Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 Clinton og Tsongas stuðnings 25 prósenta hvor. Sex prósent kváð- ust styðja Kerrey. Hinir frambjóðendurnir þrír eru Tom Harkin, öldungadeildarþing- maður frá Iowa, Douglas Wilder, fylkisstjóri í Virginíu, og Jerry Brown, fyrrum fylkisstjóri Kalifor- níu. Möguleikar Bush Bush og Buchanan munu einnig leiða saman hesta sína í New Hampshire 18. febrúar. Sam- kvæmt skoðanakönnuninni hefur Bush yfirburðaforystu á Buchan- an. 59 prósent aðspurðra kváðust styðja Bush, en aðeins 21 prósent Buchanan. Bush hefur átt misjöfnu gengi að fagna í forsetatíð sinni. Gengi hans í utanríkismálum hefur aflað honum vinsælda, en innanríkismál- in hafa veikt hann. Vinsældir hans minnkuðu þegar þrátefli varð í fjárlagaumræðu haustið 1990 og aftur undir lok síðasta árs vegna kreppunnar. Bush hefur meðal annars reynt að skella skuldinni á demókrata, sem eru með meiri- hluta í báðum deildum Bandaríkja- þings, fyrir ástandið í efnahags- málum og það er spurning hvað hann kemst langt á því að halda uppteknum hætti í kosningabarátt- unni. Hann sló sér hins vegar upp á framgöngu sinni í Persaflóanum. Nú er ástandið í heimsmálunum og þá sérstaklega í Austurvegi þannig að Bandaríkjamenn standa uppi sem eina risaveldið og Bush gæti nýtt sér það til að afla vin- sælda heimafyrir. Hann getur jafn- framt stillt sér upp sem eina fram- bjóðandanum, sem hafi reynslu og hæfileika til að tryggja Bandaríkj- amönnum sess í heiminum eftir lok kalda stríðsins. Ætli demókratar að skáka Bush verða þeir að halda vel á spöðunum. Frambjóðendurnir sex eru lítt þekktir meðal almenn- ings og þeir þurfa að leggja hart að sér til að breyta því. Bush stend- ur traustum fótum, en honum hef- ur ekki tekist að reisa sér óvinn- andi vígi í Hvíta húsinu og koma þar einkum til vandræði hans í glímunni við efnahagsvandann. Iieimildir: Time, International Herald Tribune og Reuter. Liðleiki, styrkur og þol Er þetta umsögn um þig, eða er kominn tími til að hrista af sér slenið og koma líkamanum í lag? Námskeiðin eru þegar hafin og leiðbeinandi er hin kunna vaxtarræktarkona og íþróttakennari Rósa Ólafsdóttir. Tímarnir eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17.30-19.00 og kl. 19.00-20.30. Hvertími samanstenduraf hálftíma í þolleikfimi, hálftíma í tækjaæfingum og hálftíma í teygjum. Teygðu þig í símtækið og athugaðu hvað þú þol- ir, síminn er 42230. RÖ8KVA íþróttahús Digraness, sími 42230 ryikM STÍFT FITUBRENNSLU-NÁMSKEIÐ SEM SKILAR ÁRANGRI Bill Clinton, fylkisstjóri í Ark- ansas, stendur best að vígi af fram- bjóðendunum sex. í skoðanakönn- uninni í New Hampshire naut hann stuðnings 14 prósenta aðspurðra. Næstir komu Paul Tsongas, fyrr- um öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, og Bob Kerrey, öldungadeildarþingmaður frá Nebraska, með sex prósent hvor. Þegar aðspurðum var einungis gefinn kostur á að nefna þá fram- bjóðendur, sem í boði eru, nutu Frambjóðendur demókrata Sex frambjóðendur hyggjast sækjast eftir útnefningu Demó- krataflokksins til forsetaefnis. Þeir munu á komandi mánuðum beijast innbyrðis til þess að vinna hylli kjósenda, en samkvæmt skoðana- könnun, sem gerð var í New Hampshire-fylki, er þeirra helsti keppinautur maður, sem ákveðið hefur að gefa ekki kost á sér. Forkosningar verða haldnar í New Hampshire 18. febrúar og þótt þar verði aðeins kjörin tvö prósent þeirra fulltrúa, sem velja forseta- efni demókrata á ráðstefnu flokks- ins í júlí, hefur sigurvegarinn í forkosningunum þar oftar en ekki verið útnefndur. 36 prósent aðspurðra kjósenda, sem talið er að muni kjósa demó- krata í New Hampshire, kváðust myndu kjósa Mario Cuomo, fylkis- stjóra í New York. Cuomo dró vonglaða demókrata og kvíðna repúblikana á því í tíu vikur hvort hann ætlaði að gefa kost á sér. Nokkrum dögum fyrir jól lýsti hann svo yfír því að hann færi ekki fram. Cuomo óttaðist að hann væri ekki nægilega undirbúinn til að heyja kosningabaráttu við Bush. En helsta ástæðan fyrir því að hann ákvað að gefa ekki kost á sér var fjárlögin í New York. Eins og ónefndur aðstoðarmaður Bush orðaði það nokkrum klukkustund- um áður en ákvörðun Cuomos lá fyrir: „Við viljum ekki þurfa að eiga við Mario. En fari hann fram munu repúblikanarnir í Albany [höfuðborg New York-fylkis] tefja hann svo mánuðum skiptir. Fjár- lögin verða aldrei afgreidd og hann mun virðast setja persónulegan metnað sinn til að verða forseti framar opinberum skyldum sínum. Það mun gera út af við hann.“ Einn ráðgjafa Cuomos sagði að repúblikaninn hefði hitt naglann á höfuðið. Oákveðni Cuomos hefur spillt fyrir hinum frambjóðendunum sex eins og fram kom í skoðanakönn- uninni. Bæði hefur hann dregið athygli frá hinum frambjóðendun- um og gert þeim erfíðara fyrir að afla sér kosningafjár. Stuðningsr menn Cuomos segjast meira að segja ætla að setja nafn hans á kjörseðilinn þótt hann hafí ákveðið að bjóða sig ekki fram. Ef stuðn- ingur við Cuomo reynist mikill í forkosningunum gætu demókratar skorað á hann að fara fram á móti Bush á ráðstefnunni í New York í júlí. En það verður að telj- ast ólíklegt. Mario Cuomo á rugguhestinum. Það tók fylkisstjórann í New York heila eilífð að ákveða að bjóða sig ekki fram til forseta. Á meðan tvístigu keppinautar hans milli vonar og ótta. HEFST11. JANUAR • Fitumæling og vigtun. • Matarlistar og ráðgjöf. • Fyrirlestrar um megrun og mataræði. • Þjálfun og hreyfing 5 sinnum í viku. • Viðurkenningarskjal í lok námskeiðsins með skráðum árangri. Sú sem missir flest kíló fær frítt mánaðarkort hjá Jónínu og Ágústu. Eina varanlega leiðin að lækkaðri líkams- þyngd er aukin hreyfing og rétt mataræði. Við hjálpum þér að brenna fitu og kennum hvernig á að halda henni frá fyrir fullt og allt. Okkar metnaður er þinn árangur. ATH! Nýr kermslustaður fyrir Mosfellsbæ, Grafarvog, Árbæ og Breiðholt. LÁTIÐ SKRÁ YKKUR STRAX SIMAR 689868 og 689824 TAKMARKAÐUR FJOLDI KEMST AÐ * STÚDlÓ JÓNÍNU & AGÚSTU Skeifan 7, 108 Reyk|av>k S. 689868 BUSH BÝST TIL ÁTAKA í SKUG6A KREPPU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.