Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1992
15
Jamaica - örugg ferð
eftir Eyþór
Guðjónsson
Ástæðan fyrir skrifum mínum
er grein eftir Oddnýju Björgvins-
dóttur, sem birtist í Morgunblaðinu
sunnudaginn 12. janúar undir nafn-
inu Blóðsugur, hallelúja og amen.
Þar lýsir höfundur óskemmtilegri
reynslu á ferð sinni og maka síns
til sólareyjunnar Jamaica.
Ekki trúi ég því að allir þeir dag-
ar sem þau eyddu á Jamaica hafi
verið eins og sá sem skrifað er um.
Gaman hefði verið að lesa um hina
dagana líka. Af hennar skrifum
mætti ráða að ferð til Jamaica
væri síður en svo eftirsóknarverð.
Það er aftur á móti annað hljóð í
strokknum hjá mínum samferða-
mönnum í gegnum árin. Ég held
að nánast undantekningalaust hafi
hver og einn einasti heitið sjálfum
sér því að koma þangað aftur. Ég
hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi
að vera fararstjóri nokkurra hópa
er lagt hafa leið sína til Jamaica.
Er fjöldi þeirra orðinn hátt á þriðja
hundrað sem farið hafa með mér
til lands „hins endalausa sumars“
eins og innfæddir kalla heimaland
sitt stundum.
Víðast hvar á Jamaica er nokkur
fátækt ríkjandi. Þetta á sérstaklega
við um Montego Bay og Kingston.
Þegar fátækt er annars vegar eru
glæpir því miður oft hennar fylgi-
fískar. Þetta á ekki hvað síst við
ef fólk gefur sjálft færi á því. Það
er því forkastanlegt hjá Oddnýju
að draga upp þá mynd af Jamaica
sem hún gerir í grein sinni bara
af því að hún sjálf lenti í hrakning-
um. Hún ætti að vita sem ferðavön
kona, að hún býður hættunni heim
með því að fara að skoða fátækra-
hverfí í fylgd tveggja innfæddra
sem hún hefur aldrei áður séð. Þá
skiptir ekki máli hvort hún er stödd
á Jamaica, í Madrid eða Kaup-
Reykhólar: \
íbúum hef-
ur fjölgað
um 20%
Miðhúsum.
ÍBÚAR Reykhólahrepps eru 370
og hefur fjölgað um 3% á árinu.
Reykhólahreppur hefur tekið við
rekstri Dvalarheimilis aldraðra á
Reykhólum, en þar eru nú 11
vistmenn og þar af 7 i langlegu-
rými.
Um helgina var fjáhagsáætlun
fyrir Reykhólahrepp samþykkt og
eru tekjur og gjöld áætluð 71 millj-
ón krónur.
Helstu útgjöld hreppsins eru:
Skólinn, Dvalarheimilið og svo á
að ljúka við vatnsveituframkvæmd-
ir og framkvæmdir við hitaveitu.
Úr öðrum framkvæmdum verður
dregið sem kostur er.
11 menn vinna í Þörungavinnsl-
unni í vetur og verður byrjað að
afla þangs í byijuðum apríl.
— Sveinn.
SPENHAþlW!
-efþú áttmiða!
mannahöfn svo einhver dæmi séu
nefnd.
Sá staður sem ég hef beint mín-
um hópum til heitir Negril og er
vestast á eyjunni. Þar þekkjast
glæpir vart. Staðurinn hefur af að
státa 10 kílómetra langri glæsilegri
sandströnd með draumafögrum
pálmatijám og ylvolgu, kristaltæru
Karabíska hafínu, algjörlega
óbreytt frá því að Kristófer Kolumb-
us steig á land eyjunnar fyrir 498
árum (1494). Engin furða er því
að þessi strönd sem nú er þétt-
byggð hótelum og veitingastöðum
skuli vera talin besta strönd Jama-
ica. Negril hefur upp á allt að bjóða
varðandi hótel. Allt frá litlum sæt-
um tijákofum upp í lúxushótel sem
„Umhyggja innfæddra
í garð ferðamannsins
sem leið sína leggur til
eyjarinnar fögru skilar
sér auðsjáanlega marg-
falt til baka.“
eru engu lík. Þar er gestum boðið
upp á stórkostleg veisluhlaðborð 5
til 6 sinnum á dag þar sem töfrar
Karabíaeyjanna koma fram á þjóð-
legri skemmtun með söngvum,
dönsum og skemmtiatriðum. Allir
drykkir eru innifaldir. í raun og
veru er allt innifalið á þessum hótel-
um, sama hvort þú skellir þér á
' Eyþór Guðjónsson
sjóskíði, í tennis, köfunarkennslu,
eða á Jet-ski. Þú tekur aldrei upp
budduna.
Heimamenn eru stoltir af landi
sínu og gera allt til þess að halda
því eins og náttúran skapaði það.
Þeir hafa flestir sitt lífsviðurværi
af ferðamönnum og koma því fram
við hvern og einn sem hann væri
konungborinn. Því auðvitað vilja
þeir að þú komir aftur.
Umhyggja innfæddra í garð ferð-
amannsins sem leið sína leggur til
eyjarinnar fögru skilar sér auðsjá-
anlega margfalt til baka. Það sést
best á því, að þegar ég dvaldi á
Jamaica núna yfir síðustu áramót
var hvert og eitt einasta hótel í
Negril fullbókað og allir ánægðir.
Að lokum vil ég benda Oddnýju
á að Jamaicabúar eru ekki trúvill-
ingar. Aðaltrúarbrögðin eru róm-
versk kaþólsk trú og evangelísk
lúterstrú.
Með ferðakveðju.
Höfundur er háskólanemi og
fararstjóri.
Hjalpargagn
fyrir heimilisbökhaldið
og skattframtalið
Eitt afmarkmibum íslandsbanka er aö standa vel
aö upplýsingagjöf til viöskiptavina bankans. Því eiga þeir nú kost á aö fá sent
heildaryfirlit yfir viöskipti sín viö bankann á árinu 1991.
Á viöskiptayfirliti íslandsbanka kemur fram staöa innlána og skulda viöskiptavinarins
um áramót, ásamt ýmsum upplýsingum um vexti og margt fleira.
Hér er um aö rœöa hjálpargagn sem kemur aö góöum notum viö heimilis-
bókhaldiö og þá ekki síöur viö gerö skattframtalsins.
Þú pantar yfirlitiö í nœstu afgreiöslu íslandsbanka, þjónustugjald er 190 kr.
s Innlánsreikningor:
Fram koma allar bankabœkur, Sparileibir, orlofsreikningar,
gjaldeyrísreikningar og abrir sparireikningar sem skrábir
eru á kennitölu vibskiptamanns. Tilgreindir eru innborg-
abir vextir og verbbœtur á árinu og staba í árslok.
Tékkareikningar.
Fram koma, auk innvaxta og stöbu
um áramót, þeir yfirdráttarvextir sem vibskiptamabur
hefur greitt á árínu vegna yfírdráttarheimildar.
Víxlar
Sýnd er upphceb víxla, gjalddagi, forvextir og
kostnabur vib kaup á víxlum (þ.m.t. stimpilgjöld),
greiddir dráttarvextir og vanskilakostnabur og
staba í árslok (ógreiddir víxlar).
Skuldabréf:
Fram koma gjaldfallnar afborganir, verbbœtur
og vextir, afborganir af nafnverbi, greiddir
dráttarvextir og vanskilakostnabur. Áfallnir
vextir frá síbasta gjalddaga til áramóta og
eftirstöbvar skulda um áramót.
ISLANDSBANKI
- í takt viö nýja tíma!