Morgunblaðið - 26.01.1992, Side 32

Morgunblaðið - 26.01.1992, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1992 Minning: Gunnlaugur P. Helgason flugstj. Fæddur 10. október 1940 Dáinn 19. janúar 1992 Aðfaranótt 19. janúar sl. andað- ist á heimili sínu Gunnlaugur P. Helgason flugstjóri eftir langa og erfiða baráttu við skæðan sjúkdóm. Með Gunnlaugi er genginn mætur maður og vandaður og er hans sár- lega saknað. Hann fæddist í Reykjavík 10. október 1940 og var því aðeins rúmlega fímmtugur að aldri er hann féll frá. Foreldrar Gunnlaugs voru hjónin Soffía Bjömsdóttir latínu- skólakennara Jenssonar og Helgi framkvæmdastjóri hjá SÍS Péturs- son bónda á Núpum í Aðaldal Stef- ánssonar. Gunnlaugur átti að baki hartnær 30 ára heilladijúgt starf sem flug- maður, fyrst hjá Loftleiðum og síð- ar Flugleiðum. Hann útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1960 en frá árinu 1959 stundaði hann jafnframt flugnám og lauk atvinnuflug- mannsprófí árið 1961. Hann hóf störf hjá Loftleiðum árið 1962 en hafði áður verið flugmaður hjá Landgræðslu ríkisins í eitt ár. Fyrstu tvö árin hjá Loftleiðum starfaði Gunnlaugur sem flugleið- sögumaður eins og þá tíðkaðist að nýir flugmenn gerðu. Á þessu tíma- bili flug hann einnig DC-3 flugvél- um í innanlandsflugi hjá Flugfélagi íslands. Árið 1964 hefur hann störf sem aðstoðarflugmaður, fyrst á Douglas DC-6B en árið eftir á CL-44 flugvélum, sem reyndar voru þekktar undir heitinu Rolls Royce 400. 1970 flyst Gunnlaugur yfír á DC-8 þotur Loftleiða og níu árum seinna hefur hann störf á DC-10 þotu Flugleiða, en til þess tíma var það stærsta flugvél sem íslenskt flugfélag hafði tekið í notkun. Hann verður flugstjóri á Fokker F-27 flugvélum Flugleiða á árinu 1981 og tekur fjórum árum seinna við flugstjóm á DC-8 þotum félagsins. 1989 flytur hann sig yfír á Boeing B-727 þotur og í ársbyijun 1991 gerist hann flugstjóri á hinum nýju Boeing B-737 þotum Flugleiða. Kynni okkar af Gunnlaugi hófust er hann kom til starfa hjá Loftleið- um fyrir tæpum þremur áratugum. Strax komu í ljós hinir miklu mann- kostir hans, vandvirkni og kost- gæfni við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Það var ávallt tilhlökk- unarefni að starfa með Gunnlaugi, ekki bara vegna þess hve traustur flugmaður hann var, heldur ekki síður vegna þess hve góður félagi hann var og gott var að vera í ná- vist hans. Við undirritaðir áttum þess kost að starfa með Gunnlaugi að félags- málum flugmanna um margra ára skeið. í Félagi íslenskra atvinnu- flugmanna hafði fljótt verið eftir því tekið að hér var á ferðinni ein- staklega hæfur maður og traust- vekjandi. Það fór enda svo að fljót- lega eftir að hann hóf störf hjá Loftleiðum voru honum falin mikil- væg trúnaðarstörf hjá stéttarfélagi sínu. Þessi störf, eins og öll önnur, leysti Gunnlaugur af hendi af fá- gætri trúmennsku og alúð enda vann hann stéttarfélagi sínu og ís- lenskum flugmálum mikið gagn. Gunnlaugur hafði mjög mikinn áhuga á flugöryggismálum og sat lengi í öryggisnefnd FÍA. Hann var afar vel að sér um allt sem varðar öryggi í flugi og lagði mikið af mörkum til umbóta á þessu sviði. Hann átti sæti í samninganefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna um margra ára skeið og starfaði þar ötullega að hagsmunamálum flugmanna. Störf í samninganefnd eru oft erfíð og þar reynir á marga skapgerðarþætti manna og hæfí- leika. Gunnlaugur var ákaflega yfirvegaður samningamaður. Hann bjó einmitt yfír þeim eiginleikum sem að bestu gagni koma við slík störf, þolinmæði og rósemi ásamt hæfni til þess að gera sér grein fyrir aðalatriðum í flóknum samn- ingum. Gunnlaugur átti sæti í stjóm Lífeyrissjóðs Félags íslenskra at- vinnuflugmanna um skeið. Hann var kjörinn í stjórn og samninga- nefnd Félags Loftleiðaflugmanna við stofnun þess félags og tók þátt í viðkvæmum og erfíðum samning- um flugmanna við sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða. Hann átti einnig sæti í stjórn Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna 1983-1984. Af framanrituðu er augljóst að Gunnlaugur naut mikils tráusts flugmanna enda valdist hann til óvenjumargra trúnaðarstarfa fyrir stéttarfélag sitt. Hann sóttist aldrei eftir neinum vegtyllum en skoraðist á hinn bóginn aldrei undan þegar á starfskröftum hans þurfti að halda í þágu félagsins. En það voru fleiri en stéttarfélag Gunnlaugs sem treystu honum fyrir mikilvægum málum. Stjómendur Flugleiða mátu hann mikils. Til marks um það má nefna að hann var um árabil þjálf- unarflugmaður á DC-8 flugvélum Flugleiða og þarf vart að taka það fram, að þar er um mjög ábyrgðar- mikið starf að ræða. Það duldist ekki neinum sem kynntist Gunnlaugi að hann var einstaklega vandaður maður og drengur góður. Hann var hvers manns hugljúfi, gáfaður, vel mennt- aður og einkar skemmtilegur og góður félagi. Hann var virtur flug- maður og var stétt sinni alla tíð til mikils sóma. Snemma árs 1991 tók að ágerast sá sjúkdómur sem að lokum dró Gunnlaug til dauða. Hann bar þján- ingar sínar með karlmennsku. Margar erfiðar aðgerðir voru óum- flýjanlegar en Gunnlaugur lét ekki bilbug á sér finna, heldur .hófst handa við endurhæfingu af miklum dugnaði að hverri aðgerð lokinni. Undanfarna mánuði, allt fram á þann dag að sjúkdómurinn yfírbug- aði hann líkamlega, hittumst við nokkrir félagar með reglulegu milli- bili yfír kaffíbolla. Á slíkum stund- um var margt skrafað, rætt um daginn og veginn, flugmál, pólitík og hvaðeina annað sem ofarlega var á baugi hveiju sinni. Gunnlaug- ur var ávallt hress í bragði á þessum fundum okkar og tók fullan þátt í fjörugum umræðum. Gat engan, sem ekki þekkti til, grunað að þar færi maður sem ætti í harðri bar- áttu fyrir lífí sínu. Af slíkum fund- um fór maður ávallt djúpt snortinn af andlegum styrk og æðruleysi þessa mæta manns. Gunnlaugur var mikill gæfumað- ur í einkalífi. Árið 1963 kvæntist hann Erlu Kristjánsdóttur uppeldis- og kennslufræðingi. Þau eignuðust tvo syni, Gunnlaug, sem starfar hjá Flugleiðum, og Björn, sem stundað hefur leiklistamám í Bandaríkjun- um. í veikindum Gunnlaugs kom vel í ljós hve miklir kærleikar eru á því heimili og hve mikilsverðan stuðning hann hlaut frá ástvinum sínum. Erlu, sonunum Gunnlaugi og Birni og öðrum ástvinum vottum við dýpstu samúð okkar og óskum þeim velfarnaðar um ókomna tíð. Sumir menn gefa meira en þeir þiggja. Svo var um Gunnlaug. Auð- legð góðra minninga safnast hjá þeim er eiga þess kost að kynnast mönnum sem honum, minninga sem gefa tilverunni aukið gilai. Við kveðjum góðan vin og starfsbróður og minnumst hans með þakklæti og virðingu. Stefán Gíslason, Skúli Br. Steinþórsson, Fróði Björnsson. Gunnlaugur Helgason flugstjóri er látinn, langt um aldur fram. Við sem þessi kveðjuorð ritum eigum það flest sammerkt að hafa kynnst Gunnlaugi vegna samstarfs okkar við konu hans, Erlu Krist- jánsdóttur, kennslustjóra við Kenn- araháskóla íslands. Kynnin við Gunnlaug voru einkar gefandi. Hann var drengskapar- maður, sérlega hreinn og beinn í allri framgöngu; hófstilltur en þó einarður og setti sig aldrei á háan hest. Hann hafði ríka réttlætis- kennd og ákveðnar skoðanir; var ekki síst maður hinna mjúku gilda. Gunnlaugur var ljúfur og hlýr í viðkynningu. Alltaf var gott að koma í Bakkavörina, hvort sem erindið var að leita greiða, ræða alvarleg mál eða gleðjast með glöð- um. Gestrisni þeirra hjóna var ein- stök. Höfðingsskapur var Gunn- laugi í blóð borinn, því var oft setið lengi. Gunnlaugur kunni vel að vera glaður á góðri stund og jafnan var stutt í brosið. í umræðum okkar bar skólamál gjarnan á góma. Stundum var haft á orði að full- langt væri gengið og rétt að hlífa flugstjóranum við þessum málum sem stundum urðu að þrástefjum. En Gunnlaugur hlífði sér hvergi í þessari umræðu og auðgaði hana. Hann var þolinmóður hlustandi og opnaði gjaman ný sjónarhorn með skarplegum spurningum eða athug- asemdum. Fyrir aðeins einu og hálfu ári kenndi Gunnlaugur sér fyrst alvar- legs meins. Úr ijarlægð fylgdumst við með baráttu hans og fjölskyldu hans við sjúkdóminn. Sá innri styrk- ur er þau sýndu vakti aðdáun og virðingu. Við sendum Erlu, Gunnlaugi, Birni og öðrum ástvinum dýpstu samúðarkveðjur. Megi minningin um ljúflingsdreng lýsa þeim fram á veg. Anna Kr., Arnlaugur, Dóra, Ingvar, Lilja, Loftur, Ólafur J. og Ólafur P. Fregnin barst óhugnanlega hratt. Hann Gunnlaugur var farinn frá okkur. Áfallið sem menn héldu að þeir hefðu getað búið sig undir, varð enn meira þegar menn upp- götvuðu að sannleikurinn varð ekki umflúinn. Loks skildu menn orðatil- tækið um guðina og ungu mennina að fu'lu. Ég man fyrst eftir Gulla Pé, eins og hann var jafnan kallaður, þegar hann vann hjá Loftleiðum og flaug þá með föður mínum í nokkrum ferðum sem ég varð samferða. Hann kom þá strax fyrir eins og sá sem forskot hefur á aðra í til- verunni, unglegur, glaðlegur, hress og hafði greinilega gott vit á því sem hann var að fást við og hafði auk þess gaman af því. Mörgum árum seinna urðum við svo sam- ferða sem farþegar til London, og var hann þá á leið til starfa í leigu- verkefni Flugleiða í Jeddah en ég á vegum samkeppnisaðilans á leið til svipaðra verkefna í Bretlandi. Mér er það enn minnisstætt hversu fölskvalausan áhuga hann sýndi málefnum ungs flugfélags á barns- skóm og var augljóst að hann skildi vel að þetta félag lifði svo til ein- göngu á þeim áhuga sem starfs- mennirnir sýndu því og að hann hafði alveg sama áhuga á því fé- t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSA HULDA JÓNSDÓTTIR, Ránargötu 31, Reykjavík, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Dómhildur Glassford, Guðmundur Arason, Jón Erlendsson, Anna Bjarnadóttir, Oddur Jónsson, Unnur Ingólfsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, LEIFUR EINARSSON, Hólmgarði 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mónudaginn 27. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Hjartavernd. Ragna Aradóttir, Kristinn Ingi Leifsson, Ósk Þórðardóttir, Guðgeir Leifsson, Angelika Leifsson, Ari Leifsson, Þuríður Lárusdóttir, Kristjana Jónsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR FRIÐRIK ÞORSTEINSSON, Álftamýri 38, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 28. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Jf Ragna Ágústsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Rut Andersen, Sigríður Gunnársdóttir, Ingibergur Georgsson, Ágúst Gunnarsson, Anna ívarsdóttir, Olgeir Erlendsson, Jón Ivarsson, Erna Sigurðardóttir, Hilmar ívarsson, Edda Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Wí.d> lagi sem hann starfaði fyrir og gerði fram á síðasta dag. Seinna lágu leiðir okkar saman á ný er ég réðst til Flugleiða og var ég svo heppinn að fá að starfa með honum um nokkurt skeið. Þá fékk ég að sannreyna að það sem um hann var sagt var allt satt, ég hafði bara ekki heyrt allt. Þegar ég tók til starfa í flugdeild félagsins voru augu yfirmanna á honum til áframhaldandi trúnaðar- og ábyrgðarstarfa svipað og hann hafði gegnt áður en endumýjun flugflotans hagaði spilum þannig að störf hans sem slík nýttust ekki. Örlögin tóku hinsvegar í taumana. Fyrir hönd starfsmanna flug- deildar Flugleiða vil ég færa fjöl- skyldu hans og öðmm aðstandend- um dýpstu samúðarkveðjur okkar, fyrrverandi samstarfsmanna hans, í þeirri von að lífsgleði Gulla Pé lifi enn meðal þeirra, þrátt fyrir erfíða tíma. Guðmundur Magnússon, flugrekstrarstjóri Flugleiða. Kveðja frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna Gunnlaugur P. Helgason flug- stjóri er látinn langt um aldur fram, aðeins rúmlega fímmtugur að aldri. Gunnlaugur, eða Gulli P., eins og hann var kallaður meðal félaganna, vann margvísleg trúnaðarstörf fyrir stéttarfélag sitt, á starfsferli sínum sem flugmaður. Hann sat í stjórn eftirlaunasjóðs FÍA um skeið. Þá starfaði hann í öryggisnefnd og samninganefnd, auk þess að sitja í stjórn og samn- inganefnd Félags Loftleiðaflug- manna. Hvort sem var á vettvangi félags- málanna eða sem samstarfsmaður í flugi er óhætt að fullyrða, að allir sem honum kynntust sáu að þarna fór maður búinn miklum mannkost- um, auk þess að vera orðlagt prúð- menni og frábær félagi. Fyrir öll hans störf í þágu Félags íslenskra atvinnuflugmanna viljum við þakka af alhug. Við, sem áttum því láni að fagna að kynnast Gulla persónulega þökk- um honum samfylgdina. Við söknum góðs drengs og vott- um fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Ólafur W. Finnsson. Kveðja frá Þytsfélögum Árið 1987, hinn 3. júní, á fimm- tíu ára afmæli atvinnuflugs á ís- landi, hittust nokkrir vinir og félag- ar á heimili Ottos Tynes flugstjóra og héldu með sér stofnfund að litl- um flugklúbbi. Flestir stofnfélaga voru starfandi flugmenn ásvipuðum aldri sem unna flugi vegna þess heillandi ævintýris sem það í raun og sann- leika er. Margir þessara flugmanna höfðu lært hjá flugskólanum Þyti sem starfaði í Reykjavík um margra ára skeið og hlaut því klúbbur okk- ar nafn hans. Ætlun okkar í upp- hafi var að eignast eina eða tvær litlar flugvélar og njóta þeirra og félagsskapar hvors annars eins og best mætti verða, meðan aldur og heilsa leyfði./ Einn stofnfélaga Þyts var Gunn- laugur P. Helgason flugstjóri sem andaðist 19. janúar eftir hetjulega baráttu við einn illvígasta sjúkdóm okkar tíma, krabbameinið. Gunnlaugur var glæsilegur mað- ur, hár og grannur, ljóshærður og andlitsfríður og hafði einstaklega aðlaðandi framkomu. Hann var einn þeirra einstaklinga sem kalla fram alla bestu eiginleika þeirra sem hann umgengst. Sú náðargáfa hans naut sín mjög vel í starfí, en hann var snillingur sem flugstjóri og ein- staklega gott að vinna með honum um borð í flugvél. Hann var alltaf jafn rólegur og úrræðagóður, þótt aðstæður væru misjafnar, hann átaldi menn ekki en lét þá njóta góðra verka. Fólki Ieið vel í návist hans, starfsfélagar hlökkuðu til þess að vinna með honum. Þytsfélagar sitja nú hljóðir og minnast Gunnlaugs sem góðs vinar og félaga, frábærs flugmanns og samstarfsmanns, en hann var miklu meira en það, vegna þess að hann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.