Morgunblaðið - 28.12.1991, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.12.1991, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 35 Athugasemd við umsögn um rit doktors Helga eftir Þorstein Guðjónsson Lofsvert er það og framfaravæn- legt, að í ritdómi sínum um nýja útgáfu á verkum dr. Helga Pjeturss lætur Guðmundur H. Frímannsson þess getið, að þeim verkum verði ekki „gerð nein sónmsamleg skil í stuttnm ritdómi". Og stuttu síðar spyr hann sig: „hvernig er skynsam- legast að meta þetta verk? Það er ekki einfalt, og hér verður ekki gerð nein tilraun til að lýsa hugmyndum dr. Helga til neinnar hlítar né leggja skipulegt mat á sanngildi þess eda—' sennileik “. Ritdómarinn segir að vart fái áhugamenn um dulfræði betri lesningu en dr. Helga Pjeturss; nefn- ir einnig ritsnilld hans eins og marg- ir hafa gert og áhrif hans á íslensk- ar bókmenntir yfirleitt; einnig nefnir hann vald dr. Helga á því að mynda nýyrði, og hef ég nú talið það sem mér virðist jákvæðast og merkast um ritdóm þennan. Að ritdómari geti haft annan skiln- ing eða viðhorf til efnisins en höfund- ur - og ýmsir lesendur - er nokkuð sem menn telja nær sjálfgefið. En verði lýsing hans svo ónákvæm og íjarri sanni, að óþekkjanlegt verði það sem um er ritað þá versnar í efni, og því miður er það þetta sem hér hefur gerst. Þá er líka óhjá- kvæmilegt að fara um það nokkrum orðum. Að ég vík að þessu á ekki nema lítið skylt við það, þegar mönn- um mislíkar ritdómar um skáldverk. Hér er um að ræða vísindalega kenn- ingu, og getur misheppnuð framsetn- ing á slíku efni, úr áhrifaaðstöðu, orðið til mikils skaða. Þegar í fyrirsögn sinni sannar G.H.F. það, að hann hefur engan skilning á frumþætti í umræddri kenningu. „Draumfarir til annarra stjarna" segir hann. í framhaldinu sést að G.H.F. heldur að kenningin sé á þá leið, að sofandi menn fari úr rúmum sínum og leggi í ferðalag. G.H.F. vill láta gá í bólið, og vita hvort hinn draumspaki sé horfinn. Með allri virðingu fyrir dulfræðing- um - og G.H.F. - hlýt ég að vekja athygli á því, að þetta á ekkert skylt við kenningu dr. Helga - og ekki heldur bollaleggingar G.H.F. um „í hvaða skilningi þeir séu að ferðast“. Annað atriði: G.H.F. gerir dr. Helga það upp, stutt með tilvitnun, að hafa þóst hafa talað við mann á Mars. En hér skýtur heldur betur skökku við. Einmitt á þeim tímum þegar mest var talað um menningu á Mars, lét Helgi ævinlega í ljós að hann teldi litlar eða engar líkur á slíku. Kenning Helga pm Mars í Stjörnujarðfræði (Nýall 3. útg. s. 219) var hinsvegar á þá leið, að þar séu -„rauðleit öræfi, sandar og gijót, allt sundurrifíð af gínandi gjám“. „Hann lýsti plánetunni nákvæmlega rétt“ hefur kunnur nútímavísinda- maður sagt. Þriðja atrið: G.H.F. leggur mikið upp úr því að dr. Helgi hafí verið haldinn framfaratrú (en það orð er á vorum dögum í vissum klúbbum orðið að skammaryrði!) og „þd skín „Starf ritdómara er óefað mjög vandasamt, og skiljanlegt að maður sem fær næsta óvænt verkefni í hendur til þeirrar meðferðar, geti átt erfitt með að átta sig.“ út úr orðum hans.hvað eftir annað alger fullvissa um að hann hafi rétt fyrir sér“. Þarna kemur nú loksins nokkuð til að tala um, í ritdómi þess- um! (Ég sleppi alveg að ræða um skrif G.H.F. um hina æðstu vcru, enda liafa þær setningar ruglast í prentun). - Allir hinir bestu braut- íyðjendur vísindanna (fremur en tækninnar) hafa verið sannfærðir um réttmæti kenninga sinna - og auðvit- að með réttu, því annars hefði ekki veríð um uppgötvanir að ræða. Kópernikus var sannfærður, Brúnó var það, Gilbert, Kepler, Newton, Lamarck og Darwin, Thomas Young og Roberí Mayer (sem fann lögmálið um viðhald orkunnar, en þeir settu hann á vitfirringahæli fyrir of háar hugmyndir um sjálfan sig). Það er auðskilið, að sá sem geit hefur ínikla uppgötvun, sé sannfærður. Út frá þessum hugleiðingum um of mikla sannfæríngu dr. Helga kemst G.H.F. líka að því, sem telja verður aðalnið- urstöðuna í rítdómi hans. „Sálar- mein“er skýring hans á kenningu dr. Helga - og ennfremur á reynslu Swedenborgs. Þetta orð „sálarmein" er oss kunnugt úr kvæðum Einars Benediktssonar, og hefur enginn fundið að því þar - en hvaða erindi það á inn í umræður um vísindakenn- ingu er vandséð. Það er óhætt að fullyrða, að ri¥- dómarinn er með öllu ófróður þá kenningu sem er í þessum bókum. Það eru landlægir hleypidómar, sem hann er að færa í letur, en engin athugun á ritunum sjálfum. G.H.F. talar í niðurlagi greinar sinnar um „áhugamenn um mann- lega skynsemi, þótt fáir séu“, og ev auðsætt, að hann telur sjálfan sig til hins fámenna hóps. Jafnvel þótt menn hafi náð miklum árangri er alltaf hægt að bæta við sig. Og besta ráðið sem ég get gefið honuin til að bæta sig á þessu sviði,1 er að lesa betur og reyna að skilja. Höfundur er rithöfundur. V »> irnitN h.f. Einsöngs- tónleikar í Njarðvík AÐALSTEINN Einarsson bassa- söngvari heldur tónlcika í Njarð- víkurkirkju 2. janúar og í Hafnar- borg, Hafnarfirði 3. janúar og hefjast báðir tónleikarnir klukkan 20,30. Miðar verða seldir við inn- ganginn. A efnisskrá eru þýzk ljóð, íslenzk sönglög og arírur úr óperum eftir Mozart og Verdi. Undirleikari er Ól- afur Vignir Al- bertsson. Aðalsteinn hefur verið búsettur í Keflavík um árabil, _______ stundaði söngnám Aðalsteiim Ein- við Söngskólann í arsson _ bassa- Reykjavík í 3 ár og sonftvan- hélt síðan í framhaldsnám til Banda- ríkjanna. Lýkur hann BM-prófí í söng í ágúst. Hann hefur komið fram sem einsöngvari með kórum hérlendis og í Bandaríkjunum, auk þess, sem hann hefur sungið nokkur hlutverk við óperuhúsið í Bloomington í Indiana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.