Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 40
VÁTRYG6ING SEM BRÚAR C BILIfl SJOV) ALMENNAR wgmifcfftfrUÁ RISC SYSTEM/6000 KEYRIR UNIX FRAMTÍÐARINNAR: IBMAIX MORGVNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SlMI e01100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Kostnaður við Ráðhús- ið um 3,1 milljarður Framreiknaður kostnaður 32% hærri en kostnað- aráætlun 1989 MIÐAÐ við kostnaðartölur á ár- unutn 1991 og 1992 verður fram- reiknaður heildarkostnaður við Ráðhúsið í Reykjavík 3.085 millj- ónir króna eða .tæplega 32% hærri en kostnaðaráætlun frá ■^janúar 1989 gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í minnisblaöi Stefáns Hermannssonar aðstoð- arborgarverkfræðings um byggingarframkvæmdirnar sem lagt var fram í borgarráði í gær. Ráðgert er að verkinu ljúki 7. apríl og að flutt verði inn dagana 11. til 13. apríl. Húsið verði opnað 14. apríl og til sýnis í páskavikunni. Fram kemur, að á árinu 1991 _^hafi verið lokið við múrverk og létta milliveggi og er nú unnið að innrétt- ingum auk þess sem málun er langt komin og parket, stein- og flísa- lögn. „Verkinu miðar vel áfram og vinna við það alls rúmlega 200 manns auk hönnuða. Hönnun er lokið, að öðru leyti en því að eftir- hreytur eru í raflögnum og svo koma hönnuðir að hluta til í úttekt- ir.“ Verkinu seinkaði á síðasta ári og er nú miðað við endurskoðaða tímaáætlun. „Samið hefur verið við alla undirverktaka sem töfðust, aðallega vegna hönnunar, um nýja skiladaga. I framhaldi af því var samið við aðalverktakann um skila- dag 7. apríl n.k. og er tímaáætlun- ^in við það miðuð, en fyrsta vika 1 aprílmánaðar er ætluð í hreinsun og /rágang." Aætlað er að verja 137 milljónum á árinu til kaupa á búnaði fyrir borgarskrifstofur. Þá hefur verið ákveðið að hætta við tjöld á stigaop- um í skrifstofubyggingu en samið hefur verið um útfærslu á tjöldum við Tjamarsal og listskreytingu í borgarstjómarsal. Áætlað er að kostnaður við að ljúka verkinu árið 1992 verði 300 milljónir króna þar af færast 10 milljónir á bílastæða- sjóð. Vaka seld til Siglufjarðar SKRIFAÐ hefur verið undir samn- ing um kaup Þormóðs ramma á Siglufirði og Hraðfrystihúss Þórs- hafnar á skipum Eskfirðings hf., Hörpu RE og Vöku SU. Samning- urinn er undirritaður með fyrir- vara um samþykki stjórna viðkom- andi fyrirtækja, en að auki hefur Reyðarfjarðarhreppur forkaups- rétt á skipunum í einn mánuð. Harpa er 15 ára gamalt loðnuskip, en Vaka er tæplega ársgamalt fjöl- veiðiskip, sem smíðað var á Spáni og kostaði um 600 milljónir króna. Ætlun kaupendanna er að úrelda Hörpu en gera Vöku út á rækju og frystingu um borð. Skipinu munu þá fylgja 240 tonna þorskígildi og 300 tonn af rækju miðað við núverandi kvóta, og tæp 3% af loðnukvótanum sem svarar til eins og hálfs kvóta meðal loðnuskips. Eitt flensu- tilfelli greint EITT inflúensutilfelli hafði verið staðfest í Reykjavík í gær, að sögn Skúla G. Johnsen, héraðslæknis Reylgavíkur. Fregnir hafa borist af fleiri tilfellum en ekki er þó um neina útbreiðslu að ræða. Inflúensutilfellið sem staðfest hef- ur verið er af A-stofni. Að sögn Skúla hefur fjöldi fólks verið bólu- settur gegn inflúensu af þessum stofni, og eiga flestir þeirra að hafá vörn gegn sýkingu. Davíð Oddsson forsætisráðherra um málefni Sameinaðra verktaka eftir ríkisstjórnarfund: Nauðsynlegt að leitað verði eftír úrskurði hjá dómstólum Síður en svo ósáttur við að dómstólaleiðin sé farin segir Thor Ó. Thors Blíðviðri á þorra Morgunblaðið/Elín H. Siguijðnsdóttir Hann Dagur Torfason á Reykjum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hefur notið sín vel í blíðunni í vetur. Þar hefur verið afar hlýtt og votviðrasamt og eru tún nú farin að grænka enda tekur nýgræð- ingurinn hratt við sér þegar vel viðrar. RlKISSTJÖRNIN telur nauðsyn- legt að leita álits dómstóla á úr- skurði Ríkisskattanefndar um síð- ustu áramót að Sameinuöum verk- tökum væri heimilt að hækka hlutafé sitt um 900 milljónir króna, með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa og færa niður aftur, með þvi að greiða andvirði jöfnunar- hlutabréfanna út til hluthafa sinna. Þetta kom fram hjá Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. Thor Ó. Thors, fram- kvæmdastjóri Sameinaðra verk- taka, segist síður en svo hafa eitt- hvað við það að athuga að málinu sé skotið til dómstóla. Fyrirtækið hefði sjálft farið dómstólaleiðina ef úrskurður Ríkisskattanefndar hefði oröið því í óhag. Á árinu 1990 unnu Islenskir aðalverktakar fyrir 3,7 milljarða króna og fyrir svipaða upphæð í fyrra að áætlað er, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má gera ráð fyrir að framkvæmdir í ár verði minni eða í kringum 2,5 milljarðar króna. Davíð Oddsson sagði að það væri ágreiningur um málið í skattkerfinu og mönnum fyndist nauðsynlegt að þessi úrskurður væri hafínn yfir allan vafa lagalega. Því sé rétt að leita eftir áliti dómstóla, enda lægju fyrir dómar Hæstaréttar sem telji að dóm- 62 ára sögu Ríkisskipa lokið: Askjan seld tíl Noregs og nær ölluni starfsmönnum sttgl upp REGLULEGRI starfsemi Ríkisskipa verður hætt um næstu mánaðamót og nær öllum starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp störfum. Búið er að selja Öskju til Noregs og semja við Samskip um yfirtöku hinna tveggja skipa Ríkisskipa, Esju og Heklu. Andvirði seldra eigna félags- ins er um 400 milljónir króna en eftir er að selja vöruskemmu þess ^yið Reykjavíkurhöfn. Fasteignamat skemmunnar er tæpar 140 milljón- ir króna. Með þessu er lokið 62 ára sögu Ríkisskipa. Á blaðamannafundi sem Halldór Blöndal samgönguráðherra efndi til í gærdag kom fram að ráðherrann áformar að leggja fram á Alþingi, að loknu þinghléi, frumvarp um að Ríkisskip verði formlega lagt niður. „Við gerum ráð fyrir að löggjöfin ^éim að leggja Ríkisskip niður miði ■ við að það verði 1. apríl nk.,“ segir Halldór Blöndal. Eftir 1. febrúar verða aðeins 6 eða 7 af tæplega 100 starfsmönnum Rík- isskipa enn starfandi en þeir eiga að ljúka bókhaldi og uppgjöri síðasta árs. Af öllum starfsmönnum hefur tekist að útvega 50-60 önnur störf en óvissa er með framtíð 40-50 þeirra. Af hópnum eru 23 opinberir starfsmenn og njóta þeir biðlauna í 6 til 12 mánuði eftir starfsaldri. Viðræðum við Samskip er lokið og hefur félagið tekið Esju á þurr- leigu með kauprétti en Heklu á tíma- leigu með kauprétti. Samskip hefur þar að auki keypt gáma, lyftara og annað lausafé Ríkisskipa. Undirritaður hefur verið samning- ur um sölu Oskju til Lars Holm Shipping í Tromsö í Noregi. Á fund- inum kom fram, að söluverð allra skipanna er nálægt áætluðu mark- aðsverði þeirra, Esju um 120 milljón- ir króna, Öskju um 70 milljónir króna og Heklu um 70 milljónir króna en hvað Heklu varðar var tekið fram að ef Samskip kaupa Heklu mun viðgerðarkostnaður vegna skemmda á botni skipsins dragast frá verðinu. Á blaðamannafundinum kom fram að Samskip munu auka við strand- siglingar sínar og sigla m.a. á allar þær hafnir á Vestfjörðum sem Ríkis- skip sigldu á þótt komur Samskipa verði ekki jafn tíðar. Eina þjónustan sem Ríkisskip hafði á hendi og fellur alveg niður er sigling frá Austfjörð- um til Akureyrar en í hittiðfyrra námu flutningar félagsins á þessari leið um 1800 tonnum eða innan við 2%. Halldór Blöndal segir að hann sé ánægður með að Samskip og Eim- skip muni að stórum hluta taka við flutningum Ríkisskipa. stólar hafí úrskurðarvald um þetta efni og niðurstaða Ríkisskattanefnd- ar sé ekki endanleg. Aðspurður hvort til greina kæmi að breyta reglum um einkaleyfi til handa Aðalverktökum á fram- kvæmdum fyrir varnarliðið sagði Davíð að full ástæða væri til að íhuga hvort ekki væri rétt að breyta fyrir- komulaginu svo fljótt sem verða má. Thor Ó. Thors sagði að það væri Ijóst að sú aðferð sem félagið hefði beitt væri heimil lögum samkvæmt, og hann væri alveg sannfærður um að ef úrskurður Ríkisskattanefndar hefði verið Sameinuðum verktökum í óhag, þá hefðu þeir látið reyna á málið fyrir dómstólunum. „Ég er alveg sannfærður um að niðurstaða dómstólanna verður okk- ur í hag. Það var skoðun hæfustu manna í stétt endurskoðenda og hæstaréttarlögmanna, sem eru sér- fræðingar í skattamálum, að við myndum vinna þetta mál fyrir þess- um óháða skattadómstóli, Ríkis- skattanefnd, og pví hygg ég að við munum á sömu forsendum vinna málið á öðrum dómstigum," sagði Thor. íslenskir aðalverktakar unnu fyrir 65 milljónir Bandaríkjadala á árinu 1990, eða rúmlega 3,7 milljarða kr., og var umfang framkvæmda þeirra svipað á síðasta ári. Miðað við skerð- ingu Mannvirkjasjóðs gætu fram- kvæmdirnar minnkað um 20 milljón- ir dala á þessu ári, eða 1,2 milljarða kr., samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Sjá fréttir á miðopnu bls. 20-21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.