Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 31
seei HA'JKAl 3'iii
MORGUNBLAÐIÐ
GIQAJ3MU0H0M
SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992
KENNSLA
FJÖLBRAUTASKÓLINN VIÐ ÁRMÚLA
ARMULA 12 • 108 REYKJAVIK SIMI 84022
Frá Fjölbrautaskólanum
við Ármúla
Kennarafundur verður haldinn mánudaginn
6. janúar kl. 9.00. Stundaskrár verða afhent-
ar nýnemum kl. 12.00-13.00, og að því loknu
hitta þeir umsjónarkennara sína. Eldri nem-
endur fá töflur sínar afhentar kl. 13.00-
15.00. Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðju-
daginn 7. janúar. Nemendur í framhaldsnámi
sjúkraliða eiga að koma í húsnæði skólans
við Suðurlandsbraut 6, 4. hæð, gamla sjúkra-
liðaskólann, miðvikudaginn 8. janúar kl.
10.00.
Skólameistari.
Heimilisfjármál
Ný námskeið að hefjast.
9. janúar: Leiðin til velgengni - kynningar-
námskeið.
16. janúar: Úr skuldum:
Markmiðið er að ganga frá öllum skuldum,
þannig að þátttakendur eru á núlli að nám-
skeiði loknu.
18. janúar: Úr skuldum - Akureyri (2 helgar).
Upplýsingar og innritun í síma 677323.
Garðar Björgvinsson.
Enskunám í Englandi
Lærið ensku í Eastbourne á hinni fallegu
suðurströnd Englands.
Sumarnámskeið og almenn námskeið.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Kristinsdótt-
ir, fulltrúi I.S.A.S á íslandi, í síma 671651
milli kl. 9.00 og 11.30 f.h. virka daga.
ra
Kársnesskóli
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá
fimmtudaginn 9. janúar.
Kennarafundur er boðaður mánudaginn
6. janúar kl. 9.00. Starfslið skólans mæti á
venjulegum vinnutíma mánudaginn 6. janúar.
Skólafulltrúi.
Innritun
hefst mánudaginn 6. janúar og fer fram alla
virka daga kl. 14.00 til 17.00 í skólanum,
Stórholti 16, sími 27015. Nemendur, sem
halda áfram, gefi sig fram hið fyrsta.
qítarskóli
W OLAFS GAUKS
Að losna úr viðjum vanans
Nú eru að hefjast 4ra vikna námskeið í breytt-
um matarvenjum og breyttum lífsstíl.
Námskeiðið byggist upp á:
• Fyrirlestrum.
• Ráðleggingum.
• Persónuráðgjöf.
• Ofl.
Takmarkaður fjöldi á hverju námskeiði.
Dag- og kvöldtímar. Reyndir leiðbeinendur.
Upplýsingar og innritun í síma 673137.
IÐNSKÓUNN í REYKJAVÍK
Upphaf vorannar 1992
Mánudag 6. janúar:
Kl. 09.30 Kennarafundur.
Kl. 13.30 Deildafundir.
Þriðjudag 7. janúar:
Kl. 08.30 Umsjónakennarafundur.
Kl. 09.30 Stundaskrár afhentar.
Kl. 11.30 Nýnemafundur.
Miðvikudag 8. janúar:
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá.
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Stöðupróf verða haldin í skólanum eftir-
talda daga og hefjast öll kl. 18.00:
í ensku mánudaginn 6. janúar 1992.
í dönsku, norsku og sænsku
þriðjudaginn 7. janúar.
í spænsku, frönsku og ítölsku
miðvikudaginn 8. janúar.
í stærðfræði og þýsku
fimmtudaginn 9. janúar.
Athygli skal vakin á því að stöðupróf í erlend-
um málum eru aðeins ætluð nemendum,
sem hafa dvalist nokkra hríð í landi þar sem
viðkomandi mál er talað eða málið er talað
á heimili þeirra. Prófin eru ekki fyrir nemend-
ur sem aðeins hafa lagt stund á málið í grunn-
skóla, hversu góður sem árangur þeirra var.
Próf í dönsku eru aðeins ætluð nemendum
Menntaskólans við Hamrahlíð og þeim, sem
hyggja á nám við skólann. Önnur stöðupróf
eru einnig opin nemendum annarra fram-
halusskóla. Prófgjald er 600 krónur.
Innritað verður í öldungadeild á vorönn 1992
á skrifstofu skólans 6., 7. og 8. janúar kl.
16-19. Skólagjald er 15.000 krónur.
Kennarafundur er boðaður þriðjudaginn 7.
janúar kl. 13.00. Nýnemar eru boðaðir í
skólann sama dag kl. 15.00 og eldri nemend-
ur fá afhentar stundatöflur kl. 16.00.
Kennsla hefst í dagskóla og öldungadeild
miðvikudaginn 8. janúar.
Rektor.
Námsstyrkir
Verslunarráð íslands auglýsir eftir umsókn-
um um tvo styrki til framhaldsnáms erlendis,
sem veittir verða úr Námssjóði VÍ.
1. Styrkirnir veitast til framhaldsnáms við
erlenda háskóla eða aðra sambærilega
skóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu
og stuðla að framþróun þess.
2. Skilyrði styrkveitingar er að umsækjendur
hafi lokið námi, sem veitir rétt til inn-
göngu í Háskóla íslands eða sambærilega
skóla.
3. Hvor styrkur er að upphæð 185.000 kr.
og verða þeir afhentir á aðalfundi Verslun-
arráðs íslands þann 20. febrúar 1992.
Umsóknir þurfa að hafa borist til skrifstofu
ráðsins fyrir 31. janúar 1992.
Umsóknum þarf að fylgja afrit af prófskír-
teini, vottorð um skólavist erlendis, lýsing á
hinu erlenda námi og Ijósmynd af viðkom-
andi.
ÍMSPEKÍSKÓLÍNN
Námskeið í gagnrýnni og skapandi hugsun
hefjast 21. janúar. Eftirtalin námskeið eru í
boði: Hugtakatengsl (5-6 ára), tengsl manns
og náttúru (7-8 ára), mál og hugsun (9-10
ára), ráðgátur og rökleikni (11-12 ára), sið-
fræði (13-14 ára og 15-16 ára).
Upplýsingar og innritun í síma 628083.
Geymið auglýsinguna.
Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð
Öldungadeild M.H.
Frumkvöðull fullorðinsfræðslu
Öldungadeild M.H. var stofnuð 1972 og
síðan þá hafa þúsundir karla og kvenna
stundað þar nám og nokkur hundruð lokið
stúdentsprófi.
Þarft þú að rifja upp, bæta við eða hefja
nýtt nám?
í öldungadeild M.H. er kennt til stúdents-
prófs á málabraut, félagsfræðabraut, nátt-
úrufræðabraut, eðlisfræðibraut og tónlistar-
braut (í samvinnu við tónlistarskóla).
Þú getur stundað nám í mörgum greinum
eða fáum eftir því sem þér hentar.
Vakin er athygli á að hægt er að stunda nám
í einstökum greinum án þess að stefna að
lokaprófi. Eins er algengt að stúdentar bæti
við sig einstökum námsáföngum.
Þú getur lært:
Tungumál: Raungreinar: Félagsgreinar:
Ensku Stærðfræði Félagsfræði
Dönsku Eðlisfræði Trúfræði
Norsku Efnafræði Stjórnmálafræði
Sænsku Líffræði Hagfræði
Þýsku Efnafræði
Frönsku Jarðfræði
Spænsku
ítölsku
Rússnesku
Esperantó
Auk þess er í boði fjöjbreytt nám í tölvunotk-
un, bæði grunnnám og fyrir lengra komna
(nýr og fullkominn tölvúbúnaður, PC-tölvur).
Boðið er upp á nám í leiklist og myndlist.
Völ er á námi í íslensku, ritþjálfun og bók-
menntalestri, almennum bókmenntum, heim-
speki, trúfræði o.m.fl.
Er þetta eitthvað fyrir þig?
Ef svo er þá stendur innritun yfif í skólanum
6.-8. janúar kl. 16.00-19.00. Brýnt er að
allir sem hyggjast stunda nám á vorönn
1992 komi til innritunar á ofangreindum tíma.
Skólagjald er kr. 15.000,- fyrir önnina.
Rektor.
Skákskóli íslands
Námskeið hefjast aftur þriðjudaginn 7. janúar.
Skráning í síma Skáksambands Islands,
689141, í dag, sunnudaginn 5. janúar, frá
kl. 14.00-18.00 og mánudaginn 6. janúar frá
kl. 10.00-13.00.
Skólastjóri.
Ætlarðu að selja fýrirtæk-
ið?
Við getum aðstoðað
★ Finnum góða kaupendur.
★ Vinnum upplýsingabók.
★ Verðmetum fyrirtæki.
★ Aðstoðum við samningaviðræður.
★ Göngum frá samningum.
★ Aðstoðum við sameiningu fyrirtækja og
félaga.
★ Stofnum hlutafélög, firmaskrá og leyfis-
umsóknir.
Tfmapantanir í sfma 681066.
Húsafeil ^
FASTHGMASALA LmqhoAnm* 115
ÞJONUS'IA
Gluggar og innréttingar
Húsgagna- og húsasmíðameistari getur
bætt við sig smíði á hurðum, gluggum, lausa-
fögum og innréttingum í gömul óg ný hús.
Vönduð vinna á góðu verði.
Leitið upplýsinga og tilboða í síma 41276,
Valdemar.