Morgunblaðið - 09.02.1992, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992
OKKAR VINSÆLA
afsláttur
sem beðið hefur verið eftir er byrjuð
Blomberg kæliskápar
úr útstillingareldhúsí
Vaskar, x
margar gerðir
Blomberg ofnar úr
útstillingareldhúsi
Blombergofnar úr\
útstillingareldhúsi
Ponu uppbvottavélVw^ Tatung kæliskápar
Tatung N
örbylgjuofnar
Blomberg
örbylgjuofnar
P ;■
Buxnapressur,
svartar og hvítar V
Baðherbergisviftur Spaðaviftur,
brúnar
Blomberg
bvottavél
Römerpottar
fyrir eldavélar
10% sérstakur afsláttur
af öllum öðrum vörum
meðan útsalan stendur
vfir 10.-15. febrúar
Töfrapottar
fyrír örbylgjuofn
Tatung sjúnvörp
Franskir pottar
Staðgreiðsluafsláttur — afborgunarkjör
Einar Farestveit&Co.hf.
BORGARTÚN 28, SÍMI 622900 • NÆG BÍLASTÆÐI
Umhverfis-
ráðherra á
fundi Um-
hverfisstofn-
unar Samein-
uðu þjóðanna
EIÐUR Guðnason umhverfisráð-
herra sat dagana 3.-5. febrúar
ráðsfund Umhverfisstofnunar
Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Á
dagskrá fundarins var m.a.
heimsráðstefna Sameinuðu þjóð-
anna um umhverfi og þróun sem
haldin verður í Rio de Janeiro
1.-12. júní nk.
í ávarpi umhverfisráðherra á
fundinum kom fram að Island vænt-
ir þess að ráðstefnan efli alþjóðlega
samvinnu og nýsköpun í þágu um-
hverfisverndar og sjálbærrar þróun-
ar. Umhverfisráðherra undirstrik-
aði sérstaklega nauðsyn þess að
alþjóðleg samvinna verði byggð á
virðingu fyrir hinum mismunandi
sjónarmiðum og hagsmunum ríkja
heims á sviði umhverfis- og þróun-
armála. í því sambandi kynnti um-
hverfisráðherra þau stefnumið sem
ísland leggur áherslu á að verði
lögð til grundvallar þeim samþykkt-
um sem gerðar verða á heimsráð-
stefnunni í Rio de Janeiro. Þar á
meðal að staðfestur verði réttur
ríkja til að ákveða hvaða náttúru-
auðlindir þær nýta, svo fremi sem
þær tryggja sjálfbæra nýtingu
þeirra, þ.e. nýtingu sem fær staðist
til frambúðar. Forræði þjóða yfir
eigin náttúruauðlindum og skyn-
samleg nýting þeirra væru forsend-
ur bæði umhverfisverndar og sjálf-
bærrar þróunar.
Umhverfisráðherra gerði sér-
staklega að umræðuefni hafið,
verndun þess gegn mengun og nýt-
ingu lifandi auðlinda þess. Hann
ítrekaði að verndun þessa mikil-
væga fæðuforðabúrs væri sameig-
inlegt hagsmunamál heimsbyggð-
arinnar. Sjálfbær nýting sjávar-
fangs myndi gegna lykilhlutverki
við að fæða vaxandi mannfjölda;
því ljóst væri að aukinni landbúnað-
arframleiðslu væru takmörk sett frá
sjónarhóli umhverfisverndar.
Höfn:
Foreldrar og
forráðamenn
ung'linga funda
__ Höfn.
ÁTTATÍU foreldrar og forráð-
menn unglinga mættu til fundar
um unglingsárin, vímuefna-
neyslu og samskipti foreldra og
unglinga á Hótel Höfn þriðju-
daginn 4. febrúar.
Til fundar var boðað af félags-
málastjóra og félagsmálanefnd
Hafnar og voru gestir fundarins
Einar Gylfi Jónsson, forstjóri Ung-
lingaheimilis ríkisins, og Arnar
Jensson, kennari við Lögreglu-
skóla ríkisins. Þeir félagar hafa
langa reynslu af samskiptum við
unglinga og þekkja vel til svo-
nefndra unglingavandamála. Þeir
miðluðu fundarmönnum af þekk-
ingarbrunni sínum og var góður
rómur gerður að málflutningi
þeirra.
Foreldrar skipuðu sér síðan í
hópa og ræddu málin sín á milli
og hétu því að koma aftur saman
síðar til skrafs og ráðgerðar. Þeir
félagar heimsóttu ennfremur skól-
ana á Höfn og spjölluðu við ungl-
ingana um samskipti við fjölskyld-
ur, um vímuefni og aðra vágesti
er blasa við þeim sem eru að vaxa
úr grasi. Það mun svo koma á
daginn hvernig foreldrar, ungling-
ar og yfiivöld önnur á Höfn taka
í framtíðinni á því er við köllum
einu nafni unglingavandamál.
- JGG.
I