Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1992
17
Morgunblaðio/RAX
Frá æfingn á Otello í Islensku óperunni. Frá vinstri Jón Rúnar Ara-
son, Elsa Waage, Tómas Tómasson, Keith Reed, Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir og Garðar Cortes.
A
Islenska óperan frum-
flytur Otello eftir Verdi
ÍSLENSKA óperan minnist þess
um þessar mundir að 10 ár eru
liðin frá því er hún fékk fastan
samastað í Óperuhúsinu við Ing-
ólfsstræti. Af því tilefni er nú
frumflutt á íslandi eitt af stór-
virkjum óperuheimsins Otello
eftir Verdi. Frumsýning verður
sunnudaginn 9. febrúar.
Helstu söngvarar í uppfærslunni
eru Garðar Cortes í hlutverki Otell-
os, Óiöf Kolbrún Harðardóttir í hlut-
verki Desdemónu og Keith Reed í
hlutverki Jagós. Leikstjóri er Þór-
hildur Þorleifsdóttir og hljómsveit-
arstjóri Robin Stapleton. Leikmynd
gerði Sigurjón Jóhannsson og Una
Collins annaðist búningahönnun.
Ljósahönnuður er Grétar Svein-
björnsson og sýningarstjóri Kristín
S. Kristjánsdóttir. Auk þriggja fyrr-
nefndra söngvara syngja þau Elsa
Waage, Bergþór Pálsson, Þorgeir
J. Andrésson, Tómas Tómasson,
Jón Rúnar Arason og Þorleifur M.
Magnússon einsöngshlutverk í Ot-
ello.
Lag Sykurmolanna lækkar
á breska vinsældalistanum
SMÁSKÍFA Sykurmolanna, Hit, sem farið hefur upp breska vinsælda-
listann undanfarið, lækkaði sig um fjögur sæti á sunnudag, úr sautj-
ánda sæti í það tuttugasta og fyrsta. Á sama tíma komst lagið í efsta
sæti „óháða“ listans breska og situr þar enn. Að sögn útgefanda hljóm-
sveitarinnar ytra eru miklar líkur á að væntanleg breiðskífa sveitarinn-
ar fari beint inn á top tíu á breska breiðskífulistanum.
Hit, sem kom út í Bretlandi á
gamlársdag, hefur náð hærra en
nokkuð lag Sykurmolanna til þessa
og útgefandi hljómsveitarinnar í
Bretlandi, Derek Birkett, segir að
allt bendi til þess að breiðskífan,
Stick Around for Joy, fari beint inn
á top tíu á breska breiðskífulistanum
og jafnvel inn á top fimm. Hann
segir það ekki koma á óvart að lagið
iækki á listum, því svo stutt sé í
breiðskífuna að það dragi úr sölu á
smáskífunni. Stick Around for Joy
kemur út um heim allan utan Islands
10. febrúar, en hér á landi kemur
platan út 3. febrúar nk.
Fregnir af Hit í Bandaríkjunum
herma að því sé mun betur tekið en
nokkru lagi hljómsveitarinnar til
þessa. Ekki segja menn þó gott að
átta sig á stöðu þess þar, þar sem
ekki eru nema tvær vikur síðan því
var dreift til útvarpsstöðva og banda-
ríski vinsældalistinn byggist á út-
varpsspilun en ekki sölu.
Færri spyija um silíkon-
ígræðslu í bijóst hérlendis
Niðurstöðu rannsókna FDA á efninu að vænta í febrúar
MATVÆLA- og heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur
mælst til þess að læknar hætti að nota silíkon til ígræðslu í brjóst
á meðan verið er að rannsaka hvort ónæmiskerfi líkamans stafi
hætta af efninu. Búist er við niðurstöðu úr þeirri rannsókn um
miðjan febrúar. Að sögn Sigurðar E. Þorvaldssonar formanns
Félags lýtalækna, hefur félagið í samráði við Ólaf Ólafsson land-
lækni ákveðið að bíða átekta en koma saman til fundar þegar
niðurstaða þessarar rannsóknar er fengin en þess hefur orðið
vart að færri spyrja um þessa aðgerð hér á landi en áður.
Matvæla- og heilbrigðisstofnun-
in óskaði eftir að dreifing silíkons
yrði stöðvuð og jafnframt var
mælst til þess að það yrði ekki
notað þar til niðurstaða rannsókna
væri fengin um miðjan febrúar.
„Á síðastliðnu ári kom nýr maður
að stofnuninni og bað hann fram-
leiðendur um að senda sér allt sem
þeir hefðu um rannsóknir á silí-
koni,“ sagði Sigurður. „Hann taldi
að ekki lægi alveg nægilega ljóst
fyrir hvort efnið væri nægilega
vel rannsakað með tiliiti til áhættu
á sjálfsofnæmissjúkdómum. Nið-
urstaðan var sú að hann bað um
frest fram í miðjan nóvember og
aftur fram í byijun janúar á með-
an farið væri yfir þau gögn sem
bárust og nú síðast kom yfirlýsing
um að hann yrði búinn að fara
yfir gögnin og meta um miðjan
febrúar næstkomandi.“
Sagði Sigurður að það væru
einkum tvö atriði sem rætt væri
um í fjölmiðlum, krabbameins-
hættu og sjálfsofnæmissjúkdóma.
Um 150 þúsund konur hafa árlega
gengist undir silíkon-bijóstaað-
gerð síðustu þijá áratugina í
Bandaríkjunum og tölfræðilega
hafa þessar aðgerðir ekki sýnt
aukna fylgni nýkrabbameina. Sig-
urður sagði það rétt að erfiðara
væri að leita krabbameina með
röntgenrannsókn í bjóstum sem í
væri silíkon en í slíkum tilvikum
eru teknar fleiri myndir og gengið
úr skugga um að þær gefi nægi-
lega góða mynd af bijóstinu.
„Allir aðskotahlutir sem settir
eru i likamann bera með sér ör-
litla aukna áhættu á ígerð í beinu
framhaldi af aðgerðinni,“ sagði
Sigurður. „Það gildir einnig til
dæmis um mjaðmalið en þetta er
ekki algengt og þessar konur eru
yfirleitt settar á fúkkalyfi fyrir og
eftir aðgerð. Eg held að það sem
valdi ruglingi sé svokölluð örband-
svefsmyndun í kring um aðskota-
hlutinn, sem er þá örvefur. Ef það
er bandvefur í merkingunni ör þá
er mögulegt að 10-20% kvennanna
kvarti undan að bijóstið sé óeðli-
lega stinnt. Það er ekki sjúkdómur
en efnið má þá fjarlægja."
Kveikjan að spurningunni um
hvort silíkon geti valdið sjálfs-
ofnæmissjúkdómum er vegna
dóms sem nýlega gekk i Banda-
ríkjunum og lyktaði með háum
bótum til konu sem taldi sig hafa
fengið bandvefssjúkdóm af völd-
um silíkons. „Læknir konunnar,
sem hafði meðhöndlað hana í
mörg ár áður en hún fór í aðgerð-
ina, sagði að hún hefði verið kom-
in með sjúkdóminn áður,“ sagði
Sigurður. „Eftir stendur að himn-
an á silíkon-pokunum er úr silí-
koni og þannig gerð að möguleiki
var á að silíkon smitaði út um
himnuna og var talið hafa getað
átt þátt í myndun bandvefsöra.
Eins og málin standa núna er ver-
ið að kanna hvort þetta silíkon
geti átt þátt í að eitlar bólgna.
Af þeim 150 þúsund konum sem
gangast undir silíkon-brjóstaað-
gerð á ári er alltaf einhver hluti
sem fær sjálfsofnæmissjúkdóma,
sem og aðra sjúkdóma, og þess
vegan vilja bandarísk yfirvöld
biðja lækna og aðra að bíða þar
til rannsókn er lokið,“ sagði Sig-
urður að lokum.
UTSALA
CRAFT
tvískiptir barnagallar, st. 120-160, kr. 5.990,-
CRAFT
stakar úlpur, st. 120-170, kr. 3.490,-
Dúnúlpur f/fullorðna kr. 6.950,-
K2 Core-tex barnagallar -
25% afsl.
S?D7T
- gegnt Umferðarmiðstöðinni,
sími 19800 og 13072
Kynntu þér sérstöðu okkar
í bílatryggingum!
©
Engir bakreikningar, þ.e. engin sjálfsábyrgð í
ábyrgðartryggingu ökutækja, burtséð frá því hver ekur
eða hversu mikið er ekið.
Sex mónaba greibslutímabil, minni fjárútlát
fram í tímann og þægilegri greiðslumáti.
Samkvæmt nýlegri könnun hlutlausra aðila eru iðgjöld
okkar fyllilega samkeppnishæf.
Allar nánari upplýsingar í síma 26466.
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF
-þegar mest á reynir!