Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 14
SMÆJ ÍJA’JVSAI ‘'iyOAaUHMUS CiIflA J0MUOflOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1992
SOVETRIKIN LIÐIN UNDIR LOK
BRAUÐ
FRIÐ
LAND
Ung stúlka í Moskvu veifar mynd af Lenín á útifundi fyrir nokkrum dögum. Fáir mæla nú bolsévikkaleið-
toganum bót og búist er við að smurt lík hans verði senn fjarlægt úr grafhýsinu við Rauða torgið.
BOLSEVIKKAR BEITTU EINFÖLDUM SLAGORÐUM
TIL AÐ BLEKKJA RÚSSNESKA SMÁBÆNDUR
eftir Kristjón Jónsson
„Rússland er bændaland, eitt af frum-
stæðustu löndum Evrópu. Sósíalismi
getur ekki borið þar sigur úr být-
um.“ Þessar línur birtust í bréfi sem
rússneskur byltingarsinni sendi sam-
tökum svissneskra verkamanna er
hann hélt af stað frá Genf, þar sem
hann hafði dvalið í útlegð, til heima-
lands síns í apríl árið 1917. í mars-
mánuði hafði síðasti keisari Rússa,
Nikulás II. af ætt Romanovanna, sagt
af sér og bráðabirgðastjórn fór með
völdin. Heimsstyrjöldin fyrri geisaði
enn og Þjóðverjum var mikið í mun
að Rússar semdu sem fyrst um frið
á austurvígstöðvunum. Þýsku her-
stjórninni var ljóst að siðferðisþrek
rússneska hersins var lítið og fór
þverrandi. Bolsévikkar voru ein-
dregnustu andstæðingar stríðsþátt-
töku Rússa þar sem þeir litu á stríðið
sem átök heimsvaldasinna er notuðu
verkamenn fyrir fallbyssufóður.
Ákveðið var að greiða götu „uppgjaf-
arsýkilsins“ til Rússlands með því að
lána hokkrum bolsévikkum innsiglað-
an lestarvagn í té til að fara frá Sviss
um Þýskaland til Svíþjóðar en þaðan
komust þeir um Finnland til höfuð-
borgar Rússlands, Pétursborgar.
Þekktastur byltingarmannanna var
áðurnefndur bréfritari, 47 ára gam-
all lögfræðingur, Vladímír Ilíjíts Ulj-
anov að nafni en þekktari undir heit-
inu Lenín.
Sex mánuðum eftir að Lenín
ritaði bréfið sem frá var
greint var hann orðinn
valdamesti maður Rúss-
lands og bolsévikkar bún-
ir að ræna völdum í þessu
víðlenda ríki þótt tökin
væru ótraust fyrstu árin.
Forkólfar marxismans
hafa löngum reynst lélegir spámenn. Sjálfur
frumkvöðullinn Kari Marx taldi víst að sósíal-
ismakenningar hans yrðu fyrst að veruleika
i háþróuðustu iðnríkjum þeirra tíma; Bret-
landi, Bandaríkjunum eða Þýskalandi. Helsta
skilyrði fyrir því að kommúnistabylting gæti
hafist var að sögn Marx að tii væri í landinu
fjölmenn stétt iðnverkamanna sem skildu
hvernig auðvaldið rændi þá nær öllum arði
vinnunnar og jafnframt að til væri flokkur
sem gæti stjórnað baráttunni.
Lýðræði hafði aldrei náð neinni fótfestu
í Rússlandi keisarans en eftir aldamótin urðu
þó verulegar framfarir undir forystu Stolyp-
íns forsætisráðherra, einkum á sviði iðnaðar
og menntamála og 1914 var Rússaveldi orð-
ið fimmta mesta iðnríki heims. Samt fór því
fjarri að verkalýðsstéttin væri sterk miðað
við það sem gerðist í auðugum ríkjum
Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Við upp-
haf fyrri heimstyijaldar voru 85% lands-
manna bændur, langflestir leiguliðar, bláfá-
tækir og fáfróðir. Ríkisvaldið var óspart
notað til að ýta undir iðnþróun og sá kapítal-
ismi sem farinn var að festa rætur var í
reynd eins konar ríkiskapítalismi. Fljótlega
kom í ljós að ríkið var rotið hið innra og
ófært um að heyja nútímalega styijöld er
hún hófst 1914. Herstjórnin var í molum og
ekki batnaði ástandið þegar keisarinn, hjá-
trúarfullur og fáfróður undirmálsmaður,
gerðist sjálfur yfirhershöfðingi. Birgðir af
hergögnum voru allt of litlar og komust oft
ekki á áfangastað, milljónir ungra og
hraustra manna voru á vígstöðvunum og því
skorti vinnuafl við uppskerustörf og verk-
smiðjuvinnu. Þegar árið 1915 fór að bera á
matarskorti í borgunum og er leið á næsta
ár var ljóst að stefndi í óefni. Á vígstöðvun-
um var skotfæralausum hermönnum att út
í orrustur þar sem þeir voru stráfelldir og
liðhlaup fóru hratt vaxandi.
FYRRIBYLTINGIN 1917
í mars hófust skipulagslaus uppþot víða um
landið og dúman, ráðgefandi en valdalítið
þing, krafðist afsagnar keisarans. Hann lét
loks undan 15. mars að okkar tímatali (um
þetta leyti notuðu Rússar annað tímatal en
hinar Evrópuþjóðirnar og munaði um tveim
vikum, fyrri byltingin árið 1917 varþví nefnd
febrúarbyltingin en hin síðari kennd við okt-
óber þótt hún yrði í nóvember samkvæmt
okkar dagatali). Mikael stórhertogi átti að
taka við af Nikulási en hafnaði nær sam-
stundis tigninni og næstu mánuði var Rússa-
veldi í reynd borgaralegt lýðveldi undir
bráðabirgðastjórn þar sem umbótasinnar úr
röðum borgaralegra afla voru í forystu.
Meðal ráðherranna var einnig 37 ára gam-
all, vinstrisinnaður þingmaður og mikill ræð-
uskörungur, Alexander Kerenskíj, sem tók
síðan við stjórnartaumunum í júlí.
Jafnframt því sem bráðabirgðastjórnin tók
völdin fóru nýstofnuð ráð eða sovét verka-
manna og hermanna í stærstu borgum að
láta æ meira að sér kveða. Sovétið í Péturs-
borg samþykkti að fara þvi aðeins að lögum
ríkisstjórnarinnar ef þau gengju ekki gegn
hagsmunum verkalýðsins. Aragrúi stjórn-
málaflokka starfaði nú í landinu og voru
vinstriöfl allsráðandi í sovétunum.
Rússneskir sósíalistar höfðu klofnað 1903
í meirihlutamenn, bolsévikka, og minnihluta-
menn, mensévikka. Mensévikkar voru hóf-
samir og minntu i flestu á vestur-evrópska
sósíaldemókrata en bolsévikkar Leníns voru
ofstækisfullir bókstafstrúarménn hvað snerti
fræði þeirra Marx og Engels. Er keisarinn
lét af völdum voru flokksbundnir bolsévikkar
aðeins um 70.000 og þeir voru áhrifalitlir í
sovétunum framan af.
Stjóm Kerenskíjs átti erfitt uppdráttar.
Vaxandi ókyrrð vegna matvælaskortsins,
hrakfarir á vígvellinum og sú ákvörðun að
halda áfram stríðsrekstrinum þótt landið
væri að komast á vonarvöl grófu enn undan
Kerenskíj og liðsmönnum hans. Misheppnuð
uppreisn var gerð gegn stjórnvöldum í júlí.
Þótt bolsévikkar styddu hana aðeins með
semingi -voru margir leiðtogar þeirra hand-
teknir, þ. á m. gyðingurinn Lev Trotskíj er
nýkominn var úr útlegð í Kanada. Hann
hafði áður verið harður andstæðingur Leníns
en var nú næstur honum að áhrifum í bolsé-
vikkaflokknum. Lenín flúði til Finnlands en
laumaðist aftur til Pétursborgar 20. októ-
ber, búinn dökkri hárkollu og gleraugum auk
þess sem hann hafði rakað af sér skeggið.
Bolsévikkar gripu vaxandi óánægju almenn-
ings á lofti og gerðu slagorðin „Brauð! Frið!
Land!“ að sínum en þorri rússneskra smá-
bænda átti sér þann draum heitastan að eign-
ast eigið jarðnæði. Samyrkjuhugmyndir
bolsévikka og ríkisrekstur voru í augum
smábænda fjarstæða en Lenín áttaði sig
strax á því að nú var nauðsynlegt að haga
seglum eftir vindi og mælti með einkaeign
á jarðnæði. Hann taldi að nú væri að birtast
eina tækifærið sem bolsévikkar myndu
nokkurn tima fá til að hrifsa völdin. í sept-
ember voru bolsévikkar komnir með meiri-
hluta í sovétum Pétursborgar og Moskvu.
VALDARÁN ÁKVEÐIÐ
í lok október tókst Lenín að telja félaga
sína á að ræna völdum en nokkrir háttsettir
menn, einkum þeir Kaménev og Sínovév,
voru á móti. Næstu vikum hefur verið lýst
svo að allir hafi í rauninni búist við valdarán-
inu, stjórnin var rúin
trausti og andstæðing-
ar bolsévikka meðal
lýðræðissinna voru
sundraðir. Lenín og
aðrir forkólfar bolsé-
vikka höfðu aðsetur í
Smolníj, þar sem áður
hafði verið klaustur-
skóli fyrir ungar aðals-
meyjar. Trotskíj var sá
sem stjórnaði fram-
kvæmdum og sá um
skipulagninguna. Að
morgni 7. nóvember
var látið til skarar
skríða og flokkar
manna héldu af stað
til að leggja undir sig
ráðuneyti, símstöðvar,
j árnbrautastöðvar,
herstöðvar og dagblöð.
Um eiginlega bardaga
var alls ekki að ræða
þar sem nær allir gáf-
ust upp mótspyrnu-
laust. Stjórn ' Ker-
enskíjs hafði aðsetur í
Vetrarhöllinni og í
fyrstu neituðu ráðherr-
arnir að segja af sér,
Kerenskíj var ekki í
borginni. Að kvöldi
byltingardagsins skaut
beitiskipið Áróra, sem lá við fetsar á Neva-
fljóti, af fallbyssum á höllina og um leið
hófu liðsmenn virkis Péturs og Páls skothríð
á bækistöðvar stjórnarinnar. Snemma dags
8. nóvember var allt afstaðið.
Trotskíj lýsir byltingarnóttinni í endur-
minningum sínum. „Ég var einn eftir [í
Smolníj]. Seinna kom Kamenév. Hann var á
móti uppreisninni en vildi vera hjá mér á
þessari ögurstundu. Við sátum í litlu horn-
herbergi á 3. hæð, það var eins konar stjórn-
stöð byltingarnóttina. í stóru herbergi við
hliðina var sími sem hringdi stanslaust,
menn þurftu að koma mikilvægum skilaboð-
um á framfæri. Skarkalinn í honum varð til
þess að þögnin í húsinu þess á milli varð
enn meira ærandi. Myndin af auðum og illa
upplýstum strætum Pétursborgar þessa nótt
stóð okkur skýrt fyrir hugskotssjónum.
Borgararnir og embættismennirnir liggja í
hnipri í rúmum sínum og reyna að geta sér
til um hvað sé að gerast á leyndardómsfull-
um og hættulegum götunum. Fólk sefur létt-
um svefni í hverfum verkamanna, það er á
varðbergi eins og í herbækistöðvum. .. .
Það er kolaskortur. Hvarvetna standa hópar
af verkamönnum, sjóliðum og hermönnum á
verði. Ungir öreigar bera riffil um öxl, sum-
ir hafa fleygt skothylkjabeltum fyrir vélbyss-
ur yfir öxlina. Varðliðarnir hlýja sér við opna
elda. Allt andlegt líf í höfuðborginni, sem
þessa haustnótt er á leið frá einu tímaskeiði
til annars, er bundið við um það bil tuttugu
símtæki".. .
Bandaríski blaðamaðurinn og kommúnist-
inn John Reed var í Pétursborg byltingardag-
ana og rit hans um atburðina, Tíu dagar sem
skóku heiminn, var um langan aldur undir-
staðan að helgisögninni um hreystilega fram-