Morgunblaðið - 09.02.1992, Blaðsíða 29
0KgtutÞfafeU>
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
/
ATVIN NUAL/GIYSINGAR
Hejlsustofnun
NLFÍ, Hveragerði
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er bæði
gömul og ný og breytt stofnun, sem tók form-
lega til starfa í núverandi mynd 1. janúar
1992.
Heilsustofnunin skiptist í endurhæfingadeild
(100 rúm) og heilsuhælisdeild (60 rúm).
Báðar deildir taka til meðferðar þá, sem
þegar hafa verið sjúkdómsgreindir og þarfn-
ast meðferðar.
Starfsemin er m.a. fólgin í hefðbundinni end-
urhæfingu, heilsurækt og heilsuverndarstarfi
í anda náttúrulækningastefnunnar og í sam-
ræmi við íslenska heilbrigðislöggjöf og heil-
brigðisáætlun.
Heilsustofnun NLFÍ auglýsir eftirtaldar stöð-
ur lausar til umsóknar:
Stöðu yfirlæknis (fullt starf)
Umsækjandi þarf að vera sérfræðingur í endur-
hæfingu, gigtlækningum, öldrunarlækningum
eða almennum lyflækningum.
Stöðu sérfræðings (fullt starf)
Umsækjandi þarf að vera sérfræðingur í
endurhæfingu, öldrunarlækningum, almenn-
um lyflækningum eða heimilislækningum.
Umsóknarfrestur er til 14. mars 1992.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri HNLFÍ
í síma 98-30300.
Umsóknir sendist: Stjórn HNLFÍ,
Grænumörk 10, ÍS-810 Hveragerði.
Stöðu hjúkrunarforstjóra (fullt starf)
Umsækjandi skal hafa hjúkrunarleyfi hér á
landi og starfsreynslu í hjúkrun. Æskilegt er
að hann hafi lokið framhaldsnámi í stjórnun.
Umsóknarfrestur er til 1. mars 1992.
Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri og
hjúkrunarforstjóri í síma 98-30300.
Umsóknir sendist: Stjórn HNLFÍ,
Grænumörk 10, IS-810 Hveragerði.
Stöður hjúkrunarfræðinga - tvær stöður
Stöðu yfirsjúkraþjálfa í fullt starf og tvær
stöður sjúkraþjálfara
Stöðu yfiriðjuþjálfa - fullt starf
Stöðu næringarráðgjafa - fullt starf
Stöðu sálfræðings - hálft starf
Stöðu félagsráðgjafa - hálft starf
Heilsustofnunin stendur í fögru umhverfi,
með ótal möguleikum til útivistar og er í 40
km. fjarlægð frá höfuðborginni. Boðið er upp
á heilsufæði. Búseta í Hveragerði eða ná-
grenni er æskileg, en ekki skilyrði. Möguleiki
er á að aðstoða við að útvega húsnæði á
góðum kjörum.
Nánari upplýsingar um stöður hjúkrunar-
fræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, næring-
arráðgjafa, sálfræðings og félagsráðgjafa
veita framkvæmdastjóri, yfirlæknir og hjúkr-
unarforstjóri í síma 98-30300.
Umsóknarfrestur um þessar stöður er til
1. mars 1992 og skulu umsóknir sendast:
HeHsustofnun NLFÍ,
b.t. Eiríks Ragnarssonar, framkvæmdastjóra,
Grænumörk 10, 810 Hveragerði.
Garðabær
Blaðbera vantar í Hæðarbyggð og Dalsbyggð.
Upplýsingar í síma 656146.
w
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Ægisborg
Yfirfóstra óskast á nýja deild við leikskólann
Ægisborg v/Ægissíðu.
Deildarfóstru vantar á sama stað.
Nánari upplýsingar gefur Elín Mjöll Jónas-
dóttir, leikskólastjóri, í síma 14810.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
KÍSILIÐJAN ?
REYKJAHLÍÐ VIÐ MÝVATN
Framkvæmdastjóri
Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit óskar eftir að
ráða framkvæmdastjóra.
Kísiliðjan starfrækir verksmiðju, sem framleiðir
síunar- og fylliefni úr kísilgúr, aðallega til út-
flutnings. Starfsmannafjöldi er 61. Afkoma
félagsins hefur verið góð og eiginfjárstaða er
mjög traust. Aðaleigendur Kísiliðjunnar eru
Ríkissjóður íslands (51%) og bandaríska fyrir-
tækið Celite Corporation (48,56%).
Starf framkvæmdastjóra er fjölþætt, en er
aðallega fólgið í stefnumörkun, áætlanagerð,
ásamt stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri.
Framkvæmdastjóri kemur fram fyrir hönd fé-
lagsins og gætir hagsmuna þess út á við.
Leitað er að hæfum manni, helst með reynslu
í fyrirtækjastjórnun, sem tilbúinn er að tak-
ast á við krefjandi ábyrgðar- og stjórnunar-
starf. Góð kunnátta í ensku er skilyrði.
Skriflegum umsóknum um starf fram-
kvæmdastjóra ásamt upplýsingum um
starfsferil og menntun, skal merkja stjórn
félagsins og senda til Kísiliðjunnar hf., 660
Reykjahlíð, fyrir 24. febrúar nk. Umsóknum
skal skila á íslensku og í enskri þýðingu.
Nánari upplýsingar um starfið veita:
Róbert B. Agnarsson, framkvæmdastjóri,
vs. 96-44190, hs. 96-44129.
Pétur Torfason, stjórnarformaður,
vs. 96-22543, hs. 96-22117.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál og þeim svarað.
Ifl
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Fóstrur, þroskaþjálfar og fólk með uppeldis-
menntun óskast til starfa á leikskólann
Fálkaborg v/Fálkabakka.
Upplýsingar gefur viðkomandi leikskólastjóri
í síma 78230.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
Hjúkrunarfræðingar
- hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarforstjóri og hjúkrunarfræðingar
óskast sem fyrst, eða eftir nánari samkomu-
lagi, til starfa á Sjúkrahúsið á Seyðisfirði.
í boði eru góð laun, góður ferðastyrkur, hús-
næði á staðnum og barnagæsla, ásamt góð-
um og metnaðarfullum starfsanda.
Sjúkrahúsið á Seyðisfirði er 26 rúma sjúkra-
hús með sex stöðugildi hjúkrunarfræðinga.
Sjúkrahúsið er að flytja í nýtt húsnæði um
þessar mundir. Öll aðstaða til hjúkrunar og
umönnunar er mjög góð í hinu nýja húsnæði.
Aðalviðfangsefni eru á sviði öldrunarhjúkr-
unar, en einnig er fengist við margskonar
„medicinsk" vandamál, bæði bráð og lang-
varandi. Ýmis sérstök heilbrigðisvandamál
eru einnig tekin til meðferðar á sjúkrahúsinu.
Næturvaktir hjúkrunarfræðinga eru í formi
bakvakta, heima.
Seyðisfjörður Br 1000 manna byggðarlag í
fallegum Austfirði með glæsta og fjölbreytta
sögu að baki.
Aðalatvinnuvegir tengjast fiskvinnslu og út-
gerð, ásamt vélsmíði. Verslun og fjölbreytt
þjónustufyrirtæki eru á staðnum.
Sjúkrahús og heilsugæslustöð eru einnig
mikilvægir vinnustaðir. Bílferjan Norröna
kemur hér vikulega allt sumarið frá Evrópu
og á Egilsstöðum verður kominn millilanda-
flugvöllur á þessu ári.
Á Seyðisfirði er grunnskóli með framhalds-
deild auk tónlistarskóla. Menntaskóli er á
Egilsstöðum í 26 km fjarðlægð. Á staðnum
er ágæt aðstaða til leikfimi og íþróttaiðkana
innanhúss, auk sundlaugar og tilheyrandi.
Fjölbreytt íþrótta- og félagsstarf er á staðnum.
Á Seyðisfirði er fjölbreytt náttúrufegurð með
ýmsum tækifærum til útivistar, s.s. fallegum
gönguleiðum, góðri aðstöðu til skíðaiðkana
og stutt er í silungsveiði.
Hafir þú áhuga á skerpmtilegu en oft krefj-
andi starfi með góðum launum, í hinu sér-
staka umhverfi lítils útgerðarbæjar, hafðu
þá samþand við Þóru (hjúkrunarforstjóra),
Lárus (framkvæmdastjóra) eða Atla (lækni)
í síma 97-21406 sem gefa nánari upplýsing-
ar.
Sjúkrahús Seyðisfjarðar.