Morgunblaðið - 28.12.1991, Page 32
.,32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28,.DESEJMBER, 1991
Tvö útköll á aðfangadag
SLOKKVILIÐ Akureyrar var kallað út tvívegis á aðfangadag, ann-
ars yegar í íbúðarhús þar sem rofi í frystikistu hafði brunnið yfir
og hins vegar að Fjórðungssjúkrahúsinu, en tilkynning um (dd barst
um sjálfvirkt viðvörunarkerfi á slökkvistöðinni.
Slökkvilið var kallað að íbúðar-
húsi í Höfðahlíð kl. 13.27 á að-
fangadag, þar hafði brunnið yfir
rofi á frystikistu, en húsráðendur
höfðu slökkt eld með handslökkvi-
tæki áður en slökkvilið kom á stað-
inn. Unnið var að reyklosun úr kjall-
ara hússins, en skemmdir urðu litl-
ar. Skömmu síðar, tæplega hálf
ijögur, kom tilkynning um sjálfvirkt
viðvörunarkerfi slökkvistöðvarinnar
sem gaf til kynna eld á FSA. Allt
fastalið var kallað út, sem venja
er, en á leið á vettvang kom tilkynn-
ing um að enginn eldur væri í bygg-
ingunni. Tölvuútskrift viðvörunar-
Enginn rjómi
fyrir jóla-
hátíðina
kassa, sem staðsettur er á sjúkra-
húsinu, benti á eld á háalofti gömlu
byggingarinnar og kom í ljós við
eftirgrennslan að vatnslögn þar
uppi hafði sprungið er miðstöð hafði
af einhveijum ástæðum gefið sig.
Töluvert vatn var á loftinu og náði
það að leka niður á fæðingardeild.
Gísli Kristinn Lórenzson slökkviliðs-
stjóri sagði að unnið hefði verið að
því að hreinsa upp vatnið til klukk-
an að ganga sex um kvöldið.
„Þarna fór allt vel og getum við
þakkað það hinu fullkomna við-
vörunarkerfi sem er á sjúkrahúsinu.
Hefðum við snúið til baka er í ljós
kom að enginn eldur var á staðnum
hefði vatnstjónið af völdum þessa
getað orðið mikið,“ sagði Gísli
Kristinn.
Jólabragur á Akureyrarhöfn
Morgunblaðið/Rúnar Pór
Greiðslur atvinnuleysisbóta hafa lækkað:
Slökkvilið Akureyrar:
Grímsey.
GRÍMSEYINGAR fengu ekki
sendan neinn ijóma áður en jóla-
hátíðin gekk í garð. Ferjan Sæf-
ari komst ekki út í eyju vegna
veðurs og sjólags á Þorláksmessu
eins og til stóð og flugmenn Flug-
félags Norðurlands voru í start-
holunum að fljúga með fulla vél
af varningi til okkar langt fram
eftir aðfangadegi.
Mjólkurvörur eru sendar út í
Grímsey tvisvar í viku og fengum
við þær síðustu 19. desember. Til
stóð að senda ijóma, grænmeti og
aðrar nauðsynjar fyrir jólahátíðina,
en Sæfari komst ekki út í eyju
vegna veðurs. Ekki reyndist heldur
unnt af fljúga með þennan varning
á aðfangadag og var beðið nokkuð
fram á daginn því reyna átti til
þrautar. Jólaijóminn kom því út í
Grímsey á annan dag jóla.
Fólk hér er ýmsu vant og flestir
gera ráðstafanir fram í tímann,
hafa allan vara á. Ekki er vitað til
þess að ijómaskortur hafi komið
illa við menn, en sjálfsagt hefur
einhvers staðar vantað íjóma í sós-
una með jólasteikinni. Þá var á ein-
um bæ fremur naumt skammtaður
jólagrauturinn þar sem ijómann
skorti.
- HSH
Um 59 milljónir greiddar í bæt-
ur í ár á móti 81 milljón í fyrra
Verkalýðsfélagið Eining greiddi út um 22 milljónum króna lægri
upphæð í atvinnuleysisbætur á þessu ári en því síðasta. Eining greið-
ir út atvinnuleysisbætur fyrir sjö verkalýðsfélög í Eyjafirði. Auk bóta
til Einingarfélaga greiðir félagið einnig út bætur til félaga í Sjómanna-
félagi Eyjafjarðar, Félags málmiðnaðarmanna, Skipstjórafélags Norð-
lendinga, Vélstjórafélags íslands, Sjómannafélags Ólafsfjarðar og
Verkstjórafélags Akureyrar og nágrennis. Alls voru greiddar út at-
vinnuleysisbætur til 967 félagsmanna í þessum verkalýðsfélögum á
árinu að upphæð rúmlega 59 milljónir króna, en á síðasta ári var
greidd út rúmlega 81 milljón króna í bætur til 1.284 einstaklinga.
manna í Sjómannafélagi Eyjafjarðar
Alls fengu 746 félagsmenn í Ein-
ingu greiddar atvinnuleysisbætur á
árinu að upphæð um 47 milljónir
króna, en á síðasta ári voru greiddar
út rúmar 60 milljónir króna til 921
félagsmanns. Atvinnuástandið virð-
ist hafa batnað nokkuð á flestum
stöðum, nema Ólafsfirði. Á Akureyri
voru t.d. greiddar um 10 miiljónum
króna lægri bætur á þessu ári en í
fyrra, eða 27 milljónir á móti rúmum
37 milljónum. Á árinu 1989 voru
greiddar um 20 milljónir í bætur til
félagsmanna Einingar á Akureyri,
en það ár voru samtals greiddar út
um 39 milljónir á félagssvæðinu öllu.
Atvinnuleysisbætur til félags-
Messur á Akur-
eyri um áramót
Hér á eftir er listi yfir messur í
kirkjum á Akureyri um áramót-
in:
AKUREYRARPRESTAKALL:
Gamlársdagur. Aftansöngur á
Dvalarheimilinu Hli'ð kl. 16. Kór
aldraðra syngur undir stjórn Sig-
ríðar Schiöth. Aftansöngur í Ak-
ureyrarkirkju kl. 18. Organisti
Hörður Áskelsson, sálmar 100,
363, 330,98. Birgir Snæbjöms-
son. Nýársdagur. Hátíðarguðs-
þjónusta í Akureyrarkirkju kl. 14.
Organisti Hörður Áskelsson,
sálmar 100, 104, 105, 516. Þór-
hallur Höskuldsson. Hátíðar-
guðsþjónusta á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu kl. 14. Organisti
Áskell Jónsson. Birgir Snæ-
björnsson. Hátíðarguðsþjónusta
á hjúkrunardeild aldraðra Seli
kl. 17. Organisti Áskell Jónsson.
Birgir Snæbjörnsson. Kór Akur-
eyrarkirkju syngur við athafnir í
kirkjunni undir stjórn Björns
Steinars Sólbergssonar.
GLERÁRPRESTAKALL: Glerár-
kirkja. Gamlársdagur. Aftan-
söngur kl. 18. Einsöngur Óskar
Pétursson. Nýársdagur. Hátíðar-
messa kl. 16. Ræðumaður Jón
Björnsson félagsmálastjóri Akur-
eyrarbæjar. 5. janúar. Hátíðar-
guðsþjónusta í Lögmannshliðar-
kirkju kl. 14. Jólin kvödd. Gunn-
laugur Garðarsson.
Hvítasunnukirkjan: Gamlárs-
dagur. Fjölskylduhátíð, samveru-
stund, kaffi og kökur, leikir og
sameiginleg bæn. Flugeldum
skotið upp um miðnætti. Nýárs-
dagur. Hátíðarsamkoma kl.
15.30. Ræðumaður Ásgrímur
Stefánsson.
LAUFÁSPRESTAKALL: Greni-
víkurkirkja: Hátíðarguðsþjónusta
á gamlársdag kl. 18. Pétur Þór-
arinsson.
í ár námu 6,9 milljónum og voru
greiddartil 139 félagsmanna. Á síð-
asta ári fengu 176 sjómenn atvinnu-
leysisbætur að upphæð tæplega 11
milljónir króna.
Mikill munur er á greiddum at-
vinnuleysisbótum til félaga í Félagi
málmiðnaðarmanna, en á þessu ári
fengu 18 félagsmenn greiddar 1,4
milljónir króna. í fyrra fengu 87
félagsmenn 4,8 milljónir króna.
Fyrir Skipstjórafélag Norðurlands
voru greiddar út 317 þúsund krónur
í atvinnuleysisbætur til 9 félags-
manna, en á síðasta ári námu
greiðslurnar tæpri 1 milljón króna
og( náðu til 21 félagsmanns.
Atvinnuástand hjá vélstjórum
virðist einnig hafa verið betra á
þessu ár en því síðasta. Fimm fengu
bætur á þessu ári að upphæð um
100 þús. krónur á móti tíu í fyrra,
sem fengu greiddar rúmar 600 þús.
krónur.
í Sjómannafélagi Ólafsfjarðar-
fengu 42 atvinnuleysisbætur á þessu
ári, samtals um 2,1 milljón, en í
fyrra fengu 50 félagsmenn greiddar
bætur sem námu röskum 2 milljón-
um.
Fyrir Verkstjórafélag Akureyrar
og nágrennis voru greiddar út um
1,1 milljón í atvinnuleysisbætur og
náðu greiðslurnar til 9 félagsmanna,
en á liðnu ári fengu 19 aðilar bætur
að upphæð um 910 þúsund krónur.
Samtals greiddi Eining út atvinn-
uleysisbætur til 967 félagsmanna í
þessum sjö verkalýðsfélögum að
upphæð um 59 milljónir króna, sem
er mun minna en greitt var á síð-
asta ári þegar 1.284 fengu greiddar
atvinnuleysisbætur að upphæð rúm-
lega 81 milljón króna.
Björn Snæbjörnsson varaformað-
ur Einingar sagði að menn gætu
ekki séð neina afgerandi skýringu á
minna atvinnuleysi. Síðari hluti
þessa árs hefði þó verið mun betri_
en sami tími í fyrra, en ekki væri
hægt að benda á fjölda vinnustaða
sem aukið hefðu við mannskap. Þá
hefðu þeir Einingarmenn ekki heldur
orðið varir við að fólk hefði í miklum
mæli flutt burtu úr bænum.
OVIÐEIGANDI
LÍTILSVIRÐING
eftir Gísla Jónsson
Fyrir fáum dögum gerðist atburð-
ur sem undir venjulegum kringum-
stæðum hefði ekki átt að sæta tíðind-
um. Starfsmaður á Amtsbókasafninu
á Akureyri lét af störfum fyrir ald-
urs sakir, og ráða þurfti nýjan. Marg-
ar umsóknir bárust, sem betur fer
frá ýmsu góðu fólki, er mér tjáð.
Amtsbókavörður gaumgæfði þessar
umsóknir vandlega og gerði síðan
tillögu um einn (eina) umsækjanda.
Ekki var nema eitt starf laust.
Nú skal sá, sem þetta greinarkorn
skrifar, strax taka fram að hann
leggur engan dóm á umsækjend-
ur, enda ekki séð umsóknirnar. Hitt
veit hann, að Lárus Zophoníasson
amtsbókavörður gerir aldrei tillögu
um nýjan starfsmann nema með það
eitt í huga að væntanlegur starfs-
maður inni sem best af hendi þjón-
ustu sína við notendur safnsins.
Skyldu menn nú halda að tiilaga
amtsbókavarðar hefði verið sam-
þykkt og málið ekki þótt sögulegt.
Menningarmálanefnd staðarins,
undir formennsku Þrastar Ás-
mundssonar, þótti hins vegar ástæða
til að láta málið til sín taka og gerði
tilögu um annan umsækjanda, áður
en málið kæmi til bæjarstjórnar.
Hafði nefndin að engu álit amtsbóka-
varðar.
Þegar hér var komið sögu, mót-
mæltu allir starfsmenn safnsins
þeirri aðferð sem hér var höfð í
frammi og ekki að ástæðulausu.
Höfundur þessa greinarkorns var
(óheyrilega) lengi í stjórnarnefnd
Amtsbókasafnsins. og minnist ekki
slíkra vinnubragða við mannaráðn-
ingar. En bæjarstjórn lét sig hafa
að fara að ráðum menningarmála-
nefndar og taka ekki mark á tillögu
og mótmælum starfsfólks. Kolfelld
var tillaga Gísla Braga Hjartarsonar
um að vísa málinu til bæjarráðs, en
með því hefði gefist tóm til að ræða
málið betur við amtsbókavörð og
fólk hans.
Og ný spyr maður sig og hver
maður annan: Hvers vegna? Er þetta
aðferð til að sýna vald sitt? Það sem
heitir á sveitamannamáli mínu merk-
ilegheit. Ég skal ekki segja. Fyrir
mér er þetta fyrst og fremst ástæðu-
laus lítilsvirðing við Amtsbókasafnið,
amtsbókavörð og allt starfslið þar.
Með öllu ómakleg. Þetta er sýningar-
dæmi um það, hvernig pólitísk stjórn
Gísli Jónsson
„Fyrir mér er þetta
fyrst og fremst ástæðu-
laus lítilsvirðing við
Amtsbókasafnið, amts-
bókavörð og allt starfs-
lið þar.“
bæjarins á ekki að koma fram gagn-
vart virtum og vinsælum bæjarstofn-
unum og starfsfólki þeirra.
Höfundur var
menntaskólakennari.