Morgunblaðið - 09.02.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.02.1992, Blaðsíða 35
'jfíi.'i >w, Í>ni:« .(> h'jíiauíih'/. v< AM8\ðAH\AI/ll/1IVTA /I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992 * ÞorvarðurA. Eiríks son - Minning NÝ TÖLVUBÓK Þorvarður Áki Eiríksson mágur minn, vinur og félagi er látinn langt fyrir aldur fram. Mínar fyrstu minningar eru tengdar Þor- varði Áka og það er ljómi yfír þess- um minningum. Hann var hinn glaði góði maður hennar stóru systur minnar, félagi fullur af orku og áhuga. Hann var ástríkur eigin- maður og fjölskyldufaðir. Ó1 upp börn sín í kærleika og bjó fjöl- skyldu sinni fagurt heimili. Hann hræddist ekki að sýna ástúð og blíðu. Ég kveð vin minn með sökn- uði. Við félagar í Handknattleiksfé- lagi Kópavogs kveðjum í dag okk- ar gamla foringja. HK félagar sakna síns gamla formanns. Þor- varður Áki var kosinn fyrsti for- maður HK 26. janúar 1970 þegar félagið var stofnað. Áki var for- maður HK óslitið í ellefu ár eða til ársins 1981. Á stjórnarferli sín- um byggði Áki upp sterkt og sam- heldið félag. Hann var hinn óþreyt- andi foringi sem aldrei gafst upp. Ef hans hefði ekki notið við væri ekkert HK til í dag. Þetta eru stór orð en þau eru sönn. Hann var ötull að mæta á æfingar og leiki hjá öllum flokkum og opnaði heim- ili sitt fyrir HK félögum til hvers- kyns fundahalda. Það var algengt að bæði fyrir og eftir leiki væri hist heima í Skólagerðinu og málin rædd. Allir voru boðnir hjartanlega velkomnir og ekkert til sparað. Ekkert þótti þeim hjónum Áka og Margréti sjálfsagðra en að fá HK félaga í heimsókn. Þeirra heimili var í raun félagsheimili HK ellefu fyrstu árin. Mannkostir Áka komu vel fram í félagsstarfi hans. Hann var uppa- landinn sem miðlaði af reynslu sinni og þekkingu. Hann leit á það sem hlutverk sitt að leiða unga fólkið til þroska, gera góða menn úr óstýrilátum unglingum. Við fundum það félagar hans í HK að Áka var full alvara þegar hann brýndi fyrir okkur að heilbrigð sál byggi í hraustum líkama. Honum stóð ekki á sama, hann meinti hvert orð. Að hugsa vel um líkam- ann, borða hollt fæði, fá nægan svefn og temja sér reglusemi brýndi hann fyrir strákunum. Hann hafði lag á að tala þannig til ungra manna að þeir tóku mark á orðum hans. Hann talaði aldrei niður til neins heldur lét hvern þann, c|' hann átti tal við, finna að hann mat hann sem jafningja er ætti fullan rétt. Með hægð en festu agaði hann menn þannig að hann ávann sér virðingu allra. All- ir áttum við vin og félaga í Þor- varði Áka. Sú einstaka samstaða og félagsvitund sem er grunnurinn að starfi HK er að miklu leyti Þorvarði Áka að þakka. Hann leyfði mönnum að finna að honum þætti vænt um þá, að hann mæti þá mikils og var þar enginn undan- skilinn. Þorvarðar Áka er sárt saknað af fjölmörgum HK mönn- um ungum sem öldnum. Sú óbi- landi samstaða og félagskennd sem Þorvarður Áki innleiddi í HK mun verða okkur leiðarljós inn í framtíðina. Það gladdi okkur núverandi stjórnarmenn í HK að sjá gamla formanninn mæta á heimaleiki meistaraflokksins í vetur. Hann settist eins nærri leikvellinum og hann gat og kallaði hvatningarorð til sinna manna. Við vissum að hann var fársjúkur og hafði barist hetjulegri baráttu við sjúkdóm sinn. Líkaminn var orðinn feyskinn en andinn var óbugaður. Vel- gengnin fyrr í vetur gladdi hann mikið og þótt syrti í álinn þá gafst hann ekki upp. Reyndar undraði sú afstaða engan okkar er þekkt- um hann. Við töluðum saman í síðasta skipti í síma uppúr áramót- unum. Ég taldi mig þá heyra á mæli hans að senn myndi baráttu hans ljúka. Hann ræddi við mig um strákana sína í meistaraflokkn- um og bað mig um að stappa í þá stálinu og skila baráttukveðju frá sér. Þeirri kveðju er hér með kom- ið á framfæri. Við HK menn munum ávallt muna Þorvarð Áka Eiríksson. Við sendum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þorvarður Áki var gæfumaður. Hann átti einstaklega samheldna fjöiskyldu í konu sinni og börnum. Á heimili Margrétar og Áka ríkti friður og eindrægni. Það ríkti ein- stakur andi á heimili þeirra. Þótt lífshlaup hans yrði styttra en nokk- urn hefði grunað þá kom hann miklu góðu í verk. • Áki var gleðimaður. Hann var góður söngmaður og hafði yndi af tónlist. Það leyndi sér ekki hver voru komin í heimsókn þegar léttur dixíland hljómaði frá flyglinum heima. Ógleymanlegar eru þær stundir þegar Margrét settist við hljóðfærið og sungið var af hjart- ans_ lyst. Áki var trúmaður og kirkjuræk- inn. Hann fór ekki í kirkju af skyld- urækni heldur til þess að láta sér líða vel, fínna hið góða. Hann var opinn og hrifnæmur. Mér eru ógleymanlegar fjölskylduferðirnar sem við fórum saman um ísland. Áki var náttúruunnandi, fagur- keri. Hann elskaði líflð og naut þess að lifa. í barattunni við sjúkdóm sinn sýndi Áki mikla hetjulund fram á síðasta dag. Hann nýtti tímann til hins ýtrasta. í minningunni mun hann ávallt vera hinn góði fjöl- skyldufaðir, hinn góði heiðarlegi borgari. Eg, kona mín og börn syrgjum Þorvarð Áka. Við sendum frænd- fólki okkar innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Þorsteinn Einarsson, formaður HK. ÚT ER komin hjá Bókaútgáf- unni Aldamótum bókin Tölvu- kver eftir Atla Harðarson. Henni er ætlaður staður í tölvu- fræðiáföngum framhaldsskól- anna. Tölvukver skiptist í 9 kafla sem fjalla um sögu tölvunnar, upp- byggingu, tölvusamskipti, hug- búnað, forritunarmál o.fl. auk þess sem sérstakur annáll er um þróun einmenningstölva frá 1971-1990. Þess má geta að bókin er byggð *á 5 lesörkum sem Fjölbrautaskóli Vesturlands gaf út 1989. Höfundur bókarinnar, Atli Harðarson, er deildarstjóri tölvu- fræða við Fjölbrautaskóla Vestur- lands og starfar á Akranesi. Tölvukver er 123 blaðsíður og kostar kr. 1.490 í verslunum. (Fréttatilkynning) LANDSBANKI í S L A N D S ---- L ---- W-ÁM-AW NÁMU-NÁMSSTYRKIR Landsbanki íslands auglýsir eftir umsóknum um 5 styrki sem veittir verða NÁMU-félögum r 1 - Einungis aðilar að NÁMUNNl, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. 2 Allir þeir, sem gerst hafa félagar i NÁMUNNI fyrir 16. mars 1992, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. 3. Hver styrkur er að upphæð 150 þúsund krónur. Þeir verða afhentir í apríl 1992 og veittir NÁMU-félögum skv. eftirfarandi flokkun: 2 styrkir til háskólanáms á íslandi, 1 styrkur til náms við framhaldsskóla hérlendis, 1 styrkur til framhaldsnáms er- lendis og 1 styrkur til listnáms. 4. Umsóknum, er tilgreini námsferil, heimilisfang og framtíðaráform, skal skilað til Landsbanka íslands eigi síðar en 16. mars næstkomandi. 5. Umsóknir sendist til: Landsbanki íslands, Markaðssvið, b.t. Ingólfs Guðmundssonar, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna FÉLAGSLÍF □ MlMIR 599202107 - AF. □ GIMLI 599210027 = 2 I.O.O.F. 10 = 1732108V2 = Spilakvöld. I.O.O.F. 3 = 1732108 = O Almenn samkoma í Þríbúöum í dag kl. 16.00. Fjölbreytt dagskrá með miklum söng og vitnisburð- um. Samhjálparkórinn tekur lag- ið. Barnagæsla. Ræðumaður verður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður: Snorri Óskarsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður: Snorri Óskarsson. Barnagaesla. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU3 & 11798 19533 Myndakvöld Ferða- félagsins miðvikudag- inn 12. febrúar Myndakvöld F.j. miðvikudaginn 12. febrúar verður I Sóknarsaln- um, Skipholti 50a og hefst stundvíslega kl. 20.30. Fyrir kaffihlé sýnir Pétur Þorleifsson myndir frá Kili á því svæði sem gönguleiðin frá Hvítárnesi að Hveravöllum liggur um (þrjár gönguferðir áætlaðar nk. sum- ar). Svo verður hann með frá- sögn í máli og myndum af spennandi skíöagönguferö yfir Vatnajökul og flugmyndir af gönguleiö yfir Vatnajökul sem fyrirhugaö er að fara í sumar á vegum Ferðafélagsins frá Hveragili í norðri að Þormóðs- hnútu í suðri. Áhugasamt göngufólk ætti ekkl að láta þessa sýningu Péturs fram hjá sér fara og ekki hinir sem vilja skoða stórbrotið landslag. Eftir hlé verða sýndar myndir úr ferð- um Ferðafélagsins. Félagskonur sjá um kaffiveitingar I hléi. Að- gangur kr. 500,- (kaffi og með- læti innifalið). Fólk sækir bæði fróöleik og skemmtun á mynda- kvöld Ferðafélagsins. Kynnist eigin landi hjá Ferðafélagi ís- lands. Allir velkomnir félagar og aðrir. Spilin góðu eru enn til sölu. Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÓLDUGÖTU 3 S 11798 19533 Dagsferð sunnudaginn 9.febrúar Kl. 13.00 Suðurreykir- Reykjafell-Helgafelt Kjalarnesgangan, þriðji áfangi. Gangan hefst þar sem frá var horfiö 26. jan. og nú liggur leiðin um Reykjafell (268 m), Æsu- staðafjall og Helgafell og svo um Skammaskarð að Norðurreykj- um. Þetta er áreynslulaus gönguferð um þrjú lág fell, sem margir hafa virt fyrir sér sem leið hafa átt um Vesturlandsveg- inn. Á göngu utan alfaraleiða blasa oft við ný sjónarhorn á kunnugu umhverfi og það á við í ferðinni á sunnudaginn. Brottför er frá Umferöarmiö- stöðinni, austanmegin. Farmið- ar við bíl. Frítt fyrir börn með fullorðnum. Stansað við Mörkina 6 (nýja félagsheimili F.i.). Verð kr. 900,- Helgarferð íTindfjöll 14.-16. febrúar- Gist íTindfjallaseli Námskeið í ferðamennsku og notkun áttavita og korts veröur haldið 19., 20. og 27. febrúar. Námskeiöið er sérstaklega ætl- að félagsmönnum F.i. Takmarkað pláss. Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofunni. Gerist félagar í F.í. Spennandi skíðagönguferð í Noregi, Rondane og Ringebu, 20.-29. mars. Upplýsingablað á skrifstofunni. % Ferðafélag íslands. SHjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Fjölskyldusamkoma kl. 14.00. Ungbarnavígsla. Hjálpræðissamkoma kl. 20.00. Hildi Dagfinnrud Valen og þátt- takendur I námskeiði vitna og tala á samkomunum. Mánudagur: Heimilasambandið kl. 16.00. . Þriðjudagur: Barnavikan hefst Barnasamkomur alla vikuna kl. 17.30. Miðvikudagur: Hjálparflokkur hjá Sólveigu i Ljósheimum 18a. Fimmtudagur: Almenn sam- koma kl. 20.30. Verið velkomin. KR-konur Fundur verður þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20.30. Gestir fundar- ins verða rithöfundurinn Ingi- björg Haraldsdóttir og Hrafn- hildur Schram, listfræðingur. Verum duglegar að mæta. Nýjar konur velkomnar. Stjórnin. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. VEGURINN 1 Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kóp. Kl. 11.00: Almenn samkoma, barnakirkja. Kl. 20.30: Kvöld- samkoma, lofsöngvar, fyrirbæn- ir, predikun Guðsorðs. „Jesús Kristur er hinn sami í gær og dag og um allar aldir". Veriö velkomin. QÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferðir sunnudag- inn 9. febrúar Kirkjugangan 3. áfangi. Kl. 10.30: Stardalur-Mosfell- Leirvogstunga. Kl. 13.00: Helgafell-Mosfell-Leir- vogstunga. Um næstu helgi: Dagsferð sunnudaginn 16.febrúar Kl. 13.00: Maríuhöfn - Hvammsvík. Sjáumst! Útivist. KFUK KFUM Vitnisburðarsamkoma í kvöld kl. 20.30 í kristniboössalnum, Háaleitisbraut 58. Upphafsorð: Gísli Friðgeirsson. Ræðumaður: Sigfús Ingvason. Allir velkomnir. ÉSAMBAND (SŒNZKRA > KRISTNIBOÐSFÉLAGA Skipholti 50b, 2. hæð. Almenn samkoma i dag kl. 11.00. Sunnudagaskóli á sama tíma. Allir velkomnir. íslensk-hollenska vinafélagið Hittumst á morgun, mánudag 10/2, kl. 21.00 í Café Amsterdam. Miðilsfundir Miðillinn Sheyla Kemp verður með einkatíma frá 10. febrúar. Upplýsingar i simum 682480 og 688704. Stjórn Silfurkrossins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.