Morgunblaðið - 28.12.1991, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 28.12.1991, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAUUR 28. DESEMBER 1991 41 Minning: Lilja Torfadóttir Ég vil minnast hennar ömmu minnar sem dó 71 árs að aldri. Aldrei hugsaði maður um aldur hennar því hún var svo ung í anda og aldrei var hún veik. Það var ekki fyrr en í vor sem veikindin komu í ljós þegar hún var send til læknis af börnunum sínum, því amma kvartaði aldrei og ekki grun- aði mann þá að hún ætti svo stutt eftir ólifað. Mínar fyrstu minningar um hana eru frá Laugarnesveginum þar sem var hennar síðasta heimili. Þegar við komum í bæinn frá Grundarfirði þá var alltaf gist hjá ömmu og afa. Amma var búin að hafa til hlaðborð handa okkur ferða- löngunum, hún passaði alltaf að maginn væri ekki tómur meðan við vorum hjá henni. Og á sumrin var mikil tilhlökkun því þá komu amma og afi til Grundarfjarðar og voru í mánuð frammi í sveit, hjá æsku- stöðvum þeirra. Þá fékk ég alltaf að vera hjá þeim um tíma og það var alveg dekrað við mig. Þegar ég kom í bæinn í skóla þá fór ég alltaf einu sinni í viku til ömmu og afa og alltaf var jafnvel notalegt og gott að koma þangað. í hvert skipti sem ég kom bakaði amma vöfflur handa mér því mér þótti þær betri en pönnukökur. Ég man hana ekki öðruvísi en í eldhúsinu að hafa eitthvað til í svanginn handa þei'm sem komu í heimsókn og ánægðust var hún ef nógu margir voru í heim- sókn hjá þeim. Ég minnist eins at- viks sem gerðist fyrir 19 árum, þá var ég 6 ára. Ég átti að gæta frænku minnar sem var þá 3 ára og bjó neðarlega á Laugaveginum. Mér leiddist að ganga með hana um Laugaveginn svo mér dettur í hug að fara til ömmu og afa því þar leiddist manni aldrei. Við göngum af stað og þegar við kom- um að húsinu þeirra þá sé ég ömmu standa í dyrunum, farin að líta eft- ir okkur. Ekki skammaði amma mig, hún sagði að foreldrar okkar væru farnir að hafa áhyggjur af okkur. En ég skildi ekki hvers vegna þau höfðu svona mikiar áhyggjur af því ég færi í heimsókn hjá ömmu og afa. Elsku afi, þetta er okkur öllum mikill missir en við munum styrkja hvort annað. Ásta Mósesdóttir í Árbænum eru mínar fyrstu minningar um ömmu þar sem hún og afi bjuggu í jaðri Árbæjarsafns- ins. Þá var Selásinn hálfgerð sveit með gömlum húsum hingað og þangað, en borgin byijuð að teygja sig uppeftir. Þar var mjög gaman að leika sér í því dóti sem byijað var að safna fyrir Árbæjarsafnið, einnig hafði afi útbúið lítið hús fyr- ir yngstu dóttur sína og okkur barnabörnin til að leika okkur í. Borgin stækkaði og bæði safnið og nýi vegurinn yfir Elliðaárdalinn þurftu meira pláss og því þurfti að rífa garnla húsið. Fluttu þau þá í Hraunbæinn og síðar á Laugarnes- veginn. Á Laugarnesveginum var miðstöð ijölskyldunnar með ömmu sem fasta punktinn í tilverunni. Þar hitti maður alltaf einhvern í fjöl- skyldunni og ef enginn kom yfir daginn var amma alveg eyðilögð. Alltaf var hún tilbúin með heitar pönnukökur, kleinur eða hveitikök- ur þó hún væri dauðþreytt, nýkom- in úr erfiðri vinnu en aldrei heyrð- ist kvart né kvein frá henni. Alltaf mundi hún eftir öllum afmælisdög- um þó fjölskyldumeðlimum fjölgaði ört og þeir væru yfír fímmtíu tals- ins, jafnvel síðustu dagana á spíta- lanum mundi hún eftir öllum af- mælum í desember. Ættfræðin var henni mjög hugfólgin, þar kom maður að ótæmandi brunni, ef ég þurfti að vita hvort þessi eða hinn væri frænka eða frændi var hún ekki lengi að svara. Amma var ein þeirra sem muna tímana tvenna, allt frá torfbæjum og kreppu yfir í nútíma þægindin sem við höfum í dag. Amma vann lengi í sviðaskúrn- um í Laugarnesinu sem nú er búið að rífa. Síðan flutti hún sig yfir til Goða hf., en hún vann þar til sjö- tugs. Aldrei vantaði hana í vinnu vegna veikinda og ekki kom hún of seint, heldur mætti hún fyrr til að vera búin að hella upp á fyrir fólkið þegar það mætti til vinnu. Afmælisdagur ömmu var einnig brúðkaupsdagurinn hennar og afa, því voru oft stórveislur á þeim degi. I fyrra varð hún sjötug og átti þá einnig fimmtíu ára brúðkaupsaf- mæli. Var slegið upp heljarinnar veislu í mötuneyti Goða þar sem börnin framreiddu mat og barna- börnin sáu um öll skemmtiatriði og að lokum var farið með ljóð til þeirra sem samið var í tilefni brúðkaupsaf- mælisins. Þarna var hún í essinu sínu klædd upphlutnum sínum sem hún bar svo vel innan um þessa stóru fjölskyldu og vini. Ekki má gleyma öllum þeim ferðum sem amma og afi fóru vestur til Grund- arfjarðar til að vera frammi á Valgerður Sigurð- ardóttir - Minning Ég minnist Gerðu fyrst og fremst af Kirkjuteignum, í húsinu sem bræðurnir Ingimar og Kjartan frá Laugarási byggðu ásamt fjölskyld- um sínum nokkru eftir lok heims- styijaldarinnar síðari. Þetta var tví- lyft steinhús með háu risi og íbúð í kjallara. Kjartan og Unnur bjuggu á efri hæðinni ásamt börnum sínum en Gerða og Ingimar og Sigurður sonur þeirra á þeirri neðri. Við Hjör- leifur, uppeldisbróðir Gerðu, höfð- um kjallaraíbúðina á leigu í nokkur ár fyrst eftir að við fluttum hingað til landsins ásamt Einari syni okk- ar. Um þetta leyti var Teigahverfið fullbyggt að mestu og íþróttamann- virkin í landi Austurhlíðar í mótun. Kjartan og Ingimar voru sérleyf- ishafar og áttu nokkrar langferða- bifteiðir. Ef ég man rétt voru þær notaðar á föstu áætlunarleiðinni austur um Grímsnes upp að Mið- felli við Þingvallavatn með viðkomu á rafveitustöðvunum a Ljósafossi og írafossi sem þá var alveg ný af nálinni. Um þetta leyti fóru hóp- ferðir um landið mjög í vöxt ekki síst ferðir um fjöll og firnindi og tóku bræðurnir frá Laugarási virk- an þátt í skipulagningu þeirra. Ingi- mar var eftirsóttur bílstjóri til fjalla- ferða enda harðduglegur, ósérhlíf- inn og ljúfur maður í viðmóti. Eftir að þeir bræður skildu að skiptum ók Ingimar leigubíl en andaðist fyr- ir nokkrum árum - langt um aldur fram. Heimilið hjá Gerðu og Ingimar var mjög annasamt þótt ekki væru þau nema þijú í fjölskyldunni fyrst í stað. Viðskiptamenn, ættingjar og vinir komu og fóru allan daginn, bílstjórar og áhangendur þeirra. Á flestum tímum sólarhringsins var reiddur fram matur og aðrar góð- gerðir í langa eldhúsinu þegar hús- bóndinn kom þreyttur heim eftir erfiða keyrelu eða viðgerðir og hafði þá jafnan með sér einn eða fleiri aðstoðarmenn. Gerða var ekki orð- mörg en hún var hrein og bein og fljót að taka til hendinni. Hún var umhyggjusöm húsmóðir og aldrei man ég eftir því að hráefnið skorti þegar reiða þurfti fram kræsingar af einu eða öðru tagi með litlum sem engum fyrirvara. Ótal mörg voru boðin sem hún þurfti að taka á móti og koma áfram til réttra aðila þegar bílar höfðu bilað eða ferðalög voru í undirbúningi. Brekku í sumarbústaðnum. Þar var alltaf hlaðborð og að sjálfsögðu pönnukökur þó ekki væri rafmagn. Með þessum orðum vil ég þakka elsku ömmu fyrir allan þann tíma sem hún gaf okkur hér. Innilegt þakklæti til starfsfólks Landakots, sérstaklega á gjörgæsludeild þar sem stöðugur straumur af börnum og barnabörnum komu í heimsókn til hennar. Elsku afi, missir þinn er mikill og enginn getur fyllt þetta stóra skarð, en fjölskyldan er stór og við erum hér fyrir þig svo lengi sem þú þarft á okkur að halda. Hildur Mósesdóttir Okkur langar til að minnast ömmu, Lilju Torfadóttur, fædd 1920, móður átta barna og verka- konu frá Éyrarsveit í Grundarfirði sem lést 18. desember sl. Lilju var einstaklega annt um þá sem minna mega sín í þessu samfélagi hvoit sem það voru börn, sjúkir, einstæð- ingar eða fatlaðir. Hún átti auðvelt með að setja sig í spor þessa fólks og reyndi eftir megni að liðsinna því á þeirra eigin forsendum. Ver- aldlegar þrengingar og erfiðleika þekkti Lilja af eigin raun er hún og eftirlifandi eiginmaður hennar, Geirmundur Guðmundsson, voru að koma undir sig fótunum. HeilsuT leysi þeirra beggja neyddi þau til að taka sig upp frá æskustöðvunum í Eyrarsveit og flytja á mölina hér fyrir sunnan. Lífsbarátta fjölskyld- unnar í þessu framandi samfélagi var erfið og oft var lítið um mat og fatnað til að fæða og klæða stór- an barnahóp. Lilja og Geiri reyndu að vernda börnin sín og veita þeim allt sem í þeirra valdi stóð, þrátt fyrir miskunnarlausa lífsbaráttu verkafólks. Þessi ár mörkuðu djúp spor í huga Lilju og staðfestu trú hennar á nauðsyn baráttu verka- fólks fyrir réttlátara samfélagi þar Kveðjuorð: Guðbjörg Bjarman í desember eru dagarnir stuttir en nóttin löng, svo löng og myrkr- ið svo mikið að það virkar þrúg- andi á sum okkar að minnsta kosti. Mitt í þessum skammdegisdrunga barst okkur Mörthu sú sorgarfrétt að hún Gullý okkar væri látin. Gullý var frá barnæsku góð vin- kona mín. Tíu ára gamall dvaldi ég að sumarlagi í fyrsta skipti á æskuheimili hennar á Víðivöllum í Blönduhlíð. Þá var þar íjölmcnnt, sveitaheimili og mikið um að vera við störf og leik. Síðan hafa Víði- vellir verið mér á margan hátt mitt annað heimili og hafa sum- ardvalirnar þar skilið eftir hjá mér ljúfar minningar og tengt mig mjög náið því fólki sem þar var að vaxa úr grasi og jafnframt þeim sem þar búa. Gullý var mér á margan hátt eins og systir og tók- ust með okkur náin kynni sem hafa eflst og þroskast í tímans rás. Eftir að við Martha konan mín kynntumst og stofnuðum heimili saman hefur náin yinátta Gerða var mjög hjálpsöm og raungóð manneskja. Það fengum við oft að reyna árin okkar á Kirkju- teignum. Oft hélt hún hlífiskildi yfir Einari syni okkar og á sama hátt kom hún fram við önnur börn með festu og hlýju. Síðustu árin átti Gerða við mikla vanheilsu að stríða. Stundum reyndum við að ná saman en það tókst verr en skyldi, einkum vegna fjarlægðarinnar. Við minnumst hennar með virð- ingu og þakklæti. Else Mía Einarsdóttir verið við -Gullý, Teit og börnin. Gullý var hæfileikarík um margt. Hún átti mjög auðvelt með að umgangast fólk og einstaka hæfi- leika hafði hún til að kynnast fólki. Hún og Teitur hafa verið mjög natin við að halda utan um fjöl- skyldu- og vinatengsl. Hún söng með skagfirsku söngsveitinni og hafði unun af söng. Minnumst við margra gleðistunda þar sem hún og ýmsir aðrir skagfirðingar komu saman og sungu rismikil og fögur skagfirsk lög sem þeim einum er gefið að syngja. Þannig ríkti oft gleði í kringum Gullý og fjölskyldu hennar. Margar góðar samveru- stundir áttum við með þeim og minnumst við síðast í sumar ágætra daga með þeim norður á Akureyri. Þegar svo góður vinur er fallinn frá er sem þyrmi yfir. Fleiri spurn- ingar vakna en hugurinn fær svar- að. Allt gerðist þetta svo ógnar snöggt að hún er frá okkur farin. Við, fjölskyldan að Bergstaða- stræti 64, minnumst hennar með miklum söknuði og trega. Elsku Teitur, Björn, Ásthildur og Baldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð við fráfall Gullý þar sem sorgin hefur snortið ykkur svo djúpt. Snorri Aðalsteinsson Það er fullmikið að ætlast til að orð komi þeim að einhveiju haldi sem nú syrgja svo sárt hana Guliýju vinkonu mína. Þegar dauð- ann ber jafn brátt og óvænt að sem nú, er svo margt ósagt og ógert. Nú eru liðin hartnær 20 ár síðan við Gullý kynntumst í MA. Það var á þeim leitandi öru og óöruggu menntaskólaárum sem leiðir okkar lágu saman og við áttum mörg trúnaðarsamtöl um það sem stúlk- um er efst í huga á þeim árum. Við vorum saman í skólakórnum sem gjarnan hélt söngskemmtanir í félagsheimilum nærsveitanna, og það var einmitt á slíku sveitaballi, sama dag, með MA kórnum sem við báðar kynntumst mönnunum okkar. Þetta voru skemmtilegir tímar og minningarnar frá þeim ljúfar. Ég sakna þess að eiga ekki framar von á símtali frá Gullý ein- hvern ákveðinn febrúardag, (sem ég man aldrei hver er) þar sem hún minnir mig á þetta sameigin- lega „afinæli" okkar. Hún var þannig. Hátíðir og tilefni til til- breytinga frá hversdagsleikanum gleymdust aldrei hjá henni. Hún sem jöfnuður og bræðralag ríkir. Eftir að flest börnin voru komin á legg, starfaði Lilja við ýmis verka- kvennastörf sem tengdust mat- vælaiðnaði. Lilja var trú stétt sinni og fylgdist vel með frammistöðu verkalýðsforingja í kjarabaráttunni,- Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðu- bandalagsins á Alþingi. Dugleysi forystu verkafólks við að bæta kjör hinna lægst launuðu í kjarasamn- ingum og á Alþingi ollu henni þó miklum vonbrigðum. En hún lét ekki bugast og leit alltaf á sig sem sósíalista. Það gladdi Lilju mjög þegar hún varð þess vör að hugsjón- ir hennar féllu í fijóan farveg með- al afkomenda hennar. Helsta yndi Lilju hin síðari ár var að hafa sam- skipti víð börnin sín, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn og best leið henni þegar hún hafði 'r' okkur öll hjá sér. Það var okkur reyndar óskiljanlegt hvernig hún gat, fáiveik nú undir lokin, umbor- ið allt ónæðið sem fylgdi heimsókn- um svo stórrar fjölskyldu. En Lilja var ekki sátt nema við kæmum öll, stór og smá, að heimsækja hana og erum við nú þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja hana áður en yfir lauk. Minningin um þessa merku konu mun seint líða okkur úr minni. Við vottum Geira — afa dýpstu samúð okkar og aðstandendum öllum. Lilja Mósesdóttir og ívar Jónsson. mundi alla afmælisdaga, hringdi eða sendi kveðju eða jafnvel fallega gjöf. Eitt af hennar aðalsmerkjum var einmitt örlæti. Húti var sífellt að hugsa um að gefa gjafir. Það voru gjarnan peysur sem hún pijónaði sjálf af vandvirkni og smekkvísi sem var henni í blóð borin. Margir urðu þeirra aðnjótandi sérstaklega börn hennar og systkinabörn. En hún var ekki bara örlát á gjafir heldur einnig á sjálfa sig. Hún hafði lag á að láta fólki líða vel og finnast það vera sérstakt og mikils virði. Eins og lífið gengur þurftu Teit- ur og Gullý margt að reyna sam- an, en okkur sem höfum þekkt þau frá upphafi sambúðar þeirra hefur ekki dulist hve vel þau hafa rækt samband sitt og byggt það á gagn- kvæmu trausti, vináttu og kær- leika. Börnin þeirra eftirlifandi sem nú hafa misst svo mikið eru dýr- mætur ávöxtur hjónabands þeirra, en hún er farin til litlu dóttur þeirra sem beðið hefur þess hinum megin að fá að njóta móður sinnar. Mér kemur í huga ljóð úr Spá- manninum eftir Kahlil Gibran sem Gullý gaf mér í afmælisgjöf fyrir mörgum árum, og sendi mér áritað með sinni fallegu rithönd. Soigin er grima gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta mannsins, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Kæri Teitur, Bjössi, Ásta, Bald- ur litli og Unnur missir ykkar er mikill og sorgin þung. Við Júlli sendum ykkur okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk í raun ykkar. Svana

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.