Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 3. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Síðasta ferð flugstjóra SAS STEFAN Rasmussen, 44 ára gamall danskur flugstjóri SAS-þotunnar, sem brotlenti skömmu eftir flugtak frá Stokkhólmsflugvelli á þriðja í jólum, hefur flogið sitt síðasta flug, að eigin sögn. Flugslysinu hefur verið Iýst sem kraftaverki þar sem allir 129 sem í flug- vélinni voru komust lífs af og þykir Rasmussen hafa unnið ótrúlegt afrek í því sambandi. Er hann hylltur sem hetja um heim allan fyrir framgöngu sína. En flugstjóri sem lendir í slysi af þessu tagi er sagður eiga auðvelt með að fá uppá- skrift iækna fyrir því að hann sé ófær um að fljúga aftur, að sögn norska blaðs- ins Aftenposten. Þar með verður hann af flugréttindum. Flugmenn SAS hafa komið ár sinni vel fyrir borð því missi þeir skirteinjð fá þeir í bætur jafnvirði 5,5 milljóna ISK sem eingrciðslu og auk þess halda þeir 60-65% af fyrri launum þar til þeir komast á eftirlaunaaldur. Þeim tekjum halda þeir óskertum þótt þeir fái sér annars konar atvinnu. Lituð gleraugu gegn höfuðverk KOMIÐ hefur í ljós við rannsóknir augn- lækna við háskólann í Birmingham í Englandi að rósrauð gleraugu geta reynst gagnleg gegn höfuðverk en þau eru sögð draga úr álagi flúrljósa á augn- vefi. Voru 8-14 ára börn sem átt höfðu til að fá höfuðverk ótt og títt fengin til að bera gleraugu með rósrauðum gleij- um í tilrauninni og eftir aðcins fjóra mánuði kom í ljós að tíðni höfuðverkja- kasta hafði lækkað úr 6,2 að meðaltali á mánuði í 1,6. Niðurstöður rannsókn- anna eru birtar í tímariti breskra lækna- samtaka, Pulse. Fætur Japana lengjast ört Japanskir unglingar vaxa foreldrum sín- um yfir höfuð í bókstaflegum skilningi, samkvæmt opinberum rannsóknum sem fram hafa farið með reglulegu millibili frá síðustu aldamótum, en þeir hafa ekki þá kattarsjón sem forfeðurnir höfðu. Þannig reyndist meðalhæð 17 ára pilta 170,6 sentimetrar 1991 og hefur aukist um 5,4 sm frá 1961. 17 ára meðal- stúlka er hins vegar 157,9 sm og nemur hækkunin 3,9 sm á 30 árum. Lengingin hefur nær öll átt sér stað í skönkunum. Með aukinni hæð hefur meðalþyngd vax- ið og er 62,2 kg þjá 17 ára piltum en 52,8 kg hjá stúlkum. Sömuleiðis hefur sjón japanskra unglinga hrakað og þarf þriðji hver 15-17 ára unglingur á gler- augum að halda. Hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Asíuferð George Bush Bandaríkjaforseta: Samkomulag' við Singapore um aukið vamarsamstarf Singapore, Kuala Lumpur. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti og Goh Chok Tong, forsætisráðherra Singapore, náðu í gær samkomulagi um nýjan viðskiptasamning sem hefur það að markmiði að gera fjárfestingar Bandaríkjamanna í Singapore fýsilegri. Bush, sem er á tólf daga ferða lagi um Asíu, og Goh lýstu þvi einnig yfir að þeir hefðu náð samkomulagi um aukið varnarsamstarf. Felst það í því að flotastjórnstöð, sem nú er staðsett á Filippseyjum, verður flutt til Singapore. Þá sagðist Bandaríkjaforseti vilja draga enn frekar úr út- gjöldum Bandaríkjamanna til varnarmála og lækka skatta í staðinn. Bandaríkjamenn verða að yfirgefa her- stöðvar sínar á Filippseyjum á næsta ári, að kröfu þarlendra stjórnvalda, og óttast mörg ríki í suðausturhluta Asíu að hverfi Banda- ríkjamenn alfarið á brott úr þéssum heims- hluta verði áhrif Japana og Kínveija þar of mikil. í hádegisverðarboði sem hann hélt til heið- urs Bush í gær sagði Goh Chok Tong að þörf væri á miklu samstarfí við Bandaríkin í efna- hagsmálum til að vega á móti vaxandi veldi Japana. „Enn sterkari rök fyrir því að Banda- ríkin verði áfram mikilvægur aðili í okkar efnahagslífí er að við viljum að bandarískar hersveitir verði áfram á svæðinu. Án þeirra höldum við út á braut óvissunnar," sagði Goh. í stjómstöð sjöunda flotans, sem flutt verð- ur til Singapore, starfa einungis um 200 manns en hún skipuleggur siglingar banda- rískra herskipa um Kyrrahaf. Bandaríkjamenn binda einnig vonir við að í kjölfar þessa sam- komulags verði hægt að gera svipaða samn- inga við fleiri ríki í þessum heimshluta, til dæmis um viðgerðir á skipum og flugvélum. Hefur fyrst og fremst verið rætt um Tæland og Malasíu í því sambandi. Indónesía og Bru- nei hafa einnig látið í ljós áhuga á að veita bandarískum skipum einhverja aðstöðu. Hernaðarsérfræðingar hafa bent á að vegna tækniframfara séu risavaxnar flotastöðvar, líkt og á Filippseyjum, ekki lengur nauðsynleg- ar. Nægilegt sé að hafa svæðisbundnar stjórn- stöðvar og aðgang að viðhaldi og birgðum. IJm hundrað stuðningsmenn stjórnarand- stöðuflokks múhameðstrúarmanna komu sam- an fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í höfuð- borg Malasíu, Kuala Lumpur, til að mótmæla áformum stjórnvalda um varnarsamstarf við Bandaríkin. Mótmælin fóru friðsamlega fram en sumir mótmælenda hrópuðu slagorð á borð við „Allah er mikill“ og „tortímum Bandaríkj- unum“. Sú ákvörðun Bandaríkjaforseta að afnema viðskiptabann á Kambodíu er fyrst og fremst talin vera táknræn aðgerð til að leggja áherslu á stuðning Bandaríkjamanna við friðarsam- komulag það sem undirritað var í París í októ- ber af stjórnvöldum í Kambodíu og fulltrúum þriggja skæruliðahreyfínga. Ekki er búist við miklum viðskiptum landanna í milli fyrst í stað þó að viðskiptabanninu, sem hefur verið í gildi síðan 1975, verði aflétt. Á blaðamannafundi í gær sagði Bush að hann hygðist draga enn frekar úr útgjöldum til varnarmála. „I hreinskilni sagt þá myndi ég helst vilja láta þann sparnað renna beint í vasa bandarískra skattgreiðenda,“ sagði for- setinn og ýtti þar með undir vangaveltur um að hann myndi boða skattalækkanir síðar í mánuðinum. SPAÐI SPILIN SOVETRIKIN LIÐIN UNDIR LOK BRAUÐ! FRIÐ! LAND! BUSH BÝST TILÁTAKA í SKUGGA KREPPU 18 KREPPU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.