Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 23
22
28
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakurh.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Frelsi í olíu-
viðskiptum
Eftir margra áratuga baráttu
er svo komið, að innflutn-
ingur a olíu er frjáls. Olíufélögin
og aðrir, sem kunna að vilja hefja
innflutning á olíu, geta ákveðið,
hvaðan þeir kaupa þessa vöru
með sama hætti og innflytjendur
geta ákveðið hvaðan þeir kaupa
ýmsar aðrar vörur. Við höfum
alltof lengi bundið þessi viðskipti
við Sovétríkin, sem eru ekki leng-
ur til og löngu tímabært að gefa
þennan innflutning fijálsan og
efna til samkeppni á milli olíufé-
laganna og hugsanlega annarra
um þennan innflutning.
En þrátt fyrir frelsi til inn-
flutnings á olíu hefur verðlagn-
ing innanlands ekki verið gefín
fijáls með öllu, þótt frelsi sé í
verðlagningu á einstökum teg-
undum. Nú bregður svo við, að
andstaða við verðlagsfrelsi á
þessu sviði kemur úr óvæntri
átt. Jón Sigurðsson, viðskipta-
ráðherra, hefur látið semja frum-
varp um þessi málefni, sem felur
í sér, að felld er niður jöfnun
flutningskostnaðar olíu á landi
en hins vegar er slíkri jöfnun
haldið á flutningum á sjó. I bréfi,
sem þingflokkur Sjálfstæðis-
manna hefur sent ráðuneytis-
stjóra viðskiptaráðuneytis vegna
þessa frumvarps, segir m.a.:
„Skiptar skoðanir eru um frum-
varpið og telur þingflokkurinn
rétt að fram fari viðræður á veg-
um stjórnarflokkanna með það í
huga að auka fijálsræði í verð-
lagningu og verðsamkeppni milli
olíufélaganna en þó þannig, að
hvert félag tryggi sambærilegum
viðskiptamönnum sömu kjör alls
staðar á landinu."
Hvað á þingflokkur Sjálfstæð-
isflokksins við? Hvemig ætlar
þingflokkurinn að tryggja fijáls-
ræði í verðlagningu á olíu og
verðsamkeppni milli olíufélag-
anna, ef flokkurinn ætlar jafn-
framt að fyrirskipa olíufélögun-
um að „tryggja sambærilegum
viðskiptamönnum sömu kjör alls
staðar á landinu?!“ Satt að segja
þarf að lesa þennan kafla í bréfi
þingflokksins a.m.k. tvisvar til
þess að sannfærast um, að þessi
texti standi í bréfi frá þeim
stjórnmálaflokki, sem hefur ára-
tugum saman barizt fyrir frelsi
í viðskiptum, innflutningsfrelsi
og frelsi í verðlagsmálum.
Auðvitað eiga sömu viðskipta-
hættir að tíðkazt með olíu eins
og aðrar vörur. Viðskiptamátinn
með þessa vörutegund er ótrú-
legt fornaldarfyrirbæri og olíufé-
lögin þijú hafa ekki verið annað
en afgreiðslustofnanir í fjóra ára-
tugi. Nú er að verða breyting á
og þá á að sjálfsögðu að stíga
skrefíð til fulls og láta koma í
ljós til hvers fijáls samkeppni
getur leitt á þessu sviðum sem
öðrum. Víða um land er verð á
neyzluvörum hærra en á Reykja-
víkursvæðinu m.a. vegna flutn-
ingskostnaðar. En það hefur líka
komið fram, að sums staðar er
verð lægra þrátt fyrir flutnings-
kostnað. Til marks um þetta er
sú staðreynd, að mikil samkeppni
á Akureyri milli matvöruverzlana
hefur tryggt Akureyringum og
þeim sem þar stunda innkaup
jafnvel lægra verð á sumum
matvælum en í Reykjavík.
Menn eiga ekki að vera hrædd-
ir við þær breytingar, sem leiða
af fullu frelsi í olíuviðskiptum.
Þær geta orðið margvíslegar
fyrst í stað en þegar fram í sæk-
ir leikur varla nokkur vafi á því,
að hagur neytenda hvar sem er
á landinu verður betur tiyggður
með frelsi og samkeppni en þeirri
raunverulegu ríkiseinokun og
höftum, sem ríkt hafa á þessu
sviði.
Sjálfstæðisflokkurinn getur
ekki verið þekktur fyrir að þvæl-
ast fyrir umbótum á þessu sviði.
Flokkurinn getur ekki látið
standa sig að því að beijast fyrir
viðskiptafrelsi í orði en vilja við-
halda höftum, þegar að því kem-
ur að horfast i augu við áhrif
og afleiðingar fijálsræðis.. Tví-
skinnungur af þessu tagi dugar
ekki.
Hitler öskraði reiði sína yfir lýðinn.
Og senn fór mergðin að taka und-
ir; þjóðfélag hinna útvöldu var í
burðarliðnum. Gandhi náði einnig
til fólksins. Hitler gerði það með
hugmyndum sínum um útskúfun
eða útilokun (t.a.m. gyðinga), en
Gandhi með hugmyndum sínum um
andspymu án ofbeldis; aðlögun
fólks af ólíku bergi og umburðar-
lyndi.
Hitler óx úr Weimar-lýðeldinu.
Það þjáðist af innanmeini. Helztu
einkenni þess voru allir ókostir lýð-
ræðis, en það hefur sömu takmark-
anir og við sjálf. Það er þjóðfélags-
form í okkar mynd og þegar kost-
imir hverfa em hitlerar á næstú
grösum einsog hýenur eða hræfugl-
ar sem bíða særðra dýra.
Sókrates talaði um mælskulistina
og minnti á afvegaleiðandi mælgi
málloddara og lýðskrumara, sem
em einsog drep á lýðræðinu. Og
því er ekki úr vegi að minna einnig
á þessi orð Humes:
„Þegar mælskan verður hvað
mest hleypir hún skynsemi og hugs-
un hvergi að. Hún talar aðeins til
óra fólks og tilfinninga, og heldur
þeim föngnum sem Ijá henni eyra
og svínbeygir skilningsgáfu þeirra.
Sem betur fer kemst hún sjaldan
svona langt. En það áhrifavald sem
Cíceró eða Demosþenes náðu rétt
með naumindum yfír áheyrendum
í Róm eða Aþenu, því getur hver
annar hettumunkur, flökkuprédik-
ari eða kennimaður náð yfir þorra
fólks — og það í ríkara mæli, með
því að höfða til lægstu og óhefluð-
ustu hvata þess.“
Hvað mætti þá segja um lýð-
skrumara okkar tíma; svartan gald-
ur fjölmiðla og seiðskratta stjórn-
málanna?
M.
(meira næsta sunnudag.)
Á ÞAÐ HEF-
•ur verið minnt
sem sagt var á 19.
öldinni að Rússar eru
aldrei eins sterkir og
þeir virðast né eins
veikir og menn halda.
Á þessu flaskaði Hitler. Hann hafði
aðvísu réttar hugmyndir um Stalín
en vanmat þjóðina sem hann stjóm-
aði. „Rússar sigruðu Hitler þrátt-
fyrir Stalín," segir Paul Johnson,
„rétteinsog þeir sigruðu Bonaparte
þrátt fyrir Alexander fyrsta.“
En þannig urðu þáttaskil í heims-
sögunni og má oft litlu muna. Sagt
hefur verið sagan hefði orðið með
öðrum hætti ef nefið á Ifleópötru
hefði verið ögn styttra(!) Öllu þessu
harmsögulega sjónarspili lauk svo
með því jafnvel Hitler viðurkenndi
yfirsjónir sínar í lokin þegar hann
sagði í neðanjarðarbyrgi sínu í Berl-
ín við Martin Bormann 25. febrúar
1945: „Það verk sem ég hef tekið
að mér er þvímiður ekki eins manns
verkefni, eða einnar kynslóðar."
En svo er forsjóninni fyrir að
þakka að hann tók verkið að sér
þá en byggði ekki upp Þýzkaland
nazismans handa framtíðinni; ófor-
betranlega þjóð einsmenna sem
hefði verið ætlað það hlutverk að
leggja heiminn að fótum hitlerism-
ans. Sovéskir kommúnistar ætluðu
einnig að búa til þessi dæmigerðu
einsmenni, eða „Sovétmanninn"
sem Brésnef nefndi svo, en hrun
marxismans í Sovétríkjunum og
Austur-Evrópu og efnahagslegir
erfíðleikar þar eystra sýna nú svart
á hvítu að „Sovétmaðurinn" varð
aldrei að veruleika; hann var óhann-
að vélmenni. Við búum ekki til fólk,
það gerir náttúran. Og þótt plönt-
urnar séu líkar eru tilbrigðin óend-
anlega mörg.
Paul Johnson telur nazisminn
1939 hefði, án styij-
aldar, getað orðið
framtíðinni háska-
samlegur. Slíkur naz-
ismi hefði hægt og
bítandi náð yfirráðum
yfír öllu meginlandi
Evrópu og brestimir í Sovét-skipu-
laginu sýna okkur Sovétríkin hefðu
lent inní þessu hrollvekjandi ríkis-
skipulagi nazista. Slík áætlun hefði
verið ömggari leið til að innlima
Sovétríkin í Stór-Þýzkaland en Bar-
barossa-áætlunin. Og þá, segir Paul
Johnson, hefðu menntamennirnir
sem ríghalda enn í marxismann og
rifrildið af honum undir óskilgreind-
um vígorðum um „félagshyggju"
varpað stéttarkenningunni fyrir
borð og farið að boða ríkiskapítal-
isma uppúr Mein Kampf. „En í stað
þess — og þráttfyrir allar þjáningar
og lánleysið það sem af er öldinni
— blasir við okkur ný Evrópa þar-
sem sérhvert land er lýðræðisríki
með lögum og reglum í fyrsta sinn
í sögunni, eða á þeirri leið einsog
leppríkin gömlu.“
Og jafnvel Rússland sjálft og
samveldi fyrrum Sovétríkja.
Fyrir það getum við þakkað for-
sjóninni og óþoli Hitlers. En það
hefur líka verið dým verði keypt
og fómardýrin fleiri en heilbrigð
hugsun rúmar.
Einn helzti gagnrýnandi Hitlers
á sínum tíma sagði hann skynjaði
pólitískt landssvæði rétteinsog jarð-
skjálftamælir; í ræðustólnum
breyttist hann í gjallarhorn og orð-
in flygju af vörum hans einsog örv-
ar og hittu fyrir ógróin sár mergðar-
innar; þegar hún heyrði það sem
henni var efst í huga persónugerð-
ist mælska tímans í þessum magn-
aða lýðskrumara. Og mergðin
hreyfðist í takt við orðflæðið.
Þýzkaland var sært og vánvirt.
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 4. janúar
Endalok sovétríkj-
anna eru svo nálægt
okkur, að það er erfítt
að leggja hlutlægt mat
á þá atburði síðustu
mánaða og missera,
sem leitt hafa til hrans
þessa risaveldis á ótrú-
lega skömmum tíma. Það er heldur ekki
auðvelt að meta hlutverk og stöðu þeirra
einstaklinga, sem mest hafa komið við
sögu. Þó er umhugsunarverð sú skoðun
Financial Times, að Gorbatsjov hafí verið
eini leiðtogi Sovétríkjanna, sem ekki hafði
til að bera þá eiginleika að halda völdum
hvað sem það kostaði. Sá í þeim hópi, sem
hafí komizt einna næst því, auk Gorb-
atsjovs, hafí verið Khrústsjov. Þá er líka
forvitnileg sú spuming, sem sett var fram
í blaðinu, hvort Gorbatsjov hafi hugsanlega
stefnt að upplausn Sovétríkjanna allan tím-
ann.
Efasemdir Bandaríkjamanna um Borís
Jeltsín, forseta Rússlands, fara heldur
ekki fram hjá áhorfendum að þessum at-
burðum. Þær efasemdir virðast hafa magn-
ast eftir ferð Bakers, utanríkisráðherra,
til Moskvu fyrir skömmu. Bandarísk
stjórnvöld hafa bersýnilega alla fyrirvara
á pólitískri dómgreind Jeltsíns m.a. vegna
þess hvernig hann gekk til verks síðustu
daga og vikur fyrir fall Sovétríkjanna.
Slíkar vangaveltur vora ekki í huga þeirra
forystumanna Eystrasaltsríkja, sem voru
á ferð hér fyrir u.þ.b. ári. Ljóst var, að
þeir menn höfðu mikla vantrú á Gorb-
atsjov og bundu allar vonir sínar við Jelts-
ín, styrk hans og áhrif.
Það má líka hugleiða hvað gerzt hefði
í Sovétríkjunum ef Gorbatsjov hefði ekki
á ákveðnu tímabili hallað sér að harðlínu-
mönnum í Kreml. Þegar hann tók þann
snúning og fjarlægðist umbótasinna, sem
fylgt höfðu honum að málum, menn á
borð við Shevardnadze og Jakovlev, vora
harðlínumenn enn það sterkir, að þeir
hefðu hugsanlega getað náð völdum í hall-
arbyltingu. Reyndu þeir ekkert slíkt vegna
þess að þeir trúðu því að Gorbatsjov hefði
gengið til liðs við þá? Var það blekkingar-
starfsemi af hans hálfu, sem var nauðsyn-
leg til þess að koma þeim á kné?
En jafnframt er ljóst, að ýmislegt á
eftir að koma upp á_ yfírborðið í Moskvu
á næstu mánuðum. í viðtali við Morgun-
blaðið fyrir nokkrum dögum sagði Vosl-
enskíj, að Gorbatsjov hefði óskað eftir
náðun frá Jeltsín, en því hefði verið hafn-
að. Svipaðar vísbendingar hafa komið fram
í öðrum blöðum á Vesturlöndum. Hvers
vegna náðun? Vegna afskipta af bylting-
artilrauninni í ágúst? Eða vegna refsiverðs
athæfís á meðan Gorbatsjov var aðalritari
sovézka kommúnistaflokksins? Spurning-
arnar era margar og svörin fá, enn sem
komið er.
Hins vegar er auðveldara að leggja mat
á sögu og átök þessarar aldar, þegar við
nú horfum til baka til atburða, sem era
fjarlægari en sjálft hrun Sovétríkjanna.
Um hvað hafa þessi átök snúizt? Hin hefð-
bundna söguskoðun er sú, að fijálsar þjóð-
ir Vesturlanda hafi síðustu hálfa öld og
raunar nokkuð lengur staðið í samkeppni
við tilraun til að byggja upp sósíalískt þjóð-
félag, byggt á kenningum Marx og Eng-
els, og að þessi tilraun hafí staðið yfir í
Sovétríkjunum og nálægum ríkjum. En er
það svo? Snerust átökin um þetta?
Hver var munurinn á Þýzkalandi naz-
ismans og Sovétríkjum sósíalismans? Hver
var munurinn á Adolf Hitler og Jósep Stal-
ín? í raun og veru enginn, þegar komið
er að kjama málsins. Hitler komst að vísu
til valda í fijálsum kosningum og með
myndun samsteypustjórnar. En um leið
og hann hafði tekið sér búsetu í kanslara-
höllinni í Berlín heyrðu fijálsar kosningar
sögunni til. Kommúnistar náðu völdum í
Rússlandi með byltingu og Stalín varð
arftaki Leníns með svikum, undirferli, lyg-
um og manndrápum.
Báðir tveir vora ósköp einfaldlega
ómerkilegir einræðisherrar. Stalín notaði
kenningar Marx og Engels til þess að rétt-
læta myrkraverk sín. Hitler notaði ein-
hvers konar afbrigði af sósíalisma, sem
hann kallaði nasjónal-sósíalisma, til þess
að réttlæta valdatöku sína. Vinur hans og
félagi, Mússólíni, aðhylltist í upphafí kenn-
ingar sósíalismans og athyglisverðar eru
þær upplýsingar, sem fram koma í bók
brezka rithöfundarins Paul Johnsons, Mod-
ern Times, sem áður hefur verið vitnað til
hér í Reykjavíkurbréfi, að Lenín hafi verið
, sérstakur aðdáandi Mússólínis!
Stalín lét drepa nánast alla helztu sam-
starfsmenn sína eða koma þeim frá völdum
og áhrifum með einhveijum hætti. Hitler
lét drepa nokkra samstarfsmenn sína en
ekki eins marga og Stalín lét gera. Hitler
framdi þjóðarmorð á gyðingum en náði
ekki að drepa jafn margar milljónir gyð-
inga og Stalín lét drepa af rússneskum
smábændum.
Báðir þessir morðóðu einræðisherrar
fengu ótrúlegan fjölda stjórnmálamanna,
menntamanna, rithöfunda og blaðamanna
til þess að tala máli sínu á Vesturlöndum.
Munurinn var sá, að dýrðaróðurinn um
Stalín og hina sósíalísku tilraun í Sovétríkj-
unum stóð margfalt lengur en dýrðaróður-
inn um Hitler, enda mátti Hitler ekki vera
að því að bíða eftir því að leggja undir sig
heiminn. Þess vegna varð valdaferill hans
stuttur en blóðugur. Valdaferill Stalíns og
félaga hans varð lengri en hann var ekki
síður blóðugur. Allt það, sem ofangreindir
gáfumenn sögðu um Stalín (og Hitler) var
lygi. En stundum er rás atburðanna sér-
kennileg. Fyrir þremur áratugum var
ábyrgðarmaður Morgunblaðsins dæmdur
í fésektir fyrir þær sakir, að blaðið sagði
sannleikann um ofbeldisverk Voroshílovs,
sem var forseti Sovétríkjanna þá stundina
en hafði áratugum áður stjómað ofbeldis-
verkum gagnvart saklausu fólki. Það tald-
ist hins vegar brot á íslenzkum hegningar-
lögum að segja sannleikann um þennan
mann af því að hann taldist vera þjóðhöfð-
ingi þessa ríkis kúgunar og lyga!
Þjóðfélagskenningar Marx og Engels
hefðu rykfallið í bókasöfnum í Evrópu og
aldrei haft nokkur áhrif á líf og sögu þjóða
heims, ef nokkrir einræðisseggir hefðu
ekki beitt þeim fyrir sig. í Rússlandi var
einræðisríki keisaranna fyrir byltinguna
og eftir hana var einræðisríki annars kon-
ar keisara, sem kölluðu sig ekki keisara
heldur aðalritara kommúnistaflokksins.
Það var enginn eðlismunur á stjórnarfar-
inu, nema hugsanlega sá, að Lenín og
Stalín og félagar þeirra voru margfalt stór-
tækari í manndrápum en keisararnir. Hið
rússneska einræðisríki lagði undir sig ná-
læg ríki bæði fyrir og eftir byltinguna og
náði mestum árangri í því á þessari öld.
Einræðisherrarnir í Moskvu komu upp tvö-
földum vamargarði, fyrst hinum svo-
nefndu lýðveldum innan Sovétríkjanna og
svo leppríkjunum í Austur-Evrópu.
Þegar þeir höfðu ekki lengur ijárhags-
legt bolmagn til að halda uppi hinum ytri
vamargarði hurfu þeir frá honum og lögðu
áherzlu á þann innri. Nú er hann hruninn
og eftir stendur spurningin: Hver verður
framtíð Rússlands? Við getum ekki svarað
þeirri spurningu. En það er tími til kominn
að við geram okkur ljóst, að það er enginn
eðlismunur á þeirri baráttu sem lýðræðis-
ríkin háðu við einræðisherrana tvo í Evr-
ópu, Hitler og Mússólíni, á sínum tíma og
þeirri baráttu sem lýðræðisríkin hafa háð
við einræðisherrana í Moskvu undanfarna
áratugi. Hinir síðarnefndu skipa sama sess
í sögunni og hinir fyrmefndu. Að þessu
leyti má segja, að heimsstyijöldinni síðari
hafi ekki lokið fyrr en nú um áramótin.
Hún var bara háð með öðrum hætti eftir
1945. Þetta er búið að vera 50 ára stríð.
ÞEGAR HORFT ER
á fall hins sovézka
einræðisríkis er líka
ástæða til að
staldra við og minn-
ast þeirra leiðtoga
lýðræðisríkjanna, sem staðið hafa upp úr
í þeirri baráttu, sem háð hefur verið í
Evrópu og að sumu leyti um heimsbyggð-
Leiðtogar
lýðræðis-
ríkjanna
ina alla á þessari öld. Þar skara nokkrir
menn fram úr og þó sérstaklega einn.
Winston S. Churchill gerði þrennt: Hann
varaði við Hitler löngu áður en aðrir stjórn-
málamenn á Vesturlöndum áttuðu sig á
því sem var að gerast í Þýzkalandi. í öðru
lagi varaði hann við Stalín og áformum
hans og gerði árangurslausar tilraunir til
þess að koma í veg fyrir, að Stalín plataði
Roosevelt, Bandaríkjaforseta. í þriðja lagi
skilgreindi hann fyrstur manna hvað gerzt
hafði í Evrópu eftir stríð þegar hann lýsti
því yfir, að járntjald væri fallið um Evrópu
þvera og endilanga.
„Frá Stettin við Eystrasalt til Trieste
við Adríahaf hefur fallið járntjald um álf-
una alla. Handan þess jámtjalds eru allar
höfuðborgir hinna aldagömlu ríkja Mið-
og Austur-Evrópu ... sem ég verð að nefna
hið sovézka yfírráðasvæði og öll þessi ríki
eru á einn eða annan veg ekki aðeins
undir sovézkum áhrifum heldur lúta þau
öll í ríkum og í mörgum tilvikum í vax-
andi mæli beinni stjórn frá Moskvu.“
Þetta sagði Churchill í frægri ræðu í
Bandaríkjunum eftir stríð, sem hann flutti
að áeggjan Harry Trumans, Bandaríkja-
forseta. í ræðunni hvatti Churchill til var-
anlegs varnarsamstarfs milli Bandaríkj-
anna og Bretlands. „Churchill hafði komið
í veg fyrir endurtekningu á þeim heim-
flutningi bandarískra hermanna frá Evr-
ópu 1919, sem hafði svo hörmulegar afleið-
ingar“, segir Paul Johnson í Modern Times.
Þegar horft er um öxl gnæfir Churchill
yfír sviðið vegna framsýni og innsæis.
Dómur sögunnar yfir Roosevelt á eftir að
vera harður vegna þess að hann lét blekkj-
ast, trúði því að hann gæti samið við Stal-
ín og upplifði það síðustu mánuði ævi sinn-
ar að Stalín gekk á bak orða sinna hvenær
sem honum þóknaðist.
Þeir sem veittu vestrænum þjóðum for-
ystu eftir stríð skiptu líka sköpum. Athygl-
isverð er sú niðurstaða Paul Johnsons, sem
hér skal tekið undir, að Eisenhower hafí
verið sterkasti forseti Bandaríkjanna á
þessu tímabili. Raunar segir Paul Johnson
í Modern Times, að Eisenhower hafi verið
áhrifamesti Bandaríkjaforseti á þessari
öld. Hver eru rökin fyrir því? Forsetatíð
hans er eitthvert mesta blómaskeið Banda-
ríkjanna á öldinni. Honum tókst að ljúka
Kóreustríðinu, bijóta McCarthy á bak aft-
ur, treysta samstöðu vestrænna ríkja,
stöðva útþenslu Sovétríkjanna og tryggja
efnahagslega velgengni Bandaríkjanna og
Vestur-Evrópu. Eisenhower hefur verið
vanmetinn í samtímasögu okkar með sama
hætti og Kennedy hefur verið ofmetinn.
Á meginlandi Evrópu skipa þeir sér-
stakan sess Konrad Adenauer og Charles
De Gaulle. Hvor með sínum hætti lögðu
þeir grundvöll að lýðræði ogtraustu stjóm-
arfari í Vestur-Þýzkalandi og Frakklandi.
Adenauer hafði ótvíræða forystu um upp-
byggingu Vestur-Þýzkalands úr rústum
heimsstyijaldarinnar síðari. De Gaulle
tryggði festu í stjórnarháttum í Frakk-
landi með stofnun fimmta lýðveldisins eft-
ir valdatöku sína 1958. Sameiginlega
byggðu þeir upp það samstarf Þýzkalands
og Frakklands sem hefur einkennt alla
þróun í Vestur-Evrópu síðustu áratugi.
Hér eiga að sjálfsögðu margir fleiri hlut
að máli. Truman þótti ekki merkilegur
stjórnmálamaður þegar hann tók við for-
setaembætti af Roosevelt, en hlutur hans
í sögu aldarinnar verður stöðugt stærri
eftir því sem frá líður. Það hefur verið
mikil gæfa lýðræðisríkjanna að njóta for-
ystu þessara manna. Sagan sýnir okkur,
að það er ekki sjálfgefið að sterkir og fram-
sýnir leiðtogar standi við stjórnvölinn þeg-
ar mestu máli skiptir. Þess vegna m.a.
komast einræðisherrar á borð við Hitler
og Stalín svo langt, sem raun ber vitni.
SUMIR SEGJA, AÐ
menn eigi aldrei að
gera upp við fortíð-
ina. Vafalaust má
færa ýmis rök fyrir
því, ekki sízt í lífí einstaklinga. En upp-
gjör við fortíðina er nauðsynlegur þáttur
*
Þáttur Is-
lendinga
Garðskagaviti.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
í því að koma í veg fyrir, að sömu mistök
verði endurtekin í framtíðinni. Kalda stríð-
ið náði til íslands og það gerði meira en
að ná til íslands. Kalda stríðið hefur mót-
að nánast alla sögu hins íslenzka lýðveld-
is. Átökin á milli einræðisríkjanna og lýð-
ræðisríkjanna hafa endurspeglast í stjórn-
málabaráttu okkar hér með afdrifaríkum
hætti.
Ræða Churchills, sem áður var vitnað
til, leiddi til nánara varnarsamstarfs
Bandaríkjamanna og Breta og síðan lýð-
ræðisríkjanna beggja vegna Atlantshafsins
í Atlantshafsbandalaginu. Við skulum ekki
gleyma því - og aldrei gleyma því - að
þegar Alþingi íslendinga íjallaði um aðild
Islands að þessu bandalagi var gerður
aðsúgur að þinghúsinu. Það var gerð til-
raun til þess að koma í veg fyrir, að Al-
þingi gætti sinnt starfi sínu með því að
beita ofbeldi. Það þurfti að kalla út lögregl-
ulið og aðstoðarlið og beita táragasi til
þess að þjóðþing íslendinga gæti haldið
áfram störfum sínum með eðlilegum hætti.
Gijótkast dundi á þinghúsinu, rúður voru
brotnar og gijóti var_kastað inn í þingsal-
inn. Þetta gerðist á íslandi fyrir rúmlega
fjörutíu árum. Og þetta var þáttur í bar-
áttu stuðningssveita Stalíns víða um heim
til þess að koma í veg fyrir að honum
yrði veitt viðnám.
Þegar við lítum til baka yfir sögu okkar
á þessu tímabili er ljóst, að það eru forystu-
menn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks,
sem hafa staðið traustan vörð um utanrík-
isstefnu þjóðarinnar. Bjarni Benediktsson
og Ólafur Thors mótuðu hana öðrum frem-
ur en Alþýðuflokkurinn stóð vörð um hana,
þegar mest á reyndi í vinstri stjórninni
1956-1958. Þessir tveir flokkar hafa hrein-
an skjöld í utanríkismálum.
Allan þann tíma, sem baráttan stóð við
einræðisöflin í austri gældi Framsóknar-
flokkurinn við þau. Framsóknarmenn voru
alltaf tvíátta í þessum átökum. Tvisvar
sinnum mynduðu þeir ríkisstjórn sem hafði
það á stefnuskrá sinni að segja upp varnar-
samningnum við Bandaríkin. En til þess
að allrar sanngirni sé gætt verður þó að
segja, að í síðara skiptið gáfu Ólafur Jó-
hannesson og Einar Ágústsson til kynna
með ýmsum hætti, að þeir meintu ekki
það sem þeir sögðu. En það var hættuleg-
ur leikur og til þess eins að halda vinstri
stjórn við völd. Framsóknarflokkurinn hélt
uppi undarlegum samskiptum við einræðis-
herrana, bæði í Austur-Þýzkalandi og
Búlgaríu. Þeir gei’ðu hosur sínar grænar
fyrir Sovétmönnum og lögðu mikla áherzlu
á viðskipti við Sovétríkin á vegum Sam-
bands ísl. samvinnufélaga. Framsóknar-
menn geta ekki verið stoltir af þessari
fortíð.
Kommúnistaflokkur íslands, síðar Sós-
íalistaflokkurinn og að hluta til Alþýðu-
bandalagið svo og Mál og menning voru
um langt skeið rekin sem eins konar útibú
eða áróðursmiðstöð fyrir einræðisherrana
í Moskvu. Það er sama hvort litið er á
feril stjórnmálamanna þessara hreyfinga
eða forystumanna þeirra í menningarmál-
um á vettvangi Máls og menningar og rit-
höfunda og annarra listamanna á þeirra
snærum, allir þessir aðilar gengu erinda
þess einræðis, sem nú er hrunið. Það er
nauðsynlegt að minna á þessar köldu stað-
reyndir í von um að nýjar kynslóðir láti
ekki blekkjast þegar og ef nýir einræðis-
herrar rísa upp á næstu árum eða áratug-
um. Og þá ekki sízt hvernig angar af al-
þjóðlegum kommúnisma og heimsvalda-
stefnu Sovétríkjanna eins og Menningar-
og friðarsamtök íslenzkra kvenna voru
notuð hér í kalda stríðinu og ættu menn
að kynna sér það úr frumheimildum eins
og ævisögu Maríu Þorsteinsdóttur.
Sú staðreynd, að morðóð einræðisöfl í
Moskvu áttu sér svo sterka talsmenn hér
á íslandi skipti þessari þjóð í tvo hópa
áratugum saman. Enn gætir þessarar
skiptingar, ekki sízt í menningarlífi okkar,
og á því miður eftir að gera um skeið.
En nú er kominn tími til, að þessi saga
verði sögð eins og hún raunverulega er,
ekki einungis hér á síðum Morgunblaðs-
ins, sem hefur rakið þessa sögu dag frá
degi ineira og minna allan þann tíma, sem
blaðið hefur verið gefið út, heldur einnig
á öðrum vettvangi m.a. og ekki sízt í skól-
um landsins. Hveijum verður falið að end-
urskoða þær sögubækur, sem kenndar eru
í skólum landsins nú þegar ekki þarf leng-
ur að deila um staðreyndir inálsins, stað-
reyndirnar í blóðugri sögu 20. aldarinnar?
i .
„En það er tími til
kominn að við
gerum okkur
ljóst, að það er
enginn eðlismun-
ur á þeirri bar-
áttu sem lýðræð-
isríkin háðu við
einræðisherrana
tvo í Evrópu, Hitl-
er og Mússólíni, á
sínum tíma og
þeirri baráttu
sem lýðræðisríkin
hafa háð við ein-
ræðisherrana í
Moskvu undanf-
arna áratugi. Hin-
ir síðarnefndu
skipa sama sess í
sögunni og hinir
fyrrhefndu. Að
þessu leyti má
segja, að heims-
styrjöldinni síðari
hafi ekki íokið
fyrr en nú um
áramótin. Hún
var bara háð með
öðrum hætti eftir
1945. Þetta er
búið að vera 50
ára stríð.“