Morgunblaðið - 09.02.1992, Síða 38

Morgunblaðið - 09.02.1992, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992 OLYMPIULEIKAR ÁSTA S. HALLDÓRSDÓTTIR Draumurínn rættist „ÞAÐ ER takmark allra íþrótta- manna að komast á ólympíu- leika. Það hefur verið draumur hjá mér frá því ég var lítil stelpa að taka þátt i slíkri íþróttahátíð og draumurinn rættist,“ sagði Ásta Halldórsdóttir, skíðakona frá Bolungarvík, sem hefur keppt fyrir ísafjörð undanfarin ár. Ásta er eina konan í ís- lenska ólympíuliðinu sem keppir í Albertville. Ásta var mjög efnileg sundkona þegar hún var yngri og náði góðum árangri í þeirri grein. Hún átti erfitt með að velja á milli skíð- anna og sundsins, en skíðin urðu ofaná. Asta er 21 árs og lauk stúdents- ' prófi frá MI fyrir tveimur árum. Síðan hefur hún verið við skíðakennslu og Eftir unnið í rækjuverk- ■ Vat Benedikt smiðju í Bolungar- Jónatansson vík. Hún hefur hins vegar einbeitt sér alfarið að skíðaíþróttinni í vetur og verið meira eða minna erlendis frá því í október við æfingar og keppni. Æf ingar erlendis Skíðasamband íslands greiðir all- an ferðakostnað og uppihald við æfingar landsliðsins erlendis, en Ásta og félagar hennar í landsliðinu þurfa sjálf að sjá um vasapeninga. jÞað er því augljóst að mikill kostn- aður fylgir þessum ströngu æfing- um. Það er fullsannað að ef árang- ur á að nást í skíðaíþróttinni á er- lendri grundu verður að æfa þar meira og minna allt árið. „Ég hef verið heima á íslandi í aðeins þtjár vikur síðan í október vegna æfinga. Það segir sig sjálft að þetta kostar allt mikla péninga. Við getum auðvitað ekki unnið á sama tíma og því er um verulegt Vinnutap að ræða fyrir okkur,“ sagði Ásta. Svigið í uppáhaldi Um árangurinn á mótum erlend- is í vetur sagði hún: „Það gekk vel •fljá mér í haust og ég hef náð að bæta mig í öllum greinunum, en Ofsalega spennt „Ég er ofsalega spennt og veit að það verður gaman að taka þátt í Ólympíuleikunum og fá tækifæri til að umgangast þær allra fremstu. Ég er alls ekki kvíðin fyrir að keppa og hef reyndar aldrei fundið þá til- finningu áður en ég renni mér nið- ur. Maður reynir alltaf að gera sitt besta og það verður að koma í ljós hvað það þýðir í árangri." - Er það þér einhvers virði að vera fánaberi Islands? „Já, það er mikill heiður fyrir mig og ég held að það eigi eftir að sitja fast eftir í minningunni að hafa fengið að bera íslenska fánann á leikunum. Þetta er hlutverk sem verður að skila með sæmd.“ Er og verð Bolvíkingur - Þú keppir fyrir ísaijörð, en ert fædd og uppalin í Bolungarvík. Ertu meiri Bolvíkingur en ísfirðing- ur? „Ég þarf ekkert að efast þegar ég svara því. Ég er og verð alltaf Bolvíkingur. Þar sem nánast engin skíðaaðstaða hefur verið í Bolung- arvík varð ég að leita til ísafjarðar þar sem aðstaðan er góð. ísfirðing- ar hafa gert mikið fyrir mig og ég met það mikils. Ég hef alla mína visku um skíðaíþróttina frá ísfirð- ingum. En Bolvíkingar hafa styrkt mig vel í gegnum árin og eiga því sinn þátt í velgengni minni í skíða- brekkunum." Ekkert stórmál - Vilja Isfirðingar eigna sér þig? „Já, kannski stundum. Sumir segja að ísafjörður og Bolungarvík vilji eiga mig þegar vel gengur, en hvorugt bæjarfélagið kannast við króann þegar illa gengur. Annars held ég að þetta sé ekkert stórmál fyrir vestan." Verðum að gera betur - Finnst þér vera munur á íþróttaumfjöllun karla og kvenna? „Já, ég held að konur fái mun minni umfjöllun og þá sérstaklega í flokkaíþróttum. I einstaklings- íþróttunum er nokkuð gott jafnvægi og það er vegna þess að konur og karlar keppa á sama stað á sama tíma. En í flokkaíþróttum eru konur að keppa á öðrum tímum en karlar og líða fyrir það. En það er enginn sem breytir þessu nema við sjálfar með því að gera enn betur.“ Morgunblaðiö/Sverrir Ásta S. Halldórsdóttir keppir í alpagreinum í Albertville. þó mest í stórsvigi. En svigið er uppáhaldsgreinin og þar er punkta- staða mín best. Ég hef verið ís- landsmeistari í svigi síðustu þtjú árin,“ sagði Ásta. Ánægð í kringum 35. sæti - En hveijar eru væntingarnar í Albertville? „Það er voðalega erfitt að gera sér grein fyrir því á þessari stundu. Ég hef ekki mikla keppnisreynslu erlendis og aldrei tekið þátt í svona stórmóti. Eg veit að ég hef rásnúm- er í kringum fimmtíu í svigi og ætti því að vera nálægt því sæti. En ég yrði mjög ánægð að vera innan við 35. sæti. Ég á von á því að vera aftar í stórsviginu og risa- sviginu." Kristallinn er gulls ígildi Á ÓLYMPÍULEIKUNUM í Albertville verður ekki keppt um gullverðlaun eins og tíðk- ast hefur áður. Verðlaunin eru nú í fyrsta sinn búin til úr kristalsgleri að mestu. Sig- ur á leikunum gefur þó meira í aðra hönd en kristal og heið- urinn því hann gefur einnig mikla peninga. Verðlaunapeningurinn er 125 grömm að þyngd. Hann er með gullumgjörð, en kristalsgler í miðju. í Alberíville verða 57 keppendur krýndir Óiympíu- meistarar og er það ellefu fleiri en á Ólympíuleikunum í Calgtiry fyrir fjórum árum. Það er ljóst að sigurvegarar í einstökum greinum á leikunum fá bónusgi’eiðslur frá fyrirtækj- um sem framleiða skíði og annan útbúnað til vetraríþrótta, mis- munandi eftir greinum. Mest fá þeir sem keppa í alpagreinum og skíðagöngu. Sigui-vegari í þessum greinum fær um tvær milljónir króna í bónus og koma greiðslurnar að mestu frá skíða- framleiðendum. Frægustu kapp- arnir fá þó enn meira þar sem þeir eru með marga stóra aug- lýsingasamninga. Það er því til mikils að vinna fyrir keppendur á Ólympíuleik- unum í Álbertville. En það er ekki svo auðvelt að festa hendur á kristalnum. Fánaberar íslands Eftirtaldir hafa verið fánaberar íslands á sumar- og vetrarólymp- íuleikum. Sumarleikar: 1908 - London: Ekki gengið inn undir nafni Is- lands, en Jóhannes Jósefsson vildi ekki hætta á að glata keppnirétti og gekk inn með flokki Dana. 1912 - Stokkhólmi: Ekki gengið undir merki íslands við setningu leikana. Keppendur ís- lands höfnuðu að ganga inn í flokki Dana. 1936 - Berlín: Kristján Vattnes 1948 - London: Finnbjöm Þorvaldsson 1952 - Helsinki: Friðrik Guðmundsson 1956 - Melbourne: Hilmar Þorbjörnsson 1960 - Róm: Pétur Rögnvaldsson 1964 - Tókíó: Valbjöm Þorláksson 1968 - Mexíkó: Guðmundur Hermannsson 1972 - Miinchen: Gcir Hallsteinsson 1976 - Montreol: Óskar Jakobsson 1980 - Moskva: Birgir Borgþórsson 1984 - Los Angeles: Einar Vilhjálmsson 1988 - Seoul: Bjarni Friðriksson 1992 - Barcelona: ? Vetrarleikar: 1948 - St. Moritz: Hermann Stefánsson 1952 - Osló: Gísli B. Kristjánsson 1956 - Cortina: Valdimar Örnólfsson 1960 - S. Valley: Eysteinn Þórðarson 1964 - Innsbruck: Valdimar Ömólfsson 1968 - Grenoble: Kristinn Benediktsson 1972 - Sapparo: ísland ekki með. 1976 - Innsbruck: Árni Óðinsson 1980 - Lake Placid: Haukur Sigurðsson 1984 - Sarajevo: Nanna Leifsdóttir 1988 - Calgary: Einar Ólafsson 1992 - Albertville: Ásta S. Halldórsdóttir ■ Á lokahátíðum fór löngum svo að aðrir báru þjóðfánann. MBERTVILLE92 oqp ■ KRISZT- INA Czako frá Ungverjalandi verður yngsti keppandinn á Ólympíuleikun- um í Albert- ville. Hún er fædd 17. des- ember 1978 og því aðeins 13 ára gömul og keppir í listhlaupi á skautum. Franska stúlkan Line Haddad, sem keppir einnig í listhlaupi á skautum, er næst yngst, verður 14 ára 13. fe- brúar. ■ LEONHARD Stock, brunkappi frá Austurríki, sem sigraði í bruni á ÓL I Lake Placid 1980, verður meðal keppenda í Albert;ville. Hann missti af ÓL í Sarajevo 1984 vegna meiðsla, en náði fjórða sæti á leikunum í Calgary 1988. ■ KEPPENDUR verða ekki eyðniprófaðir í Albertville eða Barcelona. Það eru engar áætlanir innan Ólympíunefndarinnar að koma í veg fyrir að bandaríski körfuboltamaðurinn, Ervin „Magic“ Johnson, sem er smitaður af HlV-veirunni, geti tekið þátt í leikunum í Barcelona. ■ JAPANSKA ólympíuliðið kom með tvö tonn af mat með sér frá Japan til Frakklands. „Maturinn í ólympíuþorpinu er góður, en við komum með mat sem eflir hugar- orkuna,“ sagði Wahei Tsuchya, fararstjóri japanska liðsins. Meðal þess sem Japanir fluttu með sér eru hrísgijón, núðlur, baunakökur, malað korn og hrísgijónavín. ■ ÞJÓDVERJAR senda nú í fyrsta sinn sameiginlegt ólympíulið síðan 1964. Króatía og Slóvenía senda nú eigin lið ásamt Júgóslav- íu. Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litháen taka þátt í ólympíuleikum í fyrsta sinn síðan 1940. < 4 i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.