Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 33
morgL'nblaðið MINNINGARiiirin 5. JAN'ÚAR 1992 33 Kveðjuorð: ^ ________ OlafurH. Egilsson Fæddur 15. júní 1927 Dáinn 26. nóvember 1991 Ólafur fæddist í Vestmannaeyjum 15. júní 1927, sonur hjónanna Rögnu Þorvarðardóttur og Arinbjörns Ól- afssonar. Faðir hans fluttist síðar til Hafnarfjarðar þar sem hann var ritari sýslumanns um langt árabil. Hann var hið mesta prúðmenni og mjög vel hðinn. Þau hjón slitu sam- vistir er Ólafur var ungbarn. Hann átti hálfbróður er Fróði heitir. Þeir voru sammæðra. Ólafur var tekinn til fósturs af Sigurbjörgu Ögmundsdóttur, frænku sinni, og Agli Jónassyni út- gerðarmanni í Ytri-Njarðvík. Þeir Njarðvíkurbræður, Egill og Einar Jónassynir, ráku þá útgerð og fisk- verkun um langt árabil. Hjá þeim merkishjónum og dóttur þeirra, Helgu, ólst Ólafur upp sem þeirra bam og var hann ættleiddur af þeim. Það má segja að Helga og Óli væru umvafin ástúð og blíðu sinna ágætu foreldra. Ólafur fór snemma að hjálpa til við umsvif föður síns. Hann var létt- ur og glaður í unglingahópi og átti marga góða vini meðal þeirra. Hann fór í Verslunarskóla íslands og lauk þaðan prófi. Að því loknu tók hann að fullu þátt í útgerð og atvinnu- rekstri föður síns og rak síðar eigin fyrirtæki. Árið 1948 kvæntist Ólafur Nilsínu Larsen, hinni mestu myndarkonu. Hún var ættuð frá ísafirði. Þau Nils- ína og Ólafur mynduðu sér eitt hið glæsilegasta hús og heimili í Njarð- víkum og bjuggu þar með reisn. Þau voru mjög samhent í starfi og eign- uðust sjö myndarleg börn að dóttur- inni Þórdísi meðtaldri, er Nilsína átti áður en hún giftist, en Ólafur ættleiddi og gekk í föðurstað. Börn þeirra eru Þórdís, gift Ragnari Ein- arssyni, Sigurbjörg, gift Einari Guð- jónssyni, Egill, kvæntur Jónu Bjarnadóttur, Bjarni Þór, kvæntur Jónínu Ólafsdóttur, Ragna, gift Henry Lirat, Ólafur H., kvæntur Kolbrúnu Alexandersdóttur og yngst er Sóley. Ættstofn þeirra er myndar- fólk, dreift um byggðir Suðurnesja. Einnig átti hann stóran hóp frænda og vina á Suðurnesjum. Nilsína og Ólafur slitu samvistir og bjó Nilsína áfram með börnum þeirra en Ólafur fluttist til Reykja- víkur og stundaði þar ýmis störf, síðast sem leigubílstjóri. Ég fylgdist ekki með störfum hans þar en mér er sagt að hann hafi gifst þar hinni ágætustu konu, Höllu Jónsdóttur, árið 1969. Hún átti frá fyrra hjóna- bandi tvo syni sem Ólafur gekk í föðurstað og var sambúð þeirra mjög góð og náin. Ólafur hélt einlægu sambandi við öll sín börn pnda var hann mikill barnavinur. Óli Egils, en svo var hann ávallt nefndur hér í Njarðvík- um, mun ekki hafa gengið heill til skógar síðasta árið og lést hann á Grensásdeild Borgarspítalans 26. nóvember 1991. Ég var staddur ut- anlands er ég frétti lát þessa kæra vinar og varð mér mikið um hans fráfall. Hann var einn þeirra ungu manna í Ytri-Njarðvík er ég kynnt- ist nánast sökum samstarfs, nálægð- ar og vináttu foreldra hans og minnar fjölskyldu. Ólafur var glæsi- menni að vallarsýn, greindur vel, gamansamur, orðheppinn, hrókur alls fagnaðar í vinahópi og lét þá brandara fljúga. Hann var vinmarg- ur og ávallt gleði og gamansemi í kringum hann. Hann var kraftmikill starfsmáður að hveiju sem hann gekk á sínum uppvaxtarárum. Ég kveð þennan lífsglaða Njarð- víking með þeirri ósk að „bak við dauðans blökku tjöldu brosi lífsins gyðja“ og að honum auðnist að feta þroskabrautir hins eilífa lífs. Ég votta konu.hans, ástvinum og vinum innilega samúð. Karvel Ogmundsson Guttormur Þorsteinsson, Löndum - Minning Fæddur 3. apríl 1906 Dáinn 3. október 1991 3. október síðastliðinn lést góð- vinur okkar hjónanna, hann Gutt- ormur frá Löndum. Guttormur var fæddur í Löndum þann 3. apríl 1906. Foreldrar hans voru þau hjón- in Þorsteinn Kristjánsson frá Lönd- um og Guðlaug Guttormsdóttir frá Stöð. Guttormur var úr hópi sex systk- ina og eru tvö þeirra á lífi. Framan af dvaldist hann mikið inni í Stöð hjá afa sínum og ömmu og einnig hjá móðurbróðui' sínum Benedikt, en þeir voru miklir mátar. í Löndum var bæði stundaður búskapur og sjósókn, var trilluútgerð veigamikill þáttur í búskapnum og voru þeir saman í útgerð Guttormur og Kristján bróðir hans. 4. nóvember árið 1934 var happadagur í lífi Guttorms, en þá gekk hann að eiga eftirlifandi eiginkonu sína Fanneyju Sigríði Ólafsdóttur frá Skála, Beru- neshreppi. Fanney er dóttir hjón- anna Olafs Bjömssonar frá Hálsi, Búlandshreppi, og Stefaníu Anton- íusardóttur frá Berunesi. Reyndist Fanney manni sínum alla tíð traust- ur og umhyggjusamur lífsförunaut- ur. Fanney og Guttormur eignuðust tvo syni, þá Benedikt, kvæntan Olgu Jónsdóttur, búsett á Norð- firði, og Ólaf, kvæntan Kristrúnu Guðnadóttur, búsett á Stöðvarfirði. Fjölskyldan var samhent og voru barnabörnin augasteinar afa og ömmu. Snemma kviknaði áhugi Gutt- orms á tónlist og hljóðfæraleik. Hefur dvölin í Stöð ef til vill ýtt undir þá hæfileika sem með honum bjuggu. Fékk hann um tíma tilsögn í orgelleik hjá séra Vigfúsi Þórðar- syni, presti í Heydölum. Þá hleypti hann heimdraganum og fór suður til Reykjavíkur og var einn vetur við orgelnám hjá Páli ísólfssyni. Sneri Guttormur aftur í heimasveit sína og gerðist organisti og kór- stjóri við Stöðvarkirkju. Var hann þar samfleytt frá árinu 1928 og vel yfir hálfa öld. Þessi þjónusta Gutt- orms var hans hjartans mál, líf og yndi, sem hann stundaði af kost- gæfni og næmri tilfinningu. Þá stofnaði Guttormur einnig fyrsta karlakórinn á Stöðvarfirði og stjómaði honum um alllangt skeið. Á samfélagið hinum látna mikið að þakka fyrir þetta mikla og fórnfúsa starf, sem unnið var af brennandi áhuga. Allir sem kynntust Guttonni fundu og mátu það góða hugarþel og þá umhyggju sem hann bar til þessa fallega staðar Stöðvarfjarðar og fólksins sem þar bjó. Fylgst var náið með afla og útgerð og þeim skipum sem fóm inn eða út fjörð- inn, fram hjá Löndum. Guttormur var gefinn fyrir að tileinka sér nýj- ungar og þekkingu á þeim. Hann eignaðist eina fyrstu dráttarvélina sem kom í sveitina. Hann var lag- hentur maður og smíðaði m.a. bæði hús og báta. Guttormur var mikill náttúruunnandi og fór reglulega í gönguferðir sér til ánægju og heilsubóta, þá var hann einnig veð- urglöggur mjög og fylgdist grannt með veðri. Eftir áramótin síðustu fluttust þau hjónin á Dvalarheimili aldraðra í Neskaupstað. Var það sökum veik- inda Guttorms, en hann naut góðr- ar aðhlynningar hjúkrunarfólksins þar. Núna þegar Guttormur hefur kvatt þetta líf, kemur upp í huga okkar hvað það var yndislegt að fá að kynnast honum. Það var alltaf jafn mikil tilhlökkun sem kviknaði í bijóstum okkar þegar við lögðum af stað austur til að heimsækja þau hjónin. Það var eins og að koma heim eftir langa fjarveru. Þá áttum við saman stundir sem aldrei gleym- ast. Settist Guttormur gjarnan við orgelið og við rauluðum saman, það var hreint ótrúlegt hvað þessi aldni maður var fimur í fingrunum. Elsku Fanney og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guttorms Þorsteinssonar. Silla og Hlynur. Mágkona mín og föðursystir, JÓNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Skjóli við Kleppsveg, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 13.30. Áslaug Bachmann, Guðrún Karlsdóttir og frændsystkini. Legstelnar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf umi I S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48-SiMl 76677 Kveðjuorð: Edith Clausen Fædd 9. mars 1910 Dáin 10. desember 1991 Edith fæddist í Noregi síðla vetr- ar árið 1910. Faðir hennar var kaupmaður og skipstjóri sem með athafnaríkri konu sinni stýrði heim- ilnu af festu og öryggi. Edith kynnt- ist á tuttugasta aldursári F. Res- berg og rugluðu þau saman reitum og hlotnaðist þeim glæsileg dóttir, Elísabeth. Árið 1937 fluttist Edith til *ís- lands með dóttur sína og sþildust þar leiðir þeirra hjóna. Til íslands var erfitt að koma, bændaþjóð leit útlendinga illu auga en Edith lét ekki bugast og ól dóttur sína upp eins og best varð á kosið. Edith giftist Herluf Clausen og speglaðist ást þeirra í samheldni allt þar til Herluf lést 1982. Edith og Herluf voru ætíð þekkt fyrir gestrisni og höfðingskap enda sam- rýnd og stórhuga en þegar Herluf dó þá dó einnig hluti af Edith, hún varð bitur gagnvart heiminum og sætti sig seint við að hafa misst þennan elskaða eiginmann. Þrátt fyrir það stóð hún alltaf teinrétt og bugaðist aldrei. Þegar náinn ættingi fellur frá er ekki auðvelt að lýsa þeim tilfinning- um sem að garði bera og sem endra- nær ræður eigingirni manneskjunn- ar ríkjurn hjá þeim sem eftir lifa því engum er auðvelt að sjá á bak ástvinum hvort sem þeir eru gamlir eða ungir, lasburða eða í blóma lífs- ins. Um þetta fær manneskjan engu ráðið því það er í höndum skapara himins og jarðar að ákveða hvenær og hveija hann kallar til sín. Núna þegar ástkær amma mín er til grafar borin geri ég mér fyrst grein fyrir því hvaða lausn henni hefur verið veitt, að fá að flytjast á brott úr erfiðum veikindum til fundar við horfna ástvini í himna- sölum skaparans. Það er alltaf erf- itt að horfa á eftir ástvinum sínum yfir móðuna miklu en yfir huga mínum hvílir ró því ég veit að Edith fékk loksins frið, frið frá amstri og erfiðleikum lífsins, veikindum og bágindum sem hijá allt of margar manneskjur á þessari jörð. Ég veit að hún er sest að á æðri og betri stað þar sem sál hennar lifir um aldur og ævi og er uppljómuð af birtu Drottins. Það hryggir mig sárlega að missa ömmu og enn meira hryggir mig að vita til allra þeirra ungmenna sem Drottinn Guð tekur til sín núna yfir hátíðirnar sem og á öðrum stundum. Það sem er ætlast til af þeim sem eftir lifa en hinsvegar að styðja hvort annað og standa með hvoru öðru í logni og stormi. Mig rámar enn í þegar ég var á. níunda ári og íjölskylda mín var samankomin í húsi ömmu og afa. Herluf afi var hrókur alls fagnaðar og sagði sögur en Edith amma stjómaði borðhaldinu af dugnaði. Þetta aðfangadagskvöld sat ég og horfði á fjölskyldu mina og geri mér fyrst grein fyrir því nú hve sárt er að kveðja einhvem að eilífu, fá aldrei að bera þá persónu augum aftur nema á myndum, samt sem áður friða minningarnar sem koma upp í hugann um góðar samveru- stundir með ömmu, sál mína á þess- ari sorgarstundu. Innilega samúð mína fær elsku- leg móðir mín, Elísabeth, dóttir Edith, sem var alla tíð stoð og stytta hennar og var hjá henni allt þar til Guð tók hana í faðm sinn. Ég veit að Edith óskaði einskis annars er hún yfirgaf þessa jörð, en að vita að sú persóna sem var henni kærust væri við hlið hennar. Hennar hinsta ósk rættist. Edith var stórkostleg kona, dáð alla sína lífsdaga og minning hennar mun alltaf lifa í hjörtum okkar sem elsk- uðum hana. Þór Clausen Þjöðhátíðarsjöður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1992 Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núver- andi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúru- verndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einn- ig til álita viðbóðarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarfram- lag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknar- frestur er til og með 28. febrúar 1992. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í af- greiðslu Seðlabanka (slands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma (91) 699600. Reykjavík, 31. desember 1991. Þjóðhátíðarsióöur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.