Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 35
,,, i-naamiMKMÞimuxiæjMm
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992
35
Símon E. Sigmunds-
son - Minning
Fæddur 12. júní 1908
Dáinn 26. desember 1991
Fyrir hartnær áttatíu árum er
húsfreyjan á Brúsastöðum í Þing-
vallasveit, Kristín Símonardóttir,
að koma heim úr kaupstaðarferð.
Heima bíður stór barnahópur komu
hennar og börnin fagna þegar
móðir þeirra færir þeim öllun ný,
falleg axlabönd að gjöf, með þeim
ummælum að nú verði þau líka að
lofa að vera góð börn. Þegar líður
á daginn tekur hún eftir að einn
drengurinn hennar, Símon, er
hljóður og hugsi uns hann kemur
til móður sinnar og skilar aftur
böndunum. Þegar hún innir hann
eftir hvers vegna hann vilji ekki
eiga þau, hvort honum finnist þau
ekki falleg er svarið: „Jú, en ég
get ekki lofað að vera alltaf góð-
ur.“ Þetta var hann Símon frændi
minn sem nýlega er látinn í hárri
elli. Þessi saga lýsir betur en mörg
lýsingarorð hans vandaða hugarf-
ari og hve sannur og heilsteyptur
hann var allt sitt líf.
Símon Egill fæddist á Brúsastöð-
um 12. júní 1908. Hann var fimmti
í röð átta barna hjónanna Kristínar
Símonardóttur og Sigmundar
Sveinssonar, sem þar bjuggu á
annan áratug og stunduðu jafn-
framt veitingarekstur í Valhöll á
Þingvöllum. Systkini Símonar voru,
í aldursröð, Sesselja forstöðukona
á Sólheimum í Grímsnesi, Lúðvík
vélstjóri, Gróa hárgreiðslukona,
Steinunn sjúkraþjálfi, Kristinn
matsveinn, Sigríður tannsmiður og
Þórarínn mjólkurfræðingur. Öll eru
þessi systkini nú látin nema Sigríð-
ur og Þórarinn.
Árið 1919 flutti ijölskyldan til
Reykjavíkur þar sem Sigmundur
gerðist húsvörður í Miðbæjarskól-
anum. Stóð heimili þeirra þar til
ársins 1940, er Sigmundur lét af
störfum.
Símon vann' ýmis störf í Reykja-
vík og fór í Kennaraskólann. Hann
veiktist alvarlega áður en honum
tókst að ljúka kennaraprófi og
barðist hann meira og minna við
heilsuleysi allt sitt líf. Á þriðja ára-
tugnum fór hann utan í fótspor
Sesselju systur sinnar og dvaldi í
Þýskalandi til að freista þess að
ná heilsu. Þar kynntust þau
systkinin kenningum Rudolfs
Steiners og störfuðu um skeið á
stofnunum hans. Þegar heim kom
tók hann þátt í að byggja upp heim-
ilið á Sólheimum í Grímsnesi ásamt
foreldrum sínum og systkinum,
sem studdu Sesselju ötullega. Eink-
um vann Símon þá við akstur og
byggingarvinnu auk kennslu og
uppeldisstarfa.
Er mörgum nú kunnur sá þáttur
í iífi þessarar fjölskyldu sem rakinn
er í bók Jónínu Mikaelsdóttur,
„Mér leggst eitthvað til“, en hún
kom út á síðasta ári (1990). Er þar
greint frá brautryðjandastarfi Ses-
selju við að koma upp heimili fyrir
þroskaheft og vanheil börn.
Árið 1939 fór Símon til Bret-
lands og dvaldi þar i 12 ár. Vann
hann þar á ýmsum Steiner-stofnun-
um og skólum, m.a. í Camphíll í
Skotlandi, þar sem hann var undir
handleiðslu eins af lærisveinum
Steiners. Hann kenndi seinustu
árin í Steiner-skóla í Bristol. Var
unun að heyra hann segja frá að-
ferðum sem hann beitti við sér-
kennsiu og hve dýrmætt honum
var að sjá árangur og framfarir
hjá nemendum sínum sem oft voru
mikið fatlaðir.
Árið 1951 kom Símon alkominn
heim. Var hann fyrsta sumarið
Fæddur 18. maí 1971
Dáinn 20. desember 1991
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
(H. Pétursson.)
Sú harmafregn barst mér 22.
desember, að Kristján Fr. Bjarna-
son, vinnufélagi og góður vinur,
væri allur. Nú þegar hátíð ljóss og
friðar fer í hönd og daginn að lengja
horfi ég með söknuði á eftir Krist-
jáni yfir móðuna miklu.
Stjáni, eins og við krakkarnir
kölluðum hann, var alltaf góður og
sannur vinur og þótt við ynnum
ekki lengur saman þá héldum við
þó dálitlu sambandi. Ósjaldan vor-
um við í góðra vina hópi, heima
hjá einhveiju okkar, á rúntinum
niðrí bæ eða einhvers staðar ann-
ars staðar. Kristján var vinur vina
sinna, alltaf var hann reiðubúinn
að spjalla um lífið og tilveruna.
Minnist ég samverustunda okkar á
Gelgjutanga, þar sem við unnum.
Þar var mikið rætt og mikið hlegið.
Við Stjáni vorum ekki líkir, við
komum úr ólíkum vinahópum og
sáum því lífið í ólíku ljósi. Oftar
enn ekki voru tilsvör og hugleiðing-
ar hans gjörólíkar því sem bjó í
huga mér og oft sýndi hann mér
nýjar hliðar á lífinu, opnaði fyrir
mér dyr inn í heiminn. Stjáni var
verkmaður góður og ekki er hægt
að hugsa sér betri vinnufélaga;
duglegur og drífandi maður, vand-
virkur og áreiðanlegur.
í dag er búið að höggva stórt
skarð í vinahópinn. Kristján er far-
Kristján Fr. Bjama-
son - Minning
inn, þessi hægláti vinur er horfinn
á braut. Það sem eftir stendur eru
minningar um samverustundir okk-
ar, minningar um góðan dreng,
minningar um vin.
Ættingjum og vinum votta ég
djúpa samúð á þessari erfiðu stund,
megi Guð veita ykkur styrk í sorg-
inni.
Ólafur E. Rúnarsson
vinnumaður hjá foreldrum mínum
í Glóru í Hraungerðishreppi en þau
voru að hefja búskap þar. Mér er
minnisstætt hve vel honum tókst
að halda okkur systkinunum að
vinnu með því að segja okkur sög-
ur og ævintýri í vinnuhléum í kál-
garðinum eða á engjateignum. Þá
bundumst við honum böndum sem
aldrei rofnuðu.
Dreif hann sig eftir það í að ljúka
kennaraprófinu og á árunum fram
til 1955 vann hann við kennslu á
Sólheimum og var síðan fyrsti
starfsmaður á Kópavogshæli ásamt
tveim konum og voru þau fyrsta
veturinn með 3 nemendur. En árið
1955 flutti Símon aftur austur fyr-
ir fjall og keypti jörðina Efra-Sel
í Stokkseyrarhreppi. Þar rak hann
heimili og skóla fyrir þroskahefta
drengi til ársins 1964. Á heimilinu
voru að jafnaði 6-7 drengir. Starfs-
fólk var ekki annað en Símon og
ráðskona hans, Ingibjörg Árnadótt-
ir frá Hrísey. Þau Símon og Ingi-
björg ráku búskap jafnframt upp-
eldisstörfunum. Stundaði Símon
alla kennslu og þjálfaði nemendur
í bústörfum. Ingibjörg var ein með
öll heimilisstörf, auk þess sem hún
gekk í útivinnu. Hún á þijú börn,
dóttur sem orðin var stálpuð er hún
flutti að Efra—Seli og tvo syni sem
ólust upp hjá þeim Símoni. Má
nærri geta hve vinnuálag hefir ver-
ið mikið á þessum tveim manneskj-
um sem aldrei tóku sér frí, en unnu
allan sólarhringinn árið um kring.
Er óhætt að segja að þarna var
unnið mjög merkt starf. Margir af
drengjunum sem til þeirra komu
þurftu mikla umönnun, nótt sem
dag.
Meðan Símon stundaði sér-
kennslu á Sólheimum, í Efra Seli
og síðar í Reykjavík komu vel í ljós
hæfileikar hans til að kenna. Stand-
ast vinnuaðferðir hans fyllilega
samanburð við það sem þykir best
og mest er gumað af í dag sem
hálærðum og þróuðum aðferðum
svo sem samþættingu og blöndun
svo eitthvað sé nefnt. Var honum
lagið að vinna með stóran hóp, allt
að 15 börn, t.d. á Sólheimum. Hann
skipti nemendum í hópa eftir getu
og námsþörfum og fékk hveijum
hópi verkefni við hæfi. Beitti hann
jöfnum höndum verklegri og bók-
legri kennslu. Hann þroskaði list-
ræna hæfileika og andlegt atgervi
nemenda í leik og starfi. Vann til
dæmis með það sem er nú kallað
myndmeðferð (myndtherapy). Var
hægt að sækja til hans ráð í óþijót-
andi reynslu og viskubrunn allt
fram á síðasta dag. Ráð hans
reyndust oft haldbetri í erfiðri sér-
kennslu en langir fyrirlestrar há-
menntaðra manna.
Þessi níu ár í Efra-Seli tóku sinn
+
Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og
útför eiginmanns míns og föður okkar,
BJÖRGVINS KETILS BJÖRGVINSSONAR,
Austurtúni 15,
Bessastaðahreppi.
Hafdís Einarsdóttir,
Harpa Rós Björgvinsdóttir,
Einar Kári Björgvinsson,
Linda Kolbrún Björgvinsdóttir.
toll af þreki og heilsu þeirra Símon-
ar og Ingibjargar og hugðist Símon
því flytja starfsemina nær höfuð-
borginni þar sem auðveldara væri
að fá starfsfólk. Varð úr að hann
og foreldrafélag heimilisins byggðu
starfsemina upp í Tjaldanesi í Mos-
fellssveit. Þangað fluttu nemend-
urnir 1964. Símon og Ingibjörg
létu þá af störfum við heimilið,
enda þrotin að kröftum. Ekki er
mér grunlaust um að eitthvað hafi
skoðanir frænda míns og foreldra-
félagsins ekki farið saman um alla
þætti kennslunnar. Trúr hugsjón
sinni lagði Símon þá verkið í ann-
arra hendur fremur en að vinna
gegn sannfæringu sinni. Fluttist
Símon þá til Reykjavíkur þar sem
hann stundaði kennslustörf og síð-
ar innheimtustörf meðan kraftar
entust.
Símon heillaðist mjög af kenn-
ingum Rudolfs Steiners. Alla ævi
nam hann þau fræði og blátt áfram
Iaugaði sál sína í uppsprettum
heimspekikenninga Steiners. Kom
það sér ekki síst vel á síðustu árum
þegar Elli kerling lék hann grátt.
Var alveg einstakt hvernig Símon
beitti hugleiðslu og heimspekileg-
um þankagangi til að vinna sig út
úr minnisleysi og ruglingi sem
hijáði hann um tíma eftir að hann
fékk heilablæðingu fyrir þrem
árum.
Alla ævi bar Símon hag annarrs
fyrir bijósti. Ef honum áskotnaðist
fé gaf hann það samstundis til líkn-
arstarfa og mörg starfsemi í land-
inu naut góðs af því. Hann sparaði
við sig hveija krónu og naut þess
að geta gefið stórgjafir þar sem
honum fannst þörf vera. Nú síðast
ánafnaði hann líknarstofnunum all-
ar eigur sínar að sér látnum.
Nú er hann fallinn í valinn eftir
langt og erfitt dauðastríð. Ég veit
hann trúði því að með góðu líferni
hérna megin grafar væri hann að
safna í sjóð sem nýttist handan
landamæranna. í bjargfastri trú á
orð Krists: „Sjá, ég er með yður
alla daga allt til enda veraldarinn-
ar“, lagði hann aftur augun annan
dag jóla pg hvarf á vit síns karma.
Hann var vel búinn undir vista-
skiptin.
Veri hann kært kvaddur og fylgi
honum einlægar óskir um að hann
fái meira að starfa guðs um geim.
Guðrún S. Þórarinsdóttir
Magnús Þórðar-
son — Kveðjuorð
Fæddur 4. maí 1922
Dáinn 25. desember 1991
Magnús Þórðarson' járnsmiður
lést á jóladag. Andlát hans bar
mjög brátt að. Hann dó á mesta
hátíðisdegi ársins, degi ljóss og
friðar, þegar allir kristnir menn
laða fram það besta í sjálfum sér
og eru góðir hver við annan. Magn-
ús fæddist að Úlfsstöðum í Vallar-
hreppi í Suður-Múlasýslu. Hann
ólst þar upp ásamt bróður sínum,
Ingimar, sem nú býr. á Egilsstöðum.
Móðir þeirra lést er Magnús var
aðeins fimm ára og Ingimar enn
yngri.
Rúmlega þrítugur fór hann að
læra járnsmíði og fékk síðan meist-
araréttindi. Lengstum vann hann
við sitt fag í Ofnasmiðjunni. Hann
var mjög handlaginn og hugmynd-
aríkur, jafnvígur á tré og járn og
naut þess að lagfæra og smíða.
Hann smíðaði m.a. bát sem hann
sigldi sjálfur á um skeið í frístund-
um sínum.
Systir mín Halldóra Oddsdóttir
og Magnús hófu búskap saman
fyrir um 36 árum. Fljótlega keyptu
þau sér lítið hús og fluttu það upp
að Rauðavatni. Það var margt sér-
stætt i fari þessa manns. Magnús
var ákafur veiðimaður en setti sér
ákveðnar reglur í sambandi við
Veiðiskap, enda var hann mikill
dýravinur. Hann elskaði landið sitt,
hafði gaman af að ferðast um það
og fara í útilegur. Og ég held að
hann hafi sérstaklega notið vorsins
í litla húsinu þeirra við Rauðavatn,
þar sem hann fylgdist grannt með
lífinu sem kviknaði á vorin. Hann
fylgdist af áhuga með hreiðurbygg-
ingu fuglanna, frá því að þeir fóru
að tína strá í körfur sínar og þar
til ungarnir yfírgáfu hreiðrin. I fyr-
rasumar tók ég eftir stafla af köss-
um við vinnuskúr Magnúsar við*'"
Rauðavatn, en í þeim var fjöldi tijá-
plantna. Magnús gróðursetti þær í
holtinu í kring, svona til að skilja
eitthvað eftir sig að eigin sögn.
Magnús Þórðarson var prúð-
menni, hæglátur að eðlisfari, og
fátt gat komið honum úr jafnvægi.
Hann var óvenju fáorður maður,
en fáum leyndist að hann var
greindur vel, drengur góður og vildi
öllum gera greiða enda hafa marg-
ir notið þess. Margir eiga eftir að
sakna hinnar góðlátlegu og hljóðu
kímni sem hann sýndi svo hlýlega
í svipmóti sínu. Hann var foreldrum
mínum traustur og góður tengdas-
onur og konu sinni hefur hanp^.
reynst þolinmóður og natinn í veik-
indum hennar.
Magnús og Halldóra ólu upp
kjördótturina Sigríði, sem gift er
Gretti Gíslasyni og eiga þau þijú
börn. Ég bið góðan guð að styrkja
systur mína og fjölskyldu hennar
í sorg þeirra. Minningin um traust-
an og góðan mann lifir.
Hólmfríður Oddsdóttir
og börn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞORSTEINS KRISTJÁNSSONAR,
Laugarnesvegi 42.
Erla Þorsteinsdóttir,
Óli Þorsteinsson,
Rannveig Þorsteinsdóttir, Guðjón Eiríksson,
Henný Sigurjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð-
ur og afa,
JÓNS GUNNARSSONAR
frá Böðvarshólum,
Melavegi 5,
Hvammstanga.
Þorbjörg Konráðsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.