Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1992
wc&mrm
n
Sagéi kp^-eéa, s&géi '&j gJz/zí,
blýlaust benzi*. ? "
*
Ast er____
... að gleðjast á afmæl-
isdeginum.
TM Reg. U.S Pat Otf — all rights reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
SECRET SERVICE.
Með
morgunkaffínu
inn þinn byrjar kl. hálf
tíu . . .
Tvísköttun
Ágæti lesandi, mig langar að
vekja máls á þeirri ósanngjörnu
stefnu skattayfirvalda að ráðast
alltaf á garðinn þar sem hann er
lægstur. Núna síðast, fyrir um það
bil einu og hálfu ári síðan, var
tekin upp sú stefna hjá skattinum
að skattleggja meðlagsgreiðslur til
þeirra unglinga á aldrinum 18—20
ára sem rétt áttu á þessum greiðsl-
um, vegna náms. Dæmið lítur
þannig út. Unglingurinn fer í nám
á þessum árum, hann býr með
öðru foreldri, hitt foreldrið sam-
þykkir að borga meðlag á meðan
á náminu stendur, þó ekki lengur
en í 2 ár, foreldrið sem meðlagið
greiðir fær sín laun o£ af þessum
launum sínum borgar það skatta
og skyldur, síðan borgar það
Tryggingastofnun umsamið með-
lag sem er í dag 7.425 kr.
Tryggingastofnun reiknar síðan
aftur skatt af þessrai upphæð sem
er nú 39,86% og hafi unglingurinn
ekki skilað inn skattkorti er
skatturinn umsvifalaust dreginn
af, í þessu tilfelli 2.958 kr. og þá
er eftir til greiðslu 4.467 kr. Þetta
er tvísköttun af grófustu skort og
vil ég hér með mótmæla henni
harðlega, því að þetta hátterni
skattayfirvalda skýtur svolítið
skökku við; að láta unglinga borga
skatt af vasapeningum sem for-
eldrar láta þeim í té í gegnum
Tryggingastofnun á meðan örfáir
íslenskir milljónamæringar fá frá
nokkrum milljónum og upp í tugi
milljóna króna í skattfijálsar arð-
greiðslur fyrir tugmilljóna króna
hlutaijáreign í hinum og þessum
hlutafélögum.
Út frá þessu vaknar vissulega
ein spurning bæði hjá mér og án
efa hjá þér lesandi góður, það er
spuming sem ég myndi vilja fá
svar við. Spumingin er: Hvar fær
skattstjóri sínar tekjur? Hjá ríkinu,
eða hjá þessum örfáu áðumefndu
milljónamæringum? Ég vil engin
mótmæli við þessari spurningu, því
hún hlýtur að vakna þegar málum
er háttað eins og hér er lýst. Takk
fyrir.
Guðjón Rúnarsson.
HIN ANDLEGA SÓL
Ef við hugsum okkur sólina þá
er hún nauðsynleg hveijum
manni. Hún er ávallt til staðar og
gerir okkur lífið mögulegt. Við
skulum ekki hengja okkur föst við
sólina heldur lifa lífinu og vera
meðvituð um það sem hún er mik-
ilvæg og hvað hún gerir fyrir
okkur. Ef við reynum að fela okk-
ur fyrir henni, með því að búa í
ljóslausum helli,..gætum við það
eflaust, en það sér hver og einn
Þessir hringdu . .,
Athyglisverð kvikmynd
Guðlaug hringdi:
Ég vil hvetja fólk til að sjá
kvikmyndina Aldrei án dóttur
minnar sem sýnd er í Bíóborg-
inni. Þetta er athyglisverð og lær-
dómsrík mynd sem sýnir okkur
inn í menningarheim sem mörgum
hvernig líf það væri. Við gætum
heldur ekki legið í sólbaði allt lífið.
Ef við hugsum okkur Guð sem
andlega sól, þá er hann ávallt til
staðar og hann sendir ást (geisl-
ana) sína stanslaust yfir mann-
kynið án þess að gera þar nokkurn
manna mun.
Þannig er mikilvægt fyrir hvern
og einn að vera þess meðvitaður
alla daga, að Guð er hluti af lífinu
finnst undariegur en er þó raun-
verulegur.
Hálsmen
Gullhálsmen með perlu tapaðist
fyrir löngu á röntgendeild Borgar-
spítalans. Vinsamlegast hringið í
síma 33813 ef það hefur fundist.
Vettlingar
Bleikur vettlingur tapaðist við
sundlaugina í Efra-Breiðholti.
Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 76798.
Skór
Svartir háhælaðir skór töpuð-
ust úr bíl við Sólvallagötu eða á
horni Blómvallagötu og Brávalla-
götu. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 10806.
hvað svo sem við gerum, hugsum
og segjum. Þannig eigum við að
vera meðvituð um nærveru Guðs
hvert einasta augnablik og vera
meðvituð um það sem Hann gerir
fyrir okkur og lífið án geislanna
frá honum væri hið andlega líf,
eins og að lifa í skugga þar sem
vöxturinn verður veikburða ef
hann verður þá nokkur. Þannig
er mikilvægt fyrir hvern mann
(sem mannkyn) að lifa lífinu í
fullri meðvitund um stöðugt út-
streymi frá Guði og hneigja höfuð-
ið undir vilja hans en á sama tíma
að nýta á réttan hátt allt það sem
Hann hefur birt og gefið mann-
kyninu. Þannig ættum við að geta
séð Guð fyrir okkur sem andlega
sól sem vermir og nærir allt and-
legt og huglægt, sem uppsprettu
þess sem stjórnar efninu. Ef and-
legur þroski er lítill eða enginn,
berum við litla sem enga virðingu
fyrir hinu andlega og efninu, sem
í raun hefur gert mennina ríka,
og notum efnið oft á vafasaman
hátt sem er oft í mótsögn vilja
Guðs, sem við sjáum birtast í ritn-
ingunni birtenda Guðs. Það að
slíta einn úr samhengi er það sama
og koma í veg fyrir skilninginn á
heildinni og tilgangi og áætlun
Guðs meðal manna.
S.J.-
HOGNI HREKKVISI
i'þESSl TONKJ LITUK ILLA ÖT ! "
Vík\erji skrifar
eir sem hlusta á útvarp verða
fljótt varir við að umsjónar-
menn þátta grípa oft til þess ráðs
að vitna í dagblöðin eða fara yfir
það, sem þeim finnst fréttnæmast
á síðum blaðanna þann daginn.
Víkveiji sér ekki ástæðu til að liggja
á þeirri skoðun sinni, að honum
finnst þetta dæmalaust leiðinlegt
útvarpsefni, einkum af þeirri
ástæðu, að það er yfirleitt flausturs-
lega unnið og alls ekki til þess.fall-
ið að gefa hlustandanum neina
heildarsýn.
í stuttu máli þakkar Víkverji fyr-
ir að geta slökkt á viðtækinu eða
stillt á aðra útvarpsstöð þegar þessi
svokallaða yfirferð yfir dagblöðin
hefst í einhveijum morgunþátt-
anna.
XXX
eir sem heimsækja Perluna sjá
fljótt, að þar hefur ekki ein-
ungis risið glæsilegt mannvirki
heldur hefur verið gengið vel frá
akvegum að því og bílastæðum. Er
unnt að aka að Perlunni frá Bú-
staðavegi og komast síðan frá henni
eftir nýjum vegi, sem er fyrir sunn-
an Bústaðaveg. Þá hefur verið gert
hringtorg, sem ekið er um, áður en
aftur er haldið upp á Bústaðaveg.
Meðfram þessum nýja akvegi hefur
síðan verið lögð göngu- eða hjóla-
braut og strætisvagn 7, sem fer
þarna um, ekur eftir þessum nýja
vegi í áttina að Fossvogskirkju-
garði. Þar sem vagninn stöðvar
næst Perlunni er komið lítið rautt
skýli.
Ástæða er til að fagna því, hve
vel hefur verið gengið frá allri að-
stöðu fyrir þá gesti, sem koma ak-
andi á eigin bílum eða í strætis-
vagni til Perlunnar: Hið sama verð-
ur ekki sagt um þá, sem ætla að
komast þangað fótgangandi.
xxx
Eins og áður sagði ekur strætis-
vagn 7 inn á hina nýju ak-
braut til Perlunnar, þegar hann fer
í austurátt, og farþegar hafa þar
aðgang að skýli. Þegar vagninn fer
í vestur er hann númer 6. Þá ekur
hann eftir Bústaðaveginum. Þeir
sem ætla að taka hann og koma
úr Perlunni lenda í erfiðleikum, því
að það hefur greinilega gleymst að
leggja göngustíga frá Perlunni að
Bústaðaveginum eða gera nokkrar
ráðstafanir til að auðvelda fótgang-
andi að fara yfir Bústaðaðveginn
og frá viðkomustað vagnsins við
veginn hefur skýli verið fjarlægt.
1 tengslum við endurnýjun á
Bústaðaveginum var hitaveitu-
stokkurinn, sem var vinsæl. göngu-
leið fjölda manna, rifinn. Enginn
göngustígur hefur fyllt skarðið. Lít-
ill hellulagður stígur, sem tengdi
Háuhlíð við Bústaðaveginn var fjar-
lægður og nú þurfa þeir, sem ætla
að ganga þar að fara um moldar-
flag.
Niðurstaða Víkveija af athugun-
um hans á þessu svæði er í stuttu
máli sú, að við vegaframkvæmdir
þar hafi aðeins verið tekið tillit til
bílsins og hagsmunir annarra vegf-
arandi hafi með öllu verið fyrir
borð bornir. Skorar Víkveiji á borg-
aryfii’völd að gera nú þegar ráðstaf-
anir til að draga úr þessu misrétti.