Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1992
13
Til stendur að færa safnið í nýtt
húsnæði en í tvo staði í sömu bygg-
ingunni. Gert er ráð fyrir að geyma
allar bækur útgefnar á fyrri öldum
í lokuðum sal neðanjarðar en bækur
frá þessari öld á annarri eða þriðju
hæð hússins þar sem frjáls aðgangur
yrði að bókunum. Sjálfsagt ræður
miklu um þessa ákvörðun að koma
í örugga geymslu fágætum bókum
safnsins. Ur fjarlægð sýnist þessi
breyting ekki eiga að valda neinum
straumhvörfum, en í huga Mitchells
er þarna mikil alvara á ferðum.
Hann gengur jafnvel svo langt að
telja skiptingu safnsins í tvo hluta
vera ógnun við framtíðarrannsóknir
í íslenskum fræðum í Bandaríkjun-
um; safnið muni smám saman glata
sjálfstæði sínu og renna saman við
aðalsafnið. Hann bendir ennfremur
á að það sé ekki hægt að skipta
safninu af einhveiju viti án þess að
endurskráningu þess ljúki, en til þess
hafa engir fjármunir verið veittir;
auk þess sem einn maður eigi mjög
óhægt með að sinna safninu ef því
er komið fyrir á tveimur aðskildum
hæðum. Þá álítur Mitchell að skipting
safnsins sé lítilsvirðing við Williard
Fiske, sem kvað svo á í erfðaskrá
sinni að íslensku bækurnar skyldu
vera sérstakt safn og að háskólayfir-
völdum beri skylda til að virða óskir
svo stórkostlegs velgjörðarmanns.
Hefur Mitchell hótað afsögn ef af
þessum breytingum verður. „Já, ég
hef lýst því yfir að ég hætti ef safn-
inu verður skipt,“ segir hann.
Þegar hann var á ferð hér um
jólin var hann mjög svartsýnn á að
mál skipuðust á þann veg að hann
gæti unað við niðurstöðuna, því að
yfirmaður hans stæði á því fastar
en fótunum að geyma safnið í tveim-
ur stöðum.
Meðan hann dvaldi hér ræddi Mitc-
hell við ýmsa vini og kunningja, þar
á meðal flesta þá sem á undanförnum
árum hafa verið gesta-bókaverðir í
íþöku og hafa látið sér annt um safn-
ið. Hann sagði að þessir íslensku
menn hefðu allir sem einn verið sama
sinnis og hann sjálfur, og hrosið
hugur við afleiðingum þess að skipta
safninu að óbreyttu ástandi í tvo
hluta.
Það var augsýnilegt að þessi ein-
dregni stuðningur gladdi Mitchell
mjög. Hann kvað engum blöðum um
það að fletta að það mundi hafa sitt
að segja ef álit margra mætra fræði-
manna á Islandi bærist til eyrna ráð-
amanna Cornell-háskóla. Að öðru
leyti vildi hann engu spá um fram-
vindu málsins.
Höfundur nemur sagnfræði í
Oxford.
■ SAMTÖKIN Barnaheill
minna á að framtíð íslands er fólg-
in í börnunum. Samtökin hvetja
því foreldra jafnt sem stjórnvöld
til þess að skapa börnum okkar
lífvænleg og mannbætandi vaxtar-
skilyrði. Við hvetjum foreldra til
þess að gefa börnum sínum tíma
og við skorum á stjórnvöld að
auðvelda foreldrum uppeldi bam-
anna og koma til móts við þarfir
fjölskyldunnar í nútíma samfélagi.
Við teljum allt of algengt að börn
axli of mikla ábyrgð á eigin lífi
og skorti það aðhald og umhyggju
sem öllum börnum og unglingum
er nauðsynleg. Við teljum biýnt
að velferðarkerfið verði styrkt og
eflt með tilliti til ungviðisins. Við
álítum að mál þau er lúta að börn-
um eigi og verði að vera í hópi
forgangsmála. Samtökin Barna-
heill vara við bölsýni og armóði
sem einkennt hefur þjóðfélagsum-
ræður nú um hríð. Við bendum á
að börn og unglingar eru þátttak-
endur í þjóðfélaginu og að svart-
sýni er ekki hollt vegnanesti þeim
er standa á þröskuldi lífsins. Sam-
tökin Barnaheill hvetja Islendinga
til framsýni. Látum ekki stund-
arerfiðleika spilla fyrir íslenskri
æsku.
Góðan daginn!
Húsavík:
Átak og áhugi fyrir
fegrun og gróðurvemd
Húsavík.
VAXANDI áhugi er á Húsavík fyrir gróðurverndarmálum, verndun
gróðurs fyrir uppblæstri og fegrun húsalóða og bæjarlandsins.
Á síðasta fundi umhverfísmála-
ráðs, sem starfar á vegum bæjar-
ins, kom fram að ýmislegt hefur
verið framkvæmt í þessum málum,
en mest af því á vegum Land-
græðslu ríkisins og Húsgulls, sem
er áhugamannafélag einstaklinga á
Húsavík og hefur það starfað ötul-
lega síðan það var stofnað fyrir
ekki mörgum árum.
Dreift var 6 tonnum af áburði
og 1,2 tonnum af fræi og var það
borið á mela á nágrenni bæjarins
og unnu Vinnuskóli bæjarsins og
sjálfboðaliðar að þvi verki undir
verkstjórn frá Landgræðslunni.
Nokkuð var sáð af lúpínu. Gróður-
settar voru 105 þúsund tijáplöntur
og var árangur frábær samkvæmt
úttekt Landgræðsluskóga. Til
nefndra verka var veitt 11,7 millj.
króna á síðasta ári.
Skrúðgarðurinn við Búðarána fer
stækkandi og er orðin hin mesta
bæjarprýði. Mörg verkefni eru
framundan og ef sá áhugi sem ver-
ið hefur undanfarin ár á vernd gegn
uppblæstri og fegrun bæjarlands-
ins, getur Húsavík haldið þeim
orðstír sem hún fékk fyrir mörgum
árum að vera eitt af þrifalegustu,
grænustu og fegurstu stöðum
landsins.
- Fréttaritari.
Skrúðgarðurinn við Búðarána.
Morgunblaðið/Silli
' r?J ' ^ ' rrJ
,__Hj -A. ■ n / yýr|i|
SÉRÚTGÁFA Jjjj
TAKMARKAÐUR FJÖLDI
mCÐ EFTIHFARANDI SÉRBÚNABI:
□ Stuðarar, vatnskassahlíf, hliðarllstar, hurðahandföng og útispeglar,
allt í sama lit og yflrbyggíngin
□ Heilir hjólkoppar ■ Rafstýrðir og rafhitaðlr útispeglar □ Vindkljúfur á framstuðara
□ Sætaáklæði / gólfteppi - ný gerð □ Vlndkljúfur að aftan (Lancer stallbakur og Colt)
□ Sportstýrishjól
MITSUBISHI
MOTORS
MITSUBISHI COLT-EXE
MITSUBISHI LANCER stallbakur-EXE MITSUBISHI LANCER hlaðbakur-EXE
ALLIfí MEÐ 12 VENTLA HREYFIL MEÐ FJÖLINNSPRAUTUN
ALLIfí MEÐ AFLSTÝRI - ALLIfí MEÐ HVARFAKÚT
ÞRIGGJA ÁRA ÁRYRGÐ
HVARFAKÚTIIR
MINNI MENGUN
m
HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI695500
PRISMA ■ 9136