Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 _____________________——a— —! L_L£_______________ Móðir okkar, t ÁSTA STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR, Kóngsbakka 3, Reykjavík, lést á heimili sínu 3. janúar. Guðný Hafbjörg Jónsdóttir, Dagný Jónsdóttir, Stefán Jónsson. t Móðir okkar og sambýliskona mín, LOVÍSA NORÐFJÖRÐ JÓNATANSDÓTTIR, Garðastræti 19, lést í Landspítalanum 3. janúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu, Gunnþór Pétursson. t Stjúpfaðir minn og tengdafaðir, PÁLL SIGURÐSSON, Hólagötu 37, Njarðvík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 3. janúar. Fyrir hönd vandamanna, Grétar Haraldsson, Hellí Haraldsson. t Elskulegur eiginmaður minn, BIRGIR GUÐJÓNSSON brunavörður, Hjallabrekku 28, lést í Borgarspítalanum 3. janúar. Fyrir hönd annarra vandamanna. Ásta Þórarinsdóttir. t ÓLI ÓLAFSSON, Laugavegi 128, lést í Landspítalanum 20. desember sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 6. janúar kl. Fyrir hönd fjarstaddra dætra hans. 13.30. Starfsfólk ísaga hf. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFURSTEFÁNSSON verslunarmaður, Sólheimum 27, lést að heimili sínu 26. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju 8. janúar kl. 15. Fyrir hönd aðstandenda, Þorvaldur Ólafsson, Rannveig Ólafsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, SIGGEIR GUNNARSSON, Hátúni 12, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á MS-félagið, Álandi 13, Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og íþróttafélag fatlaðra. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Bergmann. S t Systir okkar og fóstursystir, SÆUNN ÁRNADÓTTIR, Laugarbakka, Miðfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. janúar kl. 13.30. Rútuferð verður frá Laugarbakka, Miðfirði, kl. 8.00. Arinbjörn Árnason, Jónína Árnadóttir, Jóhann Benediktsson, Álfheiður Björnsdóttir. Minning: Kristján B. Sveins- son frá Arnardal Fæddur 15. nóvember 1917 Dáinn 18. desember 1991 Þann 18. desember sl. lézt Krist- ján Bjarni Sveinsson, til heimilis að Kópavogsbraut la, eftir langa og stranga vanheilsu, sem hafði þjakað hann hátt á annan áratug. Útför hans var gerð frá Kópavogskirkju 30. desember sl. Hann var fæddur á Flateyri við Önundarfjörð 15. nóvember 1917 og var nýorðinn 74 ára er hann lézt. Hann var sonur hjónanna Hólmfríðar Kristjánsdóttur frá sama stað og Sveins bakara Sigurðssonar jiar. Sveinn hafði lært bakaraiðn á Isafirði, en var Hnífs- dælingur að ætt og uppruna. Kom- inn af kunnu dugnaðar- og athafna- fólki þar, en Hólmfríður var af önf- irzkum og arnfirzkum ættum. Fað- ir hennar Kristján Bjarni, stýrimað- ur, var sonur Guðmundar á Álfta- mýri við Arnarfjörð Jónssonar prests á sama stað Ásgeirssonar, prófasts í Holti í Önundarfirði, bróð- ur Þórdísar, móður Jóns Sigurðss- oriar, forseta, frá Rafnseyri, Arnar- fírði. Þau Hólmfríður og Sveinn fluttu frá Flateyri að Heimabæ í Arnardal við Djúp vestur árið 1919 og hófu þar búskap. Þar ráku þau myndar- og rausnarbú lengstum sinnar manndómsævi. Sveinn stóð jafn- framt í ýmsum öðrum umsvifum og rekstri, rak m.a. útgerð um skeið og verkaði aflann sjálfur með sínu heimafólki eins og gerðist og gekk hjá útvegsbændum á þeirri tíð. Hann var harðduglegur maður, út- sjónarsamur og fylginn sér. Hóim- fríður, kona hans, stóð honum þar ekki að baki. Hún stóð alla tíð þétt við hlið manns síns og var honum samhent í búskapnum sem þótti um margt til fyrirmyndar. Hún vann mjög að félagsmálum í Arnardal og aðallega var það fyrir hennar dugnað og atbeina að barnaskóli var reistur þar í landi þeirra hjóna. Lát hún sér mjög annt um skólann meðan hún-mátti því við koma. Börn þeirra Hólmfríðar og Sveins voru mörg. Þau vöndust strax allri vinnu og voru alin upp í mikilli iðju- semi og reglusemi og erfðu alla beztu kosti foreidra sinna í dugnaði og sjálfsbjargarviðleitni. Kristján var þriðji í röð 8 alsystk- ina, en 2 hálfsystkini átti hann eldri, börn Sveins áður en hann kvæntist Hólmfríði. Móðir mín, Lovísa Rann- veig, var alsystir Hólmfríðar. Á uppvaxtarárunum var það alltaf mikið tilhlökkunarefni að fara í Arnardal til frænku minnar í heim- sókn og hitta frændsystkinin þar, einkum þá bræður Kristján og Sigurð, en við Kristján vorum á sama aldri og Sigurður ári eldri. Þau hjónin, Hólmfríður og Sveinn, voru góð heim að sækja og afbragðs gestgjafar og veittu af rausn gestum og gangandi enda oft gestkvæmt hjá þeim. í alsystkina- hópnum voru bræðurnir tveir og systurnar sex auk hálfsystur sem var elzt og Hólmfríður tók að sér og ól upp sem sitt eigið barn. Þetta var glaður systkinahópur og fram- sækinn, en kátastur þeirra allra var Kristján heitinn og fyndnastur. Var því seinna meir sárt og erfitt að vita til þess hversu langvarandi veikindi og sálarstríð lögðust þungt á hinn æskuglaða frænda minn sem áður fyrr hafði verið svo fullur af ijöri og lífsorku en sást sjaldan hin síðari ár með hýrri há. Þá var það og mikið og þungt áfall allri fjöl- skyldunni og öllum nánum vinum og ættingjum, þegar eldri bróðirinn Sigurður féll frá langt um aldur fram, en hann fórst með Goðafossi í seinni heimsstyijöldinni þegar honum var sökkt við Reykjanes 10. nóvember 1944. Var þar þýzkur kafbátur að verki. Sigurður var fæddur 17. sept- ember 1916 og því 28 ára að aldri þegar hann fellur frá. Mikill harmur var kveðinn að allri ljölskyldunni Lokað verður þriðjudaginn 7. janúar frá kl.' 13.30 í Sunda- kaffi, Sundahöfn, og útibúum þess við Súðarvog 50, Veghús, Dalveg og í Borgartúni, vegna útfarar ÞORSTEINS ARNAR ÞORSTEINSSONAR. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN ÖRN ÞORSTEINSSON, Njálsgötu 43, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Margrét Geirsdóttir, Þorsteinn Ó. Þorsteinsson, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Vignir Garðarsson, Helga Þorsteinsdóttir, Benedikt Ragnarsson, Geir Þorsteinsson, Grétar Þorsteinsson, Ástdís Þorsteinsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ERLA ALBERTSDÓTTIR, Háukinn 6, Hafnarfirði, i verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið. Einar Guðmundsson, Guðmundur Þórir Einarsson,Alma Alexandersdóttir, Reynir Einarsson, Bríet Einarsdóttir, Albert Einarsson, Ásdis Reynisdóttir, Þröstur Einarsson, Einar Einarsson og barnabörn. við fráfall þessa unga og efnilega manns, sem svo miklar vonir voru við bundnar, ekki sízt Kristjáni, sem sá á bak kærum einkabróður, en þeir höfðu verið elskir hvor að öðr- um bræðurnir þegar þeir voru að alast upp í bráðri bernsku og æsku í Heimabæ í Arnardal. Undirritaður minnist þeirra dá- samlegu tíma þegar hann ungur drengur fékk að heimsækja þessa elskulegu frændur sína og gista Heimabæ, hið fjölmenna heimili þeirra. Allar beijaferðirnar fram í Arnardal eru einkar minnisstæðar. En þar voru víðkunn aðalblábeija- lönd. Bræðurnir voru skemmtilegir leikfélagar og kappsamir bæði í leik og starfi. Hugur beggja stóð til sjómennsku. Hafið bláa seiddi þá og dró þá til sín öllum stundum. Frá Heimabæ var víðsýnt um ísa- fjarðardjúp og mikið um skipaferðir inn og_úr Djúpið, einkum til Skut- ulsfjarðar (ísafjarðarkaupstaður). Bræðurnir höfðu yndi af því að fá að stýra bát föður síns inn í kaup- stað. Oft voru þeir einir og sjálfráða í slíkum ferðum. Það þótti þeim bezt. Þegar Sigurður fórst með Goða- fossi hafði hann verið í farmanna- deild Stýrimannaskólans og átti vís- an frama á því sviði. Kristján, sem fetaði í fótspor bróður síns, settist í Stýrimannaskólann 1948 og lauk þaðan farmannaprófi á tilskildum tíma. Var hann að því búnu stýri- maður hjá Eimskip um skeið og seinna um árabil hjá Landhelg- isgæzlunni. Rækti hann störf sín af samvizkusemi og dugnaði og brást í engu því sem honum var tiltrúað. ‘ Af heilsufarsástæðum hvarf hann fyrr í land en ella. Hann kvæntist 30. janúar 1970 Ingu Þór- unni Jónsdóttur frá Eskifirði, hinni ágætustu konu, fóstru að starfi. Hún var mikil stoð og stytta manns síris í því mikla og langvarandi veikindastríði sem hann átti við að búa mörg seinustu ár sín eða tals- vert á annan áratug sem áður var getið. Er það af öllum rómað sem bezt til þekkja hversu vel og dyggi- lega hún stóð við hlið manns síns af fórnfýsi og sönnum mannkær- leika, þegar hann þurfti mest á því að halda. Henni og mágkonum hennar, systrum frænda míns svo og öðrum nánum ættingjum og vin- uiri flyt ég og fjölskylda mín djúpar samúðarkveðjur. Kristján Bjarni unni fegurðinni, öllum sönnum gróðri og hafði yndi af allri ræktun og að hlúa að ný- græðingi og koma honum til. Þessi eðliseinkenni voru arfur frá foreld- rum hans, Hólmfríði og Sveini, sem voru mikið ræktunarfólk. Á þessu sviði féll eplið ekki langt frá eikinni. Elskulegum frænda mínum sem ég á svo góðar bernskuminningar um, óska ég fararheilla yfír mærin miklu, inn á ódáinslöndin þar sem allt er í stöðugum vexti og grósku, „þar sem eilífðarsólin á tindunum skín“, þar sem menn eru lausir við kröm og kvöl. Ég veit að frændi minn á góða heimvon. Ég trúi því að þar verði honum vel fagnað af foreldrum, frændum og vinum sem fyrr eru farnir. Veri frændi minn sæll að sinni. Við hittumst seinna á feginsdegi fira. Þorgeir Ibsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.