Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1992 Fiske-safnið á tímamótum? Rætt við Philip M. Mitchell, bókavörð Fiske-safnsins í íþöku eftirJakob F. * Asgeirsson íslenska bókasafnið við Comell- háskóla í íþöku í Bandaríkjunum, sem kennt er við Willard Fiske og skólinn eignaðist að honum látnum 1904, er eins og kunnugt er hyming- arsteinn rannsókna í íslenskum fræð- um þar vestra. Það er raunar merk- asta safn íslenskra bóka að frátöld- um söfnum í Reykjavík og Kaup- mannahöfn. Nú standa fyrir dyram breytingar á varðveislu safnsins sem núverandi bókavörður, Bandaríkja- maðurinn Philip M. Mitchell, telur að geti leitt til þess að safnið glati sérstöðu sinni og verði af þeim sökum í framtíðinni ekki sú lyftistöng í rann- sóknum í íslenskum fræðum í Banda- n'kjunum sem það hefur verið hingað til. Mitchel! var á ferð hér á landi um jólin. Hann er hálfáttræður orðinn, en sýnist við hestaheilsu, kvikur í spori og hress í anda. Hann hefur um langt skeið farið til Evrópu, aðal- lega Dar.merkur og Þýskalands, einu sinni til tvisvar á ári til fræðaiðkana. Lengst af hefur hann skipt við ís- lensk flugfélög og hefur nú flogið um fimmtíu sinnum yfír Atlantshaf með íslenskum farkostum. I þeim ferðum hefur hann oft komið hér við til skammrar dvalar og skömmu fyr- ir 1950 dvaldist hann hér eitt sumar sem vinnumaður á Hvítárbakka og á þaðan ljúfar minningar. Fyrstu kynni hans af íslandi urðu á námsáram hans við Cornell- háskóla í íþöku á fjórða áratugnum, en þar kynntist hann Halldóri Her- mannssyni prófessor og bókaVerði við íslandssafn Willards Fiskes. Hann telur Halldór mesta áhrifavald í lífi sínu og eru tveir sona hans heitnir eftir Halldóri. Mitchell hefur skrifað ævisögu þessa lærimeistara síns og kom hún út árið 1978 í ritröð- inni Islandica. Raunar hugðist Mitchell leggja stund á læknisfræði, en Halldór kveikti áhuga hans á norrænum bók- menntum og hann settist í þýsku- deild Comell-háskóla og skrifaði doktorsritgerð um áhrif norrænna bókmennta á þýskar bókmenntir 18du aldar. Þá vann hann ásamt Halldóri Hermannssyni að lokabindi hinnar þekktu skrár um íslandssafn Willards Fiskes. Á námsáranum dvaldist Mitchell bæði í Þýskalandi og Danmörku, en hefur síðan stund- að kennslu og fræðistörf í heimal- andi sínu. Hann kenndi um skeið við Comell- og Harvard-háskóla, en síð- an í yfir þijátíu ár við Illinois- háskóla, sem býr við annað stærsta háskólabókasafn í Bandaríkjunum. Þar kenndi hann forn-íslensku, dönsku, norrænar bókmenntir og þýska bókmenntasögu á 18. öld. Eiginkona Mitchells er dönsk og hann semur rit sín jöfnum höndum á ensku og dönsku. Meðal þeirra má nefna danska bókmenntasögu og bók um danska rithöfundinn Vilhelm Grönbech. Hann hefur auk þess ver- ið mjög. afkastamikill á sviði bók- fræði og gefið út m.a. þriggja binda skrá um þýsk rit gefin út í Dan- mörku á 17du öld og tekið saman ásamt Kenneth Ober stórmerka skrá um erlendar þýðingar íslenskra bók- mennta frá síðari öldum, en hún kom út 1975 sem 40. bindi í ritröðinni Isiandica; loks er að nefna skrá um útgáfur riddarasagna sem hann samdi ásamt nemanda sínum, Mari- anne E. Kalinke, og kom út í Is- landica 1985. Þegar Mitchell komst á eftirlaun falaðist Comell-háskóli eftir starfs- kröftum hans til að sjá um vörslu Fiske-safnsins. Mitchell sló til, enda aðeins um hlutastarf að ræða og honum myndi því gefast tími til að sinna fræðum sínum. Ekki spillti fyrir að hann og kona hans unna íþöku mjög, þykir hún fegurst allra staða, auk þess sem þau myndu vera þar í nálægð við tvö barna sinna. Forverar Mitchells í starfí bóka- varðar era fímm. Mest reisn var yfír starfanum í tíð Halldórs Hermanns- sonar, en þá var bókavarðastaðan í senn kennarastóll í Norðurlandamál- um og bókmenntum við Comell- háskóla. Halldór gerðist ungur hand- genginn Willard Fiske og lagði Fiske sjálfur til að hann yrði fyrsti bóka- vörður safnsins. Fiske gaf Cornell- háskóla ekki aðeins safn sitt af ís- lenskum bókum heldur einnig besta safn í heimi af bókum um og eftir ítölsku skáldin Dante og Petrarca ásamt 5 milljónum í peningum, sem var mikil fjárhæð árið 1904. Hið merka skákbókasafn sitt gaf Fiske, sem kunnugt er, Landsbókasafni Is- lands. Síðustu tvo áratugi ævi sinnar bjó Fiske í Flórens á Italíu, en að honum látnum flutti Halldór hið ís- lenska bókasafn hans, alls um átta þúsund bindi, til íþöku sumarið 1905 og var bókavörður safnsins allt til 1948. En áður en hann lét af störfum bókavarðar hafði Norðurlandadeild Comell-háskóla verið lögð niður og þar með kennarastóllinn í norrænum málum og bókmenntum. Eftirmaður Halldórs var Kristján Karlsson. Hann gegndi starfanum í fimm ár, en þá tók Jóhann S. Hann- esson við og var bókavörður til 1959. Við heimflutning Jóhanns réðst Vil- hjálmur Bjamar til safnsins og var bókavörður allt til dánardægurs 1983. Að Vilhjálmi látnum var Bandaríkjamaðurinn Louis Pitehman fenginn til að annast safnið uns próf- essor Mitchell var kallaður á vett- vang þremur árum síðar. Fiske kvað svo á í erfðaskrá sinni að bókavörður íslenska safnsins skyldi vera íslendingur. Mitchell seg- ir að þar sem einvörðungu sé um hlutastarf að ræða og engin trygg kennsla fylgi stöðunni hafi reynst örðugt í seinni tíð að laða íslending til starfans. Til þess að koma til móts við fyrirmæli Fiskes hafí þá verið bragðið á það ráð að bjóða ein- um íslenskum fræðimanni að dvelja í íþöku í allt að þrjá mánuði á ári og er hinum íslenska gesta-bókaverði ætlað að vera hinum útlenda bóka- verði til halds og trausts á ýmsa lund, gera tillögur um bókakaup og úrbæt- ur í starfí safnsins, en halda jafn- framt fyrirlestur við háskólann um íslenskt efni. Lætur Mitchell mjög „Verst ég skyldi ekki vera í fylgd fallegu dætranna minna,“ sagði prófessor Mitchell þegar ég dró upp myndavélina. Myndin er tekin í Bókasafni Seðlabankans. vel af þessu fyrirkomulagi, en sex fræðimenn hafa hingað til þekkst boðið: Jakob Benediktsson, Finnbogi Guðmundsson, Ólafur Pálmason, Þórunn Sigurðardóttir, Davíð Erl- ingsson og Stefán Karlsson. Talið er að það muni kosta um 2 milljónir dollara að endurreisa kennarastól þann sem Halldór sat og því trúlegt að ofangreint fýrirkomulag — banda- rískur bókavörður en íslenskur gesta- bókavörður — verði við lýði um fyrir- sjáanlega framtíð. Fjárskortur hefur staðið safninu fyrir þrifum á ýmsan annan hátt. Mitchell segir að fram eftir öldinni hafí safnið eignast flest eða allt sem gefið hafi verið út á íslandi, en síðan hafí það orðið að velja og hafna og nú séu keyptir u.þ.b. 500 nýir titlar árlega. Fé til kaupanna kemur nú úr þremur gjafasjóðum, stofnsjóði Fiskes og tveimur yngri sjóðum sem kenndir era við Peter Dirlam og Gi- les Shephard, auk þess sem Alþingi veitir árlega nokkum styrk til bó- kakaupa. Þá hefur safninu ekki verið unnt að halda önnur dagblöð en Morgvnblaðið síðustu 3-4 áratugi og er það vitaskuld bagalegt. Fyrir nokkrum áram stóð til að spara póst- burðargjöld með því að fá Morgun- blaðið sent í pakka viku- eða hálfs- mánaðarlega. Segir Mitchell að Matt- hías Johannessen hafí þá haft for- göngu um að Morgunblaðið yrði sent til safnsins daglega á kostnað blaðs- ins sjálfs. Fjárskortur hefur ennfrem- ur hamlað endurskráningu safnsins, en skráning þess er með flóknasta móti og hefur ekki tekist að fella hana að einni reglu. Notendur Fiske- safnsins þurfa því að búa við það að leita bóka í þremur aðskildum safnskrám. Mitchell segir að bókavörðurinn sjái um kaup á nýjum bókum í safn- ið og sinni margvíslegri fyrirgreiðslu, svari fyrirspumum bréflega og leið- beini stúdentum um bókaval. Allmik- ið er um lán á bókum til annarra safna víðs vegar um Bandaríkin og era þær bækur ljósprentaðar eða ljós- myndaðar sem ekki er talið unnt að endurkaupa. Mitchell til aðstoðar vinnur ritari í hálfu starfi við safnið. Þá er bókavörðurinn jafnframt rit- stjóri hins merka bókaflokks Is- landica, sem Halldór Hermannsson hóf að gefa út 1908 í samræmi við óskir Willards Fiskes og ritstýrði af miklum þrótti á sinni tíð þótt útgáfan yrði síðan stijálli. í tíð sinni sem bókavörður hefur Mitchell auk þess séð um útgáfu á tveimur merkum bókum utan Is- landica bókaflokksins: enskri þýð- ingu Vilhjálms Bjamar á íslenskri menningu Nordals (1990) og bók um íslandsferð Williards Fiskes árið 1879, sem byggð er á minniskompum hans (1989). En hveijar era þær fyrirhuguðu breytingar á rekstri Fiske-safnsins sem Mitchell óttast svo mjög og minnst var á í upphafí? Innilokaðar konur — útilokaðir karlar Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Fúría — Leikfélag Kvennaskól- ans í Reykjavík: Lýsistrata. Sýningarstaður: Galdraloftið. Höfundur: Aristófanes. Leik- stjóri: Pétur, Einarsson. Kvenskörungurinn Lýsistrata, og afrek hennar, er verkefni Leik- félags Kvennaskólans í ár. Það á vissulega vel við og er síðan bara að vona að leikhópurinn læri um sitthvað fleira en leiklist af þessu verkefni. En það er óhætt að fullyrða að Fúríu hefur farið töluvert fram í leiklistinni frá _því í fyrra. Þá sýndi félagið „Ástir Bjartmars ísidórs," dálítið sprellaðan sam- setning eftir Sjón, sem féll ágæt- lega að getu þess. Hinsvegar var það fyrsta verkefni Fúríu eftir að leiklist var endurvakin í Kvenna- skólanum og sýningin bar þess merki. Lýsistrata er mun fyllri sýning hjá Fúríu. Verkið er auðvitað markvissara og felur í sér skýr skilaboð. Lýsistrata safnar saman konum frá Aþenu og Spörtu og hvetur þær til að hætta að sofa hjá mönnum sínum — þá sjaldan þeir koma heim úr stríðinu. Til- gangurinn er að fá karlana til að hætta stríðsrekstri. Það er allur gangur á undirtektum, en að Iok- um láta kerlur til leiðast og loka sig inni í ráðhúsinu í Aþenu og þaðan stjórnar Lýsistrata fram- kvæmdum hins þögla og snerting- arlausa stríðs. Karlamir verða stöðugt aumari og krepptari og ekki bætir það úr skák að kerling- arnar þeirra ögra þeim stanslaust. Mér fínnst Lýsistrata alltaf ár- ans skemmtilegt leikrit, en verst að það skuli vera leikrit en ekki sagnfræðileg staðreynd með góð- um árangri. En hvað um það, það er ekki bara verkefnavalið sem sýnir framför hjá Fúríu í ár, heldur er augljóst að þau hafa notið ágætis tilsagnar í leiklistinni. Sviðsfram- koman er mun opnari og fijáls- legri en fyrir ári — og í rauninni undraði mig hversu ótrúlega djörf þau voru í atriðunum þar sem konurnar ögra körlunum og þegar karlarnir mæta aðframkomnir að hofínu þar sem kerlingamar þeirra dvelja. Hópurinn missti þó hvergi stjórn á leiknum og hann var síður en svo ýktur. Það sem var þó athyglisverðast var að leik- endurnir fylgdu persónum sínum, og textanum, vel eftir með svip- brigðum og augntjáningu — sem er mikil framför frá fyrra ári. Textameðferðin var skýr, en enn- þá vantar meðlimi Fúríu nokkuð á raddbeitingu. Eins safaríkur texti og er í Lýsiströtu, býður upp á miklu blæbrigðaríkari meðferð. En það er atriði sem ég efast ekki um að á eftir að lagast með áframhaldandi þjálfun. Bæði leikmynd og búningar voru mjög skemmtilega unnin og Svipmyndir úr Lýsiströtu. næsta ótrúlegt að hægt skyldi vera að koma svo mannmargri og viðamikilli sýningu inn á Galdr- aloft. Hinsvegar held ég að Fúría ætti að huga að því að finna ann- að húsnæði til að Ieika í, vegna þess að það var greinilegt að þetta litla pláss hefti hreyfíngar leik- endanna. Þegar ekki er hægt að hreyfa sig frjálslega, verður radd- beitingin heftari og tjáningin aldr- ei eins opin. Mér sýnist þessi hóp- ur hinsvegar alveg tilbúinn til að nýta orku sína í mun stærra rými. Þrátt fyrir þessa annmarka er sýning Fúríu á Lýsiströtu ánægju- leg og afar lifandi. Sviðsetningin hefur tekist furðanlega vel í þessu afmarkaða plássi og það er aug- ljóst að mikill metnaður er hjá Leikfélagi Kvennaskólans. Það er Ijóst að þáttur leikstjóra er þar stór, því sýningin er mjög þétt; laus við hik og rennur á góðum hraða sem hópurinn, um 25 manns á sviði, þó ræður við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.