Morgunblaðið - 09.02.1992, Síða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1992
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SUNDKNA TTLEIKUR ?
í umhleypingunum að undanförnu hefur safnast mikið vatn knattleikur væri eina íþróttin sem hægt væri að iðka á vellin-
á þessum sparkvelli í Hafnarfirði. Haft var á orði að sund- um þessa dagana.
Afurðalánavextir Landsbankans 16,25%:
Landsbankínn er áskrif-
andi að fé skattgreiðenda
- segir Ari Skúlason fulltrúi neytenda í fimmmanna-
nefnd þar sem athugasemdir hafa verið gerðar við vextina
FULLTRÚAR neytenda í fimmmannanefnd, sem verðleggur kindakjöt
í heildsölu, hafa gert athugasemdir við vexti afurðalána. Þeir teija
vextina óeðlilega háa, sérstaklega hjá Landsbankanum þar sem þeir
eru nú 16,25%. Búnaðarbankinn tekur 13% vexti. Ríkissjóður endur-
greiðir vaxtakostnaðinn, sem í fyrra var um 350 milljónir kr., í formi
niðurgreiðsina á vaxta- og geymsiugjöldum og afurðalánin eru með
ríkisábyrgð. Hagfræðingur ASI segir að enginn hvati sé til lækkunar
vaxtanna og Landsbankinn sé orðinn áskrifandi að niðurgreiðslufé.
Verðlagsstjóri segir að engin efnisieg rök virðist fyrir þessum vöxtum.
Sláturleyfishafar taka afurðalán
út á framleiðslu kindakjöts til að
greiða bændum innleggið. Lánin eru
síðan endurgreidd eftir því sem
birgðir minnka. Ríkissjóður greiðir í
raun vextina með niðurgreiðslu
vaxta- og geymslukostnaðar kjöts-
ins. Sláturleyfíshafar skipta svo til
eingöngu við tvo banka, Landsbank-
ann og Búnaðarbankiann. Búnaðar-
bankinn er með 13% vexti á afurða-
lánum en Landsbankinn 16,25%.
Fimmmannanefnd verðleggur
kindakjöt í heildsölu og ákveður þá
m.a. hvaða vexti sláturleyfishafar fá
að reikna sér vegna geymslu kjöts-
ins. Fulltrúar neytenda tóku sæti í
fimmmannanefnd á síðasta ári og
við verðlagningu í haust voru vaxta-
málin tekin upp að þeirra frum-
kvæði. Var ákveðið að miða við með-
alvexti til 1. mars en fulltrúar neyt-
enda leggja til að eftir það verði
miðað við lægstu afurðalánavexti á
hveijum tíma og vonast til að við
það myndist hvati til vaxtalækkunar.
Ari Skúlason hagfræðingur Alýðu-
sambands íslands, sem sæti á í fimm-
mannanefndinni, sagði í samtali við
Morgunblaðið að 16,25% vextir, eins
og Landsbankinn er með, þýddu
langt yfir 10% raunvexti þegar verð-
bólgan væri lítil eða engin eins og
nú. Auk þess væri áhættan lítil þar
sem afurðalánin væru ríkistryggð.
„Landsbankinn heldur vöxtum
afurðalánanna fyrir ofan allt vel-
sæmi. Bankastjórarnir sjá þarna
niðurgreiðslufé sem þeir ætla sér að
ná í. Landsbankinn er orðinn áskrif-
andi að þessu fé og skattgreiðend-
umir borga,“ sagði Ari.
Ari sagði að enginn hvati væri í
kerfinu til lækkunar afurðalána, öll-
um væri sama um hvað þeir væru
háir. Sláturhúsin hefðu engan hag
af lækkun þeirra og ekki virtist áhugi
hjá fjármálaráðuneytinu að skoða
hvað verið væri að greiða úr ríkis-
sjóði.
Ari sagði það skoðun fulltrúa neyt-
enda að miða ætti við lægstu afurða-
lánsvexti við verðlagningu sláturaf-
urða. „Við viljum líka að kerfið verði
brotið upp. Hugsanlegt er að aðrir
myndu vilja veita afurðalánin á betri
kjörum og ríkið ætti að bjóða þetta
út,“ sagði Ari.
Fulltrúar neytenda í fimmmanna-
nefnd skrifuðu nýlega Seðlabanka
íslands og leituðu álits bankans á
því hvort vaxtakjör afurðalána væru
eðlileg miðað við áhættu lánveiting-
anna og hvort vaxtamunur á milli
bankanna væri eðlilegur. Seðlabank-
inn svaraði á þá leið að stjórnendur
bankanna ákvörðuðu vexti og
byggðu meðal annars á eigin mati á
áhættu. í bréfinu segir bankinn ekki
álit sitt á hvort vaxtamunur afurða-
lána á milli bankanna sé eðlilegur.
Georg Ólafsson verðlagsstjóri,
sem er oddamaður fimmmanna-
nefndar, sagði að ekki virtust efnis-
leg rök fyrir þeim vöxtum afurðalána
sem bankarnir tækju. Hann vakti
athygli á því að lán þessi væru með
ríkisábyrgð og því nánast áhættulaus
fyrir bankana auk þess sem ríkið
endurgreiddi allan vaxtakostnaðinn.
Georg sagði að umræddur vaxta-
kostnaður hefði verið 350 milljónir
kr. í fyrra og yrði vafalaust ekki
minni í ár.
Fimmmannanefnd heldur sér-
stakan fund um vaxtamálið með full-
trúum bankanna í næstu viku.
Flug og bíll hjá Flugleiðum:
Allt að þriðjungs
verðlækkun í sumar
Félagið hyggst fara í beina sam-
keppni um sólarlandaferðir
FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að lækka verð fyrir „flug og bíll“-ferðir
til ýmissa staða í Evrópu um 25-30%, miðað við ferð sem stendur í
viku. Samskonar ferðir til Bandaríkjanna verða um 5% ódýrari en í
fyrra, að því er fram kemur I frétt frá félaginu. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hafa Flugleiðir í undirbúningi að fara í beina sam-
keppni við ferðaskrifstofur um sólarlandaferðir í sumar.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið tekur upp þá
nýbreytni í blaðinu á þriðjudag
að birta höfundagreinar og bréf
sem berast með yfírskriftinni Bréf
til blaðsins. Kemur þetta að hluta
til í stað Velvakanda sem nú mun
gegna því hlutverki að birta til-
kynningar og þjónustuklausur af
ýmsum toga, s.s. verið hefur í
Velvakanda til þessa, svo og efni
þar sem um nafnleynd er að ræða.
Um ieið og þessi háttur er tekinn
upp áskilur blaðið sér allan rétt
til þess að stytta og færa í stíl
það efni sem þarna birtist, þó
þannig að skoðanir höfunda skili
sér til lesenda. Bréfin verða birt
undir fullu nafni og heimilisfangi
höfunda. Þeir sem vilja notfæra
sér þessa þjónustu hringi í síma
691100 frá 10-17 á daginn virka
daga, sendi símbréf, 691222, eða
sendi bréf merkt:
Bréf til blaðsins,
Morgunblaðinu,
Aðalstræti 6,
101 Reykjavík.
I fréttatilkynningu Flugleiða segir
að þessar verðlækkanir séu liður í
áætlun félagsins um að styrkja stöðu
sfna á markaðinum áður en frelsi
verður komið á í flugi innan Evrópu
í árslok.
Mest lækkun verður á flugi og bíl
til Kaupmannahafnar. Miðað við
fjóra fullorðna í bíl nemur lækkunin
35% frá fyrra ári en miðað við 2 í
bíl 32%. í krónutölu er þar um allt
að 14 þúsund króna lækkun fyrir
einstök fargjöld að ræða, miðað við
að 2-4 fullorðnir séu í bíl. í flugi til
Lúxemborgar og London er lækkun-
in 25-30%, 9.600-11.400 krónur frá
fyrra ári, en til Glasgow 17,5-23%,
eða 5.500-6.500. í lengri ferðum til
fyrrgreindra staða er að minnsta
kosti um sömu krónutölulækkun að
ræða.
í frétt Flugleiða er haft eftir Pétri
J. Eiríkssyni framkvæmdastjóra
markaðssviðs félagsins að þessar
verðlækkanir séu möguíegar vegna
lægra farmiðaverðs og nýrra hag-
stæðra samninga Flugleiða við al-
þjóðabílaleiguna Hertz. Þá segir Pét-
ur að félagið vinni markvisst að því
að fjölga þeim sem fara í sumarfrí
til Mið- og N-Evrópu og Bandaríkj-
anna. Farið sé fyrr með tilboð þessi
inn á markaðinn en áður og virkari
þáttur tekinn í samkeppni um við-
skipti íslenskra sumarleyfisfarþega.
Flugleiðir kynna þessa nýju verðskrá
nánar í dag í Kringlunni.
Fiskfriðun til gagns
eða ógagns
► Mikil umræða á sér nú stað um
aðferðafræðina sem beitt er við
mat á stærð fiskistofna og sýnist
sitthverjum./lO
Velferðarkerf ið er á
vegamótum
►Rætt við Sighvat Björgvinsson
heilbrigðisráðherra um aðhaldsað-
gerðir og sparnað í heilbrigðiskerf-
inu./16
Wagner bak við tjöld-
in?
►Samdi Verdi Óþelló undir áhrif-
um af verkum Wagners? Verdi
sjálfum þótti þessi spurning fráleit
og beinlínis ósvífin. Samt halda.
margir áfram að velta þessu fyrir
sér. /18
Bush í mótbyr
►Stefnuræða Bandaríkjaforseta
virðist hafa fallið í grýtta jörð og
Ijóst er að Japansferðin varð hon-
um ekki til framdráttar í kosninga-
baráttunni./ 36
íþróttir á sunnudegi
►Vetrarólympíuleikarnir í brenni-
depli./38
Bheimiu/
FASTEIGNIR
► l-28
Skattfrelsi leigutekna
sameiginlegt hags-
munamál
►Rætt við Sigrúnu Benediktsdótt-
ur, formann Húseigendafélagsins.
/14
► 1-32
Ég er i
pabbi
►Tengsl sögu- og leikhúspersón-
unnarlsbjargar við raunveruleik-
ann./ 1
Síðust valdadagar
Thatchers
►Hvers vegna hrökklaðist Thatc-
her frá vöidum eftir þijá kosninga-
sigra? í sjónvarpinu í kvöld verður
sýnd heimildarmynd sem fjallar
um síðustu dag hennar á valda-
stóli./8
Ingaló
►Það vekur ávallt athygli þegar
ný íslensk kvkmynd er frumsýnd
og nú er það Ingaló. Hér er rætt
við leikstjórann Ásdísi Thoroddsen
og aðalleikonuna Sólveigu Arnars-
dóttur./12
Af spjöldum glæpa-
sögunnar
►Bókaútgefandinn Daniel D. Ka-
ber lá mánuðum saman lamaður í
rúmi sínu uns hann var myrtur á
hroðalegan hátt. Hann hafði grun-
að konu sína um græsku og hið
sama gerði faðir hans. /14
íslandsmyndir frá
gervihnöttum
►Ný og endurbætt útgáfa af
fyrstu bók Ulrich Munzer um ís-
land, sem út kom 1985. /16 FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 19c
Dagbók 8 Fólk í fréttum 22c
Hugvekja 9 Myndasögur 24c
Leiðari 22 Brids 24c
Helgispjall 22 Stjömuspá 24c
Reykjavíkurbréf 22 Skák 24c
Minningar 26 Bíó/dans 25c
Útvarp/sjónvarp 40 A fömum vegi 28c
Mannllfsstr. 6c Velvakandi 28c
Kvikmyndir 18c Samsafnið 30c
INNLENDAR FRÉTTIR-
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4