhan, Tadzhikist- an, Georgíu og Úzbekistan. Við munum koma á stjórnmálasam- bandi við þau jafnskjótt og við erum þess fullviss að þau hafi ákveðið að fylgja ábyrgri stefnu í öryggis- og vamarmálum og starfa í sam- ræmi við lögmál lýðræðisins eins og hin ríkin, sem við viðurkenndum í dag, hafa gert“. Forsetinn ræddi um efnahags- vanda Bandaríkjamanna og varaði ákaft við einangrunarstefnu en í lokin sagði hann að þetta væri dag- ur miklla vona fyrir Bandaríkja- menn. „Fjendur okkar eru orðnir félagar okkar, félagar sem eru stað- ráðnir í að byggja upp lýðræðislegt þjóðfélag með borgaralegum rétt- indum. Þeir biðja um aðstoð okkar og við munum veita þeim aðstoð. Það munum við gera af því að við erum Bandaríkjamenn og getum því ekki gert minna. Við verðum að tryggja börnum okkar frið og hagsæld í framtíðinni, framtíð í heimi þar sem byggt er á sterkum lýðræðislögmálum og hættan á gjöreyðingarstríði er úr sögunni.“ George Bush flytur ávarp til bandarísku þjóðannnar. Leiðtogar Sov- étríkjanna Vladímír Lenín er talinn stofnandi Sovétríkjanna og hann var valda- mestur meðal bolsévika i borgara- styijöldinni 1917-’21 og frá stofn- un ríkjasambandsins 1922 til dauðadags 1924. Arftaki hans var Josef Stalín, sem lést árið 1953, en við af honum tók Níkíta Khrústsjov. Honum var ýtt til hlið- ar 1964 og var síðan Leoníd Brez- hnev við stjómvölinn þar til hann lést 1982. Eftirmaður hans var Júríj Andropov, yfírmaður KGB, en 1984 kom til sögunnar Konst- antín Tsjernenko. Hann lést árið eftir og var þá röðin komin að Míkhaíl Gorbatsjov. Gorbatsjov segist ekki hætt- ur afskiptum af stjómmálum ið gerbyltingu jafnt heima fyrir sém á alþjóðavettvangi. Afsagnarræða hans, sem var sjónvarpað um öll Sovétríkin, var stutt, aðeins 12 mín- útur, og Gorbatsjov var augljóslega þreyttur. Hann kvaðst þó ekki vera hættur afskiptum af stjómmálum og hann staðfesti það í samtali við CNN-sjónvarpsstöðina bandarísku að afsögninni lokinni. „Ég ætla áfram að hafa afskipti af stjórnmálum þessa lands þótt það verði með öðrum hætti en áður og ég vil vinna að því að festa í sessi hinn nýja tíma og hinn nýja skilning í alþjóðamálum. Vinir mínir og sam- starfsmenn eru mér sammála um þetta,“ sagði Gorbatsjov og bætti því við, að nú ætlaði hann að taka sér nokkurt frí. „í þessi sjö ár hef ég aldrei tekið mér fullt sumarfrí og hvert þessara ára hefur verið ígildi margra annarra." í eftirlaun fær Gorbatsjov 4.000 rúblur, aðeins 2.400 ÍSK. á svarta- markaðsgenginu, og hann fær íbúð og sveitasetur, 20 lífverði og tvo bíla. í hófi, sem Gorbatsjov hélt fyrrum samstarfsmönnum sínum í fyrradag, sagðist hann hafa miklar áætlanir um framtíðina en hét um leið að styðja Borís Jeltsín, forseta Rúss- lands, með ráðum og dáð svo lengi sem hann ynni að lýðræðislegum umbótum. Bandaríska dagblaðið The New York Times sagði frá því á mánu- dag, að nokkrir bandarískir háskólar hefðu boðið Gorbatsjov prófessors- stöðu og Gorbatsjov segist hafa feng- ið slík boð frá háskólum í Japan, Þýskalandi og Frakklandi. Ekki er líklegt, að hann þekkist boð af þessu tagi en talsmaður hans, Vladímír Túmarkín, tilkynnti á aðfangadag, að forsetinn ætlaði að veita forstöðu nýrri rannsóknastofnunú þjóðfélags-, efnahags- og alþjóðamálum, Gorb- atsjov-sjóðnum svonefnda, en það var Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sem stofnaði hann. Túmarkín kvaðst hins vegar ekki geta staðfest frétt í dagblaðinu Ízvestía þess efnis, að ýmsir kunnir, erlendir stjórnmála- menn, þar á meðal Margaret Thatch- er, fyrrum forsætisráðherra Bret- lands, og Roh Tae-woo, forseti Suður-Kóreu, ætluðu að taka sæti í sjóðsstjórninni. Moskvu. Reuter. „ÉG hef miklar áætlanir um fram- tíðina," sagði Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum forseti Sovétríkjanna, í kveðjuhófi, sem hann hélt sam- starfsmönnum sínum i fyrradag en miklar vangaveltur eru um framtíð hans og hugsanlegt hlut- verk í hinu nýja samveldi sjálf- stæðra ríkja. A aðfangadag sagði einn aðstoðarmanna Gorbatsjovs, að hann myndi veita forstöðu ný- stofnaðri rannsóknastofnun í al- þjóðamálum, Gorbatsjov-sjóðnum, og talið er víst, að svo verði. Jafn víst þykir, að hann muni ekki láta við það eitt silja. Míkhaíl Gorbatsjov sagði af sér sem forseti Sovétríkjanna á jóladag og hafði þá gegnt því embætti í tæp sjö ár. Á þeim tíma hafði hann vald-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.