Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1992
The Platters.
The Platters væntan-
legir á Hótel Island
THE PLATTERS eru væntanlegir til íslands og koma
fram á Hótel Islandi dagana 7. og 8. febrúar nk. Þekkt-
ustu lög þeirra eru: Smoke Gets in Your Eyes, The
Great Pretender, The Magic Touch, Remember When.
Fyrir nokkrum árum lést
forsprakki Platters, Paul
Robi, óvænt úr krabbameini.
Það varð til þess að söng-
flokkurinn hætti að koma
fram opinberlega um skeið,
þótt aðrir flokkar með sama
nafni hafí notað tækifærið
og troðið upp með gömlu
Platters-lögin.
Síðasta sumar komu svo The
Platters saman að nýju á
heilmiklum hljómleikum í
Hollywood. í stað Paul Robis
hafði dóttir hans, Franchesca
Robi, slegist í hópinn.
The Platters hafa nýlega
endurhljóðritað mörg af vin-
sælustu iögum sínum, enda
hafa nokkur þeirra verið not-
uð í frægum kvikmyndum
nýlega s.s. í myndunum
„Always“ og „War of the
Roses“.
Þeir hafa líka bætt nokkrum
lögum við þessar upptökur
s.s. Earth Angel og Goodbye
Sweetheart, en á því lagi
enda þeir alla hljómleika
sína.
Helgi Pétursson og Trausti Sigurðsson markaðsstjórar
Samvinnuferðar-Landsýnar og Vífilfells afhentu verð-
launin í hófi á Hótel Sögu.
■ ÞÁTTTAKA í fjölskyld-
uleik sem Coea Cola, Euro
Disney og Samvinnuferð-
ir-Landsýn efndu til í nóv-
embermánuði varð miklu
meiri en nokkurn hafði órað
fyrir. 83.427 lausnir bárust
frá 40.853 einstaklingum
þegar skilafresturinn rann
út 1. desember sl. Verðlaun
eru ferð fyrir fímmtán
fjögurra manna fjölskyldur
i til vikudvalar í Frankaskógi
í Normandy í boði Samvinnu-
ferðar-Landsýnar með heim-
sókn í Euro Disney skemmti-
garðinn við París. Euro Di-
sney skemmtigarðurinn
verður opnaður í byrjun apríl
nk. og verður stærðist
skemmtigarðurinn í Evrópu
til þessa. Við verðlaunaaf-
hendingu nú um helgina
komu verðlaunahafar sam-
an, en þeir eru alls staðar
að af landinu, hinn yngsti
rétt um eins árs, en barna-
fjölskyldur í miklum meiri-
hluta.
■ FÉAMKVÆMDA-
STJÖRN SUF lýsir áhyggj-
um sínum yfir vinnubrögðum
ríkisstjórnar landsins. Verk-
lag hennar í fjölmörgum
málum ber vott um slakan
undirbúning og skort á sam-
vinnu innan þingflokka
hennar. Forysta stjórnar-
flokkanna, með forsætisráð-
herra í fylkingarbrjósti, legg-
ur lítið á sig til að ná sam-
stöðu um mál jafnt innan
eigin flokka sem og við
stjórnarandstöðuna. Slíkir
stjómarhættir rýra traust
almennings á ríkisvaldinu og
skapa öryggisleysi meðal
landsmanna, segir í ályktun-
inni.
■ FÉLAGSFUNDUR var
haldinn í Póstmannafélagi
íslands miðvikudaginn 22.
janúar sl. I félaginu eru um
þúsund manns og vinna þeir
póststörf í pósthúsum um
land allt. Kjarasamningar
póstamannafélagsins hafa
verið lausir frá því 1. sept-
ember. Félagið lagði fram
kröfugerð sína 15. septemb-
er og hefur aðeins fengið tvo
samningafundi með samn-
inganefnd ríkisins. Á þeim
samningafundum hefur ekki
á verið tekið á neinum þeim
þáttum sem í kröfugerðinni
eru. Ekkert atriði verið rætt,
en formaður samninga-
nefndar og aðrir þeir tals-
menn hennar sem þar hafa
verið, hafa haldið uppi enda-
lausu málþófí um skerðingu
á veikindarétti, lífeyrisrétti
og barnsburðarleyfí. Einnig
hefur nefndinni orðið mjög
tíðrætt um hagræðingu í
störfum opinberra starfs-
manna, sem þá gætu komið
þeim til góða. Félagsmenn
póstmannafélagsins eru eins
og allir aðrir opinberir starfs-
menn og launþegar orðnir
langþreyttir á því að fá ekki
kröfugerð sína rædda, Iang-
þreyttir á því að þurfa að
þola og sitja undir vondum
ákvörðunum og skerðingum
ríkisstjórnarinnar á velferð
fólksins í landinu. Á mjög
fjöimennum fundi félagsins
kom fram að sterkur vilji er
hjá félagsmönnum til að fara
í mótmælaðagerðir af ein-
hveiju tagi. „Eðlilegur"
vinnuhraði gæti m.a. orðið
vænleg leið til að vekja ráða-
menn til umhugsunar varð-
andi störf og laun ^sóst-
manna.
■ Á STJÓRNARFUNDI
Norræna foreldrafélags-
ins gegn vímuefnum (Nord-
en Mot Narkotika), sem
haldinn var 15.-16. nóvemb-
er sl. í Reykjavík, var rætr
um starfsemi þeirra aðila
sem vilja lögleiða meðferð
og neyslu ávana- og fíkni-
STORA SVIÐIÐ:
IKATTHOLTI
eftir Astrid Lindgren
Þýðandi leiktexta: Vilborg Dagbjartsdóttir.
Þýðandi söngtexta: Böðvar Guðmundsson.
Tónlist: Georg Riedel.
Hljómsveitarstjóri: Jóhann G. Jóhannsson.
Dansahöfundur: María Gísladóttir.
Lýsing: Páll Ragnarsson.
Leikmynd og búningar: Karl Aspelund.
Leikstjóri: Þórhalllur Sigurðsson.
Leikarar: Emil: Jóhann Ari Lárusson/Sturla Sighvatsson.
Ida: Anita Briem/Álfrún Ömólfsdóttir.
Bessi Bjarnason, Margrét K. Pétursdóttir, Gísli Rúnar Jóns-
son, Margrét Guðmundsdóttir, Helga Bachmann, Briet Héð-
insdóttir, Bryndís Pétursdóttir, Randver Þorláksson, Gísli
Alfreðsson, Þór H. Tulinius, Erling Jóhannesson og Þorsteinn
Guðmundssson.
Frumsýning: mið. 5. feb. kl. 20
2. sýn. lau. 8. feb. kl. 14
3. sýn. sun. 9 feb. kl. 14
4. sýn. sun. 10. feb. kl. 17
5. sýn. mið. 12 feb. kl. 17.
RÓMEÓ OG JÚLÍA
eftir William Shakespeare
Lau. 1. feb. kl. 20. Fim. 13. feb. kl. 20.
Lau. 8. feb. kl. 20. Fös. 21. feb. kl. 20.
Himeeski!: er aá
Sun. 2. feb. kl. 20.
Fös. 7. feb. kl. 20.
cftir Paul Osborn
Fös. 14. feb. kl. 20.
Lau. 22. feb. kl. 20,
- . ,__ næst síðasta sýn.
Æ 3Su
eftir David Henry Hwang
Fös. 31. jan. kl. 20. Lau. 15. feb. kl. 20.
Fim. 6. feb. kl. 20. Fim. 20. feb. kl. 20.
LITLA SVIÐIÐ:
KÆRA JELENA
eftir Ljudmilu Razumovskaju
Fös. 31. jan. kl. 20.30 uppselt.
Uppselt er á allar sýningar út febrúarmánuð.
Ekki er hægt að hleypa gcstum í salinn eftir að sýning hefst.
Miðar á Kæru Jelenu sækist viku fyrir sýningu, ella seldar
öörum.
SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ:
ÉG HEITI ÍSBJÖRG, ÉG ER IJÓN
eftir Vigdísi Grímsdóttur s
Lau. 15. feb. kl. 20.30.
Sun. 16. feb. kl. 20.30.
Fös. 21. feb. kl. 20.30.
Sun. 23. feb. kl. 20.30.
Fös. 31. jan. kl. 20.30 uppselt.
Lau. 1. feb. kl. 20.30 uppselt.
Lau. 8. feb. kl. 20.30 uppselt.
Sun. 9. feb. kl. 20.30 uppselt.
Mið. 12. feb. kl. 20.30 uppselt.
Sýningin er ekki við hæfi barna.
Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning hefst.
Miöasalan cr opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og
fram að sýningu sýningardagana. Auk þcss cr tekið við pöntun-
uin í síma frá kl. 10 alla virka daga.
Greiðslukortaþjónusta - Græna línan 996160.
Leikhúskjallarinn cr opinn öll fostudags- og laugardagskvöld.
Leikhúsveisla; leikhúsmiði og þríréttuð máltíð öll sýningar-
kvöld á stóra sviðinu. Borðapantanir í miðasölu.
Leikhúskjallarinn.
Munaðarlaus börn í Rúmeníu.
efna í Evrópu. Stjórnin vek-
ur athygli ríkisstjórna Norð-
urlanda á þeirri þróun sem
á sér stað. Formælendur
slíkrar lögleiðingar neyslu og
meðferðar ávana- og fíkni-
efna reyna nú að afla málinu
stuðnings meðal æðstu
manna í sveitarstjórnum, að
sögn NMN.
■ HJÁLPARSTOFNUN
Ananda Marga á Islandi
(Ananda Marga Universal
Relief Team-Amurt) vill
koma á framfæri þökkum til
þeirra sem gáfu litlar eða
stórar fjárhæðir til hjálpar-
starfs meðal bama í Rúme-
níu, Indlandi, Rússlandi,
Bangladesh og Litháen. Því
Sími 16500
Laugavegi 94
Stórmynd Terrys Gilliam:
r„Tvímælalaust ein eftirminnilegasta mynd, sem eg hef
séö á árinu. Gott handrit og fráhær leikur."
Valdís Gunnarsdóttir.
[Bókin Bilun i beinni útsendingu fæst 1 bókaverslunum
og söluturnum.
Sýnd í A-sal kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.30.
Sýnd kl. 5og 11.
Bönnuð innan 16.
Bönnuð innan 14 ára.
Framlag íslands til
Óskarsverðlauna.
Sýnd í B-sal kl. 7.20
og9.
Á myndinni situr Steinunn Halldórsdóttir sem hlaut 1.
verðlaun í verðlaunagetraun húsgagnaverslunarinnar
Utskála ásamt dóttur sinni. Að baki standa eigendur
húsgagnaverslunarinnar Útskála þeir Ingi Ingason og
Gunnar Guðmundsson.
fé sem safnaðist verður skipt
milli ýmiss konar þróunar-
verkefna í áðurnefndum
löndum, s.s. heimili fyrir
munaðariaus börn, skóla og
sjúkrahús. Þar sem starfí
ÁMURT er haldið uppi af
sjálfboðaliðum rennur söfn-
unarféð nær óskert til þeirra
verkefna sem unnið er að.
Það fé sem safnaðist árið
1990 hefur aðallega verið
notað til kaupa og endurbóta
á húsi í Búkarest sem notað
verður sem barnaheimili.
■ NÝVERIÐ var dregið í
Verólít unngetm un hús-
gagnaversliinarinnar Út-
skála, en hún fólst í því að
svara tveimur spurningum í
bæklingi sem fyrirtækið lét
dreifa á höfuðborgarsvæðinu
í nóvember sl. og koma svör-
um síðan í happakassann í
Útskáium. I boði voru hús-
gagnavinningar. Eftirtaldir
höfðu heppnina með sér: 1.
verðlaun: Balmoral borðstof-
usett með 6 stólum að verð-
mæti kr. 170.800 kr. hlaut
Steinunn Halldórsdóttir,
Laugavegi 135, Reykjavík.
2. verðlaun: Ingrid 3+1+1
sófasett frá Meaubleco að
verðmæti kr. 134.500 hlaut
Súsanna Jónmundsdóttir,
Hamraborg 34, Kópavogi.
3.-4. verðlaun: Standlampi
Evrópa að verðmæti kr.
14.550 hlutu Guðlaug G.
Jónsdóttir, Hvassaleiti 26,
Reykjavík og Diana S. Svein-
björnsdóttir, Stelkshólum 2,
Reykjavík.
Álls bárust rúmlega
10.000 svarseðlar.
■ FRAMKVÆMDA-
STJÓRN SUF harmar
stefnu ríkisstjómar hægri
flokkanna í menntamálum
landsins, segir í ályktun frá
sambandinu. f ályktuninni
segir, að vikið sé í veigamikl-
um atriðum frá nýlegu frum-
varpi til laga um grunnskól-
ann sem þó hafði náðst breið
samstaða um á Alþingi.
■ FRAMKVÆMDA-
STJÓRN SUF harmar að-
stöðu ríkisvaldsins að vel-
ferðarkerfínu, segir í álytun
sem blaðinu hefur borizt.
„Vegið er að fjölmörgum
hópum samfélagsins með
skerðingu kaupmáttar,
þyngri skattlagningu og
minni þjónustu. Hópar eins
og almennt launafólk, náms-
menn, barnafjölskyldur, ör-
yrkjar, aldraðir og sjúkir em
látnir bera byrðarnar. Með
óréttlátum aðgerðum af
þessu tagi er vegið að vel-
ferðarkerfí okkar og þróun
samfélagsins beint út á hálan
ís þar sem hver og einn á
að bjarga sjálfum sér, en
samhjálpin er látin víkja,“
segir í ályktuninni.