Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1992
Vélsmiðjan Vík, Grenivík:
Smíði að hefjast á ní-
unda snjóblásaranum
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Lionsmenn í Hrísey safna einnota öl- og gosumbúðum og reikna með að hafa um 100 þúsund króna
tekjur á ári af söfnuninni.
Lionsklúbbur Ilríseyjar:
Safna einnota drykkjar-
umbúðum til tekjuöflunar
„VIÐ HOFÐUM um 120 þúsund
krónur í tekjur af þessari söfn-
un í fyrra,“ sagði Asgeir Hall-
dórsson í Lionsklúbbi Hríseyj-
ar, en félagar safna sama ein-
nota drykkjarumbúðum á eynni
og senda til endurvinnslu.
íbúar á eynni gefa Lionsmönn-
um umbúðirnar og þeir safna þeim
saman, flokka þær og senda síðan
með Sæfara til Dalvíkur, en flutn-
ingur þangað er endurgjaldslaus.
Frá Dalvík er ekið með umbúðirn-
ar til Reykjavíkur til endurvinnslu.
„Þetta er lítill klúbbur og fjár-
öflunarleiðir hér fáar, þannig að
við reynum að nýta allt sem
býðst,“ sagði Ásgeir.
Lionsrpenn vinna að nokkrum
verkefnum og má nefna að síð-
asta haust komu þeir fyrir leiða-
lýsingu í kirkjugarðinum og var
töluyerður kostnaður því samfara,
en Ásgeir reiknaði með að hann
yrði greiddur á tveimur árum. Þá
er stefnt að því að koma fyrir
heitum nuddpotti við sundlaugina
og ætlar klúbburinn að styðja
hreppinn í þeirri framkvæmd.
Hugmyndin er að klúbburinn leggi
fram fé fyrir pottinum sjálfum og
hreppurinn sjái_ um kostnað við
framkvæmdir. Á stefnuskránni er
að hefjast handa strax í vor og
þess vænst að aðsóknin að laug-
inni aukist í kjölfarið.
Loks má nefna að Lionsmenn
í Hrísey hafa boðið eldri borgurum
til myndasýninga og fleiri sam-
verustunda auk þess að gefa þeim
jólagjafir fyrir hver jól.
Frystihús KEA á Dalvík:
Stefnt að vínnslu allt að 1.000
tonna af fiski í neytendapakka
Unnið nær alla laugardaga frá því í september sl.
VÉLSMIÐJAN Vík hf. á Grenivík
hefur smíðað átta snjóblásara,
sem ganga undir nafninu Barði.
Byrjað var að smíða slíka blásara
í árslok árið 1988 og hafa þeir
reynst vel.
Jakob Þórðarson framkvæmda-
stjóri Vélsmiðjunnar Víkur sagði að
snjóblásarinn Barði hefði verið seldur
víða um land, m.a. væru tveir á
Vestfjörðum, einn við Blönduvirkjun,
Vegagerðin hefur keypt tvo blásara,
en sá fyrsti var smíðaður fyrir Grýtu-
bakkahrepp. Þá er að hefjast smíði
á einum blásara fyrir Hitaveitu
Reykjavíkur sem staðsettur verður
við Nesjavallavirkjun, en hann verður
afhentur í lok febrúar og verður sá
níundi sem smíðaður er.
Vélsmiðjan Vík var stofnuð fyrir
6 árum, einkum til að sinna viðhalds-
vinnu fyrir báta og skipaflota heima-
manna. Snjóblásarasmíðin kom upp
sem uppfyllingarverkefni er minnst
var að gera í viðhaldsverkefnum.
„Það vantaði verkefni yfir vetrar-
mánuðina og okkur datt í huga að
prófa þetta, en það vildi svo vel til
að hreppinn vantaði snjóblásara. Við
Gilfélagíð:
Mikil vinna
framundan
í Grófargili
STJÓRN Gilfélagsins á nú í samn-
ingaviðræður við Akureyrarbæ
um stórbætta aðstöðu fyrir lista-
og menningarstarfsemi í bænum.
Um er að ræða húsnæði í Mjólkur-
samlaginu og Kaupvangstræti 23,
sem félagið hefur til afnota og
umsjár.
Fyrirhugað er að í umræddu hús-
næði verði aðstaða fyrir listafólk og
handverksmenn með vinnustofur og
verkstæði og sýningaraðstöðu. Einn-
ig er áætlað að koma upp gestavinn-
ustoftLsem nýst gæti fyrir listafólk
"Air ýmsum greinum. Þá er fyrirhugað
að koma upp sal sem riota mætti til
ýmissa listviðburða; leikflutning, tón-
flutning eða fundahalda.
Framundan er mikil vinna við
vandasöm verkefni og liggur því
mikið við að allir þeir sem vilja vinna
að því að koma framtíðardraumnum
um miðstöð lista- og menningar á
Akureyri í framkvæmd gangi til liðs
við félagið. Þeir sem áhuga hafa á
þátttöku í Gilfélaginu eru hvattir til
að hafa samband við Ragnheiði Þórs-
dóttur ritara félagsins eða Guðmund
Ármann formann þess.
fengum Guðmund Pétursson hjá
Teiknistofu Karls G. Þorleifssonar á
Akureyri til að teikna hann fyrir
okkur. Þetta hefur gengið þokkalega
vel og við erum bjartsýnir á fram-
haldið,“ sagði Jakob.
------»■ ♦ ♦---
Eyjafjarðarsveit:
Grænum lit
slær á tún
Ytri-Tjörnum
ÓVENJU langvarandi og mikil
hlýindi hafa verið mestallan jan-
úar hér í Eyjafirði. Stefnir allt í
að þetta verði einhver hlýjasti jan-
úarmánuður í áratugi.
Ekki er einungis snjólaust í byggð,
heldur eru fjöll víða snjólaus upp í
eggjar, þó þau nái þúsund metra
hæð. Grænum lit slær á tún og þar
sem búfjáráburður var borinn á í
haust er kominn svolítill nýgræðing-
ur. _
Útlendar runnategundir eru byij-
aðar að bruma og sem dæmi má
nefna að á gljámispli sem hér er í
garði við húsið eru fyrstu blöðin kom-
in í ljós. Ósagt skal þó látið hvernig
þeim gengur að þreyja þorrann og
góuna, en margra vikna hlýindi í
viðbót hljóta að vera afleit fyrir við-
kvæman gróður sem ekki þekkir
landið og duttlungafulla veðráttu
þess.
Þeim fáu kindum sem hér eru eft-
ir á bæjum er hleypt út flesta daga,
það getur ekki talist algengt í þorra-
byrjun, en virðist þeim líka það vel.
- Benjamín
MIKIL vinna hefur verið í Frysti-
húsi KEA á Dalvík og hefur ver-
ið unnið þar svo til alla laugar-
daga frá því í september síðast-
liðnum. Unnið er að fullum krafti
í smápakkningar, en nýlega var
gerður samningur um sölu 200
tonna af fiski í slíkum pakkning-
um fyrir fyrstu þrjá mánuði árs-
ins. Stefnt er að því að vinna í
húsinu á milli 800-1.000 tonn af
fiski í smápakkningum í frysti-
húsinu á ári. Samdrætti í afla á
þessu ári verður mætt með því
að draga úr saltfiskverkun.
Gunnar Aðalbjörnsson frystihús-
stjóri sagði að yfirleitt væri unnið
í 10 tíma nær alla laugardaga í
húsinu frá því í september á síðasta
ári. „Við höfum sett markið á að
salta sem minnst og frysta sem
mest auk þess sem við erum bund-
in samningum um sölu á fiski í
smápakkningum,“ sagði Gunnar.
Fyrir liggur samningur um sölu
á 200 tonnum af fiski í smápakkn-
ingum á fyrstu þremur mánuðum
þessa árs, sem m.a. er seldur til
Frakklands, Bretlands og Svíþjóðar.
Gunnar sagði að stefnt væri að því
að fullnýta þann sal er pakkningin
fer fram í, en það þýði að á bilinu
800-1.000 tonn af fiski verði pakk-
að í smápakkningar á ári, en það
eru um 40% framleiðslunnar. Pökk-
unarlínan var sett upp í frystihúsinu
í apríl á síðasta ári, en fór ekki að
fullu í gang fyrr en eftir sumarfrí
og voru framleidd um 350 tonn af
fiski í slíkar pakkningar á liðnu ári.
„Það er engin spurning, að það
gefur ákveðinn virðisauka að vinna
fiskinn á þennan hátt. Verðið er
líka mun stöðugra, bæði skríður það
hægar upp á við og eins lækkar
verð á neytendapakkningum ekki
eins hratt og til að mynda svokallað-
ar „bulkepakkningar" sem seldar
eru verksmiðjum og veitingahús-
um,“ sagði Gunnar.
Vinnsla hófst í frystihúsinu 8.
janúar síðastliðinn og hafa verið
unnin þar um 350 tonn af fiski, en
á liðnu ári hófst vinnsla ekki fyrr
en um miðjan mánuð og voru þá
unnin í allt 200 tonn í húsinu. Heild-
armagnið sem unnið var í húsinu
jókst um 15% á milli áranna 1990
og 1991, en verðmætið um 30%.
Búast má við að samdráttur í
afla verði á þessu ári miðað við það
fyrra á bilinu 800 til 1.000 tonn
og sagði Gunnar að hann myndi
fyrst og fremst bitna á saltfisk-
vinnslu. Á liðnu ári voru um 2.000
tonn verkuð í salt og 4.200 tonn
fóru í frystingu, en reikna mætti
með að í ár yrði helmingi minna
verkað í salt en var í fyrra, eða um
1.000 tonn.
íþróttamaður Þórs:
Haukur Eiríksson
skíðamaður valinn
HAUKUR Eiríksson, skíðamaður, var kjörinn íþróttamaður Þórs
1991, en tíu íþróttamenn voru tilnefndir í kjörinu, þrír knattspyrnu-
menn, þrír handknattleiksmenn, tveir skíðamenn og tveir körfu-
knattleiksmenn.
Haukur, sem einnig var kjörinn
skíðamaður Þórs 1991, hefur stað-
ið sig afar Vel og er einn fremsti
skíðagöngumaður landsins. Hann
hefur verið við æfingar og nám í
Svíþjóð og tekið þátt í mótum þar
og víðar og gengið vel. Hann varð
íslandsmeistari í 15 km göngu,
3x10 km boðgöngu ásamt félögum
sínum og Islandsmeistari í göngut-
víkeppni. Þá vann hann til fjölda
verðlauna annarra.
Auk þess sem valinn var
íþróttamaður Þórs, var einnig
kunngjört um val á bestu íþrótta-
mönnum í einstökum íþróttagrein-
um, en handknattleiksmaður Þórs
er Rúnar Sigtryggsson, einn af
máttarstólpum meistaraflokks
Þórs í handknattleik. Konráð Ósk-
arsson var valinn körfuboltamaður
Þórs, en hann er einn af burðarás-
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Á myndinni eru taldir frá vinstri Júlíus Tryggvason, Sigurður
Davíðsson, sem hlaut verðlaun fyrir besta ástundun, Eiríkur Ás-
mundsson, sem tók við verðlaunum fyrir son sinn Iiauk Eiríksson,
Konráð Óskarsson og Rúnar Sigtryggsson.
unum í Þórsliðinu og knattspyrnu-
maður var kjörinn Júlíus Tryggva-
son, en hann stóð sig afar vel í
flest öllum leikjum liðsins á síð-
asta ári og skoraði mörg mikilvæg
mörk.