Morgunblaðið - 26.01.1992, Síða 6

Morgunblaðið - 26.01.1992, Síða 6
6 FRÉTTIR/INNLEIUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 Verðlækkun í IKEA leiðir af sér lægri byggingarvísitölu VERÐLÆKKUN á eldhúsinnréttingum hjá IKEA um miðjan síðasta mánuð leiddi til 0,1% lækkunar á byggingarvístölu fyrir janúar. Að sögn Gests Hjaltasonar hjá IKEA lækkaði verð á eldhúsinnréttingum hjá fyrirtækinu um 10%, en ástæðan fyrir verðlækkuninni er sú að innréttingarnar eru nú keyptar milliliðalaust frá framleiðanda í Belgíu, en áður komu þær hingað til lands í gegnum Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni lækkar byggingar- vísitalan um 0,1% frá fyrra mánuði vegna 13% verðlækkunar á inn- Suður-Am- eríkukynn- ing á Sögu SUÐUR-Ameríkukynning verður á Hótel Sögu í dag kl. á vegum Heimsklúbbs Ingólfs. í tilefni 500 ára afmælis Nýja heimsins eftir landafund Kólumbusar efnir Heimsklúbburinn til sérstakrar afmælisferðar til Suður-Ameríku um næstu páska, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. „Á ferðakynningunni flytur Sig- urður Hjartar- son, sagnfræð- ingur og kenn- ari, erindi um Suður-Ameríku og sögu hennar, en hann er sér- fræðingur í sögu rómönsku Amer- íku og hefur ferðazt um alla Sigurður álfuna," segir m.a. í fréttatilkynn- ingunni. „Auk erindis Sigurðar mun Ingólfur Guðbrandsson sýna mynd- ir frá Suður-Ameríku og segja frá ferðum sínum þar, en hann hefur mikla reynslu að baki í ferðum um þennan litríka hluta heimsins.“ í ferð Heimsklúbbsins til Suður- Ameríku um næstu páska verður m.a. dvalizt í Santiago í Chile, í Buenos Aires í Argentínu, við Igazu, stærstu fossa heimsins, og loks er búið í viku við Copacabana- ströndina í Rio de Janeiro í Brazil- íu. Aðgangur að ferðakynningunni er ókeypis. fluttum innréttingum. Upplýsinga um verð er aflað hjá nokkrum aðilum, en ekki fékkst uppgefið hjá Hagstofunni hveijir þeir eru. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er IKEA þeirra á meðal, og við útreikning á byggingam'si- tölunni fyrir janúar var til viðbótar 10% lækkuninni hjá IKEA í des- ember tekin verðlækkun sem orðið hafði fyrr í vetur, og ekki hafði áður verið tekin inn í vísitöluna. Að sögn Gests Hjaltasonar er áætluð markaðshlutdeild IKEA hvað varðar eldhúsinnréttingar á bilinu 20-30%, en fyrirtækið hefur selt 600-700 innréttingar á ári. Eldsprækur bleikur hestur sem dansar af fjon Selfossi. Hestfolald, bleikt að lit, kom í þennan heim fyrr í þessum mánuði sem er óvenjulegur tími fyrir hryssu að kasta. Litli folinn fékk nafnið Ýlir. Móðir- in, hryssan Glóð, fetar sig áfram eftir metorðastiga gæð- inga og er að sögn eigenda 'ágætur gæðingur. „Þetta er svolítið sérstakt og virkilega gaman af þessu, hann dansar stundum af fjöri héma á hlað- inu þegar hann fær að fara út,“ sagði Guðbjörg Kristjáns- dóttir húsfreyja á Skarði í Gnúpverjahreppi en hún og bóndi hennar, Jón Áskell Jóns- son, eru eigendur Ýlis litla. Á myndinni er Ýlir með Glóð móður sinni, en á meðan á myndatökunni stóð var hann allur á lofti og geislaði af fjöri. Sig. Jóns. Morgunbiaðið/Ólafur Jónsson Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið: Greiðslur vegna vistunar á öldr- unarstofnunum samræmdar ÁKVEÐIÐ hefur verið að reglur um greiðslur vegna vistunar á öldrunarstofnunum taki að fullu gildi frá og með 1. janúar 1992. Fram til þessa hafa aldraðir ekki greitt kostnað vegna dvalar á stofn- unum sem fá árlega fast framlag frá ríkinu. Þeir sem dvelja á stofn- unum, það er dvalarheimilum, þar sem greiðsla miðast við daggjöld hafa tekið þátt i vistunarkostnaði síðastliðin 20 ár. Greitt er af tekjum umfram 23.650 krónum á mánuði, þó aldr- ei hærri upphæð en um 70 þúsund krónur. Sú upphæð er ákvörðun daggjaldanefndar um það hvað mánaðarlegt gjald á dvalarheimil- um skuli vera. Að sögn Daggar Pálsdóttur skrifstofustjóra í Heil- brigðis og tryggngamálaráðuneyt- inu, skulu skattstjórar veita þeim ívilnun sem taka þátt í kostnaði á stofnun aldraða, þannig að hann er frádráttarbær til tekjuskatts. En þessi ívilnun er ekki veitt fyrr en við álagningu um mitt ár hveiju sinni. Er unnið að því að fá það leiðrétt. Dögg sagði, að ekki væri ljóst hvað samræmingin næði til margra einstaklinga eða hversu háa upphæð væri um að ræða. „Við eigum ekki von á að veruleg- ur fjöldi aldraðra á Borgarspítala eða á Landspítala greiði fyrir dvö- lina, þar sem um skammatímavist- un er að ræða í flestum tilfellum," Forseti færfyrsta afmælispening Akraness FORSETA íslands var, 22. janúar, síðastliðinn afhentur afmælispeningur Akraneskaupstaðar, 50 ára, og fékk frú Vigdís Finnbogadóttir pening nr. 1 að gjöf frá kaupstaðnum. Á myndinni afhenda Gísli Gíslason, bæjarstjóri og Gísli Einarsson, forseti bæjarstjórnar, forsetanum peninginn. Þess má geta að Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona fékk pening nr. 2 er hún hafði verið kjörin íþróttamaður ársins, 2. janúar síðastliðinn. Peninginn hönnuðu Alfreð W. Gunnarsson gullsmiður og Magnús H. Ólafsson arkitekt. Mótið var grafið og peningurinn sleginn hjá Is-Spor hf. í Kópavogi. I jaðar hans er slegið númer og upplag. Á blaðsíðu 10 og 11 C í Morgunbtaðinu í dag er grein um Akraneskaupstað 50 ára. sagði Dögg. „En Hafnarbúðir er langlegudeild á föstum íjárlögum og þar verður gjaldið tekið upp núna í fyrsta sinn. Það þótti ekki réttlætanlegt lengur að mismuna fólki með þessum hætti þegar til- viljun ræður inn á hvaða stofnun það fer, Hafnarbúðir, Skjól eða á hjúkrunardeild Hrafnistu, þar sem fólk greiðir fyrir sig, samkvæmt lögum sem fyrst voru sett árið 1982 en komu fyrst til fram- kvæmda 1. janúar 1990.“ Þegar tekin var upp greiðsla fyrir aldraða í hjúkrunarrými á daggjaldastofnunum 1. janúar 1990 greiddu 132 einstaklingar liðlega 20 milljónir á tímabilinu 1. mars 1990 til 31. desember og frá 1. janúar 1991 til 31. október 1991 greiddu tæplega 200 ein- staklingar um 19 milljónir króna fyrir dvölina. Gert er ráð fyrir að aldraður einstaklingur sem býr á dvalar- heimili og hefur til dæmis 50.000 króna mánaðartekjur, haldi óskertum 23.650 krónum til eigin þarfa en greiði 26.350 krónur í vistunarkostnað. Á sama hátt heldur einstaklingur með 100.000 króna mánaðartekjur eftir 23.350 krónum, en eftir standa 76.650 krónur. Hámarksgreiðsla fyrir vistun er 70.000 krónur, þannig að hann heldur 6.350 krónum eft- ir að 70.000 hafa verið dregin frá. Dögg benti á að ríkið hafí aldr- ei greitt fyrir dvöl á dvalarheimil- um nema vegna þeirra sem engar tekjur hafa haft. „Það hefur alltaf verið tryggt að þeir fái þá elliheim- ilisuppbót frá Tryggingastofnun ríkisins til að standa straum af sínum kostnaði," sagði Dögg. „Þeir sem hafa tekjur úr lífeyris- sjóði eða annarstaðar frá, hafa greitt sinn dvalarheimiliskostnað frá upphafi. Annað mál er að sá hópur fer stækkandi sem greiðir fyrir sig vegna þess að lífeyriseign er meiri en áður.“ Stefnt fyrir notk- un nafnsns „Út- varp Reykjavík“ STJÓRNARFORMANNI Útvarps Reykjavíkur hf., sem rekur Aðal- stöðina, hefur borist stefna fyrir hönd félagsins frá lögmanni Ríkisút- varpsins vegna notkunar firmanafnsins Útvarp Reykjavík. Dómkröf- ur stefnanda eru að stefnda verði dæmt skylt að hætta notkun firma- nafnsins og afmá það úr hlutafélagaskrá innan 15 daga frá birtingu dóms í málinu að viðlögðum 15.000 króna sektum fyrir hvern dag sem dregst að inna dómskylduna af hendi. Útvarp Reykjavík hf. var skráð í hlutafélagskrá 1. október síðast- liðinn, og í kjölfar þess var þess krafist af hálfu Ríkisútvarpsins með bréfi til stjómarformanns og framkvæmdastjóra félagsins að hætt yrði við notkun nafnsins og það afmáð úr hlutafélagskrá, en þeirri kröfu var hafnað. Nefnd rök fyrir kröfunni voru meðal annars þau að Ríkisútvarpið hafi í 60 ár rekið útvarpsstöð sem auðkennt hafi sig sem „Útvarp Reykjavík“, en það hafí verið kallmerki stöðv- arinnar, og hafí merkið náð mark- aðsfestu sem vörumerki eða auð- kenni útvarpsstöðvarinnar. Upp- taka á firmanafninu „Útvarp Reykjavík hf.“ sé því ötvírætt brot á þeirri grein firmalaga sem kveð- ur á um að óheimilt sé að taka vörumerki annars aðila upp í fír- manafn. Baldvin Jónsson, útvarpsstjóri á Aðalstöðinni, vildi ekki tjá sig um málið í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.