Morgunblaðið - 09.02.1992, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1992
HVERS VEGNA EKKIÁ
AD EINKAVÆDA BBC
Brezki íhaldsmaðurinn Stephen Milligan i viðtali um einkavæð-
ingu ríkisútvarps, brezka pólitík og Evrópumól
Morgunblaðið/Sverrir
eftir Ólaf Þ. Stephensen
BREZKJ blaða- og stjórnmála-
maðurinn Stephen Milligan var
staddur hér á landi fyrir
skemmstu og hélt erindi á ráð-
stefnu Starfsmannasamtaka RUV
um stöðu Ríkisútvarpsins. Millig-
an, sem er frambjóðandi íhalds-
flokksins í komandi þingkosning-
um, var boðinn til ráðstefnunnar
vegna áhuga síns á brezka ríkisút-
varpinu, BBC. Á síðasta ári gaf
hann út bækling á vegum „Um-
bótahóps íhaldsmanna" (Tory
Reform Group) með heitinu
„What shall we do with the
BBC!“. Niðurstaða hans var að
ekki bæri að einkavæða útvarpið,
eins og margir brezkir íhalds-
menn hafa viljað. í viðtali við
Morgunblaðið ræðir Milligan um
útvarpsmálin, en einnig um
brezka pólitík og Evrópumál.
Stephen Milligan verður
væntanlega einn af þing-
mönnum brezka íhalds-
flokksins innan nokkurra
mánaða, þar sem hann
er í framboði í öruggu
íhaldskjördæmi. Milligan á hins veg-
ar mun lengri feril að baki sem
frétta- og blaðamaður en sem stjóm-
málamaður og sá ferill er afar glæsi-
legur. Undanfarin ár hefur hann
meðal annars starfað sem einn af
ritstjórum tímaritsins Economist,
ritstjóri erlendra frétta á Sunday
Times og fréttaritari BBC í Austur-
og Mið-Evrópu á tíma byltinganna
gegn kommúnisma. Sem fyrrverandi
innanbúðarmaður á BBC þekkir
hann vel til fyrirtækisins.
— Þér hafið komizt að þeirri nið-
urstöðu að ekki beri að einkavæða
BBC. Getið þér í fyrsta lagi sagt
mér hvers vegna þér komust að
þeirri niðurstöðu, og í öðru lagi;
getið þér sagt íslendingum hvað á
að gera við Ríkisútvarpið?
„I fyrsta lagi vil ég ítreka að ég
er afar hlynntur einkavæðingu sem
meginreglu. Ég tel að öll sú einka-
væðing, sem fram hefur farið á veg-
um brezku stjómarinnar, hafí
heppnazt með eindæmum vel. Jafn-
vel þar sem um svokölluð náttúmleg
einokunarfyrirtæki er að ræða, eins
og símafyrirtæki, vatns-, rafmagns-
og gasveitur, hefur vel tekizt til. I
Bretlandi hefur hinn almenni sím-
notandi hagnazt mjög á einkavæð-
ingu British Telecom. Ekki aðeins
hefur verðið lækkað, heldur virka
nú 96% allra almenningssíma í Bret-
landi! Fyrir einkavæðingu var þriðj-
ungur til helmingur þeirra ævinlega
bilaður. Ég er þess vegna eindregið
þeirrar skoðunar að einkavæðing
geti bætt þá þjónustu, sem er veitt.
John Major hefur sagt að nái íhalds-
menn endurkjöri í næstu þingkosn-
ingum verði járnbrautimar og kola-
námurnar einkavæddar og ég er ein-
dreginn stuðningsmaður þess.
Gæði þjónustunnar skipta máli
En af hveiju þá ekki BBC! Við
verðum að líta á þá þjónustu, sem
viðkomandi fyrirtæki veitir. I flest-
um tilfellum hafa ríkisfyrirtækin,
sem voru einkavædd, boðið upp á
mjög lélega og óarðbæra þjónustu.
British Steel tapaði til dæmis millj-
örðum punda árlega og var eitt óarð-
bærasta fyrirtæki í heimi. í dag
Stephen Milligan.
hefur brezki stáliðnaðurinn verið
emkavæddur og stendur framar
þeim japanska. Ef við hins vegar
skoðum BBC er þar um að ræða
fyrirtæki, sem hefur notið mikillar
velgengni á öllum sviðum. Þegar lit-
ið er á brezka útvarpsstarfsemi í
heild, tel ég að almenningur í Bret-
landi hafi úr betra sjónvarps- og
útvarpsefni að velja en nokkur önnur
þjóð. Ef við berum okkur saman við
Bandaríkin, þá eru þar 30-40 sjón-
varpsrásir og svo kann að virðast
sem fólk þar hafi meira val en í
Bretlandi. En allar þessar rásir
senda út mjög svipaða dagskrá með
gamanmyndaflokkum, vestramynd-
um og skemmtiþáttum. Það er afar
sjaldgæft að nokkur þeirra bjóði upp
á það sama og BBC\ vandaða lista-
þætti, dýralífsþætti, fréttaþætti,
fréttaskýringar og metnaðarfulla
leiklist.
Við verðum þess vegna að spyrja
sjálf okkur hvers vegna það sé, sem
sjónvarpið í Bretlandi er svona miklu
betra en annars staðar. Ég held að
hluti svarsins sé að við höfum blöndu
opinbers og einkarekstrar. Það
skiptir miklu máli að hafa þessa
blöndu. Það kynni ekki góðri lukku
að stýra að hafa BBC eitt og sér.
Tilkoma ITV (Independent Televisi-
on) færði fólki meira val og bætti
líka dagskrá BBC. Nú höfum við
gervihnattasjónvarp, kapalsjónvarp
og kostunum fjölgar sífellt. Ég tel
það skipta máli að einn þessara kosta
sé ríkisrekið útvarpsfyrirtæki.
Styrkleiki BBC nær lengra en
þetta, því að heimsþjónusta fyrir-
tækisins (BBC World Service) nýtur
fádæma orðstírs. Þegar Míkhaíl Gor-
batsjov var í sumarhúsinu sínu að
reyna að komast að því hvað væri
raunverulega að gerast í Moskvu,
stillti hann á BBC. BBC er núna að
taka upp sjónvarpssendingar á
heimsvísu og ég tel að innan tíu ára
muni BBC skipta meira máli en
CNN. Það er aðeins hægt að gera
á grunni hins góða orðstírs og á
grundvelli þess að fyrirtækið sé í
opinberri eigu.
Tveir fjármögnunarkostir og
báðir slæmir
Ef einkavæða ætti BBC yrði að
breyta íjármögnun fyrirtækisins.
Eins og er standa afnotagjöld af
viðtækjum að öllu leyti undir rekstr-
inum. Til eru ýmsar aðrar leiðir. Það
er hægt að íjármagna fyrirtækið
með auglýsingum, og mér finnst
athyglisvert að sjá að íslenzka ríkis-
sjónvarpið hefur umtalsverðar tekjur
af auglýsingum. Það hefði hins veg-
ar ýmsar neikvæðar afleiðingar að
einkavæða BBC og reka það með
sölu auglýsinga. í fyrsta lagi trufla
auglýsingar dagskrána, sem er
reyndar fremur lítill galli, en eitt af
því sem fólki fellur við BBC er að
það er laust við auglýsingamar. í
öðru lagi var nýlega haldið uppboð
á sjónvarpsleyfum á þeirri forsendu
að auglýsingar væru ekki á BBC.
Þeim, sem hefði greitt peninga fyrir
sjónvarpsleyfi, fyndist hann því svik-
inn ef BBCiæri skyndilega að keppa
við hann um auglýsingar. Til lengri
tíma litið tel ég að auglýsingar þrýsti
á eiganda sjónvarpsstöðvarinnar að
halda sem flestum áhorfendum á
öllum tímum og það reyna sjálfstæðu
stöðvarnar að gera. Sá, sem auglýs-
ir, vill aðeins að sem flestir horfi á
auglýsinguna, burtséð frá því hvort
fólki líkar dagskráin að öðru leyti.
Augljóslega fara menn þá út í að
sýna skemmtiþætti, vestra og annað
efni, sem hefur almenna skírskotun,
þótt enginn hafi kannski neitt sér-
staklega gaman af því. Ef BBC yrði
fjármagnað með auglýsingum myndi
það færast eilítið í átt til ameríska
kerfisins og dagskráin yrði líkari því
sem gerist vestanhafs. Það væru
mistök.
Annar möguleiki væri að fjár-
magna einkavætt BBC með áskrift-
argjöldum eins og mér skilst að Stöð
2 innheimti. Ég held að það sé versta
mögulega lausnin, miklu verri en að
taka upp auglýsingar. Áskriftarsjón-
varp er einfaldlega aðferð til að
koma í veg fyrir að fólk horfí á sjón-
varp. Það takmarkar þann hóp fólks,
sem getur horft á sjónvarpsdag-
skrána. Þegar búið er að framleiða
sjónvarpsþátt skiptir ekki máli
hversu stór hópur horfir á hann; það
kostar ekkert aukalega að senda út
til fleiri áhorfenda, að því gefnu að
menn eigi sendibúnað. Flest gæði,
sem framleidd eru, til að mynda bíl-
ar, eru þeirrar náttúru að því meiri
sem eftirspumin er, þeim mun meira
kostar að framleiða þau. Þannig er
það ekki með sjónvarpsefni.
Áskriftarkerfi er heldur ekki al-
menn, opinber þjónusta. Ég tel mjög
mikilvægt að allir eigi þess kost að
horfa á sjónvarp. Kannanir í Bret-
landi sýna að ef BBC væri gert að
áskriftarsjónvarpi myndu aðeins
35-50% almennings greiða fyrir að
geta horft á það. Það þýðir tvennt.
Annars vegar þyrftu þeir, sem horfa
á BBC, að greiða miklu hærri upp-
hæð en þeir borga nú í afnotagjald.
Hins vegar myndi stór hópur, sem
langaði til að horfa á BBC, ekki
geta það vegna kostnaðarins. Báðir
hópar yrðu óánægðari en þeir eru
núna. Sem stjórnmálamaður ætti ég
mjög erfitt með að útskýra fyrir
fólki að allir myndu hafa það verra,
án þess að sjönvarpið batnaði nokk-
uð. Kostnaðurinn við að sjá hveiju
heimili fyrir afruglara er um það bil
sá sami og rekstrarkostnaður BBC
í 18 mánuði. Við höfum ekki pen-
inga til að eyða í það. Ég er þess
vegna mjög andvígur áskriftarsjón-
varpi.
Ríkisútvarp á að hafa margar
skyldur
Ég tel afar nauðsynlegt að BBC
sé opinbert fyrirtæki sem hafi marg-
ar tilteknar skyldur við almenning.
BBC á að sjá fyrir svo og svo miklu
fræðsluefni og trúarlegu efni. Það á
að gefa út veðurspár fyrir sjómenn
og gegna öryggishlutverki. BBC á
líka að halda uppi gæðum tungu og
menningar. í Bretlandi horfir fólk
að meðaltali á sjónvarp í þijár
klukkustundir á dag. Sjónvarpið hef-
ur áhrif á tal fólks og hugsun; hvern-
ig það hagar lífi sínu. Sumt af þessu
er hægt að gera með einkareknum
sjónvarpsstöðvum en það er samt
erfiðara. Sky og ITV eru settar til-
tölulega strangar reglur um að þeim
beri að sýna dagskrárefni af
ákveðnu tagi. Þróunin er sú að regl-
ur um starfsemi einkastöðva verða
rýmri og á móti tel ég jafnvel að
enn strangari reglur ættu að gilda
um BBC. Eg tel til dæmis að BBC-
sjónvarpið sé heldur kærulaust um
málfar, þótt útvarpið standi sig vel.
Ofbeldi í sjónvarpi skiptir líka máli
í þessu sambandi. Einn helzti styrk-
leiki BBC er að það sendir út mjög
lítið af ofbeldisefni. Könnun nokkur
sýndi að BBQ sýndi að meðaltali
fimm ofbeldisatriði á klukkustund,
sem er víst það minnsta í heimi.
Þetta er mjkilvægt, þar sem ég tel
að það sé'örugglega samband milli
ofbeldis í sjónvarpi og glæpatíðni.
Loks má nefna að gæðastaðlar
BBC hafa áhrif á gæði þess efnis,
sem kemur frá öðrum sjónvarps-
stöðvum. Margt fólk hefur verið
þjálfað hjá BBC og síðan keypt yfir
til ITV eða Sky. Einkastöðvamar
neyðast líka til að sjá til þess að
gæði efnisins, myndar og hljóðs, séu
samkeppnisfær við BBC.“
Einkavæða má hluta
þjónustunnar
— Mynduð þér komast að sömu
niðurstöðu um RÚV og um BBC!
Aðstæður eru að mörgu leyti ólíkar.
Til dæmis keppir RÚV nú þegar við
einkastöðvamar á auglýsingamark-
aði, en getur niðurgreitt auglýsinga-
verðið með því að hækka afnota-
gjaldið, sem hefur hækkað langt
umfram verðbólgu síðan fjölmiðlun
varð fijáls, eða ganga í vasa skatt-
greiðenda með því að ríkissjóður
greiði rekstrarhalla. Þetta skekkir
myndina og færir RÚV yfirburða-
stöðu í samkeppninni. Finnst yður
þetta réttlátt?
„Það er erfitt fyrir mig að dæma
um íslenzkar aðstæður vegna þess
að ég hef lítið horft á sjónvarp á
íslandi. Ég vil ekki halda því fram
að niðurstöður mínar séu gildar hvar
sem er. Eins og ég sagði er ég á
móti einkavæðingu BBC vegna þess
að ég tel að brezka fyrirkomulagið
skili mjög góðum árangri eins og
sakir standa. Ef gæði brezka ríkis-
sjónvarpsins væru léleg, myndi það
breyta afstöðu minni. Þótt ég sé á
móti einkavæðingu BBC í heild held
ég að í útvarpsrekstri sé svigrúm tll
að einkavæða ýmsa þætti starfsem-
innar. Ef til vill mætti selja svæðisút-
varpsstöðvar, ef til vill Radio 1, sem
er poppstöðin, eða Radio 3, sem all-
ir eru sammála um að sé mjög vönd-
uð menningarstöð, en aðeins 1%
þjóðarinnar hlustar á hana. Hún er
hins vegar tvisvar sinnum dýrari i
rekstri en poppstöðin og er þar af
leiðandi mjög dýr hlutur, sem mjög
fáir njóta. Ég tel að það sé varla
réttlætanlegt. Þótt BBC sé gæðaút-
varp verður það að ná til stórs hluta
þjóðarinnar til þess að tilvera þess
sé réttlætanleg. Ella væri mjög
ósanngjarnt að rukka fólk utn af-
notagjald. Sem stendur horfa eða
hlusta 94% Breta á BBC a.m.k. einu