Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.01.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1992 19 Moskvuráðstefnan um frið í Miðausturlöndum: Tyson fyrirrétt Lögmenn beggja málsaðila við réttarhöldin í nauðgunarmálinu gegn hnefaleikaranum Mike Tyson, fyrrum heimsmeistara í þungavigt, hafa komið sér saman um sjö af tólf kviðdómendum. Það kemur í þeirra hlut að skera úr um hvort Tyson nauðgaði ungri fegurðardís á hótel- herbergi í júlímánuði síðastliðnum. Verði Tyson fundinn sekur um öll ákæruatriðin kann hann að verða dæmdur í allt að 63 ára fangelsi. verulegum friðarsamningi ÍSRAELAR binda miklar vonir við að Moskvuráðstefnan um frið í Miðausturlöndum tryggi friðarhorfur í þessum heimshluta og leiði til raunverulegra friðarsamninga, að því er Joel Alon, sendiherra Israels á Islandi með aðsetur í Osló, sagði í samtali við Morgunblaðið ígær. „Við erum ánægðir með að þess- ar viðræður skuli eiga sér stað. Það út af fyrir sig er umtalsverður ár- angur. Þjóðirnar sem aðild eiga að fundinum eru áfram um að lausn finnist á þeim svæðisbundna vanda sem við er að etja í Miðausturlönd- um. Því er Moskvuráðstefnan gleði- efni, með henni gefst mikilvægt tækifæri til að efla gagnkvæmt traust og hún leiðir vonandi til raun- Reynsla Evrópuþjóðanna getur vonandi vísað veginn - sagði Jón Baldvin Hannibalsson í ávarpi á Moskvuráðstefnunni „ÞETTA var söguleg stund fyrir EFTA-ríkin vegna þess, að þau hafa ekki áður komið fram sem ein heild við lausn alþjóðlegra deilumála," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra í viðtali við Morgun- blaðið en í gær ávarpaði hann ráðstefnuna um frið í Miðausturlöndum, sem nú er haldin í Moskvu. Gerði hann það fyrir hönd aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) en þeim var boðið sameiginlega til ráðstefnunnar, sem lýkur í dag. Jón Baldvin sagði, að í ræðu sinni hefði hann lagt áherslu á, að von- andi gæti reynsla Evrópuþjóðanna og þar með EFTA-ríkjanna orðið að liði við að bijóta niður múra tor- tryggni og haturs í Miðausturlöndum og hefði þá vitnað til reynslunnar, annars vegar til Evrópubandalags- þjóðanna, sem hefðu borist á bana- spjót og háð hverja styijöldina á fætur annarri, og hins vegar til þeirr- ar ófyrirsjáanlegu byltingar, sem orðin væri í Austur-Evrópu. Þá hefði hann nefnt, að reynslan af samvinn- unni innan RÖSE, Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, gæti einnig vísað veginn í þessu sambandi. Jón Baldvin sagði, að ýmsar upp- lýsingar, sem fram hefðu komið á ráðstefnunni í gær, hefðu í sannleika sagt verið hrollvekjandi. „Til dæmis upplýstist, að ríkin fyrir botni Mið- jarðarhafs hefðu keypt hergögn fyrir 500 milljarða dollara vegna þessara sex styijalda, sem þar hafa verið háðar á rúmum 20 árum. 1990 voru vopnakaup þessara landa 35 milljarð- ar dollara eða meiri en Atlantshafs- og Varsjárbandalagsríkja til samans á sama tíma,“ sagði Jón Baldvin. í dag munu ríkin, sem boðið var til ráðstefnunnar, skiptast í starfs- hópa, fimm talsins, og sagði Jón, að þar yrði rætt um afvopnunarmál, efnahagsþróun, umhverfismál, vatnsbúskap Miðausturlanda, sem er mikið vandamál, og um flóttamanna- vandamálið. Myndu EFTA-ríkin taka þátt í þessu starfi og til dæmis hefðu Austurríki og Sviss forystu í fjórða hópnum. Jón Baldvin sagði að lokum, að allir gerðu sér þó grein fyrir, að lausnin á deilum Israela og Palest- ínumanna og araba yfirleitt fyndist ekki á þessari ráðstefnu. „Annaðhvort ná þeir einhveiju samkomulagi í sínum tvíhliða við- ræðum eða ekki en mikilvægi ráð- stefnunnar felst í því að draga fleiri þjóðir inn í og gera þeim ljóst, að hið alþjóðlega samfélag er reiðubúið að leggja hönd á plóginn ef þeir geta fundið pólitíska lausn á sínum málum.“ verulegra friðarsamninga og til þess að lausn finnist á vandamálum, sem koma með einum eða öðrum hætti við heimsbyggðina alla. Fyrir ein- ungis ári síðan hefði engan órað fyrir að þessar viðræður ættu eftir að eiga sér stað. Við hörmum hins vegar að arabaríki sem höfðu heitið þátttöku skuldi ekki koma til Moskvu," sagði Alon. — Hvað finnst þér um þá ákvörð- un Palestínumanna að breyta skipan sendinefndar sinnar þrátt fyrir mót- mæli ísraela og raunar rússnesku gestgjafanna? „Meðan verið var að semja um að hefja viðræður um frið í Miðaust- urlöndum náðist samkomulag um fjölmörg atriði, um ákveðna við- ræðuformúlu, og í framhaldi af því buðu leiðtogar risaveldanna til við- ræðnanna. Menn verða að halda sig við umsamin formsatriði, annað gengur ekki í samningum. Afstaða Rússa gagnvart Palestínumönnum er eðlileg og í fullu samræmi við gerða samninga. Við vonum einfald- lega að Palestínumenn endurskoði afstöðu sína og geti tekið þátt í. Moskvuráðstefnunni. Við bindum miklar vonir við ráðstefnuna og vonum að hún auki friðarhorfur í MiðauSturlöndum," sagði Alon. „Til allrar óhamingju hefur ekki tekist að fá undanþágu hjá Banda- ríkjastjóm, hjá herra Baker [utan- rikisráðherra Bandaríkjanna], fyrir þátttöku sendinefndar með fullt umboð Palestínumanna í Moskvur- áðstefnunni. Við vonum að báðir fundarboðendur breyti afstöðu sinni í þessu máli áður en það verður um seinan," sagði Eugene Makhlouf í samtali við blaðið. — Höfðuð þið ekki áður sætt ykkur við ákveðin skilyrði um skipan samninganefndar Palestínumanna? „Það var aldrei um það samið að Palestínumenn eða PLO féllu frá því að geta sjálfir ákveðið skipan eigin samninganefndar." — Eru Palestínumenn til viðræðu um að gefa eftir? „Það er ekki okkar hlutverk að gefa eftir í þessu máli eða bjóða málamiðlun. Það skiptir öllu máli að PLO eigi aðild að sendinefnd Palestínumanna.“ — En eruð þið ekki að ögra ísra- elúm með nýrri skipan sendinefnd- ar? „Það er þeirra vandamál. Við sættum okkur ekki við að allir knék- ijúpi fyrir ísraelum." — Nú taka Rússar undir með Israelum í þessu efni? Eru þeir að hverfa frá stuðningi við arabaríkin og snúast á sveif með ísraelum í deilunum í Miðausturlöndum? „Mér skilst að afstaða Rússa sé ekki sú sama og áður. Þeir styðja ekki endilega ísraela, heldur fyrst og fremst Bandaríkjamenn. Vilji menn tryggja öryggi í þessum heimshluta verður það ekki gert með orrustuþotum, heldur þarf til þess fólk, okkur Palestínumenn og Israela. An okkar þátttöku í friðar- viðræðum er því engin von um ör- yggi og frið eða frekari samninga- viðræður síðar," sagði Makhlouf. Saltaðu með Israelar vonast eftir raun- Of hár blóðþrýstingur er algengur sjúkdómur og er talið að 5. hver full- orðinn íslendingur þjáist af honum. Þú getur reynt að halda þessum sjúkdómi niðri með því að: Borða hollari fæðu • Minnka reykingar • Hreyfa þig • Nota SELTIN I stað venjulegs salts. SELTIN inniheldur kalium og magnesium, auk venjulegs matarsalts. Venjulegt matarsalt hækkar blóðþrýsting en kalium vinnur gegn þess- ari hækkun. Magnesium minnkar hættuna á hjartsláttartruflunum. SELTIN er framleitt í samráði við sænska lækna. Saltaðu með SELTIN, ef þú vilt lifa heilbrigðara lífi, án þess að neita þér um salt. Fæst í apótekum og helstu stórmörkuðum. NÚ ER SELTIN EINNIG FÁANLEGT SEM JURTASALT, HVÍTLAUKSSALT OG AROMSALT Gennifer Flowers fær sér vatnsglas eftir að hafa haldið blaðamanna- fund um meint ástarsamband sitt við Clinton.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.