Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1992
Framkvæmdastj óri LandaJkots um SFR félaga:
Ákvæði um hlið-
stæð réttindi og
ríkisstarfsmenn
LOGI Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landakotsspítala, segir að
það sé út af fyrir sig rétt að í kjarasamningi Starfsmannafélags
ríkisstofnana sé ákvæði um að félagar í SFR skuli njóta hliðstæðra
réttinda og kveðið sé á um í lögum um réttindi og skyldur opin-
berra starfsmanna, en í Morgunblaðinu í gær segir Sigríður Kristins-
dóttir, formaður SFR, að félagar í SFR hafi rétt til biðlauna í sam-
ræmi við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.
í lögunum segir að sé staða lögð
niður eigi starfsmaður rétt á bið-
launum í sex mánuði frá því hann
lét af starfi hafi hann starfað skem-
ur en í 15 ár en í 12 mánuði hafi
hann starfað lengur. Logi sagði að
SFR væri eina stéttarfélagið sem
hefði slíkt ákvæði í kjarasamning-
um sínum. Þau væru ekki í kjara-
samningum lækna eða hjúkrunar-
fræðinga. Hann sagðist ekki sjá
neina ástæðu til að úttala sig um
þetta atriði nú, það væri fjölda ann-
arra hluta sem þyrfti að leysa úr
áður en þetta mál kæmi á dagskrá.
Verulegur hluti þeirra sem sagt
hefði verið upp störfum yrði endur-
ráðinn og að sjálfsögðu yrði leitast
við að standa við gerða kjarasamn-
inga og lagaskyldur, en það væri
seinni tíma mál að leysa úr því
hveijar þessar lagaskyldur væru.
Ratsjárstofnun:
Tilraunarekstur norð-
urstöðvanna hafinn
Formleg opnun verður síðar á árinu
tilraunarekstur í Bandaríkjunum, og þeir eru allir
HAFINN
norðurstöðva Ratsjárstofnunar
Um er að ræða stöðvamar á
íslenskir.
íbúar Wathne-
hússins fluttu það-
an eftir bruna í
nóvember en ráð-
gert var að bæta
húsið. Ekki er vit-
að um eldsupptök
en málið er í hönd-
um rannsóknar-
lögreglunnar í
Reykjavík.
Seyðisfjörður:
Wathne-hús ónýtt eftir bruna
Seyðisfirði.
Svokallað Wathne-hús á Seyðisfirði gjöreyðilagðist í bruna
aðfaranótt þriðjudags. Ibúar hússins fluttu þaðan út þegar eldur
kviknaði út frá kyndingu í kjallara í nóvember. Töluvert innbú
var þó enn í húsinu. Húsið var tveggja hæða norskt bjálkahús
með hlöðnum kjallara byggt 1908.
Siguijón Andri Guðmundsson, þá gjöreyðilagt. Ekkert hefur
lögregluþjónn, varð fyrstur var
við eld í húsinu upp úr 1 eftir
miðnætti aðfaranótt þriðjudags.
Eldurinn hafði komið upp í kjallar-
anum en fljótlega læsti hann'sig
í gólfið á hæðinni og varð húsið
alelda á um það bil klukkutíma.
Tæplega þijár klukkustundir tók
að slökkva eldinn og var húsið
fengist staðfest um eldsupptök.
Norski athafnamaðurinn Otto
Wathne og fjölskylda hans
byggðu þijú hús í Seyðisfjarðarbæ
um síðustu aldamót. Minnsta hús-
ið var reist 1893 en stærra hús
árið síðar. Komst það hús í eigu
Landssímans árið 1906 en hýsir
nú bæjarskrifstofur Seyðisfjarðar.
Afkomendur Ottos Wathne
byggðu yngsta húsið, sem nú er
brunnið, árið 1908. Þá var Otto
Wathne látinn. Hann lést 15. okt-
óber árið 1898.
Pétur Kristjánsson, þjóðhátta-
fræðingur, segir að húsið sé eitt
af fáum bjálkahúsum á landinu
en þau sé aðallega að finna á slóð-
um Norðmanna. Nokkur slík hús
eru t.d. á Akureyri, Húsavík og
Siglufirði auk Seyðisfjarðar. Líkur
benda til að húsið sé frá Vestur-
Noregi.
- GarðarRúnar.
Bolafjalli við ísafjarðardjúp og
Gunnólfsvíkurfjalli við Bakka-
Tillögur Verktakasambands íslands og fleiri aðila:
fjörð. Formleg opnun stöðvanna
tveggja verður síðar á árinu.
Endurnýjun ratsjárskerfisins er
grundvölluð á samkomulagi
sem gert var við Bandaríkja-
stjórn árið 1985.
Ný braut lögð í stað þess að
Guðjón Sigurðsson, deildarstjóri
hjá Ratsjárstofnun, segir að til-
raunareksturinn sé til þess að sjá
hvernig merkin frá stöðvunum
koma út. Merkin fara til Kefiavík-
urflugvallar. Ekki liggur fyrir hve-
nær nýju ratstjárstöðvarnar á
Stokksnesi við Hornaíjörð og á
Miðnesheiði á Reykjanesi komast
í gagnið.
Endurnýjun ratsjárkerfisins fer
fram á grundvelli samkomulags
sem gert var við Bandaríkjastjórn
árið 1985. Ratsjárstofnun annast
rekstur stöðvanna. Öll stöðvarhús-
in eru tilbúin og uppsetning búnað-
ar stendur yfir. Tæknimenn stöðv-
anna eru komnir úr starfsþjálfun
tvöfalda Reykjanesbrautina
Samgöngnráðherra líst illa á þessar hugmyndir sem nú eru í athugun hjá Vegagerðinni
UNDIRBÚNINGSFÉLAG sem hefur óskað leyfis samgönguráðherra
að fá að kanna hagkvæmni þess að tvöfalda Reykjanesbraut hefur
lagt nýja áætlun fyrir ráðherra sem gerir ráð fyrir að lögð verði
ný braut á vegum sérstaks hlutafélags sem ræki hana með tekjum
af veggjöldum þannig að gamla Reykjanesbrautin verði áfram skatt-
Iaus. Halldór Blöndal samgönguráðherra hefur ákveðið að fela Vega-
gerð ríkisins málið til frekari skoðunar.
Halldór Blöndal segir að sér lítist
illa á þessar hugmyndir sem nú eru
í athugun hjá Vegagerðinni. „Hér
er ekki um að ræða neina stökk-
breytingu í átt til samgöngubóta á
leiðinni milli Hafnarfjarðar og
Keflavíkur og þarna yrði um að
ræða eina veginn á íslandi þar sem
heimtur yrði vegtollur," segir Hall-
dór. „Reynslan af slíkum tolli á
þessum vegi hér á árum áður var
slæm og ökumenn tóku því illa að
þurfa að greiða vegtoll á leiðinni."
I máli Halldórs kemur einnig fram
að honum lítist betur á fyrirkomu-
lag sem þetta í tengslum við jarð-
göng undir Hvalfjörð. Þar yrði um
að ræða styttingu á hringveginum
um 40 km og þar að auki yrði gamli
vegurinn enn til staðar svo öku-
menn hefðu val um hvort þeir vildu
borga vegtoll af samgöngubót þeirri
eða ekki.
Flugráð afgreiðir umsókn Atlantsflugs hf.:
Mælt með endumýjun flug-
rekstrarleyfis til eins árs
FLUGRÁÐ afgreiddi umsókn leiguflugfélagsins Atlantsflugs hf. um
endurnýjun flugrekstrarleyfis á fundi sínum í gær. Var samþykkt
samhljóða í ráðinu að mæla með framlengingu leyfis til eins árs í
stað fimm sem félagið hefði átt að fá úthlutað ef öll skilyrði reglugerð-
ar hefðu verið uppfyllt. Að sögn Hilmars B. Baldurssonar, varafor-
manns Flugráðs, sem stýrði fundinum í forföllum Leifs Magnússonar,
formanns, var leyfið veitt með beitingu undanþáguákvæðis I reglu-
gerð þar sem félagið uppfyllti ekki kröfur um eiginfjárstöðu. Halldór
Sigurðsson, framkvæmdastjóri Atlantsflugs, segist vera þokkalega
ánægður með þessa niðurstöðu miðað við það sem á undan hefði gengið.
„Astæða þess að undanþága var yrði fyrir endurnýjun flugrekstiar-
veitt er sú að viðskiptasamningar
sem fyrirtækið hefur gert á þessu
ári benda mjög eindregið til að af-
koma þess verði góð og að í lok tíma-
bilsins muni það vonandi hafa náð
því að uppfylla skilyrði reglugerðar-
innar,“ sagði Hilmar. Samkvæmt
breytingum sem gerðar voru á reglu-
gerðinni á síðasta ári, ér það skil-
leyfis að eiginfjárstaða flugrekstra-
raðila samsvari a.m.k. þriggja mán-
aða rekstrarkostnaði miðað við
rekstraráætlanir til tveggja ára.
„Við hefðum átt að fá fimm ára
leyfi en þeir gefa okkur undanþágu
þar sem við gátum ekki gefið þeim
áætlun fyrir árið 1993. I ljósi þess
að við höfum samninga á hendi fyr-
ir þetta ár sem sýna heilbrigðan
rekstur taka þeir þessa ákvörðun,"
sagði Halldór. Leyfið er veitt til 28.
febrúar 1993.
Halldór hefur gagnrýnt ítök
starfsmanna Flugleiða í Flugráði og
sagt þau hindra að hægt sé að leggja
umbeðin gögn með rekstraráætlun-
um fyrir ráðið. Hilmar sagði að
rekstraráætlanir og uppgjör flugrek-
enda færu til loftferðaeftirlits og auk
þess fjölluðu tvær endurskoðunar-
skrifstofur um málið og veittu um-
sögn til Flugráðs. „Flugráð þarf
ekkert að skoða þessi trúnaðargögn
heldur aðeins niðurstöðurnar. Ef
Flugráð telur hins vegar ástæðu til,
hefur það rétt á að skoða öll gögn.
Ég get fullyrt að þegar um viðkvæm
mál er að ræða er það vinnuregla
að enginn í ráðinu skoðar slík gögn.
Við treystum endurskoðunarskrif-
stofunum sem um þau fjalla,“ sagði
hann. Aðspurður sagði Hiimar að
þessari reglu hefði verið fylgt við
afgreiðslu erindis Atlantsflugs.
Halldór sagði að flugrekendur
gætu ekki metið það hvenær trúnað-
arupplýsingar sem veittar væru
stöðvuðust hjá loftferðaeftirlitinu
eða hvenær þær færu til yfírboðara
þess. „Flugráð er æðsta stofnun í
flugmálum á íslandi. Okkur finnst
óviðunandi að af tíu aðal- og vara-
mönnum, sem sitja í ráðinu, skuli
fjórir vera fyrrverandi og núverandi
starfsmenn Fiugleiða. Þetta er póli-
tískt skipað ráð. Við höfum hins
vegar ekkert út á þessa menn að
setja persónulega," sagði Halldór.
Harður árekst-
ur á Miklubraut
HARÐUR árekstur varð þegar
lögreglubíll og fólksbíll skullu
saman á mótum Kringlumýra-
brautar og Miklubrautar um kl.
23 í gækvöldi.
Bílarnir eru báðir mikið skemmd-
ir. Lögreglumennirnir slösuðust ekki
en einn íarþeganna í hinum bílnum
var fluttur á slysadeild með minni-
háttar meiðsl.
Ökumaður bifhjóls var einnig
fluttur á slysadeild með minniháttar
meiðsl eftir að jeppi ók í veg fyrir
hann á Breiðholtsbraut um kl. 20 í
gærkvöldi.
1
I
I
i
i
Verktakasamband íslands, At-
vinnuþróunarfélag Suðurnesja og
Landsbréf hf. standa að undirbún-
ingshópnum og lögðu nýjar áætlan-
ir fyrir samgönguráðherra á mánu-
dag. Pálmi Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Verktakasambands-
ins, staðfesti að nýjar hugmyndir
hefðu verið lagðar fyrir ráðherra
en vildi ekki upplýsa hvað í þeim
fælist.
Ástæða þess að samgönguráð-
herra hafnaði fyrsta tilboði hópsins
var að vegfarendur hefðu ekki ann-
an valkost en að greiða veggjald á
þessari leið. Undirbúningsfélagið
hefur endurskoðað áætlanir sínar
með tilliti til óska ráðherra og er
svars ráðherra og ríkisstjórnar að
vænta í síðasta lagi í næstu viku,
skv. heimildum Morgunblaðsins. í
framhaldi af því fari forathuganir
og arðsemisútreikningar fram sem
miðist við að Alþingi geti afgreitt
málið fyrir þinglausnir í vor. Ættu
framkvæmdir þá að geta hafist
næsta haust.