Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1992 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Ahrif kjara samninga MicJstjórn Alþýðusambands íslands ákvað á fundi sínum í fyrradag með formönn- um landssambanda og svæða- sambanda að ganga til heildar- viðræðna við vinnuveitendur um gerð nýrra kjarasamninga, enda verði viðræðum um sér- kjarasamninga, sem ekki er lokið, haldið áfram jafnhliða. Það er þjóðinni fagnaðarefni að meginfylkingar vinnumark- aðarins setjast nú að samn- ingaborði. Þar verða markaðar meginlínur í efnahagsþróun- inni næstu misseri, ekkert síð- ur en í höfuðstöðvum löggjaf- ar, framkvæmdavalds og stjórnunar peningamála. Af þessum samningumj sem og viðleitni ríkisstjórnarinnar til að hemja ríkisútgjöldin og opinbera lánsfjáreftirspurn, ræðst, hvort sá stöðugleiki í atvinnu- og efnahagslífi, sem náðist með þjóðarsáttarsamn- ingunum í febrúarmánuði 1990, helzt eða glatast. Ef heildarsamningar, sem að er unnið, byggjast ekki á efna- hagslegum veruleika í samfé- laginu, er hætt við, að þjóðin gangi ekki til góðs inn í næstu framtíð. Sjaldan, ef nokkru sinni síð- astliðin tuttugu ár, hafa heild- arsamtök á vinnumarkaði sezt að samningaborði við erfiðári aðstæður í þjóðarbúskapnum en nú. Menn greinir að vísu á um, hve mikill samdráttur þjóðarteknanna verður á árinu 1992. Það er á hinn bóginn ekki ágreiningur um það, að hann verður verulegur, bæði vegna aflasamdráttar og versnandi viðskiptakjara. Við- skiptahalli þjóðarinnar við um- heimirin er og mikill. Og rekstr- arhalli ríkiðssjóðs 1991 var hvorki meiri né minni en tólf og hálfur milljarður króna, eða sá mesti sem verið hefur í fjörutíu ár. Það blæs heldur ekki byrlega í atvinnulífi þjóð- arinnar. Undirstöðuatvinnu- vegur hennar, sjávarútvegur- inn, á undir högg að sækja, meðal annars vegna fyrirséðs aflasamdráttar á þorski. Bæði launþegar og vinnu- veitendur hafa lagt á það áherzlu, að vaxtalækkun sé allt að því forsenda nýrra kja- rasamninga á svipuðum nótum og febrúarsáttin 1990, enda styrki vaxtalækkun bæði stöðu almennings og atvinnulífs. Meginorsök hárra vaxta í land- inu er gífurleg opinber lánsfjáreftirspurn, m.a. vegna mikils og viðvarandi ríkissjóðs- halla; lánsfjáreftirspurn sem gerir meira en að gleypa allan peningalegan sparnað í land- inu. Það er því ekki að ástæðu- lausu, sem áherzla er lögð á aðhald og sparnað í ríkisbú- skapnum um þessar mundir. Jöfnuður í ríkisbúskapnum er — með svipuðum hætti og þjóð- arsátt á kjaravettvangi — ein höfuðforsenda stöðugleika í efnahagslífinu. Og stöðugleiki í efnahagslífinu er nauðsynleg- ur jarðvegur fyrir blómlegt at- vinnulíf og hagvöxt, það er kostnaðarlega undirstöðu vel- ferðar og lífskjara þjóðarinnar, bæði sem heildar og einstakl- inga. Við getum ekki tryggt vel- ferð í landinu né batnandi lífs- kjör án hagvaxtar. Þessvegna skiptir meginmáli að skapa atvinnulífinu möguleika til vaxtar og þróunar; sambæri- lega rekstrar- og samkeppnis- stöðu og í helztu viðskiptalönd- um okkar. En það verður „jafn- framt að gæta þess“, eins og Jónas Haralz, hagfræðingur, kemst að orði í grein í Fjármál- atíðindum, „að velferð allra fylgi hagvextinum, því að án þess fær vöxturinn ekki stað- izt, þegar til lengdar lætur“. Sá árangur í hjöðnun verð- bólgu og í stöðugleika í efna- hagslífí, sem við blasir í dag, rekur ekki sízt rætur til sáttar vinnuveitenda og launþega í febrúarmánuði 1990. Viðleitni ríkisstjórnarinnar til að hemja ríkisútgjöldin hefur og styrkt þennan árangur. Sú staðreynd, að okkur hefur tekizt að ná verðbólgu hér á landi niður á svipað stig og í helztu við- skiptalöndum okkar er ljós í myrkri erfiðrar fjárhagsstöðu þjóðarinnar um þessar mundir. Nú skiptir máli að við höld- um okkar striki, bæði í lands- stjórninni og við samningaborð aðila vinnumarkaðarins. Til að styrkja samkeppnisstöðu okkar út á við. Til að treysta rekstrar- öryggi atvinnuveganna og at- vinnuöryggi landsmanna. Til að auka þjóðartekjurnar og skiptahlutinn í samfélaginu. Til að ná upp þeim hagvexti sem þarf til þess að rísa undir batnandi Iífskjörum og fram- tíðarvelferð í landinu. MALEFNI SAMEINAÐRA VERKTAKA Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær: Nauðsynlegt að úrskurður- inn sé hafinn yfir allan vafa „Það er mat ríkisstjórnarinnar að það sé nauðsynlegt að leita eft- ir úrskurði dómstóla um það hvort niðurstaða ríkisskattanefndar á skattalegri meðferð eignatil- færslna innan þessa fyrirtækis til eigenda þess sé undanþegin skatti með þeim hætti sem Ríkisskatta- nefnd hefur ákveðið eða ekki,“ sagði Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, í samtali við Morgunblaðið, en málefni Sameinaðra verktaka voru til umræðu á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun. 3,7 milljarða framkvæmdir á ári síðustu 2 ár: V arnarliðsfram- kvæmdir minnka UMFANG framkvæmda á vegum varnarliðsins verður svipað í ár og und- anfarin tvö ár ef fjárveiting fæst fyrir þeim framkvæmdum sem eru á verkáætlun ársins. Reynslan undanfarin ár hefur hins vegar sýnt að verká- ætlanir hafa verið skornar nokkuð niður og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ráðgei-t að svo verði einnig í ár. íslenskir aðalverktakar unnu fyrir 65 milljónir Bandaríkjadala á árinu 1990, eða rúmlega 3,7 milljarða kr., og var umfang framkvæmda þeirra svipað á síðasta ári. Miðað við skerðingu Mannvirkjasjóðs gætu framkvæmdirnar minnkað um 20 milljón- ir dala á þessu ári, eða 1,2 milljarða kr., samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, og yrðu þá um 2,5 milljarðar. Umsamin viðhaldsverkefni Kefla- víkurverktaka voru 9,1 milljón dala í fyrra, eða um 528 milljónir kr. Á verkáætlun varnarliðsins fyrir árið 1992, sem samþykkt var í októb- er síðastliðinn, eru sex nýjar fram- kvæmdir, samkvæmt upplýsingum Arnórs Siguijónssonar varnarmála- ráðunauts í varnarmálaskrifstofu ut- •anríkisráðuneytisins. Sótt hefur verið um fjárveitingu til Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins til tveggja verka. Byggingu geymslu á Keflavík- urflugvelli fyrir þotueldsneyti og við- eigandi dreifikerfi, en þetta verk er framhald af framkvæmdum við Helguvíkurhöfn, og breytinga á elds- neytisgeymum í Hvalfirði. Fjórar framkvæmdir á verkáætlun- inni kostar vamarliðið. Það er malbik- un bílastæða innan varnarstöðvarinn- ar, endurmálun merkinga á Keflavík- urflugvelli (línur á flugbrautir og akst- ursbrautir ofl), endurbygging inn- gangs í mötuneyti vamarstöðvarinnar og viðgerð á akstursbrautum fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Að auki hafa á undanfömum árum verið samþykktar á verkáætlun ýmsar framkvæmdir sem ekki hefur verið ráðist í. Arnór Siguijónsson segist ekki geta gefíð upp áætlaðan kostnað við ein- stakar framkvæmdir. Gerð verði nán- ari grein fyrir framkvæmdunum í skýrslu utanríkisráðherra um utanrík- ismál til Alþingis í marsmánuði. í nýjustu heildarskýrslu utanríkis- ráðherra til Alþingis, en hún er frá því í nóvember 1990, kemur fram að heildarverktaka íslenskra aðalverk- taka verði um 65 milljónir Bandaríkja- dala [3,7 milljarðar kr.] á árinu 1990, um 12 milljónum dala [tæplega 700 milljónum kr.] minna en verkáætlun ársins gerði ráð fyrir. Árið 1989 var framkvæmt fyrir 57 milljónir dala [3,3 milljarða kr.]. Þá kom fram að í verkáætlun fyrir 1991 væri gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir 78 milljónir dala [4,5 milljarða kr.] en með tilliti til aðstæðna megi gera ráð fyrir að framkvæmdir á árinu verði mun minni. Ekki var í gær hægt að fá upplýsingar um það hvað var fram- kvæmt eða fyrir hvað mikið, en talið að umfangið hafi verið svipað og árið áður, eða um 65 milljónir dala [3,7 miljjarðar kr.]. í skýrslunni kom fram að samið hefði verið um viðhaldsverkefni ársins 1991 og komi þar 9,1 milljón Banda- ríkjadala [528 milljónir kr.] í hlut Keflavíkurverktaka. í skýrslu ársins á undan, sem utanríkisráðherra gaf Alþingi í mars 1990, kom fram að viðhaldsverkefni Keflavíkurverktaka yrðu mun minni árið 1990 en árið á undan, eða 5,4 milljónir dala [313 milljónir kr.] í stað rúmlega 10 millj- óna dala [580 milljóna kr.] árið 1989. Eignarhlutföll í Aðalverktökum: Sameinaðir verktakar taka út 1,34 milljarða á 5 árum Reginn tekur út 670 millj. og ríkið 400 millj. SAMEINAÐIR verktakar hf. taka á fimm ára tímabili 1,34 milljarða króna á verðlagi í júlílok 1990 út úr íslenskum aðalverktökum samkvæmt sam- komulagi sem gert var um mitt ár 1990 um að breyta eignarhlutföllum í Aðalverktökum svo ríkið eignaðist þar meirihluta. Reginn hf. tekur 670 milljónir út úr Aðalverktökum og ríkið 400 miHjónir króna. Sameinaðir verktakar áttu 50% í íslenskum aðalverktökum, ríkið átti 25% og Reginn 25%. Samkvæmt sam- komulaginu, sem gert var í ágúst 1990, var eignarhlutföllunum er breytt með þeim hætti, að eigendur fyrirtækisins tækju út hluta eigna sinna í fyrirtækinu, Sameinaðir verk- takar og Reginn þó meira en ríkið, þannig að eignarhlutur þess ykist í 52%, hlutur Sameinaðra yrði 32% og Regins 16%. Samkvæmt fréttatilkynningu utan- ríkisráðuneytisins á þessum tíma var eigið fé íslenskra aðalverktaka þá metið 3.404.008.000 krónur á þáver- andi verðlagi og var ákveðið að minnka það í 1.048.241.000 krónur en taka út 2,4 milljarða. Al' því var hlutur Sameinaðra verktaka 1,34 milljarðar, hlutur Regins 670 milljarð- ar og úttekt ríkisins 400 milljónir króna. Vísitölur hafa hækkað um rúm- lega 9% síðan samkomulagið var gert. Úttektimar áttu að fara fram með bankabréfum til fimm ára, samkvæmt nánara samkomulagi við viðskipta- banka félagsins. Þessu til viðbótar átti að skipta þeim fasteignum, sem fyrirtækið þurfti ekki á að halda vegna starfsemi sinnar, þ.e. Höfðabakka 9 í Reykjavík og Tjarnargötu 12 í Keflavík, milli eigenda í samræmi við upphaflega eignaraðild. Davíð sagði að það væri ágreining- ur um þetta í skattkerfinu og mönnum fyndist nauðsynlegt að þessi úrskurð- ur væri hafinn yfir allan vafa laga- lega og því sé rétt að leita eftir áliti dómstóla, enda lægu fyrir dómar Hæstaréttar sem telji að dómstólar hafi úrskurðarvald um þetta efni og niðurstaða Ríkisskattanefndar sé ekki endanleg. Davíð sagðist myndu taka málið upp við Ijármúlaráðherra sem hefði forræði málsins, en fjármálaráðherra var ekki á ríkisstjórnarfundinum í gærmorgun þar sem hann var erlend- is. „Það er mat mitt og þeirra ráð- herra sem voru á ríkisstjórnarfundin- um að það sé eðlilegt og nauðsynlegt að í jafn stóru og viðkvæmu máli sé enginn vafi á lagaheimildum," sagði Davíð. Aðspurður hvort einhveijar laga- breytingar væru í undirbúningi af þessu tilefni sagði hann svo ekki vera, enda væri ekki um það að ræða í þessu máli að þetta fyrirtæki væri að notfæra sér lagaheimildir í ríkara mæli en aðrir. Það sem vekti athygli og óróa væri að í skjóii einokunar á mikilvægu sviði atvinnulífsins sem ríkisvaidið hefði veitt, hefði myndast gríðarleg eign og meiri en annars hefði orðið. Aðspurður hvort til greina kæmi að breyta reglum um einkaleyfi til handa Aðalverktökum á framkvæmd- um fyrir varnarliðið sagði Davíð að ástæða væri til að ræða það. „Utan- ríkisráðherra er erlendis en ég tel að það sé full ástæða til að íhuga þau mál rækilega. Hitt er annað mál að eins og þróunin er þá kann svo að fara að framkvæmdir verði þarna minni á næstunni heldur en verið hefur á undanförnum árum. Engu að síður held ég að það sé full ástæða til að íhuga hvort ekki sé rétt að breyta þarna fyrirkomulagi eins fljótt og verða má,“ sagði Davíð. Frá byggingarframkvæmdum á Keflavíkurflugvelli Thor Ó. Thors: Stend við hvert mitt orð Segir gagnrýni á háan framkvæmda- kostnað Aðalverktaka áróður þeirra sem eigi hagsmuna að gæta THOR Ó. Thors, framkvæmdasljóri Sameinaðra verktaka hf., segir það ekkert annað en útúrsnúninga og orðhengilshátt hjá þeim Guðjóni B. Ólafssyni, forsljóra Sambandsins, Guðmundi Einarssyni og Gissuri Símon- arsyni í Morgunblaðinu í gær, þar sem þeir þremenningarnir svara gagn- rýni Thors á svokallaða „umbótasinna" sem kom fram í viðtali Morgun- blaðsins við liann síðastliðinn sunnudag. Hann segir það augljóst af sam- hengi orða hans í áðurnefndu viðtali, að hann átti við það, að miðað við aðstæður í þjóðfélaginu í dag, var hörmulegt að hluthafafundur Samei- naðra verktaka skyldi velja þann tímapunkt sem gert var til þess að ákveða að greiða hluthöfunum út 900 milljóna króna fjárfúlgu. „Vissulega var það okkur öllum gleðiefni að ríkisskattanefnd skyldi úrskurða á þann veg að okkur væri heimilt að gefa út jöfnunarhlutabréf, sem endurspegluðu raunverulegt innra virði félagsins eins og segir í lögunum," sagði Thor í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi. „Það sem ég átti við þegar ég sagði að ég hefði nauðugur tekið þátt I þessum harm- leik, var það að tímasetningin á þess- ari ákvörðun var harmleikur, en alls ekki það að úrskurður ríkisskatta- nefndar skyldi verða Sameinuðum verktökum í hag. Ég stend við hvert mitt orð í þessum efnum.“ Thor sagði jafnframt vegna um- mæla Guðjóns B. Ólafssonar um að útborgunin hefði verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundin- um, að um það hefði aldrei verið deilt. Hann hefði í viðtalinu við Morgunblað- ið sl. sunnudag rakið það hver aðdrag- andi þessarar ákvörðunar hafi verið og með hvaða hætti Sambandið hafi tryggt sér meirihluta fyrir þeirri ákvörðun sem hluthafafundurinn tók, þannig að legið hafi fyrir, áður en fundurinn var haldinn að kröfu Regins og fleiri hluthafa að stjórnin yrði bor- in atkvæðum, ef hún legðist gégn þessum vilja „umbótasinna“. „Um aðdraganda þessa og framgöngu Sambandsforstjórans í málinu hef ég bréfleg gögn, m.a. frá lögfræðingi Sambandsins og mínum, og. ég mun gera þau plögg opinber, reynist það á annað borð nauðsynlégt,“ sagði Thor. Thor sagði að það hefði nú síður en svo verið ætlun sín að vísa Guðjóni B. Ólafssyni úr mannheimum í áður- nefndu viðtali. Hið rétta væri að hann hefði þarna gripið til orðalags sem væri honum tamt, þegar hann sagðist kalla Sigurð Markússon mann. Það sem hefði á hinn bóginn vantað í áður- nefnda umsögn hans hefði verið „sem ég kalla Menn“, og þá með sérstakri áherslu á upphafsstafinn. Thor var spurður hvað hann segði um staðhæfingar Björns Bjarnasonar alþingismanns hér íýdaðinu í gær, og fleiri um að gagnrýni hefði komið fram á Bandaríkjaþingi og í Mannvirkja- sjóði NATÓ á háan framkvæmda- kostnað á íslandi. Thor sagði að gagn- rýni sem þessi væri ekki ný af nál- inni. „Rétt er að greina frá því í þessu sambandi hvaða skoðun fulltrúi Bandaríkjastjórnar, James Dobler, sem er yfirmaður allra framkvæmda Bandaríkjaflota í þessum heimshluta hefur á verkum Islenskra aðalverk- taka,“ sagði Thor. Hann sagði að á árlegum fram- kvæmdafundi milli ríkisstjóma íslands og Bandaríkjanna í fyrra hefðu þar setið í forsæti þeir Róbert Trausti Árnason sendiherra og aðmíráll James Dobler. „Aðmíráll Dobler sagði m.a. á fundinum fyrra: Ég vil gjarna láta skjalfesta það, sem ég hef áður sagt sem stjórnandi verkkaupa af íslensk- um aðalyerktökum fyrir Bandaríkja- flota á Islandi. Eins og ég hef sagt við Mannvirkjasjóðsnefnd NATO hér í Reykjavík, lýsi ég fullum stuðningi við óbreytt verktakafyrirkomulag, eins og það hefur verið frá því að gengið var frá samningi á milli land- anna árið 1954, þar sem íslenskir aðalverktakar sjá alfarið um fram- kvæmdir fyrir okkur. Ég vil eindregið að við höldum áfram viðskiptum við íslenska aðalverktaka á sama hátt og hingað til, að minnsta kosti svo lengi sem íslenskir aðalverktakar starfa á þann hátt sem þeir nú gera, eða þar til nýtt fyrirkomulag er komið á starf- semi þeirra í samráði við ríkisstjórn íslands. Að þessu sögðu, vil ég lýsa þeirri skoðun að Islenskir aðalverktakar eru jafngóðir þeim bestu, og betri en aðr- ir (as good as the best, and better than the rest). Ég tel mig vera í góðri stöðu til þess að styðja stefnu Aðal- verktaka og markmið, jafnframt því sem ég tel mig geta varið þá fyrir gagnrýni, hvort sem sú gagnrýni er vegna kostnaðar eða annars, hvort sem er gagnvart NATO eða þeim sem standa í samningum fyrir Bandaríkja- flota. Ég trúi því 100% að það sem ég er að veija sé fullkomlega réttlæt- anlegt." Thor spurði að svo búnu: „Er hægt að óska sér betri umsagnar en þessar- ar?“ Ilann sagði að sér væri fullkunn- ugt um gagnrýni á háan framkvæmd- akostnað hjá Aðalverktökum, en sú gagnrýni væri tilkomin af öðrum ástæðum. „Meðal annars veit ég, að vissir íslendingar sem eiga hagsmuna að gæta hafa í frammi áróður gegn okkur, bæði í Brussel og í Washing- ton,“ sagði Thor Ó. Thors. Steingrímur Hermannsson: / Utborgunin dæmi um af- leiðingar vaxtapólitíkur Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins segir að útborgun á hlutafé Sameinaðra verktaka sé dæmi um afleiðingar þeirr- ar vaxtapólitíkur sem ríki á íslandi, og undirstriki nauðsyn þess að koma á fjármagnstekjuskatti. „Ég varð mjög undrandi að sjá að þetta væri hægt,“ sagði Steingrímur Hermannsson þegar Morgunblaðið bar undir hann hlutafjárútborgun Sameinaðra verktaka. „En út af fyrir sig finnst mér ekki hægt að gagnrýna þessa ákvörðun félagsins úr því lögin leyfa hana og menn vilja fá peningana í sínar hendur. En það sem mér finnst athyglisvert er að þetta er ekki nema rétt aðeins það af ísjakanum sem komið er í ljós. Hér eru mjög margir aðilar með gífurlega mikið fjármagn, sem hafa ávaxtað það vel á okurvöxt- utn, og þetta er fyrst og fremst dæmi um það hvað gerist í þjóðfélagi sem er með slíka vaxtapólitík eins og er hér hjá okkur. Þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari. Vitanlega er synd að ökkur tókst ekki að koma á fjármagnsskatti eins og við ætluðum okkur að gera fyrir tveimur árum, og það þarf að drífa í að koma honum á,“ sagði_ Steingrímur. Thor Ó. Thors framkvæmdastjóri Sameinaðra verktaka sagði í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag, að Framsóknai’flokkurinn hefði þröngvað Sambandinu inn í Sameinaða verk- taka. Sambandið hafi síðan beitt sér fyrir því að stofnað yrði nýtt félag (Islenskir aðalverktakar) til að taka við framkvæmdum á Keflavíkurflug- velli og við það hafi Sameinaðir verk- takar lokast. „Ég held að Framsóknarflokkurinn hafi ekki haft nokkurn skapaðan hlut með þetta að gera,“ sagði Steingrímur um þetta. „Það getur vel verið að ein- hver helmingaskiptaregla hafi gilt þegar íslenskir aðalverktakar voru myndaðir, en síðan hefur Framsóknar- flokkurinn ekki komið nálægt þessum málum, enda skil ég ekki hvers vegna hann hefði átt að þrýsta á það að Sameinuðum verktökum væri lokað? Þetta er svo mikil fjarstæða að það er varla svaravert,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Ekkert sem ég þarf að biðj- ast afsökunar á - segir Jón Baldvin Hannibalsson „HALLDÓRI Gunnarssyni keniur ekkert við hverjir í bændastétt hafa látið mig fá upplýsingar. Það er rétt að hann aflænti mér þrjú blöð sem voru ómerkt og nafnlaus, og áttu að fjalla um GATT. Hann sagði mér að þessum blöðuni hefði verið dreift á fyrri bændafundi á Hvoli, og síðar upplýstist að þessi nafnlausa grein hafði birst í dagblaði undir nafni Gunnlaugs Júlíussonar hagfræðings Stéttarsambandsins. Það vissi ég ekki á þessum fundum, en ég vitnaði oft í þetta skjal sein dæini um rangfærslur og reyndar dylgjur í minn garð, þar sem þarna er gefið i skyn að upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu sé ekki að treysta, þar sem slíkar upplýsingar hafi reynst rangar að því er varðar EES-mál- ið,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið, en í grein í Morganblaðinu í gær beinir Halldór þeirri spurningu til Jóns Baldvins hvaða bóndi hafi látið honum í té blöð á fundinum á Hvolsvelli. Aðspurður sagði Jón Baldvin að það væri fimamikil ósvífni af bænda- samtökunum að fara fram á afsök- unarbeiðni frá honum vegna ummæla sem hann hefur látið falla varðandi skipulagðan óhróður gegn sér á fund- um sem hann boðaði til með bændum um GATT-samningana. „Ef einhver á að biðjast afsökunar á málflutningi í þessum málum þá er það til dæmis hagfræðingur Stétt- arsambandsins og þeir aðrir starfs- menn þess kerfis ‘sem skipulagt hafa óhróður og dylgjur um bæði utanrík- isráðherra og utanríkisráðuneytið í því skyni að gera hlutlægar upplýs- ingar ótrúverðugar. Ég hallaði ekki máli á nokkurn mann á þessum fundum, og það er ekkert sem ég þarf að biðjast afsök- unar á,“ sagði hann. Jón Baldvin sagði að á fundi með ungum framsóknarmönnum á sunnu- dagskvöldið þar sem Haukur Hall- dórsson, formaður Stéttarsambands bænda, hafi verið mættur, hafi hann spurt Hauk hvort þessar órökstuddu dylgjur væru settar fram af hagfræð- ingi Stéttarsambandsins með vitund og vilja stjórnar Stéttarsambandsins. Eftir nokkra eftirgangsmuni hafi Haukur svarað því til að þetta væru persónulegar skoðanir hagfræðings- ins og ekki á ábyrgð Stéttarsam- bandsins. „Þetta var það sem málið snerist um varðandi þessi blöð og annað ekki. Mér þótti það með ólíkindum hversu Isafjarðardjúp: Sorpurðun hafin og brennslustöð lokuð margir þeirra sem töluðu á þessum fundum höfðu með samræmdum hætti tekið upp þessar dylgjur hag- fræðings Stéttarsambandsins, þannig að ég þurfti að eyða nokkrum tíma í að leiðrétta þær vegna þess að í báðum tilvikum var þarna verið að ala á ósannindum. Þeir sögðu að utan- ríkisráðherra hefði hreykt sér af því að hafa náð EES-samningum, en síð- ar hefði komið á daginn að samning- arnir hefðu ekki náðst. Nú vita allir hveijar staðreyndirnar eru í því máli, nefnilega að Evrópubandalagið hefur ekki getað efnt sinn hluta samnings- ins. Það er því ekki við okkur að sak- ast og engar rangar upplýsingar sem hafa verið fluttar af okkar hálfu. Bændum dytti áreiðanlega ekki í hug ef ríkið vanefndi búvörusamninginn að varpa sökinni á Hauk Halldórsson og segja hann ótrúverðugan af þeim sökum. Hitt sem þeir hafa hamrað á er að það sé engu að trúa af röksemd- um okkar og upplýsingum um GATT, vegna þess að Magnúsi Gunnarssyni hafi verið sagt ósatt um karfa og langhala. Þetta er líka búið að leið- rétta. Hér var því verið að hamra á ósönn- um upplýsingum og ályktað út frá því að allar aðrar upplýsingar utanrík- isráðuneytisins væru rangar. Þetta kalla ég skipulagðar dylgjur og ósæmilegar fyrir hagfræðing Stéttar- sambandsins að koma á kreik. Annað sem Halldór spyr um hirði ég ekki um að svara,“ sagði Jón Baldvin. Á LJÐNU sumri urðu allmiklar umræður um sorpförgun frá þéttbýli við ísafjarðardjúp. I ágústmánuði skipaði umhverfisráðherra starfslióp til að finna lausn á þessum vanda. Ákveðið var að freista þess fyrst að finna neyðarlausn sem notast mætti við um stundarsakir uns leysa mætti málin til lengri tíma og vinna síðan um framtíðarlausn fyrir Isa- fjarðarsvæðið. Starfshópurinn hefur nú skilað umhverfisráðherra grein- argerð með hugmyndum að bráðabirgðalausn, sem hægt er að fram- kvæma strax. Hefur ráðherra í framlialdi af því óskað eftir því að sorp- brennslustöðinni á Skarfaskeri og öllum núverandi urðunarstöðum fyrir sorp á svæðinu verði lokað hið fyrsta og eigi siðar en 1. júní næstkom- andi, segir í frétt frá umhverfisráðuneytinu. Sveitarfélögin á svæðinu, Bolung- arvík, Isafjarðarkaupstaður og Súða- vík, hafa undanfarin ár rekið sameig- inlega sorpbrennslustöð við Skarfa- sker í Hnífsdal. Stöðin tók til starfa í febrúar 1977. Staðsetning hennar er vægt til orða tekið óheppileg og þar er enginn mengunarvarnabúnað- ur. Rekstur stöðvarinnar hefur verið talinn ill nauðsyn, en hann samræm- ist alls ekki þeim kröfum sem nú eru gerðar. Á sorphirðusvæði stöðvarinn- ar eru nokkrir urðunarstaðir, sem eiga það sameiginlegt að þar hefur engin flokkun úrgangs átt sér stað, urðun hefur verið skipulagslaus með tilliti til landnotkunar og mengunar- hættu, kostnaður við reksturinn hefur verið mikill, frágangur slæmur og vargfugl sótt í úrganginn. Starfshópurínn hefur fjallað ítar- lega um þessi mál og leggur til að sorpbrennslustöðinni á Skarfaskeri og öllum núverandi urðunarstöðum á starfssvæði hennar verði lokað við fyrsta tækifæri. Lagt er til að tekin verði upp flokkun úrgangs, komið verði upp gáma- og geymsluaðstöðu fyrir úrgang og hafin móttaka spilli- efna. Jafnframt hefur hópurinn unnið að staðavalskönnun og skipulagi fyrir urðun sorps á einum stað á ísafjarðar- svæðinu. Lögð er áhersla á að aðgerð- um verði hagað á þann veg að fjár- festingar nýtist til frambúðarlausnar. Umhverfisráðherra hefur nú sent sveitarstjórum á ísafirði, í Bolungar- vík og á Súðavík bréf þar sem óskað er eftir því að öllum núverandi urðun- arstöðum á svæðinu og sorpbrennslu- stöðinni verði lokað eigi síðar en 1. júní nk. Jafnframt er farið fram á að sveitarfélögin komi upp gáma- stöðvum, geymslustöðum og aðstöðu fyrir móttöku spilliefna fyrir 31. mars nk..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.