Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1992
37
Kveðjuorð:
Skipverjar „Eldhamri“
Sigurður Kári Pálmason
Fæddur 10. júní 1964
Arni Bemhard Kristinsson
Fæddur 13. maí 1959
Bjami Guðbrandsson
Fæddur 25. ágúst 1960.
Ég horfi yfir hafið
um haust af auðri strönd,
í skuggaskýjum grafíð
það skilur mikil lönd.
Sú ströndin stijála og auða,
er stari ég héðan af,
er ströndin striðs og nauða,
er ströndin hafsins dauða,
og hafið dauðans haf.
(V. Briem.)
Hinn 30. nóvember sl. voru til
moldar bomir þrír ungir menn úr
Grindavík, sem létust ásamt tveim
öðmm ungum mönnum í hörmulega
sjóslysinu við Hópsnesið 22. nóv-
ember 1991.
Ég kynntist Sigga fyrst, þegar
frænka mín kom til að sýna mér
mannsefnið sitt. Það var glaður,
glettinn og indæll drengur, ávallt
með bros á vör. Kynnin urðu góð
en alltof stutt. Ég man hvað þau
voru ánægð, þegar þau komu og
sögðu mér, að þau hefðu verið að
kaupa sér íbúð, Siggi væri að fá
búslóð sína að norðan og hvort ég
gæti geymt hana þar til þau flyttu
inn. Heimili þeirra varð hlýlegt og
fallegt. Ég varð fljótt heimagangur
þar og alltaf á meðan ég átti heima
í Grindavík og það var gaman að
rabba við Sigga. Við töluðum um
allt sem viðkom sjónum. Eftir að
ég flutti í sveitina og kom í heim-
sókn ræddum við um landbúnaðinn,
því að þar var Siggi lika á heima-
velli. Hann var oft að tala um að
koma og heimsækja mig í sveitina.
Nú vitum við að af þeirri heimsókn
verður ekki.
í apríl 1986 eignuðust þau fyrsta
son sinn, Arnþór og í des. 1990
annan son, Fannar Geir. Siggi var
góðður faðir. Hann gat setið heilu
tímana inni í herbergi hjá Adda litla
og raðað kubbum eða verið í bíla-
leik með honum. Harpa og litlu
drengirnir tveir hafa misst góðan
félaga og föður. Elsku Harpa, Am-
þór og Fannar Geir, Diddi bróðir,
Þórey og fjölskylda Sigga. Við send-
um ykkur innilegar samúðarkveðjur
okkar.
Áma kynntist ég unglingi í
Grindavík, kátum og skemmtilegum
strák. Ég kynntisl honum mikið
betur eftir að leiðir hans og Erlu
frænku lágu saman. Brúðkaupsdag
þeirra man ég vel. Þá flutti ég í
næsta hús við foreldra Áma, þeirra
Kidda og Hrannar og með okkur
tókust góð kynni. Oft hittumst við
Ámi niður á netaverkstæði. Þá var
rætt um sjómennsku, en hún átti
hug hans allan. Árni var drerigur
goður, laginn sjómaður og skip-
stjómandi og sérstaklega um-
hyggjusamur fjölskyldumaður. Það
Suðuríandsbraut 10
108 Reylcjavík. Sími 31099
er sárt að sjá á bak honum í blóma
lífsins.
Elsku Erla, Sigurpáll og Hrönn
litla, Siggi Palli, Kiddi og Hrönn.
Við sendum ykkur dýpstu samúðar-
kveðjur okkar.
Bjarna kynntist ég, þegar hann
kom á vertíð til Grindavíkur. Þá
vann hann hjá Fiskanesi. Þar kynnt-
ist hann frænku minni, henni Stínu
Boggu. Við fyrstu kynni virtist
Bjarni alvömgefinn drengur, en svo
kom í ljós innri maður hans, glett-
inn, geðprúður og greiðvikinn
drengur, sem vildi allt fyrir alla
gera. Heimili þeirra stóð mér alltaf
opið. Á tímabili kom ég þar daglega
mér til ánægju. Það voru margar
stundir, sem við áttum þar saman.
Þá var glatt á hjalla, ævinlega.
Eftir að ég flutti frá Grindavík
minnkuðu tengsl én rofnuðu ekki.
Stutt er milli stórra högga í fjöl-
skyldunni. Faðir Bjarna lést í slysi
í september sl.
Elsku Stína Bogga, Olla Helga,
Guðbrandur og Helgi Freyr, Helgi
og Olla og ijölskylda Bjarna við
sendum ykkur hjartanlegar samúð-
arkveðjur.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég fínn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr.
(M. J.ochumsson)
Kristín Helgadóttir og
fjölskylda í Kóngsbakka.
VALS
Þrettándabrenna Vals verður á
Hlíðarenda mánudaginn 6. janúar
og hefst með blysför f rá
Hlíðaskóla kl. 19.30.
Gengið verður að Hlíðarenda
þar sem kveikt veður í bálkesti um
kl. 20.00.
HRESS í VETUR
Hvort heldur ætlun er að styrkja, liðka, og góð aðstaða tryggja góðan árangur.
megra, auka þol eða allt þetta í senn Meiri styrkur og þol gefur þér nýjan
þá getur þú verið viss um að fínna lífsþrótt, bætt útlit og aukið sjálfsöryggi
námskeið við þitt hæfi hjá HRESS, á og vellíðan. r Vertu með í hressum hópi.
tíma sem þér hentar. Frábærir kennara,
Líkamsrækt Fitumæling
Átak í megrun Ráðgjöf
Vaxtamótun Æfingar með lóðum
* Fitubrennsla (Púl) Æfingar með teygjum
Fyrir barnshafandi Vatnsgufubað
* Start Ótakmörkuð mæting
Nýr lífsstíll Frábærir Ijósabekkir
Old boys Barnagæsla frá 9.30 -16.00
Kvennaleikfimi 7 mínútur úr Breiðholti
Morguntímar
Dagtímar TTDFCC
jazzballettet £ ni\Ljjj
Vigtun
Matseölar —ukamsrækt cx; yos
■■■■ BÆJARHRAUM 0/V\0 KERAVÍKURVECINN/SIMI 6S 2212