Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 17
liðsmenn leikhópsins Perlunnar.
Ferðir okkar og allt uppihald var
greitt af samtökunum í Taiwan,
sem eru félagar í alþjóðasamtökum
Very special arts international.
Höfuðstöðvar alþjóðasamtakanna
eru í Washington og þar hefur mér
verið boðið að halda fyrirlestur í
júní nk., um skapandi starf á ís-
landi fyrir fatlaða.“
í Taiwan sagðist Sigríður hafa
séð margt framandi og sérkenni-
legt. „Andstæðumar í því landi eru
miklar. Eyjan er falleg en misræm-
ið á milli lífskjara hinna ríku og
fátæku virðist óskaplegt. Þama fer
þó fram mikil uppbygging. Nægir
peningar virðast vera til í landinu
og nú er byrjað að bijóta niður
fátækrahverfin og byggja upp frá
grunni ný íbúðahverfí. Eg hef aldr-
ei séð annan eins ruslahaug og
fátækrahverfín í Taipei. Ég bók-
staflega óð msl og aur upp í ökla
og lyktin var eftir því. Á aðra hönd
blöstu svo við nýbyggðar marm-
arahallir. Mengunin í borginni er
ofboðsleg og fnykurinn ólýsanleg-
ur. Fólk gengur margt með grímur
fyrir andlitinu til að veijast þessu.
Umferðarreglur em þama lítt
virtar. Ýkjulaust þá rann svitinn
af mér í lækjum þegar ég í einni
ferðinni var að reyna að spenna á
mig bflbelti í leigubíl sem ýmist
ók á einu hjóli eða hreinlega snéri
öfugt í umferðinni. Bílstjóranum
fannst þetta hins vegar óþarfa
brölt í mér. Hann hristi höfuðið
og benti mér að láta bflbeltið vera,
annað tæki hann sem vantraust.
Þetta umferðaröngþveiti stendur
þó til bóta því neðanjarðaijárn-
brautir era í byggingu þarna
núna.“
Þrátt fyrir þessar lýsingar Sig-
ríðar sagði hún að minnisstæðast
væri sér viðmót fólksins í Taiwan.
„Það er svo einstaklega glaðlegt,
gestrisið og gjafmilt. Ef maður
kom í búð þá elti afgreiðslufólkið
mann með gjafír, jafnvel þó ekkert
væri keypt. Mér var gefín þannig
forláta perlufesti og gullfallegir
kóraleymalokkar, svo eitthvað sé
nefnt. Þegar við komum aftur til
Amsterdam, þaðan sem við lögðum
upp, fannst okkur hrein jarðarfar-
arstemmning þar, og hefur þó sú
borg verið orðuð við glaðværð.
Okkur fannst allir þar svo dökk-
klæddir og þungbúnir á svipinn,
miðað við hina brosleitu og litríku
Taiwanbúa.
Það kom mér mjög á óvart hve
þjóðsöngvar íslands og Taiwan em
ótrúlega líkir. Ég hrökk í kút af
undmn þegar ég heyrði þjóðsöng
Taiwan leikinn á opnunarhátíðinni
í Taipei. Á námskeiðinu þar sem
ég flutti fyrirlestra mína vom ein-
göngu þarlendir, almennir kennar-
ar, sem aldrei höfðu kynnst leik-
rænni tjáningu fyrr. En þeir vora
mjög jákvæðir og opnir fyrir þess-
ari nýjung og töldu þetta góða
aðferð í allri kennslu. Það hefur
raunar verið orðað við mig að
útbúa handbók í leikrænni tjáningu
til þess að nota við kennslu víða
um heim, að afloknum slíkum nám-
skeiðum sem hér um ræðir. Slík
bók gæti orðið hjálp í því krefjandi
starfí, sem það er að vinna með
bömum, fötluðum og öldmðum.
Allt tekur lengri tíma í slíku starfí,
þó gangur mála sé í grundvallar-
atriðum sá sami og hjá hinum.“
Þegar við Sigríður komum í Ris-
ið á Hverfisgötunni ríkti þar sú
smitandi spenna sem er yfir öllu
starfí áhugaleikhússins. Þar vom
menn að vasast í ýmsu sem leikar-
ar þurfa ekki að skipta sér af í
atvinnuleikhúsunum. Ein leik-
kvennanna sat með hvíta sósu-
könnu í höndunum og var að mála
á hana bláar rósir. „Af hveiju ertu
að þessu,“ spurði einn félagi henn-
ar. „Hún Sigríður vill hafa ein-
hvern lit á þessu,“ svaraði hún og
hélt fljóthent áfram málarastarf-
inu. Menn roguðust með stóla og
borð og stilltu upp á sviðið meðan
aðrir vom með áhyggjusvip í aug-
unum út af því að ekki var búið
að útvega upphækkanir fyrir stól-
ana í salnum. „Ég redda þessu,“
sagði Brynhildur Olgeirsdóttir, for-
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992
— 1 • ■’ / r-H----i !--—,-u
Sigríður leiðbeinir
þeim Geirþrúði og syni
hennar.
Sigríður að kenna
á námskeiðinu í
Taiwan.
17
------------------------------f_
maður leikhópsins, stuttaralega. í
sýningunni leikur hún gelluna
Maddý. Spyijandanum, Guðvarði
Sigurðssyni, sem leikur bróður
hennar, Árna, varð hugarhægra
og kastaði í léttinum fram stöku
eftir Þuru í Garði.
„Við skulum láta þetta renna
krakkar mínir,“ segir Sigríður og
fær sér sæti á næstfremsta bekk.
Ég sest fyrir aftan hana og leikar-
arnir tínast inn á sviðið einn af
öðrum. Prófessorsekkjan Geir-
þrúður, sem á í vök að veijast fyr-
ir minningu mannsins síns, börn
hennar og tengdabörn. Það er
óneitanlega svolítið skondið fyrst
að sjá fólk leika í þessum mæli
„niður fyrir sig“. Það væri ekki
ónýtt að verða 75 ára svona ung-
leg í sínum barnahóp eins og ekkj-
an Geirþrúður, sem Sigurbjörg
Sveinsdóttir leikur. Önnur börn
hennar en þau tvö fyrmefndu leika
Þorsteinn Olafsson og Sigrún Pét-
ursdóttir. Tengdabörnin leika Ár-
sælþ Pálsson og Iðunn S. Geirdal.
Vinkona Geirþmðar er leikin af
Rögnu Þorsteinsdóttur.
Ekki hefur leiknum lengi undið
fram þegar áhorfandinn hættir að
reka hornin í svo ómerkilegt atriði
sem lítinn aldursmun leikaranna.
Þvert á móti skapar þetta sýning-
unni skemmtilega sérstöðu sem
undirstrikuð er af leikgleði þátt-
takenda og gamansemi verksins.
Með mikilli athygli fylgist ég með
gangi mála á sviðinu. Þó ekki fari
þar enn allt hnökralaust fram er
auðséð að Sigríður Eyþórsdóttir
hefur unnið vel sitt starf. Hún
hefur náð að stilla saman ólíkum
kröftum svo úr verði samofin heild.
Löng og margþætt reynsla hennar
af starfí með áhugafólki skilar sér
í þessari sýningu leikhópsins Snúð-
ar og Snældu.
Vetrarönnin hefst 6. janúar
/
Skemmtileg og hressandi íþrótt, sem allir geta
spilað og haft gaman af.
Sími 687701 og 687801
Við bjóðum upp á fasta tíma í vetur og um leið
10 tíma kort. Eins erum við með sérstakan
skólaafslátt fyrir börn og fullorðna.
Tryggðu þér tíma og hringdu, við erum að innrita
núna alla daga nema laugardaga og sunnudaga
frákl. 17-21.
s
Engjateigi 1,
Reykjavík