Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 29. JANÚAR 1992 7 Þjófavarn- arbúnaður skemmir greiðslukort ÓVARLEG meðferð greiðslu- korta getur leitt til skemmda á segulrönd þeirra og kann þá notkun í kortskönnum, hrað- bönkum og öðrum rafrænum af- greiðslutækjum að reynast úti- lokuð. Búnaður, sem notaður er sem þjófavörn og afsegulmagnar merkimiða á verzlunarvöru, get- ur eyðilagt segulrönd kortanna, sem þar með eru ónýt. Þjófavarnarbúnaður þessi færist sífellt í vöxt í verzlunum og er styrkleiki hans æði misjafn. Komið hefur í ljós að sum þessara tækja hafa svo sterkt segulsvið, að þau þurrka út og eyðileggja upplýsingar á segulrönd kortanna. Vegna þessa hefur VISA-ísland beðið korthafa sína að fara varlega með kortin í nálægð við slík tæki, en bendir jafnframt á að komi slíkt fyrir, geti korthafi óskað eftir nýju korti, sem afhent verður honum án þess að hann þurfi að greiða sér- staklega fyrir. , Síld til Grindavíkur Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Háberg GK 299 kom til Grindavíkur á sunnudaginn með um 600 tonn af síld sem veiddust á Lónsbugt- inni. Víkurberg GK 1 kom einnig með um 600 tonn og Sunnuberg GK 199 kom með rúmlega 700 tonn. Síldin fór mestöll til bræðslu hjá Fiskimjöl og lýsi í Grindavík og hér er verið að landa úr Hábergi en Víkurberg og Sunnuberg bíða löndunar. Skipin voru öll að ljúka við síldveiðar og halda til loðnuveiða í vikunni. ASÍ mótmælir mikilli hækk- un útsvars í Hafnarfirði Skorar á bæjarstjórnina að endurskoða hækkunarákvörðun sína ALÞYÐUSAMBAND Islands hef- ur sent Guðmundi Árna Stefáns- syni bæjarstjóra í Hafnarfirði bréf, sem Ragna Bergmann vara- forseti sambandsins undirritar, þar sem mótmælt er mikilli hækk- un útsvars í Hafnarfirði. Jafn- framt er skorað á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að endurskoða ákvörðun sína til hækkunar út- svars í leyfilegt hámark við álagn- ingu. í bréfi frá ASÍ segir að á næstu dögum mun öðrum 12 sveit- arstjórnum einnig send bréf af þessu tilefni. Starfsmannaráð Borgarspítalans: Niðurskurðurinn aðför að heilbrigðisþj ónustunni STARFSMANNARAÐ Borgar- spítalans telur boðaðan niður- skurð ríkisstjórnarinnar til heil- brigðismála alvarlega aðför að heilbrigðisþjónustu landsmanna. Niðurskurður á rekstrarfé Borg- arspítalans í Reykjavík, aðal slysa- og bráðaspítala landsins, hljóti að valda verulegum samdrætti í þjón- ustu við sjúklinga hans, segir í ályktun ráðsins, en því miður sé þ'óst að varla dragi úr slysatíðni eða bráðum sjúkdómstilfellum á sama tíma. Starfsmannaráðið hélt fund 27. janúar og samþykkti þá eftirfarandi ályktun: „Alþingi íslendinga hefur boðað 5% niðurskurð á fjárveitingum til reksturs sjúkrahúsa og er hér um flatan niðurskurð að ræða, óháð þeirri starfsemi sem fram fer á sjúkrahúsum. Niðurskurðu.r á rekstr- arfé Borgarspítalans í Reykjavík, aðal slysa- og bráðaspítala landsins, hlýtur að valda verulegum sam- drætti í þjónustu við sjúklinga hans. Því miður er ljóst að varla dregur úr slysatíðni eða bráðum sjúkdómstil- fellum á sama tíma. Á sama tíma verður Borgarspítalanum væntan- lega ætlað að fjölga bráðavöktum og auka bráðabirgðaþjónustuna vegna óheyrilegs niðurskurðar á rekstrarfé til Landakotsspítala og hlýtur að þurfa að auka fjárveitingar til Borgarspítalans vegna fjölgunar bráðavakta. Stærstum hluta niðurskurðarins, sem nemur u.þ.b. 200 milljónum króna á Borgarspítalanum, virðist eiga að ná með því að draga úr launa- kostnaði enda er sá liður veigamest- ur í rekstri spítalans. Starfsmannaráð Borgarspítalans varar við því að sá niðurskurður sem boðaður er bitni harkalega á sjúkl- ingum spítalans og starfsfólki hans. Takmörk eru á því hversu langt er hægt að ganga í samdrætti í þjón- _ustu við sjúklinga og auknu álagi á starfsfólk. Fækkun sjúkrarúma hlýt- ur að teljast vafasöm sparnaðarleið. Starfsmannaráð leggur áherslu á að þær samdráttaraðgerðir sem ákveðnar verða, sem valda skertri þjónustu við sjúklinga, auknu álagi á starfsfólk og fækkun sjúkrarúma verði einungis skammtímaaðgerðir, enda er í mörgum tilfellum einungis um tilfærslu á kostnaði að ræða en sparnaður þjóðfélagsins af slíkum aðgerðum lítill sem enginn. Starfsmannaráð Borgarspítalans telur boðaðan niðurskurð Ríkis- stjórnarinnar til heilbrigðismála al- varlega aðför að heilbrigðisþjónstu landsmanna." Borgarráð: Rætt við ríkið um Fæðingar- heimilið BORGARRÁÐ hefur samþykkt ályktun fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins uin að ganga til við- ræðna við fulltrúa ríkisspítala um rekstur Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Ályktunin var lögð fram á fundi stjórnar sjúkrastofnana Reykjavík- ur og samþykkt að ganga til við- ræðna við fulltrúa Ríkisspítala um rekstur Fæðingarheimilis Reykja- víkur og ráðstöfun á húsnæði þess. Þar er ítrekuð sú afstaða stjórnar, að þjónustusérstaða Fæðingar- heimilisins verði varðveitt. ------------------ Þau 12 sveitarfélög, sem hækkað hafa álagningarhlutfall sitt eru: Leir- ár- og Melahreppur, Ospakseyr- arhreppur, Mosfellsbær, Kjalarnes- hreppur, Grindavík, Stafholts- tungnahreppur, Gnúpveijahreppur, Innri-Akraneshreppur, Lundar- reykjadalshreppur, Reykholtsdals- hreppur og Sandgerði. í samanburði sem ASÍ hefur gert á útsvari og fasteignagjöldum á höfuðborgarsvæðinu kemur í ljós, að þessi gjöld eru langþyngst í Hafnar- firði. Meðalfjölskylda greiðir í Reykjavík á árinu 1992 á mánuði um 2 þúsund krónum minna í fasteig- nagjöld, tekjuskatt og útsvar, en Hafnfirðingurinn. Heildargreiðslur hjá meðalfjölsyldu í Reykjavík eru 294.526 krónur, en samsvarandi tala fyrir Kópavog er 315.349 krónur, eða 20.822 krónum hærri en Reyk- víkingurinn greiðir. Hafnfírðingurinn greiðir 318.349 krónur, Garðbæing- urinn 312.902 krónur og Seltirning- urinn 304.207 krónur. Miðað er við hjón með rúmlega 2 milljónir króna í tekjur og eiga íbúð að fasteigna- mati rúmlega 6 milljónir króna. Brasilíski sjómaðurinn talinn af Sjómaðurinn, sem féll útbyrðis af þýsku skipi fyrir helgi, er tal- inn af. Hann hét Elmer Holz og var fæddur 29. desember árið 1960. Heimabær hans er Alfonso Claudio í Brasilíu. Hásetann tók út þegar brot reið yfir 3.000 tonna þýskt skip, Gerd Schepers, út fyrir Hafnarnesi í Þor- lákshöfn í foráttuverði síðastliðinn fimmtudag. Annar skipveiji slasað- ist lítilsháttar. Björgunarsveitarmenn frá Þor- lákshöfn, Eyrarbakka og Stokks- eyri hafa gengið fjörur í nágrenni Þorlákshafnar en skipulegðri leit er nú hætt. Fjörur verða þó senni- lega farnar á næstunni. Gerd Schepers er þýskt skip í leigu Eimskipafélagsins. Á því voru 8 menn, 4 Þjóðveijar, 2 Filipseying- ar, 1 Portúgali og Elmer heitinn frá Brasilíu. Ekki er vitað hvort hann var fjölskyldumaður. © INNLENT Forráðamenn skíðadeilda eru áhyggjufullir vegna snjóleysis SNJÓLEYSI hefur komið niður á flestuin skíðadcildum landsins að undanförnu. Ef ekki fer að snjóa bráðlega verða þær væntanlega fyrir einhverju fjárhagslegu tjóni en flestar þeirra hafa fastráðna skíðaþjálfara á launum. Að sögn Egils Jóhannssonar, formanns skíðadeildar Ármanns, er reynt að hafa ofan af fyrir þeim börnum, sem æfa skíði, t.d. með skautaferðum, námskeiðum og þess háttar. „Um síðustu helgi fór- um við með krakkana upp í Blá- fjöll, en þar eni nokkrir skaflar sem hægt er að skíða í. Við notum gömlu aðferðina og setjum skíðin á öxlina og göngum svo upp í fjall- ið.“ Egill segir að um næstu helgi sé áætlað að fara með börn 11 ára og eldri í Bláfjöll og auk þess að skíða eins og hægt er verði ýmis- legt gert til skemmtunar. Ilann segist ekki vilja hugsa það til enda ef ekki bætist úr snjóleysinu fljót- lega. „Við erum með um átta fast- ráðna þjálfara og cinnig ætlum við að leigja skíðaskálann okkar í Blá- fjöllum til grunnskóla frá og með næstu mánaðamótum. Við erum því bara bjartsýn og það er góður hugur í krökkunum,“ segir Egill. Theódór Ottósson, formaður skíðadeildar Fram, segist enn halda í vonina um að snjórinn komi brátt. „Þó erum við að sjálfsögðu áhyggjufull því að flest skíðamótin byija í febrúar og börnin hafa ekki haft tækifæri til að æfa nóg. Þetta getur því komið verulega niður á starfseminni.“ Helstu tekjur skiðadeildarinnar eru æfingagjöld og leiga á skíða- skála deildarinnar í Bláfjöllum. „Við vorum einnig að bæta yið fimmta þjálfaranum og eru þeir allir fastráðnir. En við höldum enn í vonina því að síðastliðin tvö ár hefur starfsemin í raun ekki farið í fullan gang fyrr en í febrúarmán- uði,“ segir Theódór. Guðmundur Jóhannsson, vara- formaður skíðadeildar KR, hefur svipaða sögu að segja. „Þetta kem- ur sér auðvitað mjög illa og þar sem við erum með fjóra fastráðna þjálfara og starfsemin nánast eng- in sjáum við fram á þó nokkuð tekjutap ef ekki rætist úr þessu." Véðurstofan: Margir janúarmánuðir heitari „Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast í Reykjavík til þess að þar falli hitamet i janúar. Margir mánuðir cru svo miklu heitari,” sagði Magnús Jónsson, veðurfræðingur, þegar hann var spurður hvort von væri á hitameti fyrsta mánuð þcssa árs. Hann aftók ekki að hitainet yrði slegið norðan- eða austanlands en vildi sem minnst um slíkt tala. Raddir um að ef til vill yrði sleg- ið hitamet þennan mánuðinn tóku að heyrast um 20. janúar en þá hafði verið einmuna blíða á landinu öllu í nokkra daga. Fyrstu 11 dag- arnir höfðu þó verið nokkuð kaldir og hafa þeir meðal annars þau áhrif að ekki eru miklar líkur á hitameti nú. Hæsti meðalhiti, sem mælst hefur í janúar, var 3,6 gráð- ur árið 1964. Aðspurður kvað Magnús engar líkur á snjókomu í þessari viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.