Morgunblaðið - 28.12.1991, Side 34

Morgunblaðið - 28.12.1991, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 > m Póstgöng- unni lýkur PÓSTGÖNGU Útivistar lýkur á sunnudag, er genginn verður 26. og síðasti áfanginn af póstleið Sigvalda Sæmundssonar land- pósts, en gangan, sem er rað- ganga, hófst 13. janúar síðastlið- inn og hefur verið gengið hálfs- mánaðarlega. Leið Sigvalda var frá Bessastöðum, suður með sjó og austur i sveitir og endaði að Móeiðarhvoli í Hvolhreppi. Samkvæmt upplýsingum frá Útivist hafa um 1.200 manns tekið þátt í göngunni, þar af hefur einn gengið hana alla. Á sunnudag verð- ur lagt af stað frá Árbæjarsafni klukkan 13. Um tvær leiðir verður að velja, landveg um Klepp, Laug- ames og Rauðarárland niður í Grófina í Reykjavik og hins vegar leið í Gufunes og þar verður farið um borð í skipið Árnes og síðan siglt út Kollafjörð, inn Engeyjar- sund og lagzt að Grófarbryggju. Báðir hópar eiga þess kost að fá göngukortin stimpluð í póstútibúi nr. 12 í Stórhöfða í Grafarvogi. Hóparnir hittast í Grófinni og verð- ur boðið að skoða póstminjasafn Gests Hallgrímssonar í Geysissaln- um að Vesturgötu 1. -----♦-------- Samkoma í Þorláks- kirkju ÁRLEG samkoma verður haldin í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn nú á laugardaginn 28. desember og hefst hún klukkan 16. Kirkjuhátíð þessi er nú haldið í 10. sinn og hefur jafnan verið fjölsótt. Söngfélag Þorlákshafnar og lúðrasveit staðarins flytja tónlist undir stjórn Hákons Leifssonar og Roberts Darling. Aðalræðumaður er að þessu sinni Steingrímur Hermannsson alþingismaður og fyrrum forsætisráðherra. Jónína Olafsdóttur leikkona les ljóð og Viðar Gunnarsson óperusöngvari syngur við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar, sem einnig leikur einleik á hinn vandaða Bösendorf- er-flygil; kirkjunnar. Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Meðferð flugelda og blysa Skotelda má einungis selja á stöðum sem staðbundin leyfi lög- reglustjóra segja til um að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þann- ig er óheimilt að bera út og selja skotelda í heimahús og á vinnustaði. í reglugerð um sölu og meðferð skotelda segir m.a. að bannað sé að selja eða afhenda þá barni eða unglingi innan 16 ára ef slíks er getið í leiðbeiningunum. Öil sala á skoteldum til barna yngri en 12 ára sé óheimil. Þá segir í sömu reglum að óheimilt sé að flytja inn og selja svokallaða_ kínvetja, reyk- og lyktarsprengjur ýmis konar og sprengikúlur. Óheimilt sé að breyta á nokkurn hátt skot- eldi, þannig að hann hlóti aðra eiginleika en framleiðandi hans ætlast til. Innflytjandi skotelda skuli sjá um að allar tegundir skot- elda, sem hann flytur inn og hefur leyfi fyrir, séu með álímdum eða áprentuðum leiðbeiningum á íslensku. Lögreglustjóri getur þó heimilað að minnstu og einföldustu tegundir skotelda verði ekki merktar enda verði dreift vönduðum og skýrum leiðbeining- arbæklæingi til kaupenda. Með skoteldum er átt við flugelda, reyk- og hvellsprengjur og ýmis konar skrautelda. Lögreglan vekur athygli fólks á að fara varlega í meðferð flug- elda og blysa um áramótin. Börnin eru stundum áköf og vilja gleyma sér við spennandi aðstæður og vilja þá stundum ganga lengra en æskilegt er. Fullorðnir þurfa að hafa vit fyrir bömunum og gæta þess að þeim stafi ekki hætta af flugeldum og blysum. Allflest slys er hægt að koma í veg fyrir með aðgæslu. Lesið leiðbeiningarnar, sem fylgja flugeldum og blysum og umfram allt: farið eftir leiðbeiningunum. Lögreglan óskar öllum gleði, farsældar og friðar á nýju ári. í þessu dæmi ljóst að hvítur drottninguna. til máti á f5 með r sjá hvaða reitur skilyrðum að hvít bæði d6 og d'5. 5. Höf. F. Amelung 1904. 4. Höf. Cortlever 1940 Hvítur Ieikur og heldur jafn- tefli. Það þarf að virkja leynda krafta til að jafna út þann mikla liðsmun sem er á borðinu:l. Rd8+!! — Ke7 (Þetta er betri tilraun en 1. — Kxd8 2. Hxb7, en eftir það er svartur í leikþröng og getur ekki varist hótuninni 3. Hd7+ — Kc8 og síðan fráskák með hróknum) 2. Hxb7+ - Kxd8 (Nú má hvítur ekki leika 3. Hd7+ — Kc8, því fráskákin með hróknum er gagns- laus. Gott dæmi um það þegar Hvítur mátar í öðrum leik. Eftir rétta leikinn 1. Da5! er komin upp afar skondin staða. Hvítur hótár ekki máti, en það er sama hvað svartur gerir, hver einasti leikur hans leyfir mát, ___________________________________ ýmist á al, b4, d5, e5 með drottn- Hvítur leikur og vinnur. Hvítur matar i öðrum leik. Lausnarleikurinn erl. Bbl!, sem hótar 2. Dc5 mát. 2. Höf. Samuel Lloyd, Hvítur mátar I öðrum leik. er nokkuð aug- þarf að flytja að geta, hótað riddara. Þá er að reitur fullnægir þeim hvítur eigi mát gegn d5. Niðurstaðán er nokkuð óvænt, 1. Dh3! er lausnar- leikurinn. Lausnir á jólaskákþrautum Skák Margeir Pétursson 1. Höf. Sigurbjörn Sveinsson ingu, eða með riddara á f5. Svart- ur er því í dæmigerðri leikþröng. 3. Höf. R. Kofman og L. Loshin- sky 1947 w Peðsendatöflin eru oft skemmtileg í sínum einfaldleika. Hvernig hvítur brýtur einu peði leið á drottningarvængnum með því að fórna hinum er þekkt þema, en hann má ekki gleyma að loka svarta kóriginn úti. Lausnin er því: Xf h4! — Kxg3 2. b5! — Kxh4 3. c5!(En álls ekki 3. a5?? — bxað 4. c5 — b6)3. — g5 4. a5! - g4 5. axb6! — g3 6. Kf3! - Kh3 7. bxc7 - g2 8. c8=D+ og vinnur því svarti kóngurinn stendur í skák. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUIMIMAR í REYKJAVÍK: 23.-26. desember Enginn gisti fangageymslur á jólanóttina. Reyndar voru jóladag- arnir með þeim rólegri sem lögregl- umenn rekur minni til. Mikil um- ferð var þó við kirkjugarðana fyrri hluta aðfangadags, en hún gekk í flesta staði vel fyrir sig. Þorláksmessan og fyrri hluti aðfangadags voru hins vegar ann- asöm. Alls var tilkynnt um 10 hnupltilvik þessa daga, 5 umferð- arslys, 4 voru stöðvaðir í akstri grunaðir um ölvun við akstur og þrír aðrir slíkir lentu í umferðar- óhöppum. Einhveijir þóttust kenna „tund- urdufl" á reki í sjónum skammt undan Látraströnd á Seltjarnar- nesi á Þorláksmessu. Ráðstafanir voru þegar gerðar til þess að halda fólki í hæfilegri fiarlægð ef svo illa vildi til að „duflið“ ræki á land og spryngi með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fljótlega kom þó í ljós að „duflið“ reyndist vera ókenni- leg, uppflosnuð bauja. Eldur kom upp í húsi við Fáfnis- nes seinni partinn á Þorláksmessu. Mikið tjón hlaust af. Auk þessa var fimm sinnum tilkynnt um eld um hátíðirnar. Eldur kom upp í bíl við Laugavegsapótek skömmu eftir miðnætti á Þorláksmessu, kveikt var í jólakransi á útidyrum húss við Hraunbæ um nóttina, pottur hafði gleymst á eldavél í húsi við Bárugötu seinni partinn á aðfangadag, aðventukrans brann þá í húsi við Bjargarstíg og eldur kviknaði út frá eldunarofni húss við Hringbraut um hádegisbil á jóladag. Gosloftþrýstitæki sprakk í loft upp í höndum fólks í austurborg- inni aðfaranótt jóladags. Fjölskyld- an hafði verið að blanda sér gos- drykk þegar ósköpin gerðust. Brot- in úr tækinu dreifðust um íbúðina, en engin meiðsli urðu á fólki. Aðfaranótt annars í jólum voru tveir menn handteknir skammt frá sundlauginni á Seltjarnarnesi. Komið var að þeim þar serri þeir voru önnum kafnir við að reyna að tengja framhjá kveikjulási bif- reiðar, sem þeir höfðu komist inn í í algerri óþökk eigenda. Mennirnir, sem voru 19 ára gamlir, voru báð- ir verulega undir áhrifum áfengis. Á jóladagskvöld rak togarinn Viðey stefnið á afturhluta varð- skipsins Týs og danska eftirlits- skipsins Hvidbjörnen. Verið var að snúa skipinu á útleið með aðstoð dráttarbáts þegar togarinn lét ekki að stjórn með fyrrgreindum afleið- ingum. Talið er að togarinn hafi verið á tveggja til þriggja mílna ferð þegar óhapþið varð. Talsverð- ar skemmdir hlutust af á öllum skipunum. Desembermánuður er sá mán- uður sem oftast er tilkynnt um búðarhnupl — og því oftar sem nær dregur jólum. Á Þorláksmessu og á aðfangadagsmorgun voru, eins og að framan greinir, tíu einstakl- ingar staðnir að slíkum þjófnuðum. Ellefu ára gömul stúlka var staðin að því að reyna að hnupla hár- skoli að upphæð kr. 442, 21 árs gamall maður var staðinn að því að reyna að hnupla bók að verð- mæti kr. 790, 65 ára gamall mað- ur reyndi að hnupla sér matvörum, kertum, sælgæti og jólaskrauti að verðmæti kr. 1.740, 26 ára gam- all maður var staðinn að því að ætla að ganga út úr verslun með hangiket og bók að verðmæti kr. 6.513, 18 ára stúlka spreytti sig við ilmvatnsglas að verðmæti kr. 4.990 og fimmtugur maður reyndi að laumast út með súkkulaðistykki og tvo kakópoka að upphæð kr. 229. Sjaldan hafa jafnmargir slasast í umferðarslysum í Reykjavík og á þessu ári. Það er von lögreglunn- ar að hver og einn líti sér nær og einsetji sér að fara varlega, sýna nærgætni og tillitsemi og geri sitt besta tii þess að tryggja hámarks- öryggi í umferðinni á nýju ári. hótunin er sterkari en leikurinn. Hvítur verður að geyma sitt eina tromp, en hann er nálægt því að vera í leikþröng. Hann á þó einn nothæfan leik og það nægir:) 3. Kgl! — Bd4+ 4. Kg2 og nú á svartur ekkert betra en 4. — Bg7 sem hvítur svarar auðvitað með 5. Kgl og jafntefli með þráleik verður staðreynd. 6. Höf. Vasili Platof og Mikhail Platov 1909. Hvítur leikur og vinnur 1. Bf6 - d4 2. Re2! (2. Rf3 virð- ist vera eðlilegri leikur, en peð- sendataflið eftir 2. — al=D 3. Bxd4l— Dxd4 4. Rxd4 — Kxd4 er einfalt jafntefli) 2. — al=D 3. Rcl!!(Þetta er hinn eiginlegi lausnarleikur. Nú hótar hvítur 4. Bg5 mát og 3. — Dxcl er svarað með 4. Bg5+) 3. — Da5 4. Bxd4+! og hvítur vinnur, því 4. — Kxd4 er auðvitað svarað með hjónag- afflinum 5. Rb3+. Þraut þessi var rangfeðruð í jólablaðinu en Guðmundur Arn- laugsson þekkti króann. Leiðrétt- ist það hér með. Jólaskákmót grunnskóla í Reykjavík: I desember gengust Taflfélag Reykjavíkur og íþrótta- og tóm- stundaráð borgarinnar fyrir jóla- skákmóti grunnskóla. Teflt yar í fjögurra manna sveitum. Úrslit urðu þessi: Eldri flokkur, 8-10. bekkur: 1. Æfingaskóli KHÍ, A sv. 25 'h v. af 28 mögulegum. 2. Hólabrekkuskóli, A sv. 21 v. 3. Æfingaskóli KHI, B sv. 15‘/2 v. '4. Breiðholtsskóli 14‘/2 v. 5. Hlíðaskóli 12 v. 6. Seljaskóli 10 v. 7. Hólabrekkuskóli, B sv. l'h v. 8. Ölduselsskóli 6 v. Yngri flokkur, 1-7. bekkur: 1. Æfingaskóli KHÍ, A sv. 21'A v. af 24 mögulegum. 2. Hólabrekkuskóli, A sv. 16 v. 3. Hvassaleitisskóli 15*/2V. 4. Breiðholtsskóli, A sv. 14‘/2 v. 5. Selásskóli 14 v. 6. Hamraskóli 14 v. 7. Ártúnsskóli 14 v. 8. Melaskóli, A sv. 13*/2 v. 9. Æfingaskóli KHÍ, B sv. 13‘A v. 10. Austurbæjarskóli 12 v. 11. Ölduselsskóli 11 Vi v. 12. Fossvogsskóli, A sv. 11 v. 13. Seljaskóli, A sv. IIV2 v. 14. Skóli ísaks Jónssonar 11 v. 15. Seljaskóli, B sv. 11 v. 16. Breiðagerðisskóli, Asv.lO'Av. 17. Breiðholtsskóli, B sv. 9'/2v. 18. Melaskóli, B sv. 9'/2 v. 19. Hlíðaskóli 9 v. 20. Fossvogsskóli, B sv. 9 v. 21. Hólabrekkuskóli, B sv. 8 v. 22. Breiðagerðisskóli, B sv. 3'/2 v. Jólahraðmótin: Taflfélag Reykjavíkur: 29. og 30. desember. Taflið hefst báða dagana kl. 20.00 í Faxafeni 12. Skákfélag Akureyrar: 29. des. kl. 14.00 í skákheimilinu. Taflfélag Kópavogs: 29. des. kl. 14.00, í Hamraborg 5, 3. hæð. Skákfélag Hafnarfjarðar:29. des. kl. 20.00 í félagsheimilinu Dverg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.