Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991
MÖRGUI'ÍBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 281 ÖÉSEMBER 1991
28
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Heimsveldi líður
undir lok
Míkhaíl S. Gorbatsjov hefur sagt
af sér embætti forseta og
ríkin heyra sögunni til. Mað-
urinn sem ætlaði sér að siðvæða
kommúnismann glataði í fyrstu
trausti þegua sinna, síðan heims-
veldi sem forverar hans höfðu byggt
upp í krafti kúgunar og ofbeldis,
og loks ríki sínu. Sósíalisminn sem
tryggja átti frelsi, jafnrétti og hag-
sæld gat af sér skort, skoðanakúg-
un og lögregluríki. Tilrauninni í
Sovétríkjunum lauk með efnahags-
legu, hugmyndafræðilegu og sið-
ferðilegu gjaldþroti. Sósíalisminn
kallaði hungur, ófrelsi og örbirgð
yfir hundruð milljóna manna. Fyrir-
myndarríkið í austri var reist á
sandi og þreifst í 70 ár í skjóli vaid-~-
beitingar, hótana og lyga. Lýðræð-
issinnar um heim allan hljóta að
fyllast fögnuði yfir því að Sovétríkj-
unum, sem fyrir daga Gorbatsjovs
voru réttilega nefnd „keisaradæmi
hins illa“, hefur nú verið kastað á
öskuhauga sögunnar. Jafnframt
hljóta menn að gera sér ljóst, að
miklir óvissutímar eru að renna upp
í Austur-Evrópu. Þótt lýðræðisríkin
hafi unnið kalda stríðið fer því
fjarri, að raunverulegt lýðræði hafi
verið innleitt í Austur-Evrópu eða
í hinum nýju lýðveldúm, sem eru
að rísa á rústum Sovétríkjanna. Sú
verður tæpast raunin í nánustu
framtíð.
Það er rannsóknarefni hvernig á
því stóð, að tiltölulega ungur og
raunsær maður, Míkhaíl S. Gorb-
atsjov, var kjörinn aðalritari Komm-
únistaflokks Sovétríkjanna. Er
Gorbatsjov komst til valda í mars-
mánuði 1985 þótti sýnt, að mikils
væri af honum að vænta þó svo
hann væri jafnframt skilgetið af-
kvæmi Sovét-kerfisins. Það kerfi
reyndi hann og að veija allt til hins
síðasta. í þeim tvískinnungi fólust
afdrifaríkustu mistök hans.
Gorbatsjovs verður engu að síður
minnzt, sem eins þeirra manna, sem
áttu mestan þátt í að breyta stjóm-
málasögunni á síðari hluta 20. ald-
ar. Honum var fengið það verkefni
að bæta kerfið en ekki að hrófla
við grundvallarþáttum þess. Það
reyndi hann að gera með tilskipun-
um ofan frá sem reyndust öldungis
marklausar. Gorbatsjov markaði
tvíþætta stefnu. Annað atriði henn-
ar var kennt við „perestrojku“,
umbætur . og endurskipulagningu
og reyndist aðeins gera efnahags-
ástandið verra. Af þessum sökum
naut hann aldrei lýðhylli. Hinn þátt-
ur stefnunnar kvað á um opinskáa
umræðu, „glasnost". ‘Þar með var
grundvellinum kippt undan lög-
regluríkinu og einkarétti forystu-
sveitarinnar sjálfskipuðu á sann-
leikanum. „Glasnost" breytti Sovét-
ríkjunum og Austur-Evrópu í
grundvallaratriðum á undraskömm-
um tíma og varð það afl, sem gekk
áf kommúnismanum dauðum.
„Glasnost“ gat af sér kröfur um
lýðræði er grófu undan spilltu
flokkseinræði, sem aftur varð til
þess að valdagrunnur umboðslausra
kommúnistaleiðtoga hrundi. Þróun-
in varð ekki stöðvuð og að því hlaut
að koma að sjálft heimsveldi lyginn-
ar leystist upp.
Gorbatsjov leysti úr læðingi afl
sem varð stjómlaust og niðurstaðan
varð ekki sú sem stefnt var að í
upphafí. Þetta á einkum og sér í
lagi við þróunina í Sovétríkjunum.
Gorbatsjov gat séð fyrir afleiðingar
þess að hafna Brezhnev-kenning-
unni svonefndu, sem kvað á um
réttmæti hernaðaríhlutunar, væri
sósíalismanum ógnað í einhveiju
af leppríkjum sovéskra kommún-
ista. Þá þegar var ljóst, að heims-
veldið í Austur-Evrópu myndi
hrynja líkt og kom á daginn haust-
ið 1989. í Sovétríkjunum skapaðist
hins vegar algjör glundroði og
Gorbatsjov háði vonlausa baráttu
við afleiðingar eigin gjörða. Þegar
alræði kommúnistaflokksins í Sov-
étríkjunum var afnumið lá dánar-
vottorð sovéska keisaradæmisins í
raun fyrir og segja má, að það
hafi Gorbatsjov undirritað í ágúst-
mánuði er hann sneri aftur til
Moskvu eftir valdaránstilraunina
mislukkuðu og tók að veija komm-
únistaflokkinn. Það voru afdrifarík
mistök og það voru einnig mistök
Gorbatsjovs að þráast við og sitja
svo lengi í embætti. Sögulegum
valdaferli hans lauk með fremur
dapurlegum hætti.
Raunsæi og ótti knúði Sovét-
menn til að taka á ný upp viðræður
um fækkun kjamavopna, og vígtóla
annarra. Ráðamenn í Kreml gerðu
sér ljóst, að vígbúnaðarkapphlaupið
hafði ásamt áratuga óstjóm lagt
efnahag Sovétríkjanna í rúst og
þeir óttuðust, að almenningur kynni
að rísa upp gegn skortinum og fá-
tæktinni. Samningar um fækkun
vopna áttu því fyrst og fremst að
tryggja viðgang Sovétríkjanna.
Engu að síður sýndi Gorbatsjov
mikinn sveigjanleika í viðræðum
þessum og hans verður minnst fyr-
ir að hafa bundið enda á kalda stríð-
ið ásamt þeim Ronald Reagan og
George Bush, forsetum Bandaríkj-
anna.
Þau gríðarlegu umskipti sem áttu
sér stað á rúmlega sex ára valda-
íerli Gorbatsjovs voru óumflýjanleg.
Gjaldþrot kommúnismans bæði í
efnahagslegu og hugmyndafræði-
legu tilliti var algjört. Gorbatsjov
flýtti fyrir óumílýjanlegri uppgjöf
sósíalismans og hans verður vitan-
lega minnzt fyrir það.
Athygli heimsbyggðarinnar bein-
ist nú að Borís N. Jeltsín, forseta
Rússlands. Líkt og aðrir leiðtogar
fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna er
Jeltsín fyrst og fremst þjóðernis-
sinni. Hann hefur þegar sýnt ein-
ræðislega tilburði og umskiptunum
í Sovétríkjunum hefur verið líkt við
hallarbyltingu undir forystu Jelts-
íns. Hættan er sú, að hann og aðr-
ir leiðtogar fyrrum Sovétlýðvelda
höfði til þjóðernishyggju er í ljós
kemur, að frelsið nýfengna felur
ekki sjálfkrafa í sér-velferð og hag-
sæld. Þá kann að skapast pólitísk
þörf fyrir tilbúna óvini.
t
9A
SOVETRIKIN LIÐIN IJNDIR LOK
Efna ætti til annarra
Niimberg-réttarhalda
- segir prófessor Míkhaíl Voslenskíj
MÍKHAÍL Voslenskíj Sovétfræð-
ingur og prófessor í Þýskalandi
segir að meginforsendan fyrir
lýðræðis- og réttarríki í Rúss-
landi sé nú að uppræta leifar
konimúnistaflokksins. Tryggja
þurfi starfsgrundvöll fijáls-
lyndra fjölmiðla en þeir eiga nú
mjög erfitt uppdráttar. Jafn-
framt hvetur hann vestræn ríki
til að senda matvæli til Sovétríkj-
anna fyrrverandi með hjálp
Rauða krossins, kirkjudeilda, lýð-
ræðisflokka og fleiri aðila. Var-
ast beri að senda fé til stjórn-
valda.
„Gorbatsjov talaði ætíð um að
hann vildi varðveita Sovétríkin sem
eitt ríki,“ sagði Vosienskíj í samtali
við Morgunblaðið i gær. „Þetta tókst
honum ekki og það hefði heldur
enginn annar getað. Gliðnun Sovét-
ríkjanna var rökrétt, því þau voru
síðasta nýlenduveldið, öll önnur lið-
uðust í sundur á seinni hiuta þessar-
ar aldar. Stofnun samveldisins má
rekja til þess að ekkert Sovétlýðveld-
anna hefði getað komist af eitt síns
liðs vegna bágrar samkeppnishæfni
á heimsmarkaði. Þess vegna urðu
þau að standa saman. Þau tóku
Evrópubandalagið sér til fyrírmynd-
ar. Grundvallarreglur þess endur-
speglast í nýja samveldinu. Þetta var
besta lausnin. Úkraína á mesta
möguleika af þessum ríkjum til að
stánda sig efnahagslega. Og svo
kann að fara að ríkið yfirgefa sam-
veldið í fyllingu tímans. En það verð-
ur ekki fyrr en eftir nokkur ár þeg-
ar búið er að þróa félagslegt mark-
aðshagkerfi í stað stalínskerfisins.
En það eru miklar hættur fram-
undan. Þjóðir Sovétríkjanna fyrrver-
andi eru reiðubúnar að þola ýmislegt
en ekki hungursneyð. Slíkt myndi
leiða til uppreisna og byltingartil-
rauna. Vesturlönd verða að reyna
að afstýra þessu með því að senda
matvæli til þurfandi. en gæta þess
jafnframt að ekki renni einn einasti
kópeki til stjómvalda. í fyrra fólu
Þjóðveijar KGB dreifingu matvæla.
Það var ótrúleg heimska vegna þess
að aðstoðin hvarf á leiðinni til fólks-
ins. Nú ætti að leita til Rauða kross-
ins í Sovétríkjunum fyrrverandi, Al-
þjóðarauðakrossins, kirkjudeilda í
hinum nýju ríkjum, lýðræðislegra
stjórnmálaflokka og frálslyndra
ijölmiðla. E.t.v. mætti bæta verka-
lýðsfélögunum þama við jafnvel þótt
þau séu enn þjökuð af skrifræði
gamla tímans. Það verður að brúa
bilið fram að næstu uppskeru sem
verður ekki fyrr en síðla næsta sum-
ars. I Evrópubandalaginu er offram-
boð á matvælum og þau ætti að
senda til Sovétríkjanna fyrrverandi."
Bóndi með pólitískt nef
Voslenskíj var spurðúr álits á
kunnáttu Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seta í efnahagsmálum. „Um per-
sónulega afstöðu hans veit ég fátt.
En hann hefur góða ráðgjafa. Það
eru ungir, hæfileikaríkir menn. Jelts-
ín er eins konar bóndi með pólitískt
nef. Hann hefur yfirunnið tortryggni
rússneska bóndans í garð mennta-
manna. Flestir ráðherra hans hafa
langskólamenntun að baki. Það er
ekki hægt að bera þá sveit saman
við samstarfsmenn Gorbatsjovs. Og
það sem er einnig mjög mikilvægt
er að Jeltsin fer að ráðum þessara
manna. Alexander Rútskoj, varafor-
seti Rússlands og fyrrum hershöfð-
ingi, hefur nú efnt til andstöðu við
Jeltsín. Hann fékk á sínum tíma
snjalla hugdettu er hann stofnaði
lýðræðishreyfingu kommúnista í
Rússlandi. Fyrir vikið varð klofning-
ur meðal kommúnista í rússneska
þinginu og það kom sér mjög vel
fyrir Jeltsín. Hann gerði Rútskoj að
varaforsetaefni sínu fyrir forseta-
kosningarnar bæði í þakkarskyni og
af pólitískum ástæðum. Eftir valda-
Reuter
Gorbatsjov á blaðamannafundi á fimmtudag, daginn eftir að hann sagði af sér sem forseti Sovétríkjanna.
Míkhaíl Voslenskíj
ránið tók Rútskoj að gagnrýna Jelts-
ín harkalega. Ég held að hann sé
að leggja áherslu á sérstöðu sína.
Hann vill ekki standa í skugga Jelts-
íns. Hann hugsar eflaust með sér
að verði Jeltsín á mistök þá sé hann
tii reiðu sem leiðtogi Rússlands. Og
vissulega stendur Jeltsín frammi
fyrir geysilegum erfiðleikum. Mér
finnst ekki ólíklegt að Rútskoj hug-
leiði mótframboð gegn Jeltsín í
næstu forsetakosningum."
En hvaða forsendur skortir í Rúss-
landi áður en þar verður lýðræðis-
legt réttarríki? „Ég myndi fyrst og
fremst vilja nefna að það verður að
rífa kommúnistaflokkinn upp með
rótum líkt og gert vart við nasista-
flokkinn í Þýskalandi eftir stríð. Þá
á ég ekki við ofsóknir gegn venjuleg-
um flokksmeðlimum. Þeir voru fót-
gönguliðið en stjórendurna, flokks-
gæðingana verður að þurrka út af
yfirborði stjórnmálanna. Kommún-
istarnir reyna nú að stofna ýmsa
kommúníska eða nýkommúníska
flokka. Ekki ætti að banna alla kom-
múníska flokka vegna þess að það
væri ólýðræðislegt og gæti vakið
reiði á Vesturlöndum. Það verður
að greina á milli flokka sem eru
afleggjarar af meiði gamla flokksins
og hópa sem í raun hafa kommúnis-
mann að hugsjón. Hinir síðarnefndu
stefna ekki endilega að endurreisn
gamla kerfisins. Þeir hafa tilverurétt
eins og allir aðrir flokkar í lýðræðis-
ríki. Hina ætti að banna. Það er
hneyksli að fram til þessa hefur
kommúnistaflokkurinn fjármagnað
flokka erlendis eins og fram hefur
komið i skjölum sem nú hafa komið
upp á yfirborðið. Til þess arna voru
ekki notaðir sjóðir kommúnista-
flokksins heldur framlög úr ríkis-
sjóði, semsagj; fé skattborgaranna.
Þetta voru afbrot sem varða við sov-
ésk hegningarlög. Og þetta gerðist
með samþykki Gorbatsjovs, hann
eða staðgengill hans í embætti aðal-
ritara varð að samþykkja íjárstuðn-
inginn. Sem forseti mátti hann ekki
samþykkja slíka meðferð á almanna-
•fé.
Gullið komið til Sviss
í þessu samhengi má nefna að
það er mjög grunsamlegt að einung-
is hafa fundist 120-130 tonn af
gulli í hirslum ríkisins. í Sovétrikjun-
um hafa verið framlejdd 250 tonn
af gulli á ári. Flokkurinn og KGB
hafa sent þetta gull og andvirði þess
á bankareikninga og bankahólf í
svissneskum bönkum og víðar. Þessa
glæpi verður upplýsa.
Lýðræðislegir fjölmiðlar eiga
mjög erfitt uppdráttar og upplag
vinsælla blaða fer minnkandi.
Ástæðan er sú að pappír er af skorn-
um skammti og fæst einungis fyrir
svimandi hátt verð. Þessi blöð verða
því að hækka verðið. Kommúnista-
blöð eins og Pravda búa hins vegar
við allt aðrar aðstæður. Þau hafa
nóga peninga. Það getur ekki verið
tilviljun að tveir menn sem starfað
hafa sem framkvæmdastjórar
flokksins hafa týnt lífi að undan-
förnu. Báðir eiga að hafa framið
sjálfsmorð með því að stökkva út
um gluggann á heimilum sínum. Það
eru þekktar aðferðir KGB sem þarna
hefur verið beitt. Bæði fórnarlömbin
vissu hvað varð um allt gullið.
Til þessa að upplýsa þessi mál og
uppræta kommúnistaflokkinn þyrfti
að efna til réttarhalda í sama anda
og Nurnbergréttarhöldin. Nú eins
og þá er við svívirðileg glæpasamtök
að kljást. Vonandi verður Gorbatsjov
þar ekki á sakamannabekk. En hann
er greinilega órólegur því daginn
sem hann sagði af sér bað hann
Jeltsín um friðhelgi. Jeltsín hafnaði
þeirri bón.“
Afsagnarræða Míkhaíls Gorbatsjovs:
Megiim aldrei snúa baki við
lýðræðinu sama hvað á dynur
MÍKHAÍL Gorbatsjov varaði við því er hann sagði af sér embætti for-
seta Sovétríkjanna á jóladag að lýðræðið sem byrjað væri að festa
rætur yrði bælt niður vegna stundarerfiðleika eða af öðrum sökum.
Hann sagðist ekki iðrast þess að-hafa ekki notað völd sín til að lengja
veru sína við stjórnvölinn. Hann kvaðst mjög áhyggjufullur en þó sann-
færður um að fyrr eða síðar yrðu þegnar Sovétrílqanna fyrrverandi
lýðræðis og hagsældar aðnjótandi. Fer hér á eftir ræða Gorbatsjovs í
heild:
„Kæru landar og þjóðsystkin:
Vegna þeirrar stöðu sem upp er
komin vegna stofnunar Samveldis
sjálfstæðra ríkja lýk ég hér með
störfum mínum í embætti forseta
Sovétríkjanna.
Grundvallarsjónarmið fá mig til
að taka þessa ákvörðun. Ég studdi
staðfastlega sjálfstæði þjóðanna og
fullveldi lýðveldanna. Samtímis var
ég því fylgjandi að sambandsríkið
yrði áfram við lýði og einingu ríkis-
ins viðhaldið.
Raunin varð önnur. Sú stefna
varð ofan á að hluta ríkið í sundur
og leysa sameiningarböndin. Ég get
ekki tekið þátt í slíku.
Afstaða mín til þessara mála
breyttist ekki við Alma-Ata fundinn
og þær ákvarðanir sem þar voru
teknar. Þar að auki er það sannfær-
ing mín að svo mikilvægar ákvarð-
anir eigi að taka á grundvelli þjóðar-
atkvæðis.
Eigi að síður mun ég gera allt sem
í mínu valdi stendur til að ti’yggja
að þeir samningar sem undirritaðir
voru stuðli að raunverulegri sam-
stöðu í þjóðfélaginu og flýti fyrir því
að takist áð yfirvinna kreppuna og
koma á umbótum.
Þar sem þetta er síðasta tækifær-
ið sem ég hef til að ávarpa ykkur
sem forseti Sovétríkjanna finnst mér
nauðsynlegt lýsa fyrir ykkur viðhorf-
um mínum til vegferðar okkar frá
árinu 1985.
Mér fínnst það mikilvægt vpgna
þess að felldir hafa verið margir
umdeilanlegir, yfirborðskenndir og
hlutdrægir dómár um þetta efni.
Örlögin höguðu því þannig til að
þegar ég settist í valdastól var þá
þegar ljóst að hér á landi væri ekki
allt með felldu.
Við höfðum gnótt alls — jarð-
næðis, olíu og gass og annarra nátt-
úruauðlinda — og gáfumar og hæfi-
leikana skorti ekki. Samt sem áður
lifðum við verra lífi en íbúar iðnríkj-
anna og bilið fór breikkandi. Ástæð-
an var augljós, jafnvel þá. Landið
okkar var að sligast undan oki skrif-
ræðis- og tilskipanakerfisins. Það
var dæmt til að þjóna hugmynda-
fræðinni, þjást og bera þungar byrð-
ar vopnakapphlaupsins og var því
við það að hrynja saman.
Hálfvolgar umbætur — og það
hefur verið nóg af þeim — fóru út
um þúfur hveijar á fætur annarri.
Landið var staðnað og við gátum
alls ekki lifað eins og við gerðum.
Við urðum að bylta frá grunnii
Af þessum sökum hef ég aldrei
iðrast þess — iðraðist þess aldrei —
að ég notfærði mér ekki aðstöðu
mína sem aðairitari til þess eins að
halda völdum í nokkur ár. Ég hefði
iitið á slíkt _sem óábyrga og siðlausa
ákvörðun. Ég gerði mér ennfremur
grein fyrir því að það var geysilega
erfítt og áhættusamt verkefni að
hleypa af stokkunum svo um-
fangsmiklum umbótum á þjóðfélagi
eins og okkar. En jafnvel nú er ég
sannfærður um að sagan úrskurði
lýðræðisumbætumar, sem við hófum
vorið 1985, réttar. ,
Endurnýjun landsins og róttækar
breytingar á samfélagi þjóðanna
hafa reynst miklu flóknari en nokk-
um óraði fyrir. Eigi að síður skulum
við meta að verðleikum það sem
áunnist hefur.
Þjóðfélagið hefur verið leyst úr
fjötrum. Stjómmálalegt og andlegt
frelsi er nú við lýði. Þetta er mikil-
verðasti árangurinn en við höfum
enn ekki náð tökum á honum. Það
höfum við ekki gert vegna þess að
við kunnum ekki enn með frelsið að
fara.
Samt sem áður: sögulega mikil-
vægur árangur hefur náðst. Al-
ræðiskerfið hefur verið eyðilagt, en
það kom í veg fyrir að ríkið gæti
fyrir löngu síðan fært þegnum sínum
hagsæld og auðlegð. Við höfum yfir-
stigið hindranir á leið lýðræðisum-
bóta. Frjálsar kosningar hafa orðið
að vemleika. Fijálsum fjölmiðlum,
trúfrelsi, fulltrúalýðræði og fjöl-
flokkakerfi hefur verið komið á.
Mannréttindi eru nú grandvallarat-
riði og æðsta markmið. Hreyfing er
nú í átt til fjöllaga efnahagskerfis
og verið er að festa í sessi jafnan
rétt til hvers kyns eignarhalds.
Á vettvangi landbúnaðarumbóta
hefur það gerst að smábændur era
að verða stétt á ný. Bændur koma
fram á sjónarsviðið og milljónir hekt-
ara lands komast í hendur bæði íbúa
þéttbýlis og dreifbýlis. Fest hefur
verið í iög efnahagslegt frelsi fram-
leiðenda, atvinnufrelsi, og hreyfíng
er að komast á samvinnuhlutafélög
og einkavæðingu.
Þegar efnahagslífínu er stýrt í átt
til markaðshagkerfis er mikilvægt
að hafa í huga að markmið umbót-
anna er velfarnaður mannsins, og á
þessu erfíða skeiði ætti að gera allt
sem hægt er til að tryggja félags-
legt öryggi einkum barna og gamal-
menna.
Við lifum í breyttum heimi. Kalda
stríðinu og vígbúnaðarkapphlaupinu
er iokið, endi hefur verið bundinn á
tryllingslega hervæðingu landsins
er lamaði efnahaginn, almannavið-
horf og siðferði. Ógnin af kjamorku-
stríði er ekki lengur fyrir hendi.
Enn einu sinni vil ég leggja
áherslu á að á þessu millibilsskeiði
hef ég gert allt sem þurfti til að
tryggja trausta stjóm kjarnavopn-
anna. Við opnuðum dyr okkar fyrir
umheiminum, hættum áfskiptum af
innanríkismálefnum annarra, beitt-
um ekki lengur hervaldi erlendis og
dkkur var launað með trausti, sam-
stöðu og virðingu.
Við eram mikilvægur þátttakandi
í endurreisn nútímasiðmenningar á
grandvelli friðar og lýðræðis. Þjóðir
og íbúar þessa lands hafa öðlast
rétt til að kjósa farveg sjálfsákvörð-
unar sinnar. Viðleitni þeirra til að
koma fram lýðræðislegum umbótum
á þessu ijolþjóðlega ríki leiddu til
þess að við vorum komin á fremsta
hlunn með að undirrita nýjan sam-
bandssáttmála.
Allar þessar breytingar kostuðu
mikla áreynslu, þær kostuðu heiftar-
lega baráttu þar sem sívaxandi and-
óf gagnbyltingarafla var í bak-
grunni, vinna þurfti bug á andófi
flokksins, ríkiskerfisins og auð-
manna, hefðum okkar, hugmynda-
fræðilegum fordómum, afætuvið-
horfum.
Breytingarnar steyttu á umburð-
arleysi okkar, skorti á pólitískri sið-
menningu og ótta við nýjungar. Það
er af þessum sökum sem við höfum
sóað svo miklum tíma. Gamla kerfið
hrundi áður en nýja kerfið komst í
gang. Kreppan í þjóðfélaginu sem
af þessu leiddi harðnaði enn.
Ég geri mér grein fyrir því að hið
bága ástand nú hefur vakið almenna
gremju. Ég tek eftir því að handhaf-
ar valds á öllum stigum, ég þar með
talinn, verða fyrir óvæginni gagn-
rýni. Eg myndi samt vilja undirstrika
enn einu sinni að umbylting í svo
stóru ríki, með arfleifð eins og okk-
ar, hefði ekki getað orðið erfið-
leika-, áfalla- og sársaukalaus.
Með valdaráninu í ágúst var há-
marki kreppunnar náð. Mesta hætt-
an í tengslum við þessa kreppu er
hrun sjálfs ríkisins. Það veldur mér
áhyggjum að landsmenn verða nú
ekki lengur þegnar stói-veldis og það
getur reynst okkur öllum erfítt að
horfast í augu við það.
Ég tel það vera iífsnauðsyn að
varðveita lýðræðisávinning undan-
farinna ár. Við höfum goldið fyrir
með allri okkar sögu og harmsögu-
legri reynslu og við megum aldrei
snúa baki við lýðræðinu, sama hvað
á dynur og hvert yfirskinið er. Ella
verða allar okkar vonir um betri tíð
að engu. Ég segi ykkur þetta af
hreinskilni og heiðarleika vegna þess
að það er siðferðileg skylda mín.
Ég myndi viija láta í ljósi þakk-
læti til allra þeirra sem hafa stutt
endurnýjun landsins og tóku þátt í
lýðræðislegum umbótum. Ég er
einnig þakklátur í garð embættis-
manna, stjórnmálamanna og framm-
ámanna, sem og milljóna almennra
borgara erlendis sem skildu fyrir-
ætlanir okkar, veittu okkur stuðning
og komu til móts við okkur. Ég
þakka þeinr einlæga samvinnu við
okkur.
Ég er mjög áhyggjufullur nú þeg-
ar ég læt af embætti. Eigi að síður
ber ég einnig von í bijósti og traust
til ykkar, visku ykkar og andlegs
þróttar. Við erum erfingjar mikillar
siðmenningar og það er undir okkur
öllum komið hvort þessi menning
endurfæðist til nýs og betra lífs nú
á dögum. Af heilum huga vil ég
þakka öllum þeim sem unnu með
mér þessi ár í þágu réttláts og göf-
ugs markmiðs.
Að sjálfsögðu voru gerð mistök
sem hægt hefði verið að komast hjá
og margt af því sem við gerðum
hefði verið hægt að leysa betur af
hendi. En ég er þess fullviss að fyrr
eða síðar mun sameiginlegt átak
okkar bera ávöxt og þjóðir okkar
búa saman í hagsældar- og lýðræðis-
þjóðfélagi.
Ég óska ykkur öllum velfarnað-
ar.“
Vestræn aðstoc
þýðingarmikil
* __
- segir Olafur Egilsson sendiherra í Moskvi
ÓLAFUR Egilsson, sendiherra
Islands í Moskvu, segir að mikill
uggur sé í borgarbúum vegna
fyrirhugaðra verðhækkana eftir
áramótin. Hann segir næstu mán-
uði verða afdrifaríka og geti að-
stoð vestrænna ríkja afstýrt átök-
um vegna matvælaskorts.
Á annan í jólum fól íslenska utan-
ríkiráðuneytið Ólafí Egilssyni, sendi-
herra í Moskvu, að tilkynna utanrík-
isráðuneyti Rússlands að framvegis
yrði litið svo á hvað varðar forsvar
Islands í Moskvu, að Sambandslýð-
veldið Rússlands væri arftaki Sovét-
ríkjanna. I fréttatilkynningu ráðu-
neytisins segir að íslensk stjómvöld
liafi komið fram við Rússlands sem
fullvalda og sjálfstætt ríki sbr. ný-
gerðan viðskiptasamning milli Is-
lands og Rússlands. Ríkisstjórnin
muni á næstunni viðurkenna önnur
fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna.
„Okkar samskipti við Sovétríkin
hafa fyrst og fremst verið við aðila
í Rússlandi," segir Ólafur. „Það
verður skoðað eftir þessi umskipti
hvort ástæða sé til að hafa formlegt
samband við önnur aðildarríki sam-
veldisins. Það hefur í seinustu tíð
opnast möguleiki á að hafa ræðis-
skrifstofur annars staðar en Moskvu.
Ein spurning sem gæti vaknað væri
hvort samskipti íslands við önnur
ríki sem tilheyrðu Sovétríkjunum
kalli á slíkt.“
Ólafur segir að samskiptin við
aðila í sovésku og rússnesku utanrík-
isþjónustunni hafí gengið snurðu-
laust undanfarið þrátt fyrir breyt-
ingarnar. „Þessa dagana er verið að
stokka ráðuneytin saman undir for-
ystu Rússlandsstjórnar. Rússneska
utanríkisráðuneytið var mjög fá-
mennt og ætlunin er að margir af
starfsmönnum sovéska ráðuneytis-
ins verði áfram við störf til að nýta
reynsluna ‘sem þeir búa yfír. Rúss-
neski utanríkisráðherrann er sestur
að í húsakynnum sovéska ráðuneyt-
isins sem vora og búist er við að
þessum flutningum í heild ljúki upp
úr áramótum."
Um andrúmsloftið í borginni segir
Ólafur: „Fólk er mikið á ferli við að
verða sér úti um nauðsynjar. Það
er uggur í mönnum um það hvemig
mál muni þróast upp úr áramótum
þegar miklar verðhækkanir skella
á. Það er fátt sem mun standa í
stað og gert ráð fyrir þrefaldri
hækkun á ýmsum brýnum nauðsynj-
um. Það standa auðvitað vonir til
að vöruframboð verði meira, meiri
hvatning fyrir framleiðendur og þá
sem ráða yfir vamingi að setja hann
frá sér. Á hinn bóginn er óttast að
þeir sem verst eru settir efnalega
muni tæpast hafa ráð á að brauð-
fæða sig.“ Ólafur segir að líta megi
svo á að meiriháttar stjórnmálalegt
úrlausnarefni hafi nú verið leyst en
efnahagsmálin séu enn í sama far-
inu. „Ástandið er mjög alvarlegt.
Næstu mánuðir verða mjög afdrifa-
ríkir. Ég geri ráð fyrir að vestræn
utanaðkomandi aðstoð hafí mjög
mikla þýðingu til að afstýra því að
komið geti til einhvers konar átaka
og óeirða vegna matvælaskorts og
þrenginga."
Ekki er gert ráð fyrir neinum
formlegum hátíðahöldum um ára-
mótin vegna endaloka Sovétríkj-
anna. Ólafur segir að ekki hafí held-
ur verið neinar athafnir í Moskvu
vegna valdaskiptanna þar sem er-
lendum sendimönnum hafi verið boð-
ið að vera viðstöddum. „Enda er vit-
að að þessi breyting á sér stað með
minna formlegum hætti en Míkahíl
Gorbatsjov hefði óskað,“ segir Ólaf-
ur
„Kveðjuræða Gorbatsjovs er til
urnræðu meðal fólks. Ég hef heyrt
að sumum þyki hún hafa verið of
lík því sem hann hefur sagt alla tíð.
Hún hafi ekki risið eins hátt og fólk
átti von á á slíkum tímamótum. Sú
Ólafur Egilsson
ágiskun var á kreiki að ein af ástæð-
unum fyrir því að lögð var áhersla
á að Gorbatsjov léti af störfum um
áramót væri sú að þá gæti Borís
Jeltsín Rússlandsforseti flutt sjón-
varpsávarp til þjóðarinnar um ára-
mótin en ekki Gorbatsjov eins og
vant var.“ Að sögn Ólafs hafa valda-
skiptin farið friðsamlega fram. „Að
vísu hafa verið útifundir í borginni
en þeir hafa meira beinst að efna-
hagsástandinu en því sem er að
gera í stjórnarfarslegum efnum.“'f
Sú gagnrýni hefur komið fram á
rússnesk stjómvöld að nokkuð skorti
á að lýðræðislegir stjómarhættir séu
viðhafðir. „Sumir myndu kannski
segja að ástæðunnar fyrir því væri
að leita í þeim sérstöku aðstæðum
sem ríkja nú um mundir. Þetta er
auðvitað umhugsunarefni. En menn
vonast til að úr rætist. Gorbatsjov
hefur gagnrýnt þetta fyrir nokkram
dögum og það sem hefur komið
meira á óvart: Alexander Rútskoj,
varaforseti Rússlands, sem jafn-
framt er ósammála Jeltsín um það
hvenær megi vænta merkjanlegra
framfara í efnahagsmálum."
Forsætisráð-
herra þakkar
Gorbatsjov
t TILEFNI þess, að Mikhaí! Gorb-
atsjov hefur sagt af sér embættl
Sovétríkjanna, ritaði forsætisráð-
herra, Davíð Oddsson, honum bréf
í fyrradag fyrir hönd íslensku rík-
isstjómarinnar og þakkaði honum
þátt hans í þeim miklu og jákvæðu
umskiptum, sem átt hafa sér stað
í Austur-Evrópu og í samskiptum
austurs og vesturs á undanförnum
árum - segir í frétt frá forsætis-
ráðuneytinu.
Ólafur Egilsson sendiherra Islands
í Moskvu afhenti Gorbatsjov bréfíð
í gærmorgun og er það svohljóðandi:
„Fyrir hönd ríkisstjómar Islands
vil ég nota tækifærið og senda yður
bestu kveðjur jafnframt því sem ég
vil votta yður virðingu fyrir það hug-
rekki og þolgæði, sem þér hafið sýnt
í embættistíð yðar sem forseti Sovét-
ríkjanna. Islenska þjóðin minnist með
hlýhug heimsóknar yðar til íslands
í tilefni hins sögulega fundar yðar
með Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seta fyrir fímm áram. Þáttar yðár
til að tryggja friðsamleg umskipti í
löndum Austur-Evrópu, sem og þýð-
ingarmiklu hlutverki við að koma á
fækkun bæði kjarnavopna og hefð-
bundinna vopna, mun lengi verða
minnst sem mikilsverðs framlags til
heimsfriðarins. í tilefni af því, að þér
látið nú af embætti, óskar íslenska
þjóðin yður og fjölskyldu yðar heilla
og alls velfarnaðar um ókomna tíð.“