Morgunblaðið - 28.12.1991, Page 30

Morgunblaðið - 28.12.1991, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 SOVETRIKIN LIÐIN UNDIR LOK Davíð Oddsson forsætisráðherra: * Ovissan ein getur skap- að hættur DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld líti svo á að Kússland axli ábyrgð á flestu sem áður snerti samskipti Islands við stjórnvöld Sovétríkjanna í Moskvu. „Moskva verður áfram höfuðborg Rússlands og okkar viðskiptatengsl hafa verið við Rússland. Við vorum þriðja ríkið sem gerðum viðskiptasamning við það og ég á því frekar von á að það sem áður tengdist Sovétríkj- unum muni núna tengjast okkur í gegnum Rússland. Þetta er þó allt breytingum undirorpið því hlutirnir gerast mjög ört,“ sagði Davíð. „Við teljum að ekki hafi verið þörf á sérstakri sjálfstæðisviður- kenningu gagnvart Rússlandi því við höfum í raun og verki viðurkennt Rússland, til dæmis með viðskipta- samningnum. Það þarf því ekki sér- stakrar viðurkenningar við, en ef það væri mat Rússlands yrði það auðvit- að gert. Varðandi önnur ríki munum við skoða hvert einstakt mál fyrir sig og ég á von á að það muni ganga eðilega fyrir sig á næstu vikum,“ sagði forsætisráðherra. Davíð sagði að ástandið í lýðveld- unum sem tilheyrðu Sovétríkjunum væri hættulegt vegna þeirrar óvissu sem ríkti. „Þegar Rússland tekur yfír skuldbindingar Sovétríkjanna með þessum hætti að verulegu leyti, ekki bara skyldur þess heldur líka réttindi, er hætta á að það komi fljót- lega til árekstra á milli Rússlands og annarra þeirra ríkja sem voru hluti af Sovétríkjunum. Það er mesta hættan sem við horfumst í augu við. Við eigum líka eftir að sjá hvernig Rússland fetar sig áfram og hvernig sovéski herinn fellur að stjórnskipu- lagi Rússlands. Það eru mjög margir óljósir þættir og óvissan ein skapar í sjálfu sér hættur," sagði Davíð. Aðspurður um áhrif Gorbatsjovs á þróunina sem leiddi til hruns Sovét- ríkjanna sagði Davíð að hann hefði verið réttur maður á réttum stað. „Ég er þó sannfærður um að þó þar hefði verið um annan mann að ræða hefðu engu að síður orðið miklar breytingar í Sovétríkjunum, því það hefur komið á daginn, að þau risu ekki lengur undir sjálfum sér. Þar er ekki við einn mann að sakast eða einum manni að þakka hvernig fór en hins vegar má ætla að þessar breytingar, eða „bylting“ hefðu orðið blóðugri og erfiðari ef annar maður og ekki jafn djarfur og óttalaus eins og GorlDatsjov er hefði verið við stjórnvölinn í Kreml. Ég held að það atriði í hans fari sem maður horfir á af mestri aðdáun sé að hann virð- ist vera óttalaus maður. Það er vitað að hræddir menn eru líklegri til að gera mistök en óttalausir menn,“ sagði hann. Davíð sagði ástæðu til að fagna því að þessir atburðir, sem leiddu til hruns Sovétríkjanna, skuli gerast með þeim hætti að hvert lýðveldi vildi leita lýðræðislegri aðferða en ríktu Sovétríkjunum. „Breytingin felst ekki síst í því að þessi ríki tala þannig að þau ætli að setja raunveru- legt lýðræði í öndvegi. Áður var nátt- úrlega ekkert ríki lýðræðislegra í orði kveðnu en Sovétríkin og engin stjórnarskrá lýðræðislegri en stjórn- arskrá Sovétríkjanna en lýðræðið var bara í þeim orðum en var hvergi sjá- anlegt á borði. Því vonar maður og þykist sjá að þegar komin eru ríki þar sem forystumennirnir eru þó lýð- ræðislega kjörnir eins og Jeltsín þá séu að eiga sér stað breytingar sem eru okkur að skapi,“ sagði Davíð. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra: Draumurinn og martröðin „Mér er efst í huga draumurinn og martröðin. Draumur hinna bestu manna. Draumur fræði- manna sem voru reknir áfram af réttlætiskennd. Ég minnist æsku minnar við að lesa Marx sem mér þykir ennþá vænt um. Ég minnist skáldanna íslensku sem voru í sjálfstæðisbaráttu gegn Dönum, sem fönguðu hinn alþjóðlega draum, sem numu vulgármarxism- ann af vörum pólitíkusa frá Weimar, sem trúðu klisjum, sem gistu draum- aríkið, sem sáu bækur sínar útgefnar í hundruðum þúsunda eintaka, sem þágu öll forréttindi verkalýðsríkisins, sem héldu áfram að ljúga eftir að trúin var þorrin, sem báðust aldrei afsökunar, sem sneru einlægum sveitamönnum, sem voru tortryggnir á vestræn nýlenduveldi, til einlægrar trúar á framtíðarlandið, sem gerðu þetta að meira en stjórnmálahreyf- >ingu, gerðu þetta að andlegri hrær- ingu, sem var ríkjandi á vinstri væng stjórnmála. Ég nefni Kiljan, sem Morgunblaðið fyrirgaf og vegsam- aði, en laug til áratugum saman, var andlega óheiðarlegur eftir að hann vissi betur. Ég minnist Þórbergs, sem var fulltrúi íslenskrar sveitamenn- ingar sem vissi ekki betur. Ég minn- ist menntamannanna af minni kyn- slóð sem fengu að fara og gista draumaríkið en þorðu ekki að segja sannleikann og lugu í nafni hag- kvæmninnar vegna þess að allir þeir sem hefðu verið látnir trúa og væru góðir menn mættu ekki við því að heyra sannleikann. Ég minnist Árna, ég minnist Svavars og Hjörleifs. Ég minnist bernsku minnar og sam- skipta við bróður minn, Arnór, sem var fyrsti vestræni maðurinn, sem lauk prófi frá sovéskum háskóla og pólskum, og hafði innst inni úr sveit- amanns uppruna sínum heiðarleika til að segja það strax að þetta væri blekking, villuljós, kórvilla. Þetta sagði hann umbúðalaust og var sett- ur í ritbann af elítunni. Þetta þótti ekki heppilegt jafnvel þótt hún viður- kenndi í raun að þetta væri rétt. Ég minnist svika hinna skriftlærðu, ég minnist óheiðarleika menntamann- anna. Ég minnist þeirra verstu svika sem eru þeirra sem í nafni mennta og menningar telja sig þess um- komna að boða alþýðu manna sann- leikann. Ég minnist stóra sannleik- ans. Ég minnist harmleiksins sem var í reynd þeirra tuga milljóna sem urðu að lifa neyðina, fangelsið, pynt- ingarnar og dauðann. Ég minnist skinhelgi hinna sem héldu áfram að vegsama böðlana í nafni bernsku- drauma," sagði utanríkisráðherra. GENGISSKRÁNING Nr. 246 27. desember 1991 Kr. Kr. Toll- Eln.KI. 09.16 Kaup Sala Qangi Dollari 65.33000 55.49000 58.41000 Storlp 104.J5200 104.65400 103.31000 Kan. dollari 4 7.69800 47.83600 51.40600 Donsk kr. 9.41790 9.44510 9.31360 Norsk kr 9.30/00 9.33390 9,19410 Sænsk kr 10.04630 10.07540 9.88320 Fr. mark 13.42960 13.46840 13.36770 Fr. Iranki 10.73850 10,76950 10.59590 Belg. Iranki 1. /8080 1./8600 1.75720 Sv. Iranki 41,27560 41.39500 41.00960 Holl. gyllmi 32.54900 32.64310 32.11550 Þýskt mark 36.68370 36.78980 36J9520 lt. líra 0.04844 0.04858 0.04796 Austurr. sch. 5.22550 5.24060 5.14240 Port. escudo 0.41370 0.41490 0.40620 Sp. peseti 0,57550 0.57720 0.56760 Jap. ien 0.44053 0.44180 0.44919 Irskt pund 97.71300 97.99500 96.52300 SDR (Sérst.5 79.33880 79.56820 80.95630 ECU. evr.m 74.4/420 74,68950 /3.71630 Tellgcngi fyrir desember er solugengi 28. nóvember SjáKvirkur simsvari gengisskránmgar er 62 3? 70. Olafur Ragnar Grímsson: Sigiir lýð- ræðisþróun- arinnar „ÞESSIR atburðir eru lokapunkt- ur langrar þróunar. Fyrir röskum áratug bentu ýmsir fræðimenn á þann möguleika að þjóðernis- hyggja og efnahagsleg umbrot kynnu að rista Sovétríkin í sund- ur. Þetta befur nú gerst fyrr og sem betur fer með friðsamari hætti enn sem komið er en marga grunaði," segir Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðuband- alagsins. „Það eru líka mikil tíðindi að stór- veldi sem sótti réttlætingu sína í til- tekið kenningakerfí hinnar rúss- nesku rétttrúnaðarútgáfu kommún- ismans skuli nú tilheyrá spjöldum sögunnar og fáni þess er fallinn. Það er mikill og ánægjulegur sigur fyrir lýðræðisþróunina í veröldinni," sagði Olafur. „Mig minnir að ég hafi svarað áramótaspurningu Morgunblaðsins fyrir tveimur árum á þann veg, að áður en öldin yrði úti, yrði líkami Leníns fluttur úr grafhýsinu í venju- lega gröf. Mér þykir líklegt að það gerist á nýju ári. Gorbatsjov á auðvitað stóran þátt í þessari þróun, þótt hún hafi ekki verið honum að skapi upp á síðkast- ið. Hann hafði vit og manndóm til að bjóða harðstjórnarklíkunni í Kommúnistaflokknum birginn, taka síðan af henni völdin og opna leiðir fyrir lýðræðislega þróun. Hins vegar verður hans sjálfsagt lengst minnst fyrir framlag hans á sviði alþjóða- mála. Þar gekk hann í berhögg við allar helstu kreddur kalda stríðsins, meðal annars þær sem vestrænir stjórnmálamenn og svokallaðir sér- fræðingar höfðu talið algiid sannindi í áratugi. George Bush hefur nú gert þessar afvopnunarkenningar að sínum og veröldin er þess vegna tvímælalaust mun friðvænlegri þegar Gorbatsjov fer frá völdum en þegar hann tók við þeim. Það er í senn fróðlegt og skemmti- legt fyrir íslendinga að nafn höfuð- borgar landsins skuli vera tengt við mikilvægasta upphafsáfanga þessar- ar þróunar um ókomna framtíð. Það var á leiðtogafundinum í Reykjavík sem Gorbatsjov og Reagan lögðu hugmyndagrundvöllinn að þeirri af- vopnunarþróun sem síðar varð að veruleika," sagði Ólafur. - Hver telurðu að verði framvinda mála í lýðveldunum, sem áður til- heyrðu Sovétríkjunum? „Það er mjög erfitt að spá fyrir um það. Það verða örugglega mikil umbrot en sem betur fer virðast for- ýstusveitimar, sem ráða ferðinni ekki hafa áhuga á að vígbúast með kjarnorkuvopnum heldur stefna að kjarnorkuvopnaleysi og brottflutn- ingi þeirra frá sínum landsvæðum. Hins vegar eiga þessar þjóðir eftir að fara á fáeinum árum í gegnum þróunarskeið sem önnur ríki Evrópu hafa sum hver tekið rúma öld í að fara. Það er óhjákvæmilegt að eitt- hvað fari úrskeiðis við slíka gerjun en við skulum vona það leiði ekki til blóðsúthellinga eða vopnaðra átaka,“ sagði Ólafur. Steingrímur Hermannsson: Efnahags- sambandið mikilvægi „Ég vona að þessar breytingar verði öllum til góðs. Ég held hins vegar að það sé afar mikilvægt að lýðveldin haldi öflugu efna- hagssambandi sín á milli. Þau eru svo háð hvert öðru og það yrði þá frekar til að koma í veg fyrir átök á milli þeirra," sagði Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, aðspurður um þá þróun sem orðið hefur í þeim lýðveldum sem áður mynd- uðu Sovétríkin. „Ég er að vísu þeirrar skoðunar að það hefði verið heppilegra ef þessi þróun hefði gengið heldur hægar fyrir sig og grundvöllurinn fyrir breytingum styrkst, eins og til dæm- is hvað varðar einkaframtak í land- búnaði pg flutninga- og samgöngu- kerfið. Ég get ekki neitað því að ég óttast að þeir alvarlegu brestir sem eru í þessum þáttum leiði til skorts sem geti vel valdið ekki síst í iðnaðar- bæjunum óróa og jafnvel átökum. Ég bara vona að þessi þróun, þó hún hafi gengið svona hratt fyrir sig, leiði til þess að þessi lýðveldi verði friðsamlegur og öflugur þátttakandi í heiminum," sagði Steingrímur enn- fremur. „Mér finnst Gorbatsjov ekki alls staðar njóta sannmælis. Hann gerði sér grein fyrir að harðlínukommún- ismi var liðin tíð og þó að honum hafi eflaust orðið á mistök, þá er það hann sem opnar á frjáls skoðana- skipti og lýðræði og fyrir þá þróun sem þama hefur orðið al- mennt,“sagði Steingn’mur Her- mannsson að lokum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Kom ekki á óvart „Lengi hefur legið í loftinu að þessi þróun myndi enda með af- sögn Gorbatsjovs og fyrrum Sov- étríki myndu leysast upp í frum- eindir sínar,“ sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, þingmaður Kvennalista, um þróunina í Sovét- ríkjunum. „Atburðirnir komu því ekki á óvart í sjálfu sér. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggj- ur af þróuninni. Alveg eins má búast við því að efnahagsástand muni versna enn frekar á næsta ári og þarna verði talsverð átök og ofbeldi því að það er spurning hvort pólítíkusarnir í fyrrum Sov- étrílyunum sætta sig við þessar breytingar og lýðveldin til dæmis sætti sig við að Rússar taki sér einhveija yfirburðastöðu." „Ég get ekki spáð fyrir samveldinu til lengri tíma en sjálfsagt verða rík- in að halda eitthvað saman í fyrstu vegna þess að þau eru efnahagslega háð hvert öðru. Hvort það verður til einhverrar framtíðar veit maður ekki. Annað sem maður hefur auðvitað áhyggjur af eru kjarnavopnin. Það eru 27.000 kjarnavopn hér og þar um fyrrverandi Sovétríkin og þó að Rússar hafi tekið við þessum skuld- bindingum þá er ekki þar með sagt að þessu lýðveldi séu tilbúin til þess að gefa þeim eitthvert sjálfdæmi í þessu máli eða láta af hendi þau kjarnavopn sem eru í lýðveldunum í dag. Þá tel ég ástæðu til að leggja áherslu á að hvernig þetta breytir kannski öllu pólítísku landslagi í heiminum og muni hugsanlega verða til þess að auka andstæðurnar milli norðurs og suðurs," sagði Ingibjörg Sólrún og bætti við að nú gætu þró- unarríkin ekki lengur spilað á and- stæður vesturs og austurs og verið ýmist undir verndarvæng Bandaríkj- amanna eða Sovétmanna. Líklega myndi horft til íjárfestinga í Austur- Evrópu og dregið úr aðstoð við suðr- ið. í því sambandi sagðist hún óttast að andúð íbúa í þróunarríkjunum á Vesturlöndum og lifnaðarháttum Vesturlandabúa myndi aukast. Ingibjörg sagði að Gorbatsjov hefði gegnt þýðingarmiklu hluverki. „Hins vegar hefur hann þá sérkenni- legu stöðu núna að hann er dáður víða á Vesturlöndum en virðist hafa mjög litla pólitíska stöðu heimafyrir. Hann segist ætla halda áfram í pólí- tík en hvort það verður veit maður ekki.“ FISKVERÐ á UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 27. desember 1991. FAXAMARKAÐURINN HF. í Reykjavik Þorskur (sl.) 65,00 Langa 57,00 65,00 65,00 57,00 57,00 0,008 520 0,328 18.696 Þorsk. smár 90,00 Lúða 320,00 90,00 90,00 130,00 269,72 0,025 2.250 0,321 86.680 Ýsa (sl.) 134,00 Steinbítur 50,00 134,00 134,00 45,00 48,48 0,817 109.478 0,537 26.035 Ýsa (ósl.) 138,00 Ufsi hausl. fros 30,00 110,00 118,72 30,00 30,00 0,901 106.970 0,011 330,00 Karfi 52,00 Undirmálsfisk. 84,00 20,00 26,18 55,00 78,11 0,616 16.128 0,440 34.367 Keila 52,00 Samtals 23,00 51,61 84,87 1,850 95.475 5,854 496.829 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 95,00 0,045 675 95,00 95,00 Blandað 47,00 1,015 96.425 10,00 40,44 Ýsa 123,00 0,158 6.390 25,00 92,70 Blálanga 24,00 0,821 76.108 24,00 24,00 Keila 10,00 0,016 384 10,00 10,00 Samtals 0,052 520 85,67 Ufsi 15,00 2,107 180.502 15,00 15,00 ALMAIMNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. desember 1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir(grunnlífeyrir) ................... 12.123 ’/z hjónalífeyrir .................................... 10.911 Fulltekjutrygging ...................................... 26.766 Heimilisuppbót .......................................... 9.098 Sérstök heimilisuppbót ................................. 6.258 Barnalífeyrirv/1 barns .................................. 7.425 Meðlagv/1 barns ......................................... 7.425 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ............................4.653 Mæðralaun/feðralaun v/2ja barna ........................ 12.191 Mæðralaun/feðralaunv/3jabarnaeðafleiri ................. 21.623 Ekkjubætur/ekkilsbætur6 mánaða ......................... 15.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ....................... 11.389 Fullur ekkjulífeyrir .................................. 12.123 Dánarbæturí8 ár(v/slysa) ............................... 15.190 Fæðingarstyrkur ........................................ 24.671 Vasapeningar vistmanna ..................................10.000 Vasapeningar v/ sjúkratrygginga .........................10.000 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar ............................ 1.034,00 Sjúkradagpeningareinstaklings .......................... 517,40 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri .......... 140,40 Slysadagpeningareinstaklings ........................... 654,60 Slysadagpeningarfyrirhvertbarn áframfæri ............... 140,40 Ath„ að 20% tekjutryggingarauki sem greiðist aðeins í desember, er inni í upphæðum tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.