Morgunblaðið - 28.12.1991, Síða 42

Morgunblaðið - 28.12.1991, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991 42 Minning: Glúmur Björnsson fv. skrifstofusijóri Fæddur 9. febrúar 1918 Dáinn 14. desember 1991 Eg kynntist Glúmi Bjömssyni fyrst árið 1954 þegar ég sem ungur verkfræðingur byrjaði störf hjá raf- orkumálastjóra. Hann hafði þá unn: ið þar sem fulltrúi í nokkur ár. I upphafi starfsferils míns unnum við saman að ýmiskonar skýrslum og greinargerðum um virkjanir og raf- orkumál. Ég minnist þess að mér þótti Glúmur skarpgreindur maður. Hann var ákaflega fljótur að setja sig inn í mál og hann átti mjög auðvelt með að setja mál sitt fram á skýran og greinargóðan hátt; jafnvel um flókin viðfangsefni. Þetta vakti aðdáun mína og fleiri ungra manna sem þá voru um það bil að hefja störf. Ég man líka að hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og okkar um nákvæmni - ekki endilega í tölum, nema efni væru til þess, sem ekki var alltaf, - held- ur í hugsun og tjáningu. Ruglings- leg hugsun og ómarkviss framsetn- ing voru eitur í hans beinum. Hélt hann stundum brýningarræður yfir okkur sem með honum unnum um þetta, og hef bæði ég og fleiri margt af þeim lært. Síðar tók Glúmur við stjórn á bókhaldi og skrifstofuhaldi hjá raf- orkumálastjóra og Orkustofnun eft- ir að hún tók við af embætti hans 1967. Hjá Orkustofnun starfaði hann til ársins 1981 er hann lét af störfum og fór á eftirlaun; síðustu ár sín þar sem yfirmaður Skrif- stofu- og hagdeildar stofnunarinn- ar. Hjá raforkumálastjóra fékkst Glúmur, einkum framan af, mikið við spjaldskrármál rafveitna. Síðar, þegar bókhald varð stærri þáttur í störfum hans, lét hann bókhaldsmál rafveitna og raforkufyrirtækja mjög til sín taka. Átti hann ríkan þátt, stundum höfuðþáttinn, í að taka upp ýmsar nýjungar hér á landi á því sviði sem fyrir löngu eru orðnar óaðskiljanlegur hluti af bók- haldi slíkra fyrirtækja og ýmsir yngri menn eiga erfitt með að skilja að ekki hafi verið hluti af því að minnsta kosti á dögum Adams og Ev_u. Svo sjálfsagðar þykja þær nú. I störfum sínum og gjaldskrár- og bókhaldsmálum rafveitna beitti Glúmur sömu skarpskyggninni og sama skýrleika í hugsun sem ég minntist á. Þessum störfum fylgdu mikil samskipti við rafveitur um þessi mál, þar sem sú skýra fram- setning, sem honum var svo lagin, naut sín vel. Þetta kom sérstaklega fram í fjölmörgum erindum sem Glúmur flutti á þingum og öðrum samkomum Sambands íslenskra rafveitna á þessum árum. Ég hygg að hann hefði orðið afbragðskenn- ari ef hann hefði lagt kennslu fyrir sig. Glúmur fylgdist af miklum áhuga með hinni ævintýralegu þróun töluvtækninnar nú á síðari hluta þessara aldar. Beitti hann sér fyrir því að sú tækni var tekin upp í bókhaldi raforkumálastjóra og síðar Orkustofnunar, og notkun hennar þar endurbætt jafnt og þétt eftir því sem tækninni fleygði fram. Um það leyti sem hann lét af störfumn voru einmenningstölurnar að ryðja sér til rúms. Glúmur kynnti sér þá tækni af sama eldmóði og áhuga sem stórtöluvtæknina áður, og var fljótur að átta sig á möguleikum hennar; ekki síst fyrir minni rafveit- ur. Beitti hann þeirri tækni mikið í ráðgjafastörfum sínum eftir að hann hætti störfum hjá Orkustofn- un. Glúmur var góðviljaður maður sem vildi öllum vel. Man ég vel hve ant han lét sér um að leiðbeina okkur nýliðunum í starfí og hvetja okkur til dáða. Hann hafði ríka samúð með þeim sem á einhvem hátt stóðu höllum fæti og áttu erf- itt með að taka af fullum krafti þátt í lífsgæðakapphlaupi nútímans. hann var einnig tilfinninganæmur og hrifnæmur; hafði yndi af skáld- skap, einkum ljóðum. Ég rek hér ekki ættir Glúms Bjömssonar eða æviferil að öðm leyti. Það verður eflaust gert af öðmm sem eru betur til þess hæfir. Nú er leiðir skiljast er mér í huga þakklæti fyrir langst samstarf, sem aldrei bar skugga á; fyrir leiðbein- ingar og hvatningar af góðum hug fram settar. Orkustofnun þakkar langa og dygga þjónustu. Við Jóna vottum konu Glúms, frú Ingibjörgu Sigurðardóttur, syni hans af fyrra hjónabandi, Stefáni Bjömssyni, börnum Ingibjargar af fyrra hjóna- bandi og öðrum aðstandendum, samúð okkar. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra starfsmanna Orku- stofnunar er ég flyt öllum aðstand- endum Glúms samúðarkveðjur þeirra. Jakob Björnsson Við fráfall Glúms Björnssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra, kemur upp í huga minn minningin af okk- ar fyrstu kynnum fyrir rúmum 30 árum. Við hjá G. Helgason og Mel- steð hf. seldum skrifstofuvélar frá Olivetti-verksmiðjunum á Ítalíu, sem þá voru í miklum uppgangi og settu á markað hverja nýju vélina af annarri. Glúmur hafði keypt bók- haldsvél fyrir Raforkumálaskrif- stofuna, þar sem hann var skrifstof- ustjóri, og stillti hana sjálfur fyrir ákveðin verkefni. Var vélin frekar frumstæð, en nú kom að því að ný og fullkomnari gerð kom á markað- inn og var ég sendur utan til að læra á hugbúnað vélarinnar. Ég man að ég kom heim frá námi 17. desember, og daginn eftir hafði Glúmur samband við mig, til að fregna af hugbúnaðinum. Skýrði ég hann eftir bestu getu, en gat þess að ég væri einungis með hand- bækur á ítölsku. Er skemmst frá því að segja, að Glúmur falaðist eftir handbókunum, og fékk. Frétti ég svo af honum í bókabúð, þar sem hann keypti sér kennslubók í ít- ölsku. Er við hittumst svo eftir jólin var Glúmur búinn að lesa sér svo vel til um kerfi vélarinnar sem til þurfti. Fjöldinn allur af Olivetti- bókhaldsvélum af þessari gerð var svo seldur til hinna ólíkustu verk- efna í bókhaldi, og alls kyns út- reikninga eftir að rafreiknir var tengdur við þær. Fór auðvitað svo, að Glúmur Björnsson var fenginn til að leysa flóknustu hugbúnaðar- verkefnin. Minnisstæð er lausn hans á vanda frystihúsanna í Vest- mannaeyjum við útreiking á hinum sameinaða afkasta- og nýtingar- bónus, sem þá var verið að reyna að koma á, en engin vél var fáanleg til að vinna útreikningana, fyrr en Oiivetti Marcator vélin kom á mark- aðinn árið 1965. Snilldarlausn Glúms varð til þess að frystihúsin gátu greitt hundruðum starfs- manna verulega hærri laun, en bætt nýting á hráefni kom í staðinn í hlut frystihúsanna. Nú á tölvuöld eru svona útreikningar ekkert mál, en þarna var verið að plægja tyrf- inn akur útreikninga með vél, sem hafði aðeins þijá vélteljara og raf- reikni, sem gat aðeins margfaldað, ekki deilt. Auk þess varð að ganga svo frá vélinni að sá sem notaði hana þyrfti aðeins að slá tvo lykla, svartan og rauðan auk talnaborðs- ins. Alla útreikninga sá vélin svo um og skilaði hveijum starfsmanni seðli um afköst hans og nýtingu yfir daginn, ásamt útreiknuðum launum. Megnið af samstarfi okkar Glúms var utan venjulegs vinnutíma því Glúmur vann að hugbúnaðarlausn- um heima hjá sér. Hafði hann gam- an af því að leysa erfið verkefni, sem urðu fyrir honum svipað og að ráða krossgátu. Hann fylgdist alltaf vel með framþróun skrifstofu- véla og lærði á kerfi hinna full- komnustu tölva jafnskjótt og þær komu hingað til lands og leituðu margir í smiðju til hans um þau mál. Allt fas hans var vingjarnlegt og agað. Hann var látlaus maður, kurteis og þolinmóður, kvikur á fæti, frekar lágvaxinn, fölleitur en bjart yfir honum. Manni leið ávallt vel í návist hans og hver stund með honum var kennslustund í hinum ólíkustu fræðum, hagfræði, tölfræði eða lífsspeki, svo eitthvað sé nefnt. Af fáum mönnum hef ég lært meira en Glúmi Björnssyni og tel ég það eitt mesta lán mitt, að hafa fengið að kynnast þeim gagnmerka manni. Ég votta fjölskyldu hans samúð mína við fráfall hans. Ragnar Borg Glúmur Björnsson kom til starfa í Múlalundi, vinnustofu SÍBS, haustið 1984, en þangað leita marg- ir, sem eru að ná sér eftir slys og ýmiss konar veikindi. Glúmur var þá á 67. aldursári og þegar búinn að skila sínu ævistarfi sem fjármál- astjóri hjá Orkustofnun. Það kom fljótlega í ljós, að Glúmur var ekki síður gefandi en þiggjandi. Um þetta leyti var tölvutæknin að ryðja sér til rúms í Múlalundi og menn farnir að velta fyrir sér tölvuunnu launabókhaldi, en Glúmur hafði áður skrifað launaforrit fyrir tölvu, sem nú þætti frumstæð. Það var að loknu jólaleyfi, að hann kom með fyrstu útgáfu af launaforritinu sínu. Svo ákafur var hann og spenntur að sýna okkur árangurinn, að hann hvorki tók af sér húfu né frakka. í ljós kom þá fullkomið launakerfí fyrir þá rúmlega 100 starfsmenn, sem eru á launum hjá vinnustofunni ásamt öllum þeim skilagreinum til skattstjóra og verk- alýðsfélaga, sem lög gera ráð fyrir: Því að eins og Glúmur sagði: „Við höfum þetta skraddarasaumað. Það er óþarfí að hafa launaforrit, sem gildir fyrir allt landið og miðin.“ Þetta hristi Glúmur fram úr er- minni í jólafríinu sínu á vikutíma, nærri sjötugur að aldri. Seinna fylgdu svo tollskýrslu- og verðlags- útreikningskerfi, sem í dag eru ómissandi fyrir frekstur Múlalund- ar. Það var mannbætandi að kynn- ast Glúmi, þvi að hann kenndi okk- ur svo margt og hafði menntandi og þroskandi áhrif á alla, sem hann umgekkst. Hann var sannur fulltrúi sinnar kynslóðar, fullur ákafa að kenna og fræða og vakandi fyrir öllu, sem til framfara horfði. Stærð- fræðiformúlur voru leikföngin hans. Hann var virkilega í essinu sínu, þegar hann mataði tölvuna með tölum og táknum. Glúmur var mik- ill íslenzkumaður enda var honum einlæg virðing í blóð borin fyrir móðurmálinu. Glúmur Björnsson starfaði í rúm 7 ár í Múlalundi af slíkum áhuga og elju á meðan kraft- ar hans og heilsa leyfðu, að hans venjulegi vinnutími var sjaldan nógu langur, og ósjaldan tók hann verkefni með sét- heim til nánari skoðunar. Með Glúmi kveðjum við góðan og traustan vin og samstarfs- mann. Blessuð sé minning Glúms Björnssonar. Við sendum Ingi- björgu og ástvinum hans öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Steinar Gunnarsson og samstarfsfólk, Múlalundi. t Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, KRISTJÁN FRIÐBERG BJARNASON, Tunguseli 9, er látinn. Ásthildur Hilmarsdóttir, Sveiney Bjarnadóttir, Sveiney Þormóðsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Brynjar Þór Bjarnason, Ragnheiður Þorsteinsdóttir. t Eiginkona mín, RAGNA EINARSDÓTTIR, andaðist í Borgarspítala þann 25. desember. Svavar Helgason. t Elskuleg eiginkona mín, dóttir, systir og mágkona, ANNA BERGLIND JÓHANNESDÓTTIR BOUVIER, lést á heimili sínu í París að morgni 24. desember. Jéröme Bouvier, Sigrún Sigurjónsdóttir, Ólafur Þór Jóhannesson, Elín Jóhannesdóttir, Sigurjón Jóhannesson, Guðný Þórunn Kristmannsdóttir. t BJARNEY SAMÚELSDOTTIR hjúkrunarkona, andaðist í Borgarspítalanum 23. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 3. janúar 1992 kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, Herdfs Biering, Guðrún Björnsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, DAVÍÐ SIGURJÓNSSON, lést á dvalarheimilinu Nausti, Þórshöfn, að morgni 26. desember. Útförin auglýst síðar. Jónína Guðjónsdóttir og börn. t Faðir minn, EGGERT B. ÞÉTURSSON fyrrverandi póstafgreiðslumaður, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, þriðjudaginn 24. desember. Pétur Eggertsson. t Ástkæreiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG INGIBJÖRG FRIÐBJÖRNSDÓTTIR frá Vík, Fáskrúðsfirði, Krókahrauni 6, Hafnarfirði, lést að kvöldi 23. desember í St. Jósepsspítala, Hafnarfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Magnússon. -L T Ástkær sonur okkar og bróðir, HALLDÓR GUNNAR RAGNARSSON, Fannafold 52, fi |i I^Ílslsllí i l| Gullfallegur salur Reykjavík, til leigu sem lést af slysförum 18. desember sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. desember kl. 13.30. í Fossvoginum Ragnar Þorsteinsson, Þóra Vignisdóttir, hentugur fyrir erfidrykkjur. Þorsteinn Th. Ragnarsson, ValgeirÖrn Ragnarsson. • SEM-hópurinn. 1 Sími 67 74 70

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.