Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1992 Háskóli íslands: Ráðstefna um at- vinnumál stúdenta ATVINNUMÁLARÁÐSTEFNA stúdenta verður haldin föstudag- inn 31. janúar næstkomandi í Háskólabíói. Ráðstefnan er haldin á vegum Atvinnumálanefndar Stúdentaráðs, Upplýsingaþjónustu H.í. og Háskóla íslands og er þetta fyrsta ráðstefnan sinnar teg- undar sem haldin hefur verið í Háskóla Islands. Að sögn Barkar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Atvinnumálaráðstefnunnar, er markmiðið með þessu m.a. að vekja umræðu meðal háskólastúd- enta um framtíð í atvinnumálum þjóðarinnar. Ráðstefnan hefst á umræðum um nýsköpun í atvinnumálum í aðalsal Háskólabíós kl. 13. Meðal ræðumanna verða Sveinbjörn Björnsson, Háskólarektor, Davíð Scheving Thorsteinsson, iðnrek- andi, Baldvin Jónsson, forstjóri, og Birgir Björn Siguijónsson, frá BHMR. Pallborðsumræður verða fyrir viðskipta- og hagfræðisvið, lög- fræðisvið, verk- og raunvísinda- svið og félagsvísindasvið og hefj- ast þær kl. 14.15 í öllum sölum bíósins. Framsögumenn í pall- borðsumræðunum eru fengnir úr þeim greinum atvinnulífsins sem tengjast hveiju sviði fyrir sig. Ráðstefnunni lýkur með kynn- ingu um 40-50 fyrirtækja á hug- myndum að náms- og lokaverk- efnum og hefst hún kl. 15.30. Fulltrúar fyrirtækjanna verða í anddyri Háskólabíós og kynna á milli 300 og 500 slík verkefni og svara fyrirspurnum. „Nú eru uppi hugmyndir um að hvert fag innan Háskólans verði í framtíðinni með reglulega fundi, þar sem fólk úr svipuðu námi sem er í störfum þar sem það nýtir nám sitt, miðlar reynslu sinni til nemendanna. Auk þess væri gott að fá fagfélög í sam- ráði við háskólafélög til að gera úttekt á því hvaða störf fóik úr viðkomandi deildum sæki mest í, en enn sem komið er eru slíkar upplýsingar ekki til,“ segir Börk- ur. Hann segir að nokkuð beri á því að fólk útskrifist úr Háskólan- um án þess að hafa velt því alvar- lega fyrir sér hvað það hafi í hyggju að gera eftir nám og því geti ráðstefna sem þessi komið mörgum að miklu gagni. „Það er mikið um að eftir að hafa útskrif- ast fari fólk í störf þar sem mennt- un þeirra nýtist ekki sem skyldi. Við vonumst til að koma á lag- girnar gagnabanka, sem mun innihalda hugmyndir atvinnulífs- ins að náms- og lokaverkefnum Morgunblaðið/Júlíus Börkur Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Atvinnumálaráð- stefnunnar. og slíkt eykur tækifæri fólks til að kynnast ákveðnum greinum og komast í samband við fyrir- tæki úti í atvinnulífinu," segir Börkur. Börkur segir að Atvinnumála- nefnd Stúdentaráðs hafí verið stofnuð í júlí síðastliðnum að frumkvæði Bjarna Ármannsson- ar, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, vegna hins slæma atvinuástands í þjóðfélaginu. „Eins og kunnugt er hefur at- vinnuleysi háskólamenntaðs fólks sjaldan verið meira en nú. Með þessu sameiginlega átaki Atvinn- umálanefndar Stúdentaráðs og Jóns Erlendssonar hjá Upplýs- ingaþjónustunni markar þetta að- eins' upphafið að miklu atvinnu- málaátaki í Háskólanum," segir Börkur Gunnarsson. Mál sjómannsins sem slasaðist við björgunarstörf: Fær fullar bætur þegar gilt mat um örorku liggur fyrir - segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir að Gunnar Kristinsson, sem slasaðist þegar hann bjarg- aði skipsfélaga sínum úr sjónum skammt frá Surtsey 7. mars 1990, muni fá greiddar fullar bætur samkvæmt slysatryggingu sjómanna þegar hann leggi fram gilt mat um varanlega örorku vegna slyssins. Um sé að ræða 4,4 milljóna kr. eingreiðslu ef örorkan er 75%, en 2,2 milljónjr ef örorkan er 50%. Oskar Vigfússon, formaður Sjómannasam- bands Islands, sagðist engin gögn hafa séð um þetta tiltekna mál og því gæti hann ekkert um það sagt. „Maðurinn hefur enn ekki lagt fram neitt mat um varanlega ör- orku, sem tekið er gilt í þessu efni, vegna þess að það hefur ekki borist frá tryggingalækni. Þegar það ger- ist, sem búist er við, mun hann fá bætur samkvæmt slysatryggingu sjómanna, sem er tvöföldun á bót- um Tryggingastofnunar ríkisins. Þarna er því um að ræða ein- greiðslu sem er 4,4 milljónir ef ör- orkan er 75%, og 2,2 milljónir ef örorkan er 50%. Síðan eru ákveðnar dagpeningagreiðslur sem við tvö- földum líka miðað við það sem Tryggingastofnun greiðir,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að Gunnar hefði fengið greiddan fullan aflahlut í 20 daga á meðan hann var frá verki eftir slysið, og allur sjúkrakostnað- ur og umönnun í sambandi við að- Málflutningur í Borgardómi Reykjavlkur um mál Jóns Laxdal gegn SIS: Krafist 1,1% af heildareignum SÍS til ráðstöfunar fyrir þrotabú MÁLFLUTNINGUR fór fram í gær í Borgardómi Reykjavíkur í máli sem Jón Laxdal, fyrrum stjórnarmaður í Kaupfélagi Svalbarðs- eyrar hefur höfðað, vegna þrotabús kaupfélagsins, gegn Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Hann krefst þess að fá viðurkenndan með dómi eignarrétt þrotabúsins á 1,1% af raunvirði heildareigna SÍS, miðað við verðmæti þeirra í ágúst 1986, og að fá þann eignar- hluta dreginn undir skiptin á þrotabúi Kaupfélags Svalbarðseyrar, sem tekið var til gjaldþrotaskipta 28. ágúst 1986. Ekki verði látið við sitja að SÍS greiði til búsins framlag kaupfélagsins í stofnsjóð Sambandsins. Af hálfu SÍS er krafist sýknu af þessum kröfum. Mál sitt byggir Jón Laxdal, sem úrskurður um gjaldþrotið var kveð- tekist hafði á hendur um 40 millj. króna ábyrgðir vegna kaupfélags- ins, meðal annars á því að útreikn- uð hlutdeild kaupfélagsins, sem var eitt þeirra kaupfélaga sem stóðu að stofnun Sambandsins, í eigin fé SÍS, sé eign þrotabúsins og eigi að dragast undir skiptin sem hver önn- ur eign. Miða beri við eignastöðu SÍS 28. ágúst 1986, daginn sem inn upp, þar sem forsvarsmenn SÍS og fulltrúar annarra eigenda þess hafi frá þeim tíma útilokað félags- aðild Kf. Svalbarðseyrar að SIS. Frá gjaldþrotinu hafi þeir farið með eignarhlutdeild kaupfélagsins sem sína og rekið og stjómað SÍS án samráðs við forsvarsmenn þrota- búsins. Virðast forsvarsmenn SIS telja að þeir hafi heimild til að auka eignarhlutdeild annarra eigenda SIS þannig á kostnað þrotabús Kf. Svalbarðseyrar. Björgvin Jónsson lögfræðingur, flutti málið fyrir hönd Jóns sem prófmál til réttinda hér- aðsdómslögmanns. Málið höfðar Jón persónulega samkvæmt heimild í gjaldþrotalögum, en á skiptafundi var felld tillaga um að þrotabúið ræki málið. Jón Finnsson hrl, krafðist fyrir hönd SÍS sýknu af kröfum Jóns Laxdals og taldi löglega að uppgjör á inneign þrotabúsins hjá SIS stað- ið. Fram kom meðal annars hjá honum að SÍS hefði lagt mikla vinnu í að aflétta ábyrgðum af stjórnarmönnum í Kaupfélaginu og auk tapaðra krafna í þrotabúið hefði sambandið aflétt 16,5 milljóna króna ábyrgðum af stjórnarmönn- Ráðstefna um stöðu Ríkisútvarps STARFSMANNASAMTÖK Ríkisútvarpsins gangast fyrir ráðstefnu um stöðu Ríkisútvarpsins í nútið og hlutverk þess í framtíð, í Útvarpshús- inu við Efstaleiti 31. janúar næstkomandi. Þar er ætlunin að komi fram öll helstu sjónarmið, sem varða framtíð þess og hlutverk, þar á meðal þeirra, sem vilja að það verði Iagt niður eða selt, jafnt sem þeirra, sem vilja það sem mest óbreytt, segir í frétt frá Starfsmanna- samtökunum RÚV. Gestur á ráðstefnunni verður Bretinn Stephen Milligan, sem er einn af ritstjórum fréttatímaritsins Economist. Hann hefur starfað sem ritstjóri erlendra frétta hjá Sunday Times og verið Evrópuritstjóri Economist. Um árabil var hann fréttamaður hjá breska sjónvarpinu BBC. Hann hefur sérstaklega kynnt sér breska rikisútvarpið og skrifað um það ritið „What shall we do with the BBC“. Þorbjöm Broddason, formaður Útvarpsréttarnefndar, fjallar um stöðu Ríkisútvarpsins í stjórnkerfmu og Stefán Olafsson, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, um stöðu stofnunarinnar með þjóðinni. Njörð- ur P. Njarðvík, dósent og fyrrum formaður útvarpsráðs, fjallar um hlutverk Ríkisútvarpsins í menning- arlífi þjóðarinnar og sérstakt hlut- verk Ríkisútvarpsins á landsbyggð- inni verður reifað af Ingunni St. Svavarsdóttur, sálfræðingi, sem er oddviti á Kópaskeri. Framlag starfsmanna verður meðal annars að Hörður Vilhjálms- son, fjármálastjóri, fjallar um sam- keppnisaðstöðu Ríkisútvarpsins gagnvart einkastöðvum og Eyjólfur Valdimarsson, framkvæmdastjóri tæknideildar, kynnir hið umfangsm- ikla dreifikerfi stofnunarinnar. Bjarni Sigtiyggsson fjallar um þær sérstöku skyldur, sem Ríkisútvarp- inu eru lagðar á herðar í fréttaflutn- ingi og dreifingu frétta, og Vilmar Pedersen, fulltrúi starfsmanna í norrænu samstarfí, fjallar um þójn- ustuhlutverk opinberra stöðva. Loks verða reifuð rök fyrir því að afnema einkaleyfí Ríkisútvarps- ins til að reka útvarp og sjónvarp. Það gerir Guðmundur H. Garðars- son, sem fyrstur manna lagði fram tillögu um það á Alþingi, og Kjartan Gunnarsson, sem var fyrsti formað- ur Útvarpsréttamefndar, talar um rök fyrir því að selja eða einkavæða Ríkisútvarpið. Ráðstefnan er öllum opin. Þátt- taka tilkynnist til Ríkisútvarpsins eigi síðar en 30. janúar. Ráðstefnu- stjórar verða Olafur Sigurðsson og Sigurður G. Tómasson. um og hlutast til um að Samvinnu- bankinn tæki á sig tap sem næmi helmingi þeirrar upphæðar. Einnig kom fram í málflutningi hans að kröfur Jóns Laxdal væru ' án nokkurrar lagastoðar rökstuddar með því að yfirfæra réttarreglur um sameignarfélög og hlutafélög yfir á samvinnufélög og samvinnu- sambönd og krefjast hlutdeildar í heildareignum Sambandsins miðað við hundraðshluta félags í stofn- sjóði þess og að hinu leytinu sé gert ráð fyrir að unnt sé að krefj- ast slita á sameign eins og um sam- eignarfélag væri að ræða. Þessi kröfugerð eigi sér enga stoð í lögum um samvinnufélög og fari í bága við ákvæði þeirra laga, samþykktir Sambandsins og sambandsfélag- anna. Reglur laganna og samþykkta Sambandsins um stofnsjóð séu tæmandi og félag sem gangi úr sambandinu eða verði gjaldþrota eigi einungis peningalega kröfu til framlags í stofnsjóð en ekki ávísun á eignarhlutdeild í hreina eign Sam- bandsins. Hvorki lög né samþykktir Sambandsins veiti einstÖkum Sam- bandsfélögum eða þrotabúum þeirra rétt til að krefjast skiptá á eignum SIS með þeim hætti sem gert sé fyrir hönd Jóns Laxdals. í málflutningnum deildu lög- mennimir um túlkun á lögum um Samvinnufélög hvað ágreiningsefn- ið varðar og þýðingu þeirra breyt- inga sem gerðar hefðu verið á þeim og samþykktum og reikningsskilum SIS í gegnum árin, svo og hvort ákvæði Iaganna um það hvern rétt félagsmenn eigi til eigna félaganna og samvinnufélög til samvinnusam- banda stangist á við eignarréttará- kvæði stjórnarskrárinnar. Að lokn- um málflutningi tók Auður Þor- bergsdóttir borgardómari málið til dóms og er niðurstöðu hennar að vænta innan þriggja vikna. gerð á öxlinni á honum hafí verið greiddur. Eftir það hafi hann svo komið til starfa á ný hjá útgerðinni sem hann vann hjá er slysið varð, en síðan hafi hann sagt upp starfi sínu. Sagði Kristján að þar með hefði útgerðinni ekki borið nein skylda til að greiða honum frekari laun. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær hefur Jón Oddsson, lög- maður Gunnars Kristinssonar, gert 12 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur Samábyrgð íslenskra fiskiskipa, en krafan byggist m.a. á tekjutapi sem Gunnar hefur orðið fyrir vegna varanlegrar örorku sinnar. „Lögfræðingur hans er að reyna að koma einhverri sök á útgerðina í þessu efni, sem hún tryggir sig fyrir, en á meðan ekki er um neina sök að ræða þá borgar tryggingin auðvitað ekki. Flóknara er það nú ekki, sagði Kristján. Aðspurður um hvort um brotaiöm sé að ræða í tryggingakerfinu varðandi bætur til sjómanna sem slasast við störf sagðist hann ekki sjá að svo væri. „Menn fá auðvitað ekki bætur frá útgerðinni vegna einhvers sem þeir verða fyrir nema það sé útgerð- inni að kenna. Þetta tiltekna mál er hins vegar einstakt að því leyti til að þarna er maður að leggja sig fram við að bjarga öðrum manni, og þess vegna eru allir af vilja gerð- ir til þess að finna Ieið sem allir geta unað við,“ sagði hann. Nýtt helg- arblað leig- ir aðstöðu Þjóðviljans FJÓRIR starfsmenn Þjóðviljans hafa gert samning við útgáfu- stjórn Þjóðviljans um leigu á húsnæði og tækjum óg aðstöðu blaðsins til þess að gefa út nýtt helgarblað, en tekin hefur verið ákvörðun um að Þjóðviljinn hætti að koma út um mánaðamótin. Blaðið verður sent öllum áskrif- endum Þjóðviljans og í fréttatil- kynningu segir að markmiðið með útgáfunni sé að brúa það bil sem fyrrisjáanlega verður frá því Þjóðviljinn hættir að koma út og þar til nýtt blað hefur göngu sína. I fréttatilkynningunni segir enn- fremur að stefnt sé að því að blað- ið verði með svipuðu sniði og Nýtt helgarblað Þjóðviljans hefur verið, en þó talsvert stærra og fjölbreytt- ara. Ritstjórnarstefnan muni taka mið af því að veija velferðarkerfið, baráttu fyrir bættum lífskjörum og hagsmunum þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Blaðið muni fylgja sjálfstæðri ritstjórnar- stefnu og verða ekki í beinum tengslum við stjórnmálasamtök eða hagsmunaaðila. Arni Þór Sigurðsson, Guðmundur Rúnar Hreiðarsson, Sigurður Á. Friðþjófsson og Sævar Guðbjörns- son standa að útgáfunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.