Morgunblaðið - 09.02.1992, Side 14

Morgunblaðið - 09.02.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992__ HVID KOSTILYFIHT Vísbending um raunverulegan kostnaó lyfja vió algengum sjúkdómum eftir Urði Gunnarsdóttur EINN þáttur í heilbrigðiskerfi okkar er þátttaka ríkisins í lyfjakostnaði landsmanna. Bráðabirgðatölur benda til þess að hann hafi numið um 2,4 milljörðum á síðasta ári og á þessu ári er ætlunin að lækka hann niður í 2,1 milljarð. Þessi þátttaka ríkisins gerir það að verkum að sjúklingum er ókunnugt um raunverulegt verð þeirra lyfja sem þeir greiða fyrir. Það er því forvitnilegt að velta fyrir sér hvað lyfin kostuðu, ef ekki kæmi til hlutdeild hins opinbera. mánaðarskammtar, þ.e. 30 daga skammtar af lyfjum við nokkrum - algengum sjúkdómum og kvillum. Reiknað var með ýmist einu eða tveimur lyfjum við sama sjúkdómi og gert ráð fyrir meðal-lyíja- skammti. Rétt er að taka fram að lyfjagjöf getur verið breytileg, þótt miðað sé við þá sem algengust er. Þá ber að athuga að nokkur ly§- Áætlaður lyf jakostnaður Nokkur dæmi um lyfjakostnað og greiðslutilhögun lyfja Sjúkdómur: Verð mánaðarskammts (u.þ.b.) Sjúkdómur: Verð mánaðarskammts (u.þ.b.) Sjúklingur greiðir lyf að fullu Sjúklingur greiðir fastagjald Lyf við magakveisu (hjá bömum) 700 kr. Fastagjaldið er að hámarki 850 kr. en 250 kr. fyrir elli- og örorku- lífeyrisþega. Sé lyf á bestukaupalista er gjaldið 500 og 150 kr. Lyf við hægðatregðu 1.400 kr. Lyf við kalkskorti 1.200 kr. Lyf til varnar tannskemmdum 300 kr. Lyf við járnskorti 400 kr. Sýrubindandi lyf (við brjóstsviða og nábít) 3.000 kr. Lyf til getnaðarvarna 400 kr. Lyf við sársjúkdómi (magasár, skeifugarnarsár) 6.000 kr. Lyf við sýkingum 5.000 kr. * Lyf við magakrampa 2.000 kr. Svefnlyf 500 kr. Lyf við ógleði 3.000 kr. * Lyf við kvíða 2.000 kr. Lyf við niðurgangi 4.000 kr. * Lyf sem lækka kólesteról Lyf við of háum blóðþrýstingi Undantekning frá fastagjaldi ís? 4.500 kr. Sjúklingar greiða fastagjald ^ en lyfjaskírteinisþegar greiða ekki fyrir lyfin. Lyf við gigt 2.500 kr. ■D Lyf við hjartasláttartruflunum 3.000 kr. Lyf sem eru ókeypis Lyf við verk fyrir hjarta 900 kr. Lyf við exemi og psoriasis 3.500 kr. Lyf við sykursýki (insulin) 20.000 kr. Lyf við ofstarfsemi skjaldkirtils 200 kr. Lyf við flogaveiki 2.500 kr. Lyf við þunglyndi 6.000 kr. Lyf við Parkinsonsjúkdómi 7.500 kr. Lyf við geðklofa 2.000 kr. Lyf við gláku 1.000 kr. Lyf við asma 4.000 kr. * Hessi iyi eru ynrieiu ieKin i sKemmn uma en einn manuo Slík athugun er þó nokkrum annmörkum háð. Hún er fremur vísbending en úttekt á því hver lyijakostnaðurinn er og ekki er um nákvæmar upphæðir að ræða þar sem fleiri en eitt lyf koma til greina við hverjum sjúkdómi og því tekið meðaltal af lyfjakostnaði. I flestum tilfellum reyndist lítill munur á lyfjaverði. Með aðstoð Bessa Gíslasonar lyfjafræðings voru reiknaðir út anna, t.d. lyf við ógleði, niðurgangi og sýklalyf, eru yfirleitt gefin í skemmri tíma en mánuð. Lyijakostnaður sjúklings er afar misjafn, allt frá því að ekki þurfi að greiða fyrir lyfið, upp í að greiða þurfi lyf að fullu. Borgi sjúklingur fastagjald, er það 850 kr. fyrir sérlyf en 500 kr. sé lyfiðá „bestu- kaupalista". Fyrir elli- og örorku- lífeyrisþega er fastakostnaður 250 kr. en 150 kr. fyrir lyf á „bestu- kaupalista“. Sjúklingar í langvinnri lyfjameðferð geta fengið lyfjaskír- teini og eru þá undanþegnir lyfja- kostnaði. Ingibjörg Eyþórsdóttir IViyndlisl Eiríkur Þorláksson Oft hefur verið á það bent, að íslensk náttúra er áberandi hluti í þeim umhverfishrifum, sem allir íslenskir listamenn búa að, auk þess sem hún sækir á alla gesti sem henni kynnast af eigin raun. Þetta er ríkasti þátt- urinn í þeirri stuttu myndlistar- sögxi, sem íslendingar eiga, og enn er náttúran virk í verkum myndlistarmanna hér, þó hún komi misjafnlega sterklega fram í verkum þeirra þessi árin. Það má merkja að áhrif hins íslenska umhverfis á myndsýn yngri listamanna fara vaxandi fremur en hitt; sú kynslóð sem er alin upp í bæjum og borg er tekin að líta til fjalla. í listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti fer nú að ljúka sýningu á verkum ungrar lista- konu, Ingibjargar Eyþórsdóttur. Ingibjörg stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og síðan við Myndlista- og handíða- skóla íslands, og útskrifaðist þaðan 1987; hér er á ferðinni önnur einkasýning listakonunn- ar. Viðfangsefni Ingibjargar á sýn- ingunni er ekki hin hefðbundna náttúrumynd, heldur þeir túlk- unarmöguleikar, sem myndlistin gefur. Oll eru verkin nafnlaus, enda segir listakonan í aðfara- orðum: „Mitt viðfangsefni er ekki tungumálið, heldur skynjun sjónarinnar á formi og lit og sú blekking sem samspilið þar á milli getur beitt augað á tvívíðum fleti. Form og litir eru hvort tveggja fengið að láni úr náttúrunni, án þess að verið sé að reyna að færa land yfír á léreft. Það er hvorki hægt né eftirsóknarvert ... Gangið inn í blámann og gleymum orðunum í bjli. í myndunum á sýningunni notar Ingibjörg einföld form . (hinn rómanski bogi er t.d. áber- andi), og því verður liturinn í aðalhlutverki. Bláir litir, einkum dökkir, ráða ríkjum; þar verður dýpt flatarins til. Vegna bjartrar lýsingar er hins vegar erfitt að „ganga inn í blámann og njóta þeirra blæbrigða, sem þessir dökku fletir bjóða upp á, og því njóta verkin sín ef til vill ekki sem skyldi; er það mikill galli. Efnistökin minna að vissu leyti á verk Georgs Guðna, sem var einn upphafsmanna hinnar einföldu náttúrusýnar meðal ungra listamanna; einkum má benda á mynd nr. 9 í þessu sam- hengi. í mörgum myndanna eiga sér hins vegar stað óvænt átök milli hins rólega yfirborðs, og þess, sem undir hvílir; þar er stundum á ferðinni átakameiri áferð, sveiflukenndari línur og jafnvel allt önnur myndbygging en kemur fram á yfírborðinu. Þessi átök auka í sumum tilvik- um við gildi myndarinnar (t.d. í nr. 12), en trufla annars staðar (t.d. í nr. 3). Ingibjörg hefur ágætt auga fyrir myndbyggingu, og á vænt- anlega eftir að þreifa sig áfram með þá myndsýn sem hún vill túlka í verkum sínum. Framsetn- ing hennar er ef til vill sterkust þegar hún lætur einfaldleikann ráða ferðinni, eins og í verkum nr. 2 og 6; þar næst einna best það gem listakonan nefnir í aðf- araorðum sínum. Sýningu Ingibjargar Eyþórs- dóttur í listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti lýkur miðvikudag- inn 12. febrúar. Fræðimanna- styrkur Atlantshafs- bandalagsins 1992-1993 Atlantshafsbandalagið mun að venju veita nokkra fræðimanna- styrki til rannsókna í aðildarríkj- um bandalagsins á háskólaárinu 1992-1993. Markmið styrkveit- inganna er að stuðla að rannsókn- um og aukinni þekkingu á málefn- um er snerta Atlantshafsbanda- lagið og er stefnt að útgáfu á nið- urstöðum rannsóknanna, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Alþjóðaskrifstofa utanríkisráðu- neytisins veitir upplýsingar um fræðimannastyrkina og lætur í té umsóknareyðublöð. Styrkirnir nema nú um 420 þús. íslenskum krónum (240 þús. belgísk- um frönkum) og er ætlast til að unnið verði að rannsóknum á tímabil- inu frá maí 1992 til ársloka 1993. Einnig er greiddur nauðsynlegur ferðakostnaður, en gert er ráð fyrir að rannsóknir geti farið fram í fleiri en einu ríki Atlantshafsbandalagsins. Styrkimir skulu að jafnaði veittir háskólamenntuðu fólki. Styrkþegum ber að skila lokaskýrslu um rann- sóknir sínar á ensku eða frönsku til alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins fyrir árslok 1993. Umsóknir um fræðimannastyrki Atlantshafs- bandalagsins skulu berast til alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins eigi síðar en 20. febrúar 1992.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.