Morgunblaðið - 26.01.1992, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992
I Guðmundur Gilsson
i organisti - Minning
Fæddur 22. júlí 1926
Dáinn 6. janúar 1992
Hinn 13. janúar sl. var borinn til
grafar Guðmundur Gilsson organisti
og kórstjóri við Kópavogskirkju og
starfsmaður tónlistardeildar Ríkisút-
varpsins.
Að eigin ósk fór útför hans fram
í kyrrþey og lýsir það að nokkru
hógværð þessa mæta listamanns.
Fyrir rúmum þremur árum veikt-
ist Guðmundur hastarlega en þrátt
fyrir stranga og endurtekna lyfja-
meðferð hélt hann áfram sínum ann-
asömu störfum með yfirvegun hug-
ans og hlífði sér í engu, lék á hljóð-
færið í kirkjuni og æfði kórinn allt
til loka liðins árs.
Guðmundur var sonur Guðjóns
Sigurðssonar vélstjóra og konu hans,
Guðnýjar Gilsdóttur, og bjó fjöl-
skyldan á Freyjugötu í næsta ná-
grenni við Hallgrímskirkju en þeirri
kirkju vann Guðný af óvenjulegri
trúmennsku og dugnaði meðan
kraftar leyfðu, en þau hjón eru nú
bæði látin. Guðný var sterkur per-
sónuleiki og rækti trú sína vel. Hún
var Dýrfírðingur að ættemi og átti
bróður þar vestra sem hún unni vel
og var góðum tónlistarhæfileikum
gæddur. Hann lést ungur að árum
skömmu áður en Guðný fæddi yngri
son sinn og kaus hún því að láta
hann bera nafn bróður síns og var
hann skírður fullu nafni Guðmundur
Gilsson. Það var því að vonum að
móðirin bæri mikinn metnað fyrir
son sinn er varðaði allt tónlistarupp-
eldi og tónlistamám.
Guðmundur lauk námi við Versl-
unarskólann í Reykjavík, en lífsstarf
hans helgaðist tónlistinni. Hann lauk
prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík með orgelleik sem aðal-
grein undir handleiðslu dr. Páls
•, Isólfssonar og fleiri meistara. Eftir
það lá ieiðin til Þýskalands og nam
hann við Tónlistarháskólann í Ham-
borg á áranum 1952-1955, þar sem
aðalkennari hans var þekktur, blind-
ur orgelleikari, Martin Gúnther För-
steman.
Eftir heimkomuna hófst starfsfer-
iil Guðmundar á Selfossi sem braut-
ryðjandi við stofnun tónlistarskóla á
staðnum og fyrsti skólastjóri hans,
en á vegum skólans var tónlistar-
kennslu komið á víða um héraðið
og jafnframt var hann ráðinn organ-
isti Selfosskirkju.
Guðmundur réðst til Kópavogs-
kirkju árið 1972 og stjórnáði hann
tónlistarflutningi þar á vegum
tveggja safnaða í tæpa tvo áratugi.
Lengst af þeim tíma var ég undirrit-
aður sóknarprestur við kirkjuna og
tókst með okkur góð vinátta. Ég var
ekki ókunnugur Guðmundi þegar við
mættumst á starfsvettvangi, því
vegna nábýlis á bernskuáranum urð-
um við um tíma góðir leikfélagar.
Það var því mikil eftirvænting að
fá að kynnast Guðmundi að nýju sem
lærðum og þroskuðum tónlistar-
manni og þar varð ég ekki fyrir
vonbrigðum. Samverastundirnar
með honum einum vora mér ómetan-
legur skóli, ekki aðeins að fá að
heyra hann fylla kirkjuna fögru há-
tignarfullu tónaflóði heldur einnig
að hlusta á hann útskýra fyrir mér
hljóðfærin og hinar margbreytilegu
tegundir kirkjutónverka og raunar
allar tegundir tónlistar, því Guð-
mundur var einstakur fræðasjór í
sögu andlegrar tónlistar og þróun
kirkjuSöngs. Þá snart mig einnig
djúpt að fínna og sjá hve mikla lotn-
ingu Guðmundur bar fyrir helgidóm-
inum og hve hann bjó yfir næmri
og einlægri trú. Slíkt kom ekki síst
fram í verkum hans svo ósérhlífinn
sem hann var og frábitinn því að
einblína á gjaldskrána þegar hann
var boðaður til leiks. Við hlið slíks
manns var sælt að vinna prestsverk-
in og fá notið smekkvísi hans sem
kallaði fram svo mikla helgi.
Sárt var að sjá heilsu þessa góða
drengs hnigna svo ört á góðum aldri
en jafnframt var ómetanlega lær-
dómsríkt að fylgjast með æðraleysi
hans eftir að séð var orðið að hveiju
stefndi.
Við hlið Guðmundar stóð trygg
og góð eiginkona hans, Halldóra R.
Hansen, sem hjúkraði honum af
mikilli natni á heimili þeirra allt til
hinsta dags. Henni og börnum þeirra
flyt ég innilegar samúðarkveðjur
þegar ég þakka vini mínum ágæta
samfylgd og bið honum blessunar í
endurnýjunarheimi Guðs.
Arni Pálsson.
Fregnin um andlát Guðmundar
Gilssonar kom ekki á óvart. Hann
hafði barist við erfiðan sjúkdóm,
drengilegri og æðralausri baráttu
unz yfir lauk, en hann féll með
sæmd.
Við dánarfregn setur mann hljóð-
an og upp hrannast minningarnar
um samferðamanninn og vininn, sem
nú er allur.
Guðmundur Gilsson var vel
menntaður og virtur tónlistarmaður.
Hann nam orgelleik hjá dr. Páli
ísólfssyni hér heima og hélt síðan
utan til framhaldsnáms i Hamborg,
þar sem hann naut handleiðslu pró-
fessors Förstemanns.
Þegar heim kom réðst hann fljót-
lega til starfa í Árnesþingi, þar sem
hann var organisti og tónlistarkenn-
ari.
Eftir að hann flutti til Reykjavík-
ur hóf hann störf við tónlistardeild
Ríkisútvarpsins og sem kirkjuorgan-
isti, fyrst í Garðabæ, síðan í Kópa-
vogskirkju, en því starfi gegndi hann
til dauðadags.
Guðmundur var lengi virkur félagi
í Félagi íslenskra organleikara og
sat um hríð í stjórn félagsins. Hann
var ötull talsmaður fyrir bættri
menntun organistastéttarinnar og
vildi jafnan veg hennar sem mestan.
Ég kynntist Guðmundi á námsár-
unum og hafði verið kunnugur hon-
um lengi er ég haustið 1985 gerðist
aðstoðarmaður hans um tveggja ára
skeið í Kópavogskirkju. Þau ár era
ljúf í endurminningunni og fannst
mér ég margt af okkar samstarfi
læra. Þá staðfestist það sem ég löng-
um hafði gert mér í hugarlund, að
Guðmundur hafði mikinn dreng-
skaparmann að geyma.
Haustið sem sjúkdómurinn
greindist hjá honum, fórum við þrír
orgelleikarar saman akandi upp á
Akranes til þess að skoða nýtt orgel
Akraneskirkju. Guðmundur lék á als
oddi á leiðinni og lék eins og engill
á nýja orgelið. Á heimleiðinni urðu
miklar umræður um þetta nýja hljóð-
færi, kosti þess og galla. Þar talaði
Guðmundur af mikilli þekkingu.
Hann hafði þann góða hæfileika að
setja mál sitt fram á eftirtektarverð-
an hátt og vissulega voram við hinir
margs vísari er ferðinni lauk.
Útför Guðmundar var gerð í kyrr-
þey að ósk hans. Guðmundur var
ekki þeirrar gerðar að vilja hafa til-
stand í kringum sjálfan sig og því
kom sú ákvörðun kunnugum síst á
óvart.
Fyrir hönd Félags íslenskra org-
anleikara sendi ég eftirlifandi ástvin-
um hans dýpstu samúðarkveðjur og
mun jafnan minnast hans er ég heyri
góðs manns getið.
Kjartan Sigurjónsson.
Kveðja frá kór
Kópavogskirkju
Að morgni síðasta dags jóla
kvaddi Guðmundur Gilsson organ-
isti þennan heim. Ekki kom andlát
hans okkur sem með honum störf-
uðu á óvart, því svo lengi vorum
við búin að fylgjast með hetjulegri
baráttu hans við erfiðan sjúkdóm. í
tæp 20 ár hafði hann verið organ-
isti og söngstjóri við Kópavogs-
kirkju. Það er því orðinn allstór
hópur fólks, sem með honum hefur
starfað í kórnum öll þessi ár. Menn
hafa komið og farið, því ýmsum
reynist erfið til Iengdar sú binding,
sem óhjákvæmilega fylgir þessu
starfí. Þó eru nokkrir, sem með
honum hafa unnið allan þennan
tíma. Ekki er víst að allir geri sé
grein fyrir hvílík vinna er að baki
því að vera organisti í kirkju sem
þjónar tveimur prestaköllum. Að
spiia tvær messur hvern sunnudag
mesta hluta ársins og stórhátíðir
og aðrar athafnir að auki. Þar við
bætjgt stöðugar æfingar til að við-
halda eigin leikhæfni, söngstjórn og
þjálfun kórs, sem Guðmundur innti
af hendi af mikilli alúð og samvisku-
semi. Hann var líka mjög vel mennt-
aður organisti og vissi vel hvaða
tónlist var við hæfi að flytja í kirkj-
unni hveiju sinni. En Guðmundur
var ekki aðeins söngstjóri okkar og
þjálfari, heldur einnig vinur og
félagi. Þær era orðnar margar at-
hafnimar í Kópavogskirkju, sem
Guðmundur Gilsson hefur farið
smekkvísum höndum um nótnaborð
orgelsins og hátíðlegt var að koma
að kirkjunni á helgum dögum þegar
hann var sestur við hljóðfærið og
ljúf tónlistin fyllti kirkjuna. Miklu
hafði hann að miðla okkur og fús-
lega var sú fræðsla látin í té. Hans
verður sárt saknað af kórfélögum.
Við vitum einnig að honum þótti
vænt um starf sitt sem kirkjuorgan-
isti og bar mikla virðingu fyrir því.
Trúr var hann því starfi til hinstu
stundar. í hugann koma því löngu
töluð orð: „Gott, þú góði og trúi
þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir
mikið mun ég setja þig. Gakk inn
í fögnuð herra þíns.“
Blessuð sé minning Guðmundar
Gilssonar. Öllum aðstandendum
vottum við dýpstu samúð.
Kór Kópavogskirkju.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Langholtsvegur 115
Til leigu er 120 fm sér skrifstofuhæð.
Upplýsingar í síma 33500 milli kl. 13.00
og 15.00 virka daga.
Bæjarleiðir hf.
Til leigu í Hamraborg
Til leigu er jarðhæð hússins Hamraborg 1-3,
Kópavogi. Húsnæðið er samtals um 460 fm
og leigist í heilu lagi eða sem smærri einingar.
Nánari upplýsingar veita Stefán Helgason,
vs. 41430 - hs. 40191 og Margrét Pálsdótt-
ir, hs. 610666 - vs. 680888.
Verslunarhúsnæði
Óskum eftir að taka á leigu 150-180 fm
verslunarhúsnæði (jarðhæð), helst með inn-
keyrsludyrum. Æskileg staðsetning í austur-
hluta borgarinnar.
Svar óskast sent auglýsingadeild Mbl. merkt:
„A -7463“.
R
»7
KENNSLA
Vélritunarkennsla
Vélritunarskólinn, sími 28040.
Postulínsmálun
Ný námskeið eru að hefjast.
Kenni nýjar og gamlar aðferðir.
Upplýsingar í síma 46436.
Jónína Magnúsdóttir (Ninný).
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 3 = 1731277 = NK
M.T.W. Þb.
□ MÍMIR 599201277 - 1 FRL.
□ GIMLI 599227017 = 1.
HELGAFELL 59921277IVA/ 2FRL
Skipholti 50b, 2. hæð.
Samkoma í dag kl. 11.00.
Sunnudagaskóli á sama tíma.
Allir innilega velkomnir.
H ÚTIVIST
Hallveigarstfg 1, sími 14606
Dagsferðir sunnud. 26. jan.
Kl. 10.30: Kirkjugangan
2. áfangi, Lágafellskirkja.
Kl. 13.00: Kirkjugangan, styttri
ferð.
Um næstu helgi:
Dagsferð sunnud. 2. febrúar: Kl.
13.00 Kálfatjörn - Hólmabúöir.
Útivist
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræfi 2
HjátpræiMsherinn
Sunnudagaekóli kL 14.
Samltoma M. 20.
Imma og Óskar 9tjórna.
Mánudagur kl. 16:
HeimHasambandiö.
Miðvikudagur kl. 20.30:
Hjálparflokkur
að Víkurbakka 12.
Fimmtudagur kl. 20.30:
Kvöldvaka.
Föstudagur kl. 20:
Unglingaklúbbur.
fíwnhjálp
Almenn samkoma í Þríbúöum í
dag kl. 16.00. Mikill almennur
söngur. Samhjálparkórinn tekur
lagiö. Vitnisburðir. Barnagæsla.
Ræðumenn verða Þórir Har-
aldsson og Brynjólfur Ólason.
Kaffi að lokinnj samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
Auðbrekka 2 . Kópavogur
Sunnudagur:
Samkoma í dag kl. 16.30.
Þriðjudagur:
Biblíulestur kl. 20.30.
Laugardagur:
Unglingasamkoma kl. 20.30.
fSLENSKI
ALPAKLÚBBURINN
Nýfræðslumynd
um ofkælingu
verður sýnd á Hótel Loftleiðum
29/1 kl. 20.30. Jóhann Axelsson,
prófessor í lífeðlisfræði, ræðir
við gesti eftir sýningu. Allir vel-
komnir meðan húsrými leyfir.
Aðgangseyrir.
FERÐAFELAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 S. 11798 19533
Vætta- og þorrablóts-
ferð Ferðafélagsins
helgina 1.-2. febrúar
Einstakt tækifæri til að kynnast
vættaslóðum í Mýrdal og undir
Eyjafjöllum með Arna Björns-
Syni og Þórði Tðmassynt í
Skógum. Þorrablót Ferðafélags-
ins i leugardagskvöldinu. Slík
fer6 var farin í fyrsta sinn (fyrra
og þótti takast frábsertega vel.
Farið á nýjar slóðir. Góð gisting
í félagsheimilinu í Skógum.
Brottför laugardag kl. 8. Pantið
strax. Farmiðar og upplýsingar
á skrifstofunni Öldugötu 3,
símar: 19533 og 11798.
Ferðafélag islands,
félag fyrir allal
KFUK
KFUM
Almenn samkoma I kvöld kl.
20.30 í kristniboðssalnum, Háa-
leitisbraut 58. Kveðjusamkoma
fyrir Ijristniboðana Kari og Jó-
hannes Ólafsson sem eru á
förum til Eþíópíu.
Allir velkomnir.
SAMBAND ISLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Hvítasunnukirkjan
Ftiadelfía
Brauðsbrotning kl. 11.
Ræðumaöur Einar J. Gíslason.
Sunnudagaskóli kl. 11.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Hafltði Kristinsson.
Barnagæsla.
Allir hjartanlega velkomnir.
VEÚUMIM*
' Kristið samiélag
SmiAjuvegi 5, Kóp.
Kl. 11.00: Safnaöarsamvera,
barnakirkja. Kl. 20.30: Kvöld-
samkoma, lofgjörð, predikun
orðsins, fyrirbænir. Kaffiveiting-
ar. „Ég fyrirgef þeim allar mis-
gjörðir þeirra".
Verið velkomin.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma I kvöld
kl. 20.00.
FERÐAFELAG
# ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Allir í ferð með
Ferðafélaginu!
Sunnudagsferð 26. jan. kl. 11.
Kjalarnesgangan
2. áfangi:
Úlfarsfell - Reykjaborg - Suð-
urreykir. Auðveld og skemmti-
leg ganga í Mosfellssveitinni.
Annar áfangi af sex í vetrarrað-
göngu frá Reykjavík upp á Kjalar-
ne9. i fyrsta áfanga voru þátttak-
endur 51. Byrjið með nú. Það
er hægt að steppa því áð ganga
á fellin, ef vilt. Verð 1300,- kr.,
frftt f. börn m. futtorðnum. Brott-
för frá Umferðarmiðstööinni,
austanmagin. (Stansað við
Mörkina 6, nýbyggingu Ferðafé-
lagsins). Heimkoma um kl. 15.
Ný og fjölbreytt ferðaáætlun
(1992) er komin út. Munið
vætta- og þorrablótsferðlna að
Skógum um næstu helgi. Gerist
félagar.
Ferðafélag Islands.