Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1992
RAMVAFMER
SVHIW
SIGRIÐUR EYÞORSDOTTIR SEGIR FRA FERD SINNITIL TAIWAN
OG STARFISÍNU VIÐ ÁHUGALEIKHÚS
Frá æfingu Perlunnar á verkinu
Karnivalið í skóginum eftir Sigríði
Eyþórsdóttur og Eyþór Arnalds sem
frumsýnt var 1989 og sýnt hefur verið
víða, hér sem erlendis.
V'ð Sigríður gengum
saman upp á Hverf-
isgötu til þess að
mæta á umræddri
æfingu. Á leiðinni
ræddum við um
fyrri störf Sigríðar,
en þetta er aldeilis
ekki í fyrsta skipti sem hún vinnur
með áhugafólki í leiklist. Hún hef-
ur um árabil stjórnað leikhópnum
Perlunni sem er sérkennilegur fyr-
ir þá sök að þar eru allir leikararn-
ir þroskaheftir. Einnig hefur hún
kennt og stjórnað sýningum hjá
nemendum í Hagaskóla og í Kram-
húsinu. Hún hefur farið víða um
heim í tengslum við leiklistarstarf
sitt, einkum það sem snertir Peri-
una. Hún er t.d. nýlega komin úr
fyrirlestraferð til Taiwan.„Mér var
boðið að flytja fyrirlestur í Taipei
um starfsemi leikhópsins Perlunn-
ar á alþjóðlegri listahátíð fatlaðra
og á ráðstefnu sem haldin var í
tengslum við hátíðina,“ sagði Sig-
ríður. „Perlan á aðild að samtökun-
um Very special arts international
sem Jean Smith Kennedy stofnaði.
Hún var einmitt á þessari hátíð í
Taipei. Hún er ein hinna frægu
Kennedysystkina í Bandaríkjun-
um. Það fólk hefur sýnt málefnum
fatlaðra áhuga, því ein af systrun-
um er þroskaheft. Ég kynntist
raunar Jean Smith Kennedy fyrst
í sambandi við alþjóðlega listahátíð
sem haldin var í Washington. I
Taipei voru saman komnir 1.500
þátttakendur frá rösklega 60 þjóð-
löndum. Það að fá að sækja svona
hátíð gefur þeim mikið, sem starfa
að málefnum fatlaðra. Það er engu
líkt að sjá fólk verða sem heilt í
list sinni. Þarna dönsuðu t.d. og
léku lamaðir, einfættir og blindir,
Ég hef ferðast með Perluna víða
um heim. Á sýningunum hafa ver-
ið tekin upp atriði og sýnd í sjón-
varpi í hinum ýmsu löndum. Perlan
er því orðin talsvert fræg og nýtur
álits. Vegna þessa var mér boðið
að koma til Taipei og kenna. Boð-
unum hefur raunar, má segja, rignt
yfir leikhópinn og mig. Ég vil þó
ekki sogast alltof mikið inn í alls
kyns alþjóðlegt undirbúningsstarf
fyrir ámóta hátíðir og ráðstefnur
og það sem haldið var í Taipei.
Ég get ekki fremur en aðrir verið
á mörgum stöðum og ég vil fyrst
og fremst halda áfram að byggja
upp það starf sem ég er byijuð á
hér með Perlunni. En auðvitað er
mjög lærdómsríkt að vinna á al-
þjóðavettvangi og ég ætla að
reyna að sinna því með öðrum
störfum eins og ég get.“
Þetta boð til Taiwan
sagði Sigríður óvenju
rausnarlegt. „Mér
var boðið að taka
með mér tvo gesti
og valdi ég Sigríði
Huldu Sveinsdóttur
og Björn Eiríksson
kennara þoska-
heftra, en þau hafa
bæði verið ötulir
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
í GÆR frumsýndi leikhóp-
urinn Snúður og Snælda
leikritið Fugl í búri, eftir
Iðunni og Kristínu Steinsd-
ætur í Risinu á Hverfisgötu
105. Leikstjóri er Sigríður
Eyþórsdóttir. Blaðamaður
Morgunblaðsins fór á æf-
ingu hjá leikhópnum, sem
skipaður er fólki úr Félagi
eldri borgara. I samtali við
Sigríði Eyþórsdóttur sagði
hún að leikritið hentaði
hópnum sérlega vel af því
að það fjallaði um málefni
aldraðra á mjög kíminn hátt.
„Þessi gamansama afstaða
höfunda á vel við þennan
leikhóp, innan vébanda hans
er enginn vælutónn ríkjandi.
Þetta er áhugafólk í leiklist
og mjög áhugasamt sem
slíkt,“ sagði Sigríður. „Það
hefur sjálft unnið nær öll
þau störf sem fylgja því að
koma einu leikriti á fjalirn-
ar, nema hvað við fengum
auðvitað aðstoð við Ijósa-
hönnun. Hana annaðist Egill
Ingibergsson ljósameistari.
Auk þess fengum við okkur
til aðstoðar Sigurð Guð-
mundsson tæknimann, Ey-
þór Arnalds, sem annaðist
tónlistina, og Móeiði Júníus-
dóttur söngkonu.“
Sigríður og
Björn villtu
ekki á sér
heimildir í
Taipei.