Morgunblaðið - 28.12.1991, Blaðsíða 44
, MOPPUNBU.ÐJÐ LAUQARPAGPR, 28. DESEMPER 1991
44
félk í
fréttum
SÝNING
JÓLAHÁTÍÐ KRAMHÚSSINS
Fyrir skömmu var haldin jólahá- ýmsum toga. Má nefna fjölda meðfylgjandi mynd má sjá dans-
tíð í Kramhúsinu og fylgdist dansatriða, japanska skylmingah meyjar í einu atriðanna.
húsfyllir með skemmtiatriðum af ist, Afródans og nútímaballet. Á
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
SELFOSS
Utvarpsútsendingar
allan sólarhring’inn
Selfossi.
Tveir ungir og framtakssamir
piltar standa að rekstri fyrstu
einkareknu útvarpssöðvarinnar,
Endastöðvarinnar, á Selfossi dag-
ana fyrir jólin.
Endastöðin hóf útsendingar á
FM 101,7 miðvikudaginn 18. des-
ember og mun senda út fram á
Þorláksmessunótt. Dagskrá er í
gangi allan sólarhringinn með
léttu efni og auglýsingum til þess
að standa undir kostnaði.
Þeir félagar Einar Bárðarson
og Herbert Gunnarsson létu vel
af rekstrinum og sögðu að stöð-
inni hefði verið vel tekið og mikið
væri hringt í símatímum sem sýndi
góða hlustun.
Sig. Jóns.
COSPER
Þetta er ekki málverk, þetta er loftræstigrind.
KVIKMYNDIR
Vandasamt val í bitastætt hlutverk
Ibígerð er í Hollywood að gera
stórkvikmynd um Kristófer
Kólumbus, landkönnuðinn sem
sumum hefur verið kennt að hafi
fundið vesturheim á undan víking-
um frá íslandi og Grænlandi. Einn
af merkari leikstjórum Bandaríkj-
anna, Ridley Scott er fyrir vel
löngu byijaður á undirbúnings-
vinnu, til dæmis að yfirfara hand-
rit, velja tökustaði og ráða stór-
leikara í helstu hlutverk.
Síðast er fréttist var það Frans-
maðurinn Gerard Depardieu sem
hafði verið fenginn í aðalhlutverk-
ið, þ.^.a.s. að leika Kólumbus sjálf-
an. Hann er nú svo vinsæll, að
nærvera hans ein virðist duga til
að fylla bíósali. Það hefur verið
átakameira að ráða í hlutverk Isa-
bellu Spánardrottningar. Að vísu
er hlutverkið ekki stórt, en sagt
hið bitastæðasta engu að síður.
Spánveijar virðast óðfúsir að
mynd þessi verði gerð og ekkert
til hennar sparað, ýmsir fjársterk-
ir Spánveijar hafa lagt fram stórfé
og kröfu um spænska leikkonu í
hlutverk Isabellu. Þessu hafa Scott
og stjórnendur Paramount kvik-
myndaveranna hafnað alfarið og
segja það lykilatriði að þekkt og
Leikur Anjelica Houston Isabellu
drottningu?
í Valhöll
Félög ungra sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu, Heimdallur í Reykjavík, Baldur á Seltjarnarnesi, Huginn í Mosfelisbæ,
Stefnir í Hafnarfirði, Týr í Kópavogi og Vilji í Mosfellsveit, halda sameiginlegt jólaknall í Valhöll, Háleitisbraut 1, í kvöld
kl. 20.30. AJlt ungt sjálfstæðisfólk á höfuðborgarsvæðinu er velkomið.
Kjartan Magnússon, formaður Heimdallar, og Börkur
Gunnarsson, formaður kjördæmaráðs ungra sjálfstæðis-
manna í Reykjaneskjördæmi, flytja stutt ávörp.
Ari Gísli Bragason, skáld, les upp ný Ijóð.
Heiðursgesdr kvöldsins verða þingmenn og
varaþingmenn úr hópi ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, þau Árni Matthiesen,
Guðmundur Magnússon, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir
og Viktor Borgar Kjartansson.
VHTMGAR
LÉTT TÓNLIST
Guðmundur Sigurbjörg Viktor
18 ara aldurstakmapk
vinsæl leikkona fari með slíkt lykil-
hlutverk. Þeir hafa stungið upp á
Anjelicu Houston og hafið viðræð-
ur við hana, en ekki er ljóst hvort
að Spánveijarnir samþykki hana.
Ef þeir gera það ekki munu Scott
og Paramount stinga upp á hinni
sænsku Lenu Olin sem hefur getið
sér hið besta orð vestur í Holly-
wood hin seinni misseri, einkum
fyrir frammistöðu sína í kvik-
myndunum„The Unbearable Like-
ness of Being“ og „Havana“.
V^terkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!