Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 43
43 - ' - - T T . j * TcrT>r’T^arvT/r MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 steinsson og Steingrímur Ólafsson. Topp tíu listinn frá Hvolsvelli. Fréttir kl. 17 og 18. 18.05 Simatimi. Bjarni Dagur Jónsson tekur púlsinn é mannlífinu og ræðir við hlustendur. Síminn er 671111. 19.30 Fréttir. 20.00 Kristófer Helgason. Óskalög, síminn er 671111. 23.00 Kvöldsögur. Umsjón Eiríkur Jónsson. 24.00 Eftir miðnætti. Bjöm Þórir Sigurðsson. 4.00 Næturvaktin EFFEMM FM 95,7 7.00 Jóhann Jóhannsson i morgunsárið. 9.00 Águst Héðinsson á morgunvakt. 12.00 Hádegisfréttir. 15.00 íþróttafréttir. Kl. 16.05 Anna Björk Birgisdóttir. 19.00 Kvölddagskrá FM. 21.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 21.15 Pepsí-kippa kvöldsins. 24.00 Haraldur Jóhannesson á næturvakt. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 16.00-19.00 Pálmi Guðmundsson leikur tónlist fyr- ir alla og tekur ó móti óskalögum frá hlustendum Hljóðbylgjunnar. Fréttir frá Bylgjunni/ Stöð 2 kl. 18.00. STJARNAN FM102/104 7.00 Arnar Albertsson. 11.00 Sigurður Hlöðversson. 14.00 Ásgeir Páll Ágústsson. 18.00 Eva Magnúsdóttir. 20.00 Arnar Bjarnason. 24.00 Næturdagskrá Stjömunnar. ÚTRÁS FM 97,7 16.00 FB. 18.00 Framhaldsskólafréttir. 18.15 IR. 20.00 Kvennó. 22.00 MR. 1.00 Dagskrárlok. SÓLIN FM 100,6 7.00 Morgunsólin. Ari Matthíasson og Haflið Helgason. 9.30 Hinn rétti morgunþáttur. Jón Atli Jónasson. 13.00 Islenski fáninn. Þáttur um daglegt brauð og allt þar á milli. Bjöm Friðbjömsson og Bjöm Þór Sigbjörnsson. 15.00 Hringsól. Jóhannes Arason. 18.00 i heimi og geimi. Ólafur Ragnarsson. 20.00 Björk Hðkonardóttir. 22.00 Ragnar Blöndal. 1.00 Björgvin Gunnarsson. Bylgjan Reykjavík síðdegis ■■■■ Þessi þáttur er fastur liður á dagskrá Bylgjunnar og frá 1ÍÍ 00 og með 2. desember síðast liðnum hefst hann klukkan 16 ÍD dag hvern. Umsjónarmaður sem fyrr er Hallgrímur Thor- steinsson og honum til fulltingis er Steingrímur Ólafsson. Efni þáttar- ins hvetju sinni markast nokkuð af því sem efst er á baugi í þjóðfé- laginu hverju sinni og má því segja að víða sé komið við í efnistök- um og efnisvali. Úr þáttunum um Marie Curie. Sjónvarpið Maríe Curie ■■■■■ Þetta er nýr leikinn myndaflokkur í þremur þáttum og Q-| 55 verður fyrsti þátturinn sýndur í Sjónvarpinu í kvöld. Þætt- “A ““ imir fjalla um líf og störf hinnar þekktu vísindakonu Marie Curie sem var fyrsta konan til að hljóta Nóbelsverðlaunin eftirsóttu. Þrettánda flugeklar Opið frá kl. 10-18 í dag og á morgun í Skátabúðinni við Snorrabraut. 20% afsláttur af öllum vörum. Styðjið okkur - stuðlið að eigin öryggi Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Gefmér leirugt gull Starfsbróðir Gáruhöfundar f sjónvarpsdeildinni kvað það fyrir neðan allar hell- ur að sýna vondar kvikmyndir á nýárinu „á þeim tíma er svo margir sitja við sjónvarpið". Svona líta menn misjöfnum aug- um á silfrið. í hugum margra íslendinga eru hátíðarnar einmitt ekki sá tími sem þeir kjósa helst að sitja fyrir framan sjónvarpið, utan þeir sem ekki eiga annarra kosta völ. Auðvitað góðra gjalda vert að hafa brúklega dagskrá fyrir þá. Jólahátíðin í skammdeg- inu er einmitt' sá árstími er fjöl- skyldur og vinir koma saman á heimilunum og jólaboðið þá væntanlega ekki til þess að sitja þegjandi fyrir framan sjónvarp- skerminn, eða hvað? Eitt af því sem gerir ísland svo skemmtilegt til búsetu eru ólíkar árstíðir, hver með sínum ákveðnu hefðum og siðum. Ekki síst jólahátíðin með gestaboðum og bókalestri. Fátt veit ég nota- legra í svartasta skammadeginu en að setjast með nýja bók í hönd og kveikja á kertum á hreinu og skreyttu heimili. Að sökkva sér ótruflaður ofan í lest- urinn. Hlýtur svo að vera um æði marga íslendinga. Jólabækur er rótgróinn og sífersk hefð á íslandi. Varla væri bók ,jólagjöf- in“ til svo margra vina og ætt- ingja ef svo væri ekki. Nú er haft eftir bókaútgefenda að um 200 þúsund eintök af íslenskum bókum hafí selst á árinu, um 60-70% fyrir jólin. 100% aukning. Að vfsu segja ekki allir eins og skáldið Steingrímur Thorstein- son: f Mín er þetta meining full, maður vel það heyr: Heldur leirugt gef mér gull en gylltan leir. En hver situr samt og sökkvir sér í notalegheitum ofan í sína bók. Og „í bók þarf léttmeti að læðast með, svo fávísum einnig hún falli í geð“. Smekkur á bæk- ur sem betur fer æði misjafn. Fer ekki ætíð eftir uppskriftum þar til viðurkenndra spekinga. Skoðun Johns Barths er t.d.: „Listamenn ættu að segja sögur sem eru lið fyrir lið dásamlegar. Sögur sem eru trúar mannlegri reynslu og skýra á engan hátt mannlega reynslu.“ En H.J. Mencken er á öðru máli: „Sögur- persónur sem fara f svaðið eru yfírgnæfandi í bestu skáldsög- um.“ í þetta sinn áttu bókaormar lúxusjól með heilli helgi til afnota við lestur milli fjölskylduboðanna á jólum og áramótum. Sjálf komst ég vel af stað og var harð- ánægð með kynnin við mínar bækur, sína af hverju taginu. Ævisaga Errós er hressileg og ærleg. Gefur innsýn í lff þessa indæla sveitadrengs á vettvangi alþjóðlegra lista og lifnaðarhátta. Náttúra Mývatns, afmælisrit Hins íslenska náttúrufræðifé- lags, gefur okkur innsýn í hið viðkvæma lífríki landsins okkar. Hún er falleg og mikil gersemi að eiga, umfram einslestursbæk- ur. Strax á jólanótt lagðist ég í íslenska drauminn hans Guð- mundar Andra, sem hittir svo víða naglann á höfuðið og kemst hnyttilega og áreitnislaust að orði er hann kynnir sögupersón- umar með íslensku framtíðar- draumana, tfskudrauminn á ýms- um kunnum skeiðum, ungu sveitamennina með lýðveldis- drauminn, stefnulausu stúdent- ana með heiminn í höndunum, trúaða Keflavíkurgöngufólkið og nú fólkið í hlaupagöllunum. Kannski er það af persónuleg- um áhuga á málum sem Stefán Jón Hafstein skrifar um í „Guð- imir eru geggjaðir" að hún kom mér best á óvart. Þetta er bein frásögn Stefáns af kynnum hans af löndunum á „Homi Afríku“ og af hjálparstarfi á hungur- svæðunum af sjónvarpsskerm- um. Þessi persónulega hisþurs- lausa frásögn eins íslendigs fær- ir manni smám saman bakgmnn- inn, lífið á þessum svæðum, hungrið og ekki síst hjálparstarf- ið með kostum þess og göllum, sem sögumaður er greinilega að uppgötva smám saman. í höfuð- stöðvum Rauða krossins lýsir hann bölvandi og ragnandi belgísku sjónvarpsmannaliði. Búnir að fara lengst vestur í rass- gat, þar sem frést hefur af mik- illi neyð, en ekkert gekk. Neyðin ekki innan seilingar. Ferðin að fara í vaskinn. „Politík: mannúð- arpólitík, fjölmiðlapólitík, frama- pólitík, trúarpólitík, peninga- pólitík, innanlandspólitík, heim- spólitík. Þessa heitu rykugu hlandfýludaga í Khartúm kraum- aði undir kötlunum hvarvetna, þeirra sem voru í erindisrekstri hvers konar í þágu fólksins á melnum (bjargarlausu hungruðu flóttafólki). Sem ég vissi ekki enn um. En kæmist senn að. Á með- an voru skeggræður á loftkæld- um veitingastöðum, tif telex- tækja, seinagangur á ferðaleyfís- skrifstofum, brak talstöðva og dynur flugvéla þegar önnum kafnir útlendingar og til þess ráðnir heimamenn beittu ítrustu kröftum. Með ýmsu móti. Öll þessi pólitík verður að finna sér farveg áður en svangur munnur er mettaður. Mannúðarpólitík: Samúð almennings í ríku löndun- um verður að fara um farvegi söfnunarherferða, heimspopp- hljómleika, ríkisgjafa, efnahags- bandalagsframlaga, alþjóða- stofnanaákvarðana. Allir keppa um að virkja þetta ráðvillta bróð- urþek sem vaknar þegar mynd- irnar birtast á skjánum sér í hag - um leið og bágstöddum er hjálpað." Já, svona er hún veröld!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.