Morgunblaðið - 26.01.1992, Side 22

Morgunblaðið - 26.01.1992, Side 22
22 MORGUNBLAÐÍÐ SUNNUDAGUR 26. JANUAR 1992 Sænski utanríkisráðherrann Sten Andersson (lengst til hægri) skálar við baltneska starfsbræður sína eftir að stjórnmálasambandi var komið á í ágúst síðastliðnum. f upphafi árs 1991 lagði Andersson blátt bann við hvers konar sagnfræðilegri endurskoðun og nýrri framsetningu á því óhreina pólitiska mjöli sem Svíar geyma enn í pokahorninu frá árunum skömmu fyrir seinni heimsstyrjöld og frá stríðs- árunum. Svíar beita baltneska flóttamenn valdi þegar þeir eru fluttir nauðugir úr landi í Svíþjóð árið 1945 og afhentir sovésk- um yfirvöldum. færa fjármuni Eystrasaltsríkjanna þegar í stað til sovéska ríkisbank- ans. Og þannig komst baltneski gullforðinn í hendur ráðamanna í Moskvu þegar hinn 15. júlí 1940, fyrirhafnarlaust og án tafar. Per Albin Hansson var á sínum tíma forvígismaður „þjóðarheimilis11 - hugmyndafræðinnar sem liggur til grundvallar sænska velferðarrík- inu; hann rökstuddi síðar undanlát- semi sína við sovésk yfirvöld á þá lund, að vegna „samningaumræðna sem í gangi voru við Rússland" hafi það þá verið „betra að fallast strax á þessa kröfur, heldur en að þurfa síðar að fallast á þær undir þvingunum." Sænsk stjómvöld létu heldur ekki þar við sitja, því að á eftir gullinu létu þau senda öll þau skip frá baltnesku ríkjunum sem á þeim tíma lágu í sænskum höfnum til Sovétríkjanna. Sendiráðsbyggingar Eystrasaltsríkjanna í Stokkhólmi voru einnig fengnar sovétstjóminni til fullra yfírráða, ásamt öllum inn- anstokksmunum og skjalasöfnun til að auðvelda leyniþjónustu Stalíns störfin. En Svíar vildu líka fá eitthvað í aðra hönd fyrir þjónustulund sína og stimamýkt. í samningaviðræðum um efna- hagsmál við ráðamenn í Moskvu, þar sem Sovétmenn fóm fram á 100 milljóna s.kr. lán, lögðu stjómvöld í Stokkhólmi á það sérstaka áherslu að samtímis yrði að fullu gengið frá öllum útistandandi sænskum fjárkröf- um í baltnesku ríkjunum, en þær námu á þeim tíma tæplega 120 milljónum sænskra kr. Til þess að mýkja Rússa gaf ríkisstjórnin í Stokkhólmi meira að segja út opinbera yfirlýsingu til sovéskra yfirvalda 6. nóvember 1940, þar sem innlimun Eystrasaltsríkj- anna með sovésku hervaldi var viðurkennd sem fullkomlega lög- leg aðgerð: „Innlimun ríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháens í Samband sósíalískra sovétlýð- velda var í einu og öllu gerð af fúsum og fijálsum vilja, og hefur sænska ríkisstjómin einnig viðurkennt þær breytingar sem orðið hafa í því sambandi." Aðeins lítilræði að launum Fullur vinsemdar fullvissaði sov- éski utanríkisráðherrann Vjatsj- éslav Mólotov Svía þá um, að skaða- bótakröfur þeirra í Eystrasaltslönd- unum ættu í gmndvallaratriðum við rök að styðjast og væra í öllu lög- mætar. Svíþjóð væri þá, „auk Þýskalands, einasta landið sem veitt yrði fyrirgreiðsla af þessu tagi“. En þegar tekið var að semja í Moskvu um beinar greiðslur frá því í febrúar 1941, var öriæti Sovét- manna brátt á enda. Viðræðunum um skaðabótagreiðslur lauk 30. maí 1941 með undirritun samkomulags. I þessu samkomulagi lýstu stjórn- völd í Moskvu sig reiðubúin til að greiða Svíum út í hönd 20 milljónir s.kr. fyrir sænskar eignir í Eystra- saltsríkjunum sem í heild voru metnar á 77,3 milljónir s.kr. Þessar 20 milljónir skyldu skoðast um heildarappgjör allra fjárkrafna Svía; meira var ekki að fá. Aðeins þremur vikum síðar réð- ust Þjóðveijar á Sovétríkin, og nas- istar hemámu Eystrasaltsríkin þrjú. Þá vildu sænsk stjómvöld skyndi- íega ræða við þýsku ríkistjórnina um -„viðunandi lyktir mála' í Sam-' baiidi. við sænskar eignir í baltnesku ríkjunum". Þá hafði Svíum ekki borist nema 2,4 milljón s.kr. sem fyrsta greiðsla upp í skaðabætumar frá Moskvu. Þessi upphæð var lengi vei allt og sumt sem Svíar höfðu upp úr krafsinu fyrir svik sín við Eystra- saltsríkin. Þýsku nasistamir höfn- uðu beiðni Svía og vísuðu um leið til sovésk-sænska samkomulagsins um skaðabótagreiðslur; höfðu Þjóð- veijar alls ekki í hyggju að láta Svía fá neina hlutdeild í baltnesku bráðinni sem þeir höfðu hremmt. Flekkaðar hendur Frá og með árinu 1943, þegar Sovétmönnum var tekið að ganga mun betur í viðureigninni við þýsku innrásarherina, tóku sovésk stjóm- völd að þjarma að Svíum. Moskvu- stjórnin bar Svíum á brýn, að þeir hefðu brotið gegn hlutleysisstefnu sinni, Þjóðveijum í hag. Fyrir slíkt athæfi yrðu Svía því að sýna iðrun sína í verki. í því sambandi höfðu Rússar , framar öllu í huga svo- nefndá sovéska flóttamenn á sænskri grund. Og þeir vora alls ekki svo fáir í Svíþjóð sem töldust til þessa hóps: Hermenn sem höfðu komist undan í stríðsbyijun og bjargað sér yfír til Svíþjóðar, sumir úr fangabúðum í Þýskalandi, Nor- egi og Finnlandi, liðsmenn úr Rauða hernum, óbreyttir borgarar úr sovéskum þrælkunarbúðum. En langstærsti hópur flótta- manna í Svíþjóð vora þó þeir mörg- þúsund Baltar, sem flúið höfðu yfir Eystrasalt, þar að auki 167 svokall- aðir baltneskir stríðsfangar; Baltar sem barist höfðu með hersveitum Þjóðveija, þeirra á meðal vora einn- ig baltneskir sjálfboðaliðar í SS- sveitunum. Allt þetta fólk vildi Stalín nú fá flutt heim til sinna „sovésku heim- kynna“. Stjórnvöld í Moskvu vísuðu til leynilegs samkomulags við bandamenn, þar sem gert var ráð fyrir því, að sovéskir borgarar yrðu fluttir nauðugir aftur til Sovétríkj- anna, ef þeir hefðu af einhveijum ástæðum orðið innlyksa í öðrum ríkjum_ og snéru ekki heim sjálfvilj- ugir. I hótunartóni gerði sovéska stjórnin sænskum stjórnvöldum grein fyrir því, að „af hálfu Rússa yrði erfitt að skilja það, ef sænska stjórnin gerði eitthvað til að tor- velda framsal fólksins". Strax í októbermánuði 1944 vora 870 Sovétmenn, sem verið höfðu í sovéska hemum eða starfað við hann, handteknir í flóttamannabúð- unum skammt frá Stokkhólmi að næturlagi í leynilegri skyndíaðför sænska hersins, og mennirnir flutt- ir til hafnarbæjaríns Gávle og þaðan um Finnland til Leningrads. Þá leyfðu sænsk stjórnvöld fulltrúum frá sovéska hernum aðgang að flóttamannabúðum í Svíþjóð, svo að þeir gætu tekið landa sína í gegn, t.d. með þvi að hafa í hótun- um um refsiaðgerðir gegn nánustu aðstandendum flóttamannanna í Sovétríkjunum. Fram til loka ársins 1945 vora 1.500 Rússar „leiddir á brott“ eins og sænski dómsmálaráð- herrann Möller á þeim tíma umorð- aðl framsal þessara manna. Svíar framseldu einnig 146 menn frá Eystrasaltslöndunum, sem klæðst höfðu þýskum einkennisbúningum; þeirra beið hefnd Stalíns, pyndingar og svo dauðinn. Rithöfundurinn Per Olov Enquist lýsir þessum atburð- um í heimildaskáldsögu sinni „Hinir framseldu" frá árinu 1968. I bók- inni Iýsir hann því á áhrifamikinn og átakanlegan hátt, hvemig hinir örvæntingafullu menn lögðu hönd á sjálfa sig til að verða örkumla, hvemig tvær tylftir manna voru orðnir svo máttfarnar af langvinnu mótmælasvelti, að það varð að draga þá um borð í sovéska heim- flutningaskipið í Trqlleborg; hvern- ig einum þeira tókst að fremja sjálfsmorð á hafnarbakkanum. Baltar á óskalistanum Sænsk stjórnvöld mölduðu ein- ungis í móinn, þegar röðin var kom- in að óbreyttum baltneskum borg- urum sem flúið höfðu til Svíþjóðar. Um það bil 6.500 þeirra voru taldir Svíar og komið fram við þá sem landa í Svíþjóð, þetta vora svo- nefndir Eistlands-Svíar, sem fluttir höfðu verið heim til Svíþjóðar fyrir árið 1944. Auk þeirra var einnig um að ræða 22.000 Eistlendinga, 2.500 Letta og 500 Litháa sem flú- ið höfðu til Svíþjóðar. Þessari „hneykslunarheliu“ vildu sovésk stjórnvöld líka „skilyrðis- laust láta ryðja úr vegi“. Þetta væri mál sem varðaði grundvallar- afstöðu stjórnarinnar í Moskvu, „sem beinlínis snerti sjálfan orðstír Sovétríkjanna". Varautanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Dekanosov, spurði tvístígandi Svíana ógnandi: „Ætlar sænska ríkisstjórnin í raun og veru fremur að beygja sig fyrir einhverri væminni stemmningu, heldur en að tryggja sér góð tengsl við Sovétríkin?" Eftir þessa lexíu leyfðu sænsk stjórnvöld sovéskum flokkserind- rekum aðgang að baltnesku flótta- mannabúðunum í Svíþjóð, og létu flóttafólkið þannig vera berskjaldað fyrir hefndaraðgerðum Sovét- manna. Þúsundir Balta flýðj á þess- um tíma frá Svíþjóð. Að lokum framseldu Svíar svo 2.376 þýska hermenn, sem höfðu verið í haldi í Svíþjóð, í hendur Sovétmönnum. 700 bátum sem flóttamenn höfðu komið á yfir Eystrasalt, var skilað aftur til Sovétríkjanna. Sænskir kommúnistar, einnig forystumenn sænskra verkalýðsfé- laga, svo og frammámenn í sænska Sósíaldemókrataflokknum mæltu eindregið með framsali baltnesku flóttamannanna í hendur Sovét- manna. Meðal ákafra stuðnings- manna framsals flóttamanna var hinn mikilsvirti alþjóðiegi siðferðis- postuli Gunnar Myrdal, en hann var þá viðskiptaráðherra í ríkisstjóm Pers Albins Hansson. Gunnar Myrdal var síðar sæmdur Nóbels- verðlaunum. Honum var mjög um- hugað um góð viðskiptatengsl Svía við hin sigursælu Sovétríki á árinu 1945 þegar samdráttaráhrifa eftir- stríðsáranna var tekið að gæta í sænsku efnahagslífi. Vegna afdráttarlausra laga um hæli fyrir pólitíska flóttamenn, vegna hins mikla fjölda þeirra sem hlut áttu að máli og vegna þeirrar gífurlegu athygli sem nauðungar- flutningar alls þessa fólks hefði vakið um víða veröld, ákvað sænska ríkisráðið þó samt að hafna kröfu Moskvu-stjórnarinnar um undan- tekningarlaust framsal „baltneskra sovétþegna". Að lokum féllu Sovétmenn líka frá hámarkskröfu sinni um fram- sal. Þeir óskuðu þá eftir láni frá Svíum upp á einn milljarð sænskra króna og voru samningaviðræður um þetta lán í gangi fram á haust 1946, og aftur komu Svíar þar að fyrri kröfum sínum varðandi skaða- bótagreiðslur vegna sænskra eigna í Eystrasaltslöndunum. En nú var svo komið, að stjórn- völd í Moskvu vildu ekki ekki einu sinni fallast á að greiða þann fjórð- ung upphæðarinnar, sem þau höfðu þó skuldbundið sig til með samkom- ulaginu frá 1941. í stað 20 milljóna sem heitið hafði verið að greiða, fengu Svíar greiddar rétt um 11 milljónir sænskra króna. Logasár eftirmáli Þegar á heildina er litið voru þetta hin ömurlegustu viðskipti fyr- ir Svíþjóð og Svíar hafa upp frá því orðið að burðast með þungar siðferðilegar klyljar sem þeim hefur enn ekki tekist að losa sig undan; þá bætir það ekki úr skák að opin- berir aðilar í Stokkhólmi hafa allt fram á síðustu tíma haldið fast við sína sérkennilegu pólitísku stefnu gagnvart Eystrasaltsríkjunum. Langvinn barátta Eystrasalts- ríkjanna fyrir sjálfstæði sínu hefur af Svía hálfu verið nídd niður og farið um hana hraklegum orðum, jafnvel á valdatíma Gorbatsjovs, sem „pólitísk stefna baltneskra út- flytjendahópa sem brenna af hefnd- arþorsta". Sænski utanríkisráð- herrann Sten Andersson ríghélt í þá skoðun sína, að baltnesku ríkin hefðu „ekki verið hemumin“. Ráðu- neytisstjórinn í sænska utanríkis- ráðuneytinu í valdatíð Stens And- erssonar, Pierre Schori, lét jafnvel svo um mælt fýrri hluta árs 1991, að einungis „öfgafullur minnihluti" í Eystrasaltslöndunum væri fylgj- andi sjálfstæði. Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands, hikaði þá heldur ekki við að víkja að spurningunni um „gull- ið okkar“, þegar Svíar tóku upp stjómmálasamband við hin sjálf- stæðu Eystrasaltsríki í ágúst síð- astliðnum. Sænskur þjóðþingsmað- ur úr röðum hægrimanna hefur flutt framvarp til laga um að Svíar greiði Eistlendingum og Litháum skaðabætur fyrir gullforða þeirra, tæpar 300 milljónir sænskra króna. Sænskir stjórnmálamenn úr borgaraflokkunum hafa einnig mælt með því, að komið verði á fót nefnd sagnfræðinga, sem eigi að taka sér fyrir hendur að rannsaka pólitíska stefnu Svía í málefnum Eystrasaltsríkjanna í heild. Fyrrum sendiherra Svía í Lundúnum, Leif Leifland, veit til dæmis enn þann dag í dag ekki „hvers vegna við gerðum allt þetta“, en á fjöratíu ára diplómataferli sínum, kvaðst Leifland hafa átt í hvað mestum erfiðleikum með að útskýra þessa stefnu Svía, það hafí verið honum mun erfiðara en nokkurt annað mál. Leif Leifland segist á hinn bóginn vera þess fullviss, að „í augum fólksins í landi okkar sé þetta enn- þá opið flakandi sár“. (Heimild: Spiegel) TILBOÐ ÓSKAST í Chevrolet Blazer S-10 4x4, árg. ’90 (ekinn 10 þús. mílur), Cherokee Jeep 4x4 (biluð vél), árg. ’84,.Suzuki Fox SJ 410 V 4 W/D, árg. ’85 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensás- vegí 9, þriðjudaginn 28. janúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.