Morgunblaðið - 09.02.1992, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR -9.-FEBRÚAR 1-992
<13
ár og eru árgangar 1984 og 1985
sterkir og einnig árgangar 1989 og
1990 eftir því sem rannsóknir benda
til.“
Takmörkuð sókn
„Flestir landsmenn munu vita,
að ástand íslensku sumargotssíldar-
innar hér við land er gott og hefur
stofninn stækkað jafnt og þétt frá
árinu 1973. Þetta stafar einfaldlega
af því að síldveiðar hafa frá 1973
verið takmarkaðar við hæfilega
sókn. Markvisst hefur verið unnið
að uppbyggingu síldarstofnsins og
hefur árangurinn ekki látið á sér
star.da," segja þeir Ólafur og Gunn-
ar. Hrygningarstofn síldarinnar er
nú um 400 þúsund tonn, eða álíka
stór og hann hefur verið stærstur
síðustu fjóra áratugina. „Raunar
er síldin nokkuð sérstök meðal fisk-
stofna að því leyti, að hjá henni er
að finna nokkuð augljóst samband
milli stærðar hrygningarstofns og
nýliðunar. Engin ástæða er til að
ætla annað en að áframhaldandi
skynsamleg nýting stofnsins geti
leitt til þess að hann gefi áfram
góðan afrakstur. Hinsvegar virðist
jafn augljóst, að ef stofninn er
veiddur af miklu meiri hörku en nú
er gert, þá mun hrygningarstofninn
minnka og um leið nýliðun. Ekki
má heldur gleyma, að hinn stöðugi
síldarafli að undanförnu er því að
þakka, að margir árgangar eru í
veiðinni á hveijum tíma. Þannig
hafa einn eða tveir lélegir árgangar
nánast engin áhrif á aflabrögð."
Ekki farið að ráðum
Sérfræðingar Hafrannsókna-
stofnunar benda á að ekki hafi ver-
ið farið að ráðum þeirra sem viljað
hafa byggja upp þorskstofninn og
afleiðingarnar þekktu sjómenn hvað
best. „Reynsla íslendinga af upp-
byggingu síldarstofnsins og reynsla
annarra þjóða, s.s. Kanadamanna
og Norðmanna, af uppbyggingu
þorskstofna sýnir að þetta er einnig
hægt að gera fyrir íslenska þorsk-
stofninn. Það er hinsvegar ekki jafn
einfalt og áður, fyrst ekki var farið
að ráðum Hafrannsóknastofnunar
á árunum 1986-1987, þegar lagt
var til að stóru árgangarnir 1983
og 1984 yrðu notaðir til að byggja
upp þorskstofninn. í staðinn voru
þessir stóru árgangar veiddir að
mestu áður en þeir náðu kyn-
þroska. Nú er staðan sú, að stofn-
inn er lítill og von er á hveijum
veikum árganginum á fætur öðrum.
Á slíkum tímum er mjög erfitt að
halda í horfinu, hvað þá að reyna
að byggja upp.“
Beitarþol
Hafrannsóknastofnun hefur ver-
ið gagnrýnd fyrir það að ekki sé
tekið tillit til beitarþols fiskimiðana.
„í því efni horfa menn gjarnan til
beitarþols stöðuvatna, sem er af
allt annarri stærðargráðu og er mun
fyrr komið að endimörkum beitar-
þols í stöðuvatni en í úthafi,“ segir
Ólafur Karvel. „Úthafið hefur miklu
meiri innbyggða eiginleika til þess
að stjórna og hafa áhrif á beitarþol-
ið í gegnum ástand sjávar og ástand
annarra fiskistofna heldur en gerist
í stöðuvatni þar sem eru aðeins
einn, tveir eða þrír fiskistofnar.
Þannig er sjálfsstýringarkerfið mun
virkara í úthafinu en í stöðuvatn-
inu. í stöðuvatni er hægt að fá
nýliðun á hveiju ári sem ofbýður
algjörlega framleiðslugetu þess, en
á það fyrirbæri horfum við ekki upp
á í úthafinu. Þó ég geti fallist á að
grundvallarlögmálin séu þau sömu,
er skalinn allt annar. Þess vegna
er ekki vænlegt til árangurs að
setja jafnaðarmerki þama á milli.
Við gerum okkur ljóst að beitarþol-
ið er breytingum háð. Við afneitum
ekki viðurkenndum lögmálum þó
við séum ekki alveg tilbúnir til að
samþykkja að þau virki nákvæm-
lega eins í úthafinu og í stöðuvatn-
inu. Okkur er ljóst að verulegar
breytingar liafa orðið í hafinu
hringinn í kringum landið sem
markast kannski einkum af þeim
umskiptum sem urðu á hafísárun-
um, 1965-1971, en leiða má að því
líkum að þá hafi beitarþolið minnk-
að verulega.
Hallæri í sjónum
- En ef hallæri er í sjónum og
beitarhólfið er að fyllast, eru þá
ekki líku'r á að litlir fiskstofnar séu
færari um að gefa af sér meiri af-
rakstur en stórir stofnar?
„Jú, það'er alveg hægt að hugsa
sér það, en þó er það ekkert sjálf-
gefið,“ segir Ólafur Karvel og bæt-
ir við að þó einhver vaxtaminnkun
eigi sér stað vegna ónógs beitiþols
sé samt sem áður hægt að hafa
fleiri fiska í sjónum svo út úr stofn-
inum komi svipað aflamagn og
fengist ef stofninn yrði minnkaður.
„I meginatriðum höfum við tvo
möguleika á að stjórna veiðunum,
annars vegar út frá þorskstofninum
sjálfum og hins vegar út frá fæðu-
framboði stofnsins. Hvað því við-
kemur er nærtækast að takmarka
loðnuveiðar með hliðsjón af þeirri
fæðuþörf sem við teljum að sé fyrir
hendi hjá þorskstofninum, fremur
en að ganga í skrokk á þorsk-
stofninum sjálfum með grisjun.
Árið 1983 voru háværar raddir
uppi um það að vegna þess að
þorskstofninn færi minnkandi, bæri
að grisja til þess að auka vaxta-
hraða þeirra fiska sem eftir yrðu.
Síðan gerðist það að loðnustofninn
tók mjög skarpt við sér á árinum
1984 og 1985 og þá um leið jókst
vaxtarhraði þorsksins, menn verða
aðeins að hugleiða þann möguleika
að hafa nægilega mikið af ungviði
til að nýta þá möguleika sem geta
opnast skyndilega, sérstaklega
vegna þess að loðnustofninn er
stofn sem er miklum sveiflum háð-
ur. Undanfarin tvö ár hefur hann
verið í lægð, en nú sjáum við fram
á vaxandi loðnustofn á næsta
hausti," segir Ólafur Karvel.
Nýliðunarferli
Líkan Beverton-Holt gerir ráð fyrir að eftir að
hrygningarstofninn hafi náð ákveðinni stærð haldist
nýliðun stöðug. Líkan Ricker hins vegar gerir ráð
fyrir að nýliðun minnki þegar hrygningarstofninn
verður stór.
Þorskafli og stofnstærð 1955-1990
Frá 1955 til 1969 er veiðistofninn talinn hafa verið á bilinu 1.400.000 til
2.600.000 tonn, en frá 1969 er veiðistofninn talinn hafa verið á bilinu
800.000 til 1.600.000 tonn. Línuritið sýnir að fylgni er á milli aflamagns og
veiðistofn þ.e. stór veiðistofn skilar miklum afla og öfugt.
Fjöldi nýliða
A
Líkan Ricker
Líkan
Beverton-Holt
200-
A Þorskafli 1955-69
100-
Stærð hrygningarstofns
o Þorskafli 1970-90
°i i i i i i i----------------------------1-----1----1-----r
600 800 1000 1200 1400 1600 1800 2000 2200 2400 2600
Veiðistofn, þús. tonn
Hámarksafrakstur ekki fólginn í friðun fisks
- segir Jón Kristjánsson, Iiskif ræáingur
„Friðunaraðgerðir Hafrannsóknastofnunar drógu snögglega úr afla
á smáfiski eins og til var ætlast. En jafnframt fór að draga úr
vexti þorsksins og náði stærð eftir aldri lágmarki 1983. Það ár
snarminnkaði stofninn og afli var svo lélegur að okkar stóri og
tæknivæddi floti náði ekki einu sinni að fiska upp í veiðiheimildir.
I framhaldi af þessu voru kvótalögin sett, timabundið, þar til ástand-
ið myndi breytast til batuaðar," segir Jón Kristjánsson, fiskifræðing-
ur, en hann starfar sjálfstætt og hefur verið ötull við að gagnrýna
verndarstefnu Hafrannsóknastofnunar.
Að mínu mati leiddi tilraunin
til uppbyggingar stofnsins í
Ijós að ekki hafði verið fæðugrund-
völlur fyrir stækkun stofnsins.
Minnkað veiðiálag á yngri árganga
leiddi til meiri samkeppni um fæðu
sem kom fram í hægari vexti og ■
öðru sem af leiðir eins og auknum
náttúrulegum afföllum. Orlög hins
fræga 76-árgangs bera þessu
glöggt vitni: Sá árgangur mældist
í feiknarlegu magni sumargamall,
ársgamail og tveggja ára en guf-
aði svo upp eins og frægt var.
Náttúrulegu afföllin tóku þarna í
taumana, það skorti mat og pláss
fyrir allan þennan fisk.
Rök Hafró við uppbyggingu
stofnsins hafa verið þau að hann
hafi verið rúmar tvær milljónir
tonna upp úr 1950 og það beri að
ná honum í þá stærð. Þau rök eru
mjög hæpin því möguleg stærð
einstakra fiskstofna hlýtur að ráð-
ast af ástandi vistkerfisins hverju
sinni, svo sem fæðuframboði,
stærð annarra stofna og svo fram-
vegis.
Nýlega hefur gripið um sig mik-
il hræðsla vegna þess að svo virð-
ist sem nýliðun þorsksins hafi
brugðist nokkur ár í röð. Helst er
á tali ráðamanna að heyra að dreg-
ið verði úr veiðum á hrygningar-
fiski strax á næstu vertíð til þess
að fleiri fiskar fái að hrygna í þeirri
von að það gefi meiri nýliðun. Þó
hefur Hafró alltaf sagt að ekki
finnist neitt samband milli stærðar
hrygningarstofns og nýliðunar.
Kennisetningar Hafrannsókna-
stofnunar um nýtingu stofna eru
tvær: Annars vegar að stór hrygn-
ingarstofn sé nauðsynlegur til þess
að nýliðun verði mikil og örugg.
Hinsvegar að stór stofn sé nauð-
synlegur til þess að hámarksaf-
rakstur geti náðst.
Tvær meginkenningar eru uppi
innan fiskifræðinnar um samband
hrygningarstofns og nýliðunar.
Önnur kenningin, sem kennd er
við Beverton og Holt, gerir ráð
fyrir að nýliðun aukist með aukn-
um hrygningarstofni upp að vissu
marki og eftir það nái hún hám-
arki. Síðan sé sama hve mikið
hrygningarstofninn aukist, nýliðun
verði alltaf sú sama. Ekki er gert
ráð fyrir að stór hrygningarstofn
hafi neikvæð áhrif á afkomenda-
fjöldann. Þessi kenning felur það
í sér að fkri hrygningarstofninn
niður fyrir ákveðin mörk verði við-
komubrestur og stofninn hrynji.
Fiskifræðingar hafa gjarnan bent
á að ekki sé vitað hvar þessi svo-
kölluðu „krítísku mörk“ séu fyrir
einstaka stofna og þess vegna beri
að fara varlega.
Hin kenningin, sem kennd er
við W.E. Ricker, segir að tengsl
hrygningarstofns og afkomenda
séu þannig að fyrst vaxi nýliðunin
í takt við stærð hrygningarstofns-
ins, nái ákveðnu hámarki, og
minnki síðan eftir því sem
hrygningarstofninn stækkar. Of
stór hrygningarstofn geti með öðr-
um orðum verið meira tii bölvunar
en hitt. Ástæðuna má m.a. rekja
til aukinnar innbyrðis samkeppni
og sjálfáts.
Þegar gögn um stærð hrygning-
arstofns og nýliðunar hjá þorski á
Islandsmiðum eru skoðuð, er ekki
með nokkru móti hægt að sjá að
nýliðun vaxi með stærð hrygning-
arstofnsins heldur koma sterkir
árgangar oftar þegar hann er lítill.
Samsvarandi gögn um ýsu sýna
að þau falla að ferli Rickers, lítill
hrygningarstofn gefur mesta
nýliðun og hún er lélegust þegar
hann er stærstur. Sama ferli gildir
um þorskinn í Barentshafi. Það er
því með öllu óskiljanlegt að Hafró
skuli enn halda fast við þá kenni-
setningu að það þurfi að stækka
hrygningarstofninn til þess að
tryggja nýliðun.
Þá. er það fullyrðingin um að
stór stofn gefi hámarksafrakstur.
Samkvæmt línuriti, sem sýnir þor-
skaflann miðað við stofnstærð
hveiju sinni, sést að á meðan afl-
inn er á bilinu 300 til 500 tonn,
er stofnstærðin að sveiflast á bilinu
800 til 2.600 tonn. Aflinn eykst
alls ekki í sama hlutfalli og stofn-
stærðin. Enda er það margreynt
að mestur afrakstur fæst úr stofn-
um af meðalstærð. Ástæðan er
auðvitað sú að þá er vaxtarhraðinn
mestur og það er hann ásamt nýlið-
uninni sem ræður mestu um af-
raksturinn.
Ekki gefa þessi gögn tilefni til
þess að friða fisk fram í rauðan
dauðann til þess að „byggja upp“
stofnana svo megi fá úr þeim há-
marksafrakstur, seinna. Enda hef-
ur þetta „seinna“ aldrei komið og
það er alveg sama hve sultarólin
verður hert mikið, stofninn mun
ekki gefa meira af sér fyrir það,“
segir Jón Kristjánsson.
a
en vísindum
- segir Halldór Hermannsson,
verkstjóri á isaffirói
„Sú skoðun Hafrannsóknastofnunar um að ástaud þorskstofnsins
sé óvenju lélcgt, hefur leitt til þess að veiðar nú hafa vcrið skornar
niður um einn sjötta hluta frá því á fyrra ári. Árið 1977 taldi þessi
sama stofnun að útlit væri mjög gott fyrir það haust og vcrtíðina
1978. Þær spár brugðust algjörlega. Þorskganga sú, sem koma átti,
lét ekki sjá sig. Skýringar á því fyrirbæri voru ekki á takteinuin.
Allt síðasta ár hefur þorskveiði verið mjög góð í Barentshafi. Algeng-
ur afli á togara var 60 til 70 tonn á sólarhring. Og í febrúar á síð-
asta ári veiddu Lófótenbátarnir í Noregi árskvóta sinn á sex dög-
um. Fyrir tveimur árum síðan voru þar dauð mið og allt annað var
á islcnskum fiskifræðingum og formanni LÍÚ að hcyra þá, en að
þar kæmi varla fiskur meir,“ segir Iialldór Hermannsson, verk-
stjóri á ísafirði.
|álfur annar áratugur er liðinn
síðan Svend Aage Malmberg,
haffræðingur, skrifaði grein í Ai-
þýðublaðið þar sem hann lýsti þeim
skoðunum sínum að hiti sjávar og
straumaskil í hafinu fyrir norðan
ísland réðu mestu um göngu fiskj-
ar á miðin umhverfis landið. Hann
taldi að kalda sjávartungan, sem
kom upp að landinu á árunum milli
19þ0 og 1960, hafi orðið þess vald-
andi að síldin hvarf. Þessar skoðan-
ir fengu engan hljómgrunn. Þeir,
sem stjórnuðu Hafrannsóknastofn-
un, stögluðust sífelit á ofveiði sem.
væri eina orsökin á minnkandi
þorskgengd. Á sl. hausti lét Svend
Aage Malmberg til sín heyra um
sama efni, varðandi ástand sjávar
með tilliti til.fiskgengdar. Ég hef
orðið var við að skoðanir hans hafa
nú hlotið talsverðan hljómgrunn
meðal sjómanna. Nú um jólin lædd-
ist köld tunga sjávar inn á Vest-
fjarðamið, allt frá Djúpál að Reykj-
afjarðarál, 20 mílur frá landi og
út. Hitastig lækkaði á nokkrum
dögum úr 5 gráðum i 0 gráður á
Celcíus. Á þessu svæði er engin
fiskur. Á þessum slóðum hefur híýr
sjór, 5 til 6 gráðu heitur, verið ríkj-
andi í fímmtán mánuði samfleytt
sem er eitt lengsta hlýsjávarskeiðið
í mörg ár. Það er spuming hvað
þessi kalda tunga gerir, en veit
Hafrannsóknastofnun af henni?
Friðunarráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunar hefur nú staðið hátt í tvo
áratugi. Þó ekki hafi verið farið
eftir þeim í einu og öllu, þá liefur
það verið gert í verulegu mæli.
Má þar nefna stækkun möskva í
trollneti sem er það mesta sem
þekkist, miklar lokanir veiðisvæða
vegna ungfisks, talsverð friðun
hrygningarsvæða og umtalsverð
minnkun heildarafla mörg árin. Ég
held að óhætt sé að segja að árang-
ur hafí vægast sagt verið lélegur
ef nokkur. Það sem telja verður
mesta áhyggjuefni í sambandi við
þorskveiðarnar er hve sjórinn við
landið er ætissnauður. Állt æti er
horfið af grunnslóð og af venjuleg-
um miðum úti á regindýpi. Svona
hefur þetta ástand verið um
tveggja ára skeið og er enn. Það
breytir engu um tilurð þorskstofns-
ins hvort reynt verður að veiða 20
til 30 þúsund tonnunum meira eða
minna. Þorskurinn vill einfaldlega
ékki vera þar sem ekkert æti er.
Skoðun mín er sú sama og fjöl-
margra annarra Vestfirðinga. Við
hefðum átt og eigum að miða
þorskveiðar okkar við 325 þúsund
tonn árlega, sem er fyrir neðan það
sem ætia má að íslandsmið beri.en-
„saga fiskveiðanna" hefur kennt
okkur að raunhæfur þorskafli ár-
lega sé 350 til 400 þúsund tonn.
Með því hefðum við losnað við
óæskilegar sveiflur í afla, bæði upp
á við og niður á við. Geysimikiil
afli árlega hefur ævinlega komið
okkur í koll síðar. Hinsvegar er
ársafli, sem ekki er meiri en 250
til 260 tonn, skelfilegur. Á síðast-
liðnum 20 árum sem loðnuveiði
hefur verið stunduð að einhveiju
marki, virðist 750 til 800 þúsund
tonna afli, vera ákjósanleg veiði.
Það ættum við að ákveða árlega,
en ekkert fram yfir það, enda þótt
horfur þættu góðar. Stöðvun loðnu-
veiða algjörlega árið 1982 og svo
að verulegu leyti á síðastliðnu ári,
er eitthvert mesta hneyksli, sem
átt hefur sér stað í íslenskri fisk-
veiðisögu. Þar voru 30 loðnuverk-
smiðjur og jafnmörg skip því sem
næst sett á hausinn, að ástæðu-
lausu. Sú staðreynd að við skuluni
ekki hafa efni á því að láta fiski-
fræðinga okkar fylgjast með loðnu-
göngunum er furðulegri en orð fá
lýst,“ segir Halldór Hermannsson.